Íslendingur


Íslendingur - 19.03.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 19.03.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. marz 1947. ÍSLENDINGUR 3 amband ungra Siálfstæðismanna Þorsteinn Jónotansson, form. Æ. F. A. Um lýðræði Sambandssíðan birtir hér grein þá, er ritsljóra œskulýðssíðu „Verkamannsins“ var boðið rúm jyrir vegna kvartana hans um það, að hann hefði ekki rúm í blaði sínu jyrir útskýringar á „lýðrœðinu“ í Rússlandi. Ungum Sjáljstœðismönnum er œtíð Ijújt að rœða það mál, og vill Sambandssíðan sérstaklega vekja athygli á því viðhorfi ungkommúnista til lýðrceðiSs og einstaklingsfrelsis, sem birtist í þessari grein Þorsteins Jónatanssonar. — Svar við grein Þ. J. er á öðrum stað hér í blaðinu, en einstök atriði greinar hans verða tekin síðar til nánari meðferðar. Lýðræði eða flokkseinræði. Svar til Þorsteins Jónatanssonar. i í nýafstaðinni heimsstyrjöld var Sambandssíða ungra ■Sjálfstœðismanna hefur boðið mér fjögra dálka rúm til að útskýra lýðrœði Sovétríkjanna, og á hvern hátt það sé jullkomnara en lýðrœði ann- ara þjóða. Þessii máli verður að vísu ekki gerð nein teljandi skil í svo stuttri grein sem þessari, en ég mun samt benda hér á nokkur atriði, sem ég tel grundvallarskil- yrði fyrir sönnti lýðrœði, og sýna fram á, að þessum skilyrðum er betur fullnœgl í Sovétríkjunum en þeim löndum, þar sem borgaralegt lýðrœði ríkir og miða þá eink■ um við ísland. í allflestum löndum er nú kallað að sé lýðræði, en þó er mjög misjafnt í liinum ýmsu löndum. hversu mikil völd lýðsins (hvers einstaklings) eru mikil, eða hvert frelsi hans er, og eins hitt, hversu framkvæmd lýðræðisins er háttað. Orðið sjálft er töluvert teygjanlegt og því mjög misnotað, margt er nefnt lýðræði, sem í raun- inni er það alls ekki. Því mun þó ó- hætt að slá föstu, að til þessa hefur engri þjóð auðnast að koma á full- komnu lýðræði, og litlar líkur til, að nokkurri þjóð takist það á næstu ár- um, þó að þróun lýðræðisins stefni væntanlega í þá átt. Það form lýðræðis, sem að undan- förnu hefur valdið mestum deilum er lýðræði Sovétríkjanna. Sumir hafa talið, að þar væri þróun lýðræðisins komin lengst á leið, aðrir hafa talið það lakara en t. d. lýðræði engilsax- nesku þjóðanna, og enn aðrir hafa haldið því fram, að þar væri alls ekki um neitt lýðræði að ræða, heldur einræði og það jafnvel ekki af betri endanum. Eg, fyrir mitt leyti, tel, að sósíalistiskt lýðræði standi miklu framar hinu svonefnda borgaralega lýðræði, og að lýðræði Sovétríkj- anna sé það fullkonmasta, sem til þessa hefur verið komið á, þar sem það er byggt á sósíalistiskum grund- velli, enda þó að enn hafi sósíalism- inn ekki verið framkvæmdur þar út í yztu æsar, en þess er heldur.engin von á svo skömmum tíma, sem lið- inn er síðan lýðveldi þetta var stofn að, og allra sízt, ef tekið er tillit til þess ástands, sem landið var þá í og þess, að lýðveldið þurfti strax á fyrstu árurn sínum að verjast árás- um erlendra ríkja og nú síðast að fórna geysimikilli orku í síðustu heimsstyrjöld. „Vér álítum eftirfarandi augljósan sannleika: að allir menn séu skapað- ir jafnir; að þeim séu af skapara þeirra léð ákveðin, óafsalanleg rétt- indi, að þar á meðal sé lífið, frelsið og leitin að hamingjunni." Þessi málsgrein er tekin úr yfir- lýsingu Bandaríkjaþings 4. júlí 1776 og í þessum orðum ef fólginn mikill sannleikur. Allir fæðast jafnir í þenna heim og í rökréttu áframhaldi af því eiga allir að hafa jafna mögu- leika til að hagnýta sér lífið og þau gæði, sem það hefur að bjóða. í því landi, þar sem fullkomið lýðræði ríkti, hlyti því þjóðfélagið að skapa öllum þegnum sínum jafna aðstöðu til að nolfæra sér lífið og auðlindir jarðar. En hvernig er þessu háttað í okkar ágæta borgaralega þjóðfélagi? Til- tölulega fámennur hópur einstaklinga ræður yfir miklum meirihluta þjóð- arauðsins og atvinnutækjanna og í krafti þessarra yfirráða hafa þeir beint og óbeint skapað sér margfalt meiri völd í þjóðfélaginu en þeim bæri að liafa, ef um íullkomið jafn- rétti væri að ræða. Þessir menn, sem ráða yfir fjármagninu og framleiðslu tækjunum, veita síðan öðrum at- vinnu, ef þeir sjá sér hag í því, ann- ars ekki. Ef eignameimirnir sjá sér ekki hag í því, segja þeir mönnum upp og atvinnuleysi skapast. Þjóðfé- lagið gerir ekkert eðq mjög lítið iil að veita þegnunum atvinnu. í Sovétríkjunum á hver einstakl- ingur kröfu til vinnu, „hver maður hefur rétt til, að honum sé veitt trygg atvinna, sem launuð sé eftir vinnuaf- köstum og vinnugæðum.“ (Úr 118. gr. stjórnarskrár Sovétr.) Þar hefur ríkið líka tekið í sínar hendur öll meiriháttar framleiðslutæki, svo að verkamenn eru algerlega óháðir duttlungum atvinnurekenda og þurfa aldrei að kvíða atvinnuleysi, versta böli, sem yfir hinar vinnandi stéttir getur dunið. Yfirburðir Sovétlýð- ræðisins á þessu sviði eru líklega veigameiri en í nokkru öðru atriði. Atvinnuleysið, sem stöðugt þjakar vinnulýð margra landa er svo stór- kostlegt og hættulegt þjóðfélagsmein, að því verður vart með orðum lýst. Og það er frumskilyrði fyrir efna- liagslegu sjálfstæði hvers einstakl- ings, að því sé útrýmt, en til þess hefur engu ríki tekizt það nema Sov- étríkjunum og einkar óliklegt að það verði útilokað nema á grundvelli sósialistisks þjóðskipulags. Eitt grundvallarskilyrði lýðræðis er, að allir þegnar þjóðfélagsins hafi jafna aðstöðu til að hafa áhrif á stjórn og skipulag þjóðfélagsins, en ef við virðum fyrir okkur, hvernig þessu er háttað hér á landi verður nokkuð annað uppi á teningnum. Að vísu hafa allir jafnan kosningarétt og kjörgengi, það er eins í flestum lýð- ræðislöndum, bæði vestrænum og austrænum. En það er ekki nóg. Auð- mennirnir í þjóðfélaginu ráða yfir flestum áróðurstækjunum og hafa þannig aðstöðu til að hafa meiri á- hrif á skoðanir kjósenda en aðrir. Sérstaklega á þetta við um blaðakost þjóðarinnar. Þeii', sem yfir fjár- magninu ráða, eiga liægt með að halda úti miklum blaðakosti. Að- staða alþýðunnar, verkamanna, sjó- manna og bænda, er öll önnur. Fyrir þær stéttir eru lítil tök á að kosta slíka útgáfustarfsemi. Þær hafa ekki yfir því fjármagni að ráða, sem íil þess þarf. Það er ekki nóg að lýsa yfir málfrelsi og ritfrelsi, heldur verða allir aðilar að liafa jafna að- stöðu til að neyta þess. í Sovétríkjunum sér þjóðfélagið svo um, að allir hafa jafna aðstöðu til útgáfustarfsemi. Ritfrelsið er þar meira en i orði, það er einnig tryggt á borði.Samtökum hins vinnandifólks er séð fyrir prentsmiðjum og papp- írsbirgðum, og æinnig veitir ríkið þeim umráð yfir opinberum bygg- ingum til funda- og samkomuhalds. í þessu sambandi er ekki síður nauðsynlegt, að allir hafi jafna að- stöðu til menntunar og geti því, ef þeir hafa hæfileika og vilja til, orð: ið hlutgengir til hvaða embæltis eða valdastöðu í þjóðfélaginu sem er. Hér skortir mikið á, að þessu skil- yrði sé fullnægt. Ef við athugum úr hvaða stéttum þjóðfélagsins nemendur æðri skóla á íslandi eru, sjáuin við fljótt, að mikill meiri hluti þeirra eru synir og dætur embættismanna, kaup- manna, útgerðarmanna o. s. frv., en bö rn verkamanna, bænda og sjó- manna eru í hverfandi minnihluta, enda þótt þessar stéttir séu margfalt fjölmennari í þjóðfélaginu. Hver er ástæðan? Er hún sú, að börn auð- mannanna séu betri hæfileikum bú- in en börn hinna vinnandi stétta og þess vegna beri meira á þeim í skól- unum? Eða er ástæðan kannski sú, að börn verkamanna, bænda og sjó- manna kæri sig ekkert um að læra, vilji ekki fara í skólana? Nei ástæð- an er sú, að íslenzku alþýðufólki hefir ekki verið kleyft að kosta börn Framh. á 5. síðu. því mjög á lofti haldið í löndum bandamanna og annarra andstæð- inga nazista, að baráttan stæði milli lýðræðis og einræðis. Þeim hatrömu átökum lauk ineð sigri lýðræðisins. Síðan hefir þó komið í ljós, að skiln- ingur sigurvegaranna á hugtakinu lýðræði er ærið misjafn, og hefir það leitt til óheillavænlegra árekstra. Ágreiningurinn um skilning á lýð ræðishugtakinu hefir raunverulega skipað þjóðum heimsins í tvær fylk- ingar. Annars vegar eru fylgismenn þjóðskipulags Bretlands, Bandaríkj- anna og Norðurlandaþjóðanna, sem almennt hefir verið nefnt borgara- legt lýðræði, en hins vegar sósíal- istar eða kommúnistar allra landa, er styðja þjóðskipulag Rússlands, sem þeir annaðhvort nefna sósíalist- iskt lýðræði eða ráðstjórnarlýðræði. Bendir margt til þess, að djúpið inilli þessara tveggja fylkinga sé engu minna en milli lýðræðisins og einræðisins, enda þótt báðir aðilar þykist nú berjast fyrir lýðræði og mannréttindum. Vér íslendingar höfum lieldur ekki farið varhluta af lýðræðiskapp- hlaupinu. Vér búum Við skipulag liins borgaralega lýðræðis, og það mun óhætt að fullyrða, að kjarni þess, einstaklingsfrelsið, sé rótgróinn í eðli þjóðarinnar. Hins vegar er þó í landi voru allstór hópur manna, sem kallar sig sósíalista eða komm- únista og rær að því öllum árum að kollvarpa núverandi þjóðskipulagi og innleiða hér hið austræna ráð- stj órnarskipulag. Hér á íslandi hefir fyrir löngu myndazt ákveðinn skilningur á lýð- ræðishugtakinu, samhljóða skilningi annarra vestrænna lýðræðisþjóða. Hafa sósíalistar almennt viður- kennt þenna skilning, en haldið því fram, að núverandi þjóðskipulag tryggi ekki þetta lýðræði. Þegar hins vegar deilurnar tóku að harðha, og andstæðingár sósíalista sýndu framá, hversu þjóðskipulag Rússa væri í litlu samræmi við hinn almenna skilning á lýðræðishugtakiiíu, greip einn af helztu áróðurmönnum sósíal- ista til þess örþrifaráðs að staðhæfa, að í Rússlandi væri önnur og full- komnari tegund lýðræðis, sem síðan hefir almennt verið kallað austrænt lýðræði. Afstaða sósíalista til aust- ræna lýðræðisins hefir þó engan veginn verið sú sama. Sumir þeirra liafa lofsungið það, en aðrir látið sér fátt um finnast, á yfirborðinu að minnsta kosti. Almennl hefir lýræði verið skilið svo, að það væri réttur fólksins til þess að ráða sjálft málum sínum, aiinað hvort með beinni atkvæða- greiðslu eða í gegnum kjörna full- trúa. Frelsi fólksins til athafna og skoðanatúlkunar, jafnhliða frjálsum og leynilegum kosningum og almenn um framboðsrélti. I samræmi við þetta er viðurkenndur réttur manna til þess að stofna pólitíska flokka og vinna með öllum löglegum ráðum með eða móti stjórn landsins & hverjum tíma. Með hliðsjón af þessari skilgrein- ingu hafa málsvarar hins vestræna lýðræðis mótmælt þeirri staðhæfingu sósialista, að í Rússlandi sé lýðræð- isskipulag, þar sem aðeins sé leyfð* ur þar einn stj órnmálaflokkur og andróður gegn stjórn landsins sé bannaður. Flestir hinna gætnari sós- íalista hafa játað þetta, en jafnframt haldið því fram, að efnahagslegt ör- yggi væri þjóðunum meira virði en pólitískt frelsi, og stjórnskipulagið í Rússlandi tryggði fólkinu „frelsi frá skorti“. Formanni félags ungra sósíalista hér á Akureyri hefir verið boðið að skýra lesendum Sambandssíðunnar frá skilningi sínum á „lýðræðinu“ í Rússlandi. Er grein hans harla eft- irtektarverð, þótt minnstur hluti hennar jjalli um þau atriði lýðræð- isins, sem mikilvœgust eru talin með- al vestrœnna þjóða. Er sérstök á- stæða til þess að vekja athygli á þeirri staðhæfingu hans, að í Rúss- landi sé meira lýðrœði en á íslandi. Hann takmarkar þá staðhæfingu sína ekki við „efnahagslega örygg- ið“, eins og flestir sósíalistar þó gera, heldur fullyrðir hann, að and- legt og pólitískt frelsi sé meira í Rússlandi en á íslandi. Meginefni greinar Þ. J. fjallar að vísu almennt um mannréttindi, en ekki lýðræðið í þrengstu merkingu þess orðs. Er það alltof langt máí að ræða almennt um skipulag at- vinnumála og menntamála, enda gerist þess ekki þörf til þess að kom- ast að raun um, í hvoru ríkinu, fs- landi eða Rússlandi sé meira lýð- ræði. Það er auðvitað frumskilyrði sanns lýðræðis, að þjóðfélagsborgur- unum séu sköpuð skilyrði til þess að neyta réttinda sinna, án óeðlílegra afskipta annarra, skoðana- eða at- vinnukúgunar. Hinsvegar mun hverj um mannývera það ljóst, að þýðing- arlítið er að leggja áherzlu á þessi frumskilyrði, ef lýðréttindin sjálf eru engin til. Sú staðhæfing Þ. J„ að alþýðumenntun sé meiri í Framh. á 5. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.