Íslendingur


Íslendingur - 22.01.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 22.01.1947, Blaðsíða 8
NÝIR KAUPENDUR að Jslend- ingi" geta enn fengið ókeypis fjölbreytt jólablað og hina skemmfilegu framhaldssögu fró upphafi. Gerizt því kaupendur þegarí dag. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Vegna stóraukinnar sölu blaðs- ins borgar sig æ betur að aug- lýsa í því. Munið að koma aug- lýsingum til afgreiðslu blaðsins fyrir hódegi á þriðjudaga. Margskonar framkvæmdir á Grenivík Mikill áhugi að eíla útgerðina. I seinni tíð hefir verið hljótt inn Grenivík. Aðrir útgerðarstaðir við Eyjafjörð hafa vaxið henni yfir höfuð, vegna þess að betur hefir verið að þeim búið með verklegar og opinberar framkvæmdir. Lega Grenivíkur til útgerðar er þó engu síðri en t. d. Dalvíkur og Hríseyjar, og fyrir allmörgiun árrnn var Grenivík eitt lielzta útgerðarplássið við Eyjafjörð. Svalbarðsstrandarvegurinn Minningarspjöld nýja sjúkrahússins og Elliheimilissjóðs Akuréyrarkaupstaðar íást í Bóhaverzlun Þ. Thorlacius. Munið eftir þessum minningarspjöldum. Með því að kaupa þau, styrkið þér gott málefni. MuniS vaxlabréf stoinlánadeildar sjávar- útvegsins. Með því að kaupa þau, ávaxtið þér fé yðar á hagkvæman hátt og leggið um leið fram yðar skerf til nýsköpunar sjávarútvegsins. Hjálprœðisherinn. Æskulýðsleiðtogar, major og frú Andresen frá Reykjavík heim sækja Akureyri og stjórna eftirfarandi samkomum: Laugard. 25. jan. kl. 5 e. h. Barnasamkoma. — Kl. 8.30 samkoma og sunnud. 26. jan. kl. 11 f. m. og 8.30 e. h. Sunnudagaskóla kl. 2. — Mánud. kl. 4 Ileimilissambandsfundur. KI. 8.30 Æsku- lýðssamkoma. Barnastúkan „Sakleysið“ nr. 3 heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 10 f. h. — Fundarefni: Kosning embættis- manna og innsetning. — Upplestrar. — Söngur og leikrit. — A-flokkur skemmtir. Komið öll á fund! Verið stundvís! Nýir félagar alltaf velkomnir. — Áheit á Strandarkirkju frá K. G. kr. 10. Móttekið á afgr. íslendings og sent áleiðis. Berklavörn á Akureyri heldur aðalfund sinn að Hótel Norðurlandi þriðjudaginn 28. jan. n. k. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Lagabreytingar og venjuleg aðalfundar- störf. — Stjórnin. Stúkan Isafold-Fjallkonan heldur fund næstkomandi mánudag 27. jan. kl. 8.30 í Skjaldborg. Fundarefni: Venjuleg fundar- störf. — Inntaka nýrra félaga. — Kosning embættismanna. — Erindi. — Skemmti- atriði. — Nánar auglýst í götuauglýsing- um. — Bindindissinnaðir Akureyringar! Gangið í Regluna og styðjið þannig bar- áttu hennar móti áfengisspillingunni. For- eldrar! Komið með börn yðar í Regluna! HafiS þér lesið hinar spennandi og ævin- týralegu sögur ÞokulýSinn og Náma Saló- mons konungs? Framhaldssagan, sem nú er í „íslendingi", Hringur drottningarinn- ar af Saba, er eftir sama höfund, og er engu síðri en hinar tvær. Gerist megin- hluti sögunnar meðal einkennilegra þjóð- flokka lengst inni í Afríku, þar sem hin fagra drottning af Saba ræður ríkjum í óvinnandi fjallavirki sínu. Nýir áskrifend- ur geta enn fengið söguna frá byrjun, en upplagið ér á þrotum. Gerizt því kaupend- ur „íslendings" þegar í dag. Þeir menn, víðsvegar um land, sem fengu „Islending“ sendan fyrir áramót og ætla að kaupa blaðið framvegis, eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðslu blaðsins vita, ef þeir óska eftir að fá jólablaðið. Urtdanfarandi ár hefir verið frem- ur lítið alhafnalíf á Grenivík. Út- gerðin, sem flestir eiga afkomu sína undir, hefir stöðugt dregizt saman. Astæðan til þess mun einkutn vera sú, að aðrir staðir við Eyjafjörð hafa orðið á undan með að fá ýmsar verklegar framkvæmdir, og má þar tilnefna hafnar- og bryggjugerðir, vegi og raforku. Nú stendur fyrir dyrurn að efla og endurvekja athafnalífið á Grenivík, og vill „Islendingur" því nota tæki- færið til þess að drepa á nokkur at- riði í því sambandi . Bátakaup. Á síðastliðnu hausti var í Grýtu- bakkahreppi stofnað hlutafélagið „Gjögur“ í þeirn tilgangi að kaupa og gera út báta frá Grenivík. Hluta- fé mun nema um 200.000 kr. Til að byrja með er ætlunin að kaupa tvo 65 smálesta báta, og hefir þegar feng ist loforð frá Landssmiðjunni í Reykjavík um smíði þeirra beggja, og verður annar þeirra sennilega af- hentur í febrúarbyrjun þessa árs en hinn fyrir síldarvertíðina, ef allt gengur að óskum. Bátar þessir ntunu báðir stunda síldveiðar að sumrinu, en fara suð- ur á vetrarvertíðina að vetrinum. Ef frystihús og bátabryggja kæmu á Grenivík, væri ef til vill unnt að gera þá þaðan út allt árið um kring. í Grýtubakkahreppi hefir ríkt mik- ill áhugi fyrir bátakaupunum, enda verið almenn þátttaka um kaup hluta- bréfa, og munu hluthafar alls vera um 40 að tölu. Það eru ekki einungis útgerðarmenn og sjómenn, sem hlut eiga að máli, heldur hafa margir bændur þrugðizt vel við og lagt fram drjúgan skerf. Framkvæmdastjóri félagsins hefir verið ráðinn Þorbjörn Áskelsson, Grenivík, en formaður félagsstjórn- ar Jóhann Stefánsson, s.st. Bryggjugerð. Þýðingarmesta skilyrðið fyrir efl- ingu útgerðarinnar á Grenivík er bryggjugerð. Til þessa hefir orðið að notast við staurabryggj u, sem á sín- um tíma var miðuð við 10—12 smá- lesta báta. Eins og nú er komið er bryggja þessi algerlega ófullnægj- andi. Fyrir áramótin var gerður upp dráttur að bátabryggju og er þar gert ráð fyrir því, að hún verði nokkru austar í víkinni en gamla bryggjan nú er. Þar er nægilegt svig- rúm til þess að koma upp stórri síld- arsöltunarstöð, og akvegurinn liggur þar niður að sjónum. Til þessa hefir lítið verið gert til þess að hrinda bryggjugerð í framkvæmd, en eftir að nýir og stærri bátar eru komnir, má vænta þess að skriður komist á málið. Hraðfrystihús. Útgerðarmenn og sjómenn gera sér það ljóst, að útgerðin geti tæp- lega átt sér framtíð á Grenivík, nema þar verði reist hraðfrystihús. Slíkur rekstur myndi auk þess mjög auka atvinnu í landi og þannig stuðla að vexti kauptúnsins. Framkvæmdir í þessa átt koma þó tæpast til greina, 'fyrr en ný bátabryggja hefir verið gerð og bátum fjölgað. Var það Tjarnarbíó í Reykjavik hefir und- anfarið sýnt mjög athyglisverða mynd, sem sýnir hin ömurlegu áhrif ofdrykkj unnar. Hefir Stórstúka ís- lands í hyggju að kaupa mynd þessa og sýna sem fræðslumynd. „Víkverji“ gerir mynd þessa að umtalsefni í dálkum sínum í Morg- unblaðinu fyrir nokkru og fer um hana réttmætum viðurkenningarorð- um. Hann virðist reyndar telja það sérstaklega athyglisvert í myndinni, að sagt sé, að bannið hafi orsakað þær hörmungar, sem myndin lýsir. Telur „Víkverji“ einkar mikilvægt, að þessi setning sé ekki felld niður, St/órnmáfaóvissan Framh. af 1. síðu. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um aðkallandi verkefni nýrrar ríkis- stjórnar. En þessi verkefni þurfa að leysast fljótt og vel. Áfram, til aukinna framfara og bættra lífskjara fyrir alla íslenzku þjóðina, verður að vera kjörorð hinnar nýju ríkisstjórnar. Engin stjórn getur þó starfað eftir þessu kjörorði, nema stgfna hennar mót- ist af þeim lýðræðisanda og viður- kenningu á einstaklingsfrelsinu, sem er svo rótgróið í eðli íslenzku þjóð- arinnar. 011 þjóðholl, lýðræðissinn- uð öfl á Alþingi verða að sameinast um stjórnarstefnu í þeim anda. Síðastliðið haust komst á beint akvegasamband milli Akureyrar og Grenivíkur, um Grýtubakkahrepp og Svalbarðsströnd. Áður varð að fara inn Fnjóskadal um Dalsmynni, vest- ur yfir Fnjóskárbrú og yfir Vaðla- heiði. Nýi vegurinn er hið mesta mannvirki, og hefði seint tekist að ljúka við hann, ef vegagerðin nyti ekki nýju vélanna. Nýja vegasam- bandið auðveldar mjög mjólkurflutn inga úr Grýtubakkahreppi til Akur- eyrar, og má því gera ráð fyrir stór- um aukinni mjólkurframleiðslu í hreppnum. Á leiðinni frá Nolli að Grenivík er enn sem komið er ein- ungis ruddur vegur og er þörf á því að leggja þar nýjan veg, sem yrði áframhald af Svalbarðsstrandarveg- inum. Raforkumálin. í Grýtubakkahreppi er mikill á- hugi ríkjandi fyrir því að fá raforku- lögn frá Laxárvirkjuninni. Vonandi líða ekki mörg ár þangað til það nytjamál nær fram að ganga. /. G. R. banniö? ef myndin verði sýnd hér á landi sem fræðslumynd með íslenzkum texta. Skoðun „Víkverja“ á þessu efni er æði furðuleg. Ekki skal að vísu neitt fullyrt um áhrif bannsins á á- fengisneyzlu í Bandaríkjunum, en sí- vaxandi fylgi bannsins þar í landi virðist þó óneitanlega benda til þess, að Bandaríkjaþjóðin hafi einhverja trú á banni, sem lausn á því stórkost- lega áfengisböli, sem þar ríkir nú. Hinsvegar mun sennilega fæstum ís- lendingum, sem ræða vilja áfengis- málin með sanngirni, láta sér til hug- ar koma, að bannið hafi verið orsök þess gegndarlausa drykkjuskapar, sem nú er í landi voru og fer sívax- andi. Það má auðvitað deila um gildi banns, og „Víkverji“, vinur minn, getur án efa fært fram einhver rök fyrir andstöðu sinni gegn banni, en það væri hin mesta fjarstæða að halda því fram í fræðslumynd um áfengisbölið, að bannið hafi verið orsök þess. Verður því tvímælalaust að fella slík ummæli niður úr mynd- inni, ef hún á að gefa réttar upplýs- ingar um áfengisvandamálið, því að bannið á áreiðanlega enga sök á því öngþveiti, sem nú er ríkjandi í þeim málum. Auglýsið í íslendingi INNHEIMTA IÐGJALDA TIL ALMANNA TRYGGING ANNA HAFIN Trýggingastofnun ríkisins hefir nú ákveðið iðgjald einstaklinga til tryggingarsj óðs almannatrygging- anna árið 1947. Eru birtar hér í blaðinu í dag ítarlegar auglýsingar um þetta efni. Er iðgjaldið nokkuð breytilegt eftir verðlagssvæðum. Á Akureyri er iðgjald kvæntra karla kr. 380.00, en kr. 340.00 fyrir ókv. karla og kr. 250.00 fyrir ógiftar kon- ur. I Eyjafjarðarsýslu og héröðum utan kaupstaða yfirleitt er iðgjaldið nokkru lægra, eða kr. 300.00 fyrii kvænta karla, kr. 270.00 fyrir ókv. karla og kr. 200.00 fyrir ógiftar kon- ur. Ætlazt er til þess, að um það bil helmingur iðgjaldsins sé greitt í þessum mánuði og skulu iðgjöldin greidd hjá hreppstjórum eða sýslu- manni. Mörgur finnst þessi skattur æði tilfinnanlegur ofan á allar aðrar greiðslur, en fólk skyldi hafa það í huga, að með þeim er það í raun- inni einungis að leggja til hliðar fé til þess að mæta erfiðleikum sjúk- dóma og elli. Almannatryggingarnar eru því nokkurskonar skyldusparn- aður. Reikningar Akureyrarkaup- staðar 1945. Reikningar Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 1945 eru nýkomnir út. Að meðtöldum eftirstöðvum frá fyrra ári, voru tekjur bæjarsjóðs á árinu samtals rúmar 5 milj. kr. Gjöldin námu samtals rúmum 3.9 milj. kr., og eftirstöðvar til næsta árs voru um 1.1 milj. kr. Skuldir bæjarsjóðs í árslok 1945 voru rúmar 660 þús. kr. og skuld- laus eign bæjarins urn 2.5 milj. kr. NÝKOMIÐ: Kartöflumél Ávaxtahlaup „JeIIo“ Danskt Mariekex Danskt Iskex Molasykur Verzl. JÖNS EGILS Túngata 1. — Sími 475. LÁN ÓSKAST: Kr. 4000.00 í 6—7 mánuði. Greiði háa vexti. — Tilboð leggist inn á afgr. Islend- ings fyrir kl. 12 á laugar- dag merkt: „Brýn nauð- syn“. tSS&íS<Ss5íSíSí5íSs!SíS&!5iSí$sSíSíSíSíSíSjSs5íSíaí!

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.