Íslendingur


Íslendingur - 22.01.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 22.01.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 22. janúar 1947 ISLENDINGUR 7 Þankabrot Framhald af 4. síðu. baráttu æskulýðsfélaganna í þágu ýmissa menningarmála og hagsmunamála íslenzkr- ar æsku. ÆskulýðsráS sem þetta, er hefði að baki sér meginhluta íslenzkrar æsku, hefði aðstöðu til þess að' verða mjög á- hrifamikið. Verkefnin ertt nægileg, því að sameiginleg áhugamál íslenzkrar æsku eru mörg. Eg lieiti á stjórnir æskulýðssamtak- anna að taka þessa hugmynd lil rækiiegr- ar athugunar og hefja sem allra fyrst við- ræður um möguleikana á slíkri allslierjar- samvinnu æskulýðssamtakanna. Því þá dýrara? NÝLEGA var auglýst nokkur verðlækk- un á benzíni og olíum. Ber að sjálfsögðu að fagna því. Hins vegar er lítt skiljanleg þörfin á því að selja benzínlíterinn 7 aur- um hærra verði á Akureyri en í Reykja- vík og Hafnarfirði. Því má ekki flytjá þessa vöru beina leið til Akureyrar og annarra hafna, þar sem notkunin er mikil? Það er að vísu ekkert undarlegt, þótt vöru- verð utan Reykjavíkur sé hærra en þar, ef öllum vörum til annarra landshluta er um- skipað í Reykjavík. En þetta er venja, sem verður að breytast. Reykvíkingar eiga að sjálfsögðu að fá nauðsynjar sínar við eins vægu verði og hægt er, en aðrir lands- rnenn eiga sama rétt. Erlendir listamenn VIÐSKIPTARÁÐ virðist nú loks hafa í hyggju að setja einhverjar skorður við því, að alls konar erlendir listamenn komi hingað og fari með stórfé nteð sér úr landi. Það gelur að vísu verið' bæði lærdónisríkt og ánægjulegt að heyra og sjá heimsfræga listamenn, en öllu verða að vera skynsam- leg takmörk sett. Liggur líka við að vera dálítið kátbroslegt, liversu erlendir menn virðast nú áfjáðir í að koma hingað lil þess að sýna listir sínar, er íslendingar ern vel fjáðir, því að lítiÖ hefir áður bólað á flestum þeirra hér. B ifre i ðanámsk e i ð FYRIRIIUGAÐ mun vera að halda í Reykjavík svokallað meiraprófs námskeið fyrir bifreiðastjóra. Margir bifreiðastjórar frá Akureyri, úr Eyjafirði og víðar hér norðanlands munu hafa lnig á að sækja slíkt námskeið. Hins vegar eiga margir þeirra erfitt með að sækja námskeið í Reykjavík, enda miklir erfiðleikar að fá sér þar liúsnæði. Ef viljann skortir ekki hjá forráðamönnum þessara mála, ætti einnig að vera liægur vandi að halda meira- prófs námskeið hér á Akureyri, því að nemendur munu vera nægilega margir. Ætti einnig að vera auðið að fá hér Jcenn- ara í flestum greinum. Myndu norðlenzkir bifreiðastjórar án efa fagna þeirri ráðstöf- un. Frumleg tillaga í SAMBANDI við undanfarandi stjórn- arkreppu hér á landi hafa komiS fram ýmsar tillögur, til úrbóta. Einliver allra rót- tækasta tillagan er sú, að Alþingi verði í stjórnarskránni settur ákveðinn freslur til stjórnarmyndunar. Skuli þing rofið, ef stjórn liefir ekki verið mynduð innan þess frests, og þingmönnum öllum bannað að bjóða sig fram aftur. Hvernig lýst þing- mönnum á þessa hugmynd? r . U tsvönn ÞÁ er nú komið að þeim tíma ársins, er bæjaryfirvöldin taka sínar ákvarðanir um það, hversu langt þau skuli í þetta sinn fara ofan í vasa borgaranna. Oft liefir ver- ið gengið nærri bæjarbúum, en sjaldan nær en nú, ef það er ætlunin að hækka út- svörin um nær eina miljón króna. Bæjar- félagið hefir að sjálfsögðu mikla þörf á fé til margháttaðra framkvæmda, og dýr- tíðin eykur sífellt fjárþörfina, en þó verð- ur að gæta þess að spenna bogann ekki of hátt. Utsvörin á almenningi hér á Akur- eyri hafa undanfarið verið mjög liá, ekki hvað sízt vegna þeirra fríðinda, senx lang- auðugast fyrirtæki í bænum nýtur. Verður því að fara mjög gætilega í sakirnar að hækka útsvörin mikið frá því, er verið hefir. Það er sannarlega íhugunarvert, hversu langt ríki, hæjar- og sveilarfélög geta geng- ið í því að skatlleggja borgarana. Þarfir hins opinbera eru margar, en þó iná ekki loka augunum fyrir því meginatriði máls- ins, að ekki má laka af skattgreiðendun- um meira fé en svo, að þeir geti sóma- samlega séð fyrir sér og sínum. UM ÁRAMÓT Líkt eins og snœkorn árið er, aldanna ber það hríðarél, stormþyrlað, hrakið framhjá fer og felst í tímans jökulskel. — -Hjarnfönnin eilíjð hylur vor liraðstignu. spor. Laufblaði smáu líkjumst vér, laufguðu tré sem fellur af, visið og týnt það vindur ber og verpur það í fannarhaf. — Guð, öll þín laujblöð, gleymd og lirjáð, geymi þín náð. Upprennur bráðutn árið nýtt, enginti veit, hvað að höndum ber. Þolgóðir móti' stormum strítt í styrkleik Drottins getum vér. Grœði hann öll hin gömlu sár. — Gleðilegt ár! Sœmundur G. Jóliannesson. Seðiaveltan minnkar I nóvembcrmánuði minnkaði seðla veltan um rúmar 6 milj. kr. Var hún Qtan nr beimi Þýzkaland: Rússar segjast hafa tilkynnt ,.sós- íalistiska sameiningarfIokknum“ á hernámssvæði sínu, að þeir hafi ekki í hyggju að flytja fleiri þýzkar verk- smiðjur til Rússlands. Hafi þeir því ákveðið að hætta við brottflutning 200 þýzkra verksmiðja, en rússnesk hlutafélög munu annast rekstur þeirra. Mun vafalaust mörgum koma á óvart, að Rússar skuli nota hið „kapitalistiska“ hlutafélagafyrirkomu lag. Rússland: Rússar hafa orðið að fresta fimm ára áætlun sinni. I fyrstu var ákveð- ið, að öllu endurreisnarstarfi í land- inu skyldi vera lokið árið 1950, en nú liefir tímahilið verið lengt til vetrarins 1952—53. Bandaríkin: Hin miklu verkföll í Bandaríkjun- um hafa mjög dregið úr framleiðsl- unni. Er orðið ljóst, að útflutning- ur landsins árið 1946 hefir ekki farið fram úr 10. miljörðum dollara eins og margir stjórnarembættis- rnenn höfðu þó áður húizt við. Frakkland: Vicent Auriol var fyrir nokkrum dögum kosinn forseti fjórða lýðveld isins franska. Hlaut hann yfir helm- ing greiddra atkvæða, eða 452 af 892. Auriol er hægfara jafnaðar- maður og mikill vinur Leon Blum. Var hann studdur af jafnaðarmönn- um og kommúnistum. Verður hann forseti Frakklands næstu sjö árin, ef honum endist heilsa til. Bandaríkin: Verklýðssamtök Bandaríkjanna hafa snúizt mjög öndverð gegn frum varpi, sem komið hefir fram í þjóð- þinginu um afnám verklýðslaganna, sem sett voru á dögum Roosevelts forseta og áttu að tryggja réttindi verkamanna á ýmsan hátt. Bæði AFL og CIO verklýðssambandið segja hér vera um að ræða árás á almenn réttindi verkamanna. Krefj- ast þau þess, að ríkið hafi ekki af- skipti af vinnudeilum verkamanna og atvinnurekenda, heldur séu þess- ir aðilar látnir leysa ágreiningsmál sín með frjálsum samningum. Bandaríkin: Verklýðssamtök Bandaríkj anna halda því fram, að bandarískir at- vinnurekendur geti greitt allt að 25% hærri vinnulaun, án þess að hækka verð framleiðslunnar. Sé þetta satt, er það rnjög eftirtektarverð sönnun þess, hversu tæknin getur stórlega hætt Jífsskilyrði almennings. Bretland: Verkamannastjórnin brezka er á- kveðin í því að hafa engin afskipti af harátlu hrezkra verkamanna fyrir 40 stunda vinnuviku. Opinberlega lætur stjórnin í veðri vaka, að eðli- legt sé, að þetta mál verði ákveðið með frjálsum samningum atvinnu- rekenda og verkamanna, en í raun- inni vonar stjórnin, að krafa þessi fái ekki fulla viðurkenningu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár, vegna hins mikla skorts á verkafólki, sem nú er í Bretlandi. IIRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA „Gott, en hver var svo árangurinn af þessu,“ spurði Orme. „Jú, ég fékk dálítið af gulli og hóp af úlföldum, sem blátt áfram var rennt niður eftir leynilegum stíg í f jöllunum. Þetta gerðu þeir til að forðast Fung- ana, sem þeir voru óskaplega hræddir við. Hópur Abatiera fylgdi mér yfir eyðimörkina til Assouan, en við vorum margar vikur á leiðinni. I Assouan reistu þeir sér tjaldbúðir, og þar yfirgaf ég þá fyrir um það bil hálfum mánuði síðan, en bað þá að bíða aftur- komu minnar. Til Englands kom ég í morgun. Og strax og ég fékk fulla vissu um það, að þú værir á. lífi, og komst að því, hvar þú ættir heima — ég fann það í bók, sem heitir „Hver er maðurinn” — kom ég hingað.“ „Og hvers vegna komstu til mín? Hvað viltu að ég geri? spurði prófessorinn. „Eg kom til þín, Higgs, af því að ég veit, hversu mikinn áhuga þú hefir á öllu því, sem fornt er. Og ég kom af því, að ég vildi fyrst og fremst gefa þér tækifæri til þess ekki aðeins að verða ríkur heldur einnig frægur sem uppgötvari dásamlegra forn- minja.“ „Og einstakt tækifæri til þess að láta skera sig á háls,“ rumdi í Higgs. „Og það, sem mig langar til þess að biðja þig um,“ hélt hann áfram, „er að finna einhvern mann fyrir mig, sem kann að fara með sprengiefni, og er fús til þess að taka að sér það hlutverk að sprengja skurð- goð Funganna í loft upp.“ „Já, það ætti að minnsta kosti að vera auðvelt,“ sagði prófessorinn og benti með pípu sinni á Orme kaptein. „Hann er lærður verkfræðingur, er auk þess 19 hermaður og ágætur efnafræðingur. Hann kann einn- ig arabisku, því að hann er alinn upp í Egyptalandi — og eins og þú getur séð, er hann einmitt rétti maðurinn handa þér.“ Eg hugsaði mig um litla stund, en fannst þá ósjálf- rátt, að ég myndi geta treyst honum, og spurði: „Vilduð þér gera þetta, Orme kapteinn, ef við verð- um ásáttir um skilmálana?“ „1 gær myndi ég áreiðanlega hafa sagt nei,“ svar- aði hann og dálítill roði kom í kinnar hans. En í'dag svara ég því, að ég skal að minnsta kosti íhuga málið — það er að segja, ef Higgs verður með, og þér get- ið gefið mér upplýsingar um ýms atriði. En ég vil vekja athygli yðar á því, að ég er aðeins áhugamað- ur í þeim þremur fræðigreinum. sem prófessorinn nefndi, þótt ég hafi nokkra reynslu í einni þeirra.“ Telduð þér það ökurteisi, kapteinn Ofme, að spyrja, hvers vegna viðhorf yðar og áætlanir hafa þannig breytzt á einum sólarhring?“ „Engan veginn ókurteisi, en það er ekki sársauka- laust að svara’ þessari spurningu", svaraði hann og roðnaði nú enn meir en áður. „En það er víst bezt að vera hreinskilinn, svo að ég skal segja yður á- stæðuna. 1 gær áleit ég, að ég myndi erfa mjög mikla fjármuni eftir frænda minn, en alvarleg veikindi hans voru orsök þess, að ég kom fyi’r heim frá Suð- ur-Afríku en ég hafi áformað. Eg hefi sem sé verið alinn upp í þeirri trú, að ég myndi verða erfingi hans. En í dag frétti ég, að hann hefði í fyrra kvænzt konu, sem að ættgöfgi stóð honum langt að baki, og hann lét eftir sig barn, sem auðvitað erfir allt saman, því að hann dó án þess að gera erfðaskrá. En hér er þó ekki öll sagan sögð. I gær áleit ég mig vera trúlofað- 20 an. 1 dag hefi ég einnig verið svikinn í þessu efni. „Hefðarstúlka sú“, bætti við með dálítið beiskri - röddu, „sem var fús að giftast erfingja Anthony Orme, kærir sig ekki lengur um að giftast Oliver Orme, sem ekki á nema um 100 þúsund krónur sam- tals. Nú, en það er ef til vill hvorki hægt að ásaka hana né ættingja hennar fyrir það, því að henni býðst víst betra gjaforð. En þessi ákvörðun hennar hefir að minnsta kosti gert mér hægara um vik að taka ákvörðun um þetta.“ „Ljót saga“, hvíslaði Higgs. „Andstyggileg með- ferð.“ Og hann hélt áfram að ræða um stúlku þessa, ætt- ingja hennar og hinn látna reiðara Anthony Orme. Voru ummæli hans þannig, að frásögn þessi yrði ó- hæf til heimilislestrar, ef þau væru endurtekin hér á prenti. Bersögli prófessor Higgs er svo alkunn meðal vina hans, fornfræðinganna, að þess gerist ekki þörf að greina nánar frá henni hér. „En ég skil ekki fyllilega, Adams,“ sagði hann upp- hátt, er hann sá Orme vera á leiðinni til okkar aftur, „hver er í rauninni tilgangur þinn með þessum til- mælum. Það vildum við báðir auðvitað gjarnan fá að vita.“ „Eg er hræddur um, að ég hljóti að hafa útskýrt málið illa. Eg hélt reyndar, að ég hefði tekið það skýrt fram, að tilgangur minn er sá einn að reyna að frelsa son minn, ef hann er enn á lífi. Og ég hygg, að hann sé það. Higgs, reyndu nú að setja þig í mín spor. Hugsaðu þér, að þú værir einstæðingur, sem ekki ættir neitt, er þér væri kært, nema eitt barn. Framh,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.