Íslendingur


Íslendingur - 22.01.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.01.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudaginn 22. janúar 1947 3. tbl. Formaður Alþýðuflokks- ins heldur áfram tilraun- um til stjórnarmyrfdunar . Enn hefir ekki tekizt að mynda ríkisstjórn. Gert hafði verið ráð fyrir því, að formaður Alþýðu- flokksins myndi' ljúka tilraunum sínum til stjórnarmyndunar fyrir helgi, en seint í gær héldu við- ræður hans og fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokks- ins enn áfram. Kvað Stefán Jó- hann seint í gær ógerlegt að full- yrða, hver niðurstaðan yrði. Allar sögusagnir um það, að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi tafið þessar samningatilraun ir með því að taka á ný upp við- ræður við Jcommúnista, eru til- hæfulausar. Sj álfstæðisflokkurinn er jafn einhuga um það nú og hann hefir alltaf verið að mynda sem fyrst starfhæfa ríkisstjórn. Hinsvegar eru allsterk öfl í Al- þýðuflokknum, sem vinna ötul- lega gegn formanni flokks síns í þessu máli, og Framsóknarflokk- urinn er klofinn um þetta mál sem önnur og hefir allt á hornum sér. Er því ekki gott að segja, hver endanleg niðurstaða verður, en talið er næstum víst, að þing- ræðisstjórn verði ekki mynduð, ef þessi tilraun mistekst. 25 MENN KOMU TIL ATVINNULEYSIS- SKRÁNINGAR VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOF- AN lét fyrir skömmu fara fram skrán ingu atvinnulausra manna hér á Ak- ureyri. 25 mættu til skráningar, en sumir þeirra voru ekki með öllu at- vinnulausir. Áður hefir oft verið á það bent hér í blaðinu, hversu nauðsynlegt það sé, að framkvæmdum hins opinbera sé þannig' hagað, að þær hagnýti vinnuaflið þann tíma, sem fram- leiðslan þarf ekki á því að halda. Þótt atvinnuleysisskráningin sýni, að hér sé ekki neitt teljandi atvinnu- leysi, ber samt brýna nauðsyn til þess að tryggja það, að enginn vinnufær maður þurfi að ganga atvinnulaus, bæði vegna þess að full þörf er á starfi allra vinnandi handa, og eins hins, að kaup almennra verkamanna er ekki það hátt, í hlutfalli við sívax- andi dýrtíð, að þeir megi við því að ganga atvinnulausir '¦•— jafnvel skamman tíma. PÉf er einlægs samstarfsvilja en ekki álnalangra Austræna „lýðræðið" í allri sinni dýrð. Kommúnistar beita fáheyrðu ofbeldi í pólsku kosningunum \ Kommúnisfor stórhrifnir of hinu nýja „lýðræði". Þingkosningar þær, sem frajn fóru í Póllandi sl. sunnudag og allur undir búningur þeirra, hafa vakið mikla athygli um allan heim. Eru þær skýrt dæmi um það, hvers vænta má, ef kommúnistar ná völdum og fá að framkvæma „lýðræðishugsjónir" sín-. ar. Stjórnarandstæðingar handteknir. Hin kommúnistiska stjórnarsam- steypa beitti hinu mesta ofbeldi yið allan undirbúning kosninganna. 250 af frambjóðendum stiórnarandstöð- unnar, pólska Bændaflokksins, sem hefir notið lang-mests fylgis hjá þjóð inni, voru strikaðir út af framboðs- listum með þeirri alkunnu röksemd kommúnista, að þeir væru nazistar. 135 forustumenn flokksins voru hnepptir í fangelsi, og hefir Mikol- jczyk, foringi Bændaflokksins, skýrt svo frá, að fimm þeirra hafi látizt af illri meðferð. Allur kosningaáróður Bændaflokksins var hindraður, og ríkisútvarpið flutti sííelldan áróður til stuðnings stjórnarflokkunum. Kosningarnar sjálfar. Kjörstjórnir allar voru skipaðar éintómum stjórnarsinnum, og fékk Bændaflokkurinn næstum hvergi að hafa eftirlitsmenn. Sumstaðar kom til átaka, og er talið, að rúmlega 20 manns hafi látið lífið í óeirðunum. Kosningarnar voru í rauninni ekki leynilegar, því að stjórnin tilkynnti, að 'menn hefðu rétt til þess að sýna atkvæðaseðla sína. Víða voru kjós- endur hindraðir í að komast á kjör- stað. Erlendir blaðamenn fengu að fylgjast með kosningunum sjálfum. Hafa ýmsir þeirra skýrt svo frá, að þeir hafi ekki orðið varir við, að stjórnin hafi beitt þvingunum við kjósendur á kjördegi, en talið hættu á því að kosningaúrslit yrðu fölsuð, enda mun þeim yfirleitt ekki hafa verið leyft að fylgjast með talningu atkvæða. Urslitin talin fölsuð. Utvarpið í Moskva skýrði svo frá í gær, að stj órnarflokkarnir hefðu hlotið um 13 atkv. gegn hverju einu atkv. Bændaflokksins. Endanleg úr- slit eru enn ekki kunn, en Mikol- jczyk hefir látið svo um mælt, að úr- slitin séu stórlega fölsuð, enda hafi Bændaflokkurinn hlotið meiri hluta atkvæða í þeim fáu kjördeildum, þar sem hann fékk að hafa fulltrúa við atkvæðatalninguna. Kveðst hann muni kæra kosningarnar fyrir hæsta rétti Póllands. Jafnframt hefir hann látið í ljós ótta um þáð, að hann muni verða handtekinn og flokkur hans bannaður. Enn er ekki kunn afstaða Breta og Bandaríkjamanna til þessara ofbeld- islegu kosninga, en Rússar hafa þeg- ar lýst velþóknun sinni á þeim. Ekki er að efa, að íslenzku kommúnista- blöðin muni telja kosningarnar mik- inn sigur „lýðræðisins". Það er ekki að furða, þótt kommúnistar harmi að geta ekki innleitt þetta „lýðræði" hér á Islandi. HINN NÝI BRUNA- BÍLL BÆJARINS ÓK ÚTAF VEGINUM Annar bílstjórinn slasaðist svo, að hann beið bana Sl. mánudag kom til Akurcyrar 5 smálesta brunaliðsbifreið, sem bær- inn hefir nýlega keypt, og er búin allmiklu betri tækjum en bifreið sú, sem brunaliðið hefir haft til afnota,- Bifreið þessi lagði af stað úr Hafn- arfirði sl. laugardag, og óku tveir bifreiðastjórar henni til skiptis. Skammt frá Blönduósi fór bifreiðin út af veginum. Beið annar bifreiðar- stjórinn bana, en hinn mun ekki hafa sakað. Bifreiðarstj óri sá, sem lét líf- ið, var frá Hafnarfirði, kvæntur og átti tvö börn. Bifreiðin mun ekki hafa skemmzt mjög mikið. TALSAMBAND VIÐ BANDARÍKIN Fyrir skömmu komst á beint tal- samband milli Islands og Banda- ríkjanna. Eitt viðtalsbil — þrjár mín útur — kosta 78 krónur. málefnasamninga. Stjórnmálaóvissan hetir laní- andi áhrif á allar tramkvæmdir í landinu. Mánuðum saman hafa nú fuHtrúar þingflokkanna reynt að bræða sig somon um myndun ríkisstjórnar og enn situr allt við það sama. Alþingi hefir setið starfs- laust allan þennan tíma, og hefir þetta vandræðaóstand rýrt svo áhuga þingmanna, að oft hefir naumast verið fundafært í þinginu. Á meðan er öllum vandamálum slegið á frest, og óvissan um framtíðina hefir fælt menn frá að hefjast handa um nýjar framkvæmdir. Með hverjum deginum, sem líður, kemur það æ betur í ljós, hversu mikil ógæfa það er fyrir þjóðina, . að enginn einn flokkur skuli hafa meiri hluta á Alþingi. Hver stjórn- málaleiðtoginn tekur við af öðrum við að reyn'a að samræma sjónarmið nægilegs meiri hluta þingmanna, en án'sýnilegs árangurs, enn sem komið er. Virðast ýmsir flokkar vera komn ir inn á þá hæpnu braut að vilja gera fyrirfram samninga um hvert einasta atriði, sem stjórnin kunni að þurfa að taka til meðferðar. Er að sjálfsögðu gott að hafa skýran málefnasamning, þegar um er að ræða samstarf ólíkra flokka, en það er fáránlegt að ætla sér fyrirfram að semja um lausn hvers máls. Það á að marka meginstefnuna í stórum dráttum, en einstök mál verða að sj^lfsögðu að leysast með hliðsjón af hinum ýmsu aðstæðum á hverj- um tíma. Höfuðatriðið er það, að fyiirjram sé fyrir hendi einlœgur vilji samstarfsflokkanna að leysa hvert vandamál með " heildarhags- muni þjóðarinnar fyrir augum, en láta ekki von um flokkslegan ávinn- ing freista sín til gönuhlaujoa. Sé sá ásetningur ekki fyrir hendi, eru allir málefnasamningar gagnslausir. Ástæðulaust brotthlaup kommúnista í haust sannar þetta. Mynda verður nú þegar sterka stjórn. Áf ramhaldandi stj órnmálaöng- þveiti getur reynzt þjóðinni orlaga- ríkt. Þótt sleppt sé þeim hnekki, sem j þingræðið myndi bíða, ef þingið gæfist upp við stjórnarmyndun, er það ef til vill ekki það alvarlegasta fyrir þjóðina. Þingið hefir nú verið forustulaust og aðgerðalaust síðan stjórnin baðst lausnar. Þingmenn hafa misst allan áhuga fyrir þing- störfum, nema helzt þeir, sem leggja sig fram um að spilla fyrir stjórn- armyndun. Margir hafa dregið að sér hendurnar frá ýmsum fram- kvæmdum vegna óvissu um hugsan- lega stjórnarstefnu. Margir atvinnu- rekendur hafa óttast rauða upplausn arstjórn undir forustu höfuðandstæð ings nýsköpunarinnar, er hefja myndi ofsóknir gegn öllum frjáls- um atvinnurekstri. Hefir þetta dreg- ið mjög úr þeim athafnahug, sem endurreisnarstefna fráfarandi síkis- stjórnar skapaði. Ótal vandamól bíða úrlausnar. Verkefnin bíða hvarvetna hinnar nýju ríkisstjórnar. Ráðast verður gegn dýrtíðinni og tryggja starf- rækslu hinna nýju atvinnutækja. Taka verður skattamálin til ræki- legrar endurskoðunar. Koma verður í veg fyrir það, að lánastarfsemin dragist úr höndum bankanna í hend- ur einstaklinga, er láni út fé með ok- urvöxtum. Endurskoða og endur- skipuleggja þarf allan ríkisrekstur- inn og starfsemi allskonar ráða og nefnda. Gera þarf ráðstafanir til þess að tryggja framleiðslunni við sjó og í sveit nægt vinnuafl. Endurskoða þarf starfshætti Viðskiptaráðs og skipulag innflutningsverzlunarinnar. Framhald á 8. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.