Íslendingur


Íslendingur - 19.03.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 19.03.1947, Blaðsíða 7
MiSvikudagur 19. marz 1947. ISLENDIISGUR 7 i réttabréí frá Sauðárkrðki. Þankabrot r i amhald aí 4. síðu. innar hefix' ekki notið, vegna hins xnikla ósamræmis'á framboði og eftirspurn vara, og að hinar opinberu innflutnings- og, gjaideyrisnefndar hafa ekki hirt um að hag nýta þessa kosti, þótt þær gætu það á þann hátt, er áður hefir verið á minnst. Verði frumvarp Gylfa Þ. Gíslasonar að lögum, er fijáls verzlun úr sögunni. Tuin- okunarfyrirtækin eru örugg gegn því, að nýir aðilar korni til sögunnar með hag- stæðari verzlunarsambönd. Slík löggjöf myndi enn auka þá óheillavænlegu þróun, sem núverandi innflutningsreglur og verð- iagningaiákvæði hafa mjög stuðlað að. Frumvarpi þessu mun ætlað að draga úr verzhmarkoslnaðinum og fækka inn- flytjendum. Þessum tilgangi væri liægt að ná á mildu einfaldari og heppilegri hátt með því að miða verzlunarálagningu við nauðsyn þeirra fyrirtækja, sem hagsýnast eni rekln. Aukin einokun í verzluninni get- ur aftur á móti ckki leitt neitt gott af sér fyrir almenning í landinu. Því e.khi að breyta álagningunni? EN HVERNIG í ósköpunum stendur á því, að hinum áhugasömu umbótamönnum í verzlunarmálunum hefir ekki hugkvæmst að afnema hina furðulegu prósentuálagn- ingu/sem fyrst og fremst hefir hvatt inn- flytjendur til þess að flytja dýrar vörur íil landsins. Allir virðast vera sammála um ókosti þessarar verðlagningaraðferðar, en samt er henni ekki breytt. Ilvað veldur? Hvar er gróði bcendaf MÁLGÖGN Framsóknarflokksins hafa að undanförnu mjög stært sig af því, að í málefnasamningi hinnar nýju ríkisstjórn- ar hafx stefna Framsóknar sigrað í land- búnáðarmálunum. Er þetta að vissu leyti rétt, en jafnframt gott dæmi um það, hversu lítið fagnaðai'efni það er fyrir hændui', þegar látið er undan kröfurn Framsóknarmanna x iandbúnaðarmálunum. Fráfarandi landbúnaðarráðherra, Pétur Magnússon, lét sér mjög annt um að bæta kjör bænda og efla áhrif þeirra, enda voru Framsóknarmenn ósparir á að svívirða hann. Fyrir tilstilli hans var verðlagning landbúnaðarafurða tekin úr höndum nefnda þeirra, sem Framsóknarmenn höfðu sett á laggirnar, en þar sem bændur voru í minni hluLa, og fengin í hendur Búnað- arráði, er skipað var 25 bændum. Svo undai'lega vildi þó til, að „bændavinirnir" í Framsókn réðust heiftarlega gegn þess- um auknu áhrifum bænda, og í samningi núverandi stjórnarflokka var látið undan þeirri kröfu Framsóknai'manna, að Búnað- arráð verði lagt niður. Framsóknarmenn halda því fram, að með þessari ráðstöfun séu áli.rif bænda aukin, því að nú verði stéttarsambandi bænda fengin verðlagningin í hendur. Þetta er þó aðeins á pappírnum, því að nánari athugun á þessu atriði stjórnar- samningsins, sem Framsóknarmenn segja, að túlki „stefnu“ þeirra, sýnir, að áhrif bænda á verðlagningu afurða sinna eru rýrð, en ekki*aukin. I stjórnarsamningn- um segir, að verðlag landbúnaðarafurða skuli „ákveðið með samkomulagi milli fulltrúa, sem tilnefndir eru annars vegar af stéttarsamtökum bænda og hins vegar af félagssamtökum neytenda. Ef samkomu- lag verður með öllum þessum fulltrúum, er það bindandi. Á meðan greitt er niður með ríkisfé verð landbúnaðarafurða eða útflutningsuppbætur greiddar á þær. gild- ir eftirfarandi skipan: Rísi ágreiningur ' aj hendi eins eSa fleiri julltrúa viS sam- komulagslilraunir, þá sker i'ir nefnd, skip- ud þremur mönnum, einum aj stéttáVsam- tökurn bœnda, einum aj neytendasamtök- unum og hagstofustjóra sem oddamanni.“ Urslitavaldið í verðlagningu landbúnað- arafurða er þannig aftur komið í hendur nefndar, þar sem bændur eru í minni hluta. Undanfarnar vikur hafa verið all- mikil snjóþyngsli í Skagafirði, en þó hefir ennþá tekizt að flytja það mik- ið af mjólk til staðarins, að um vönt- un hefir ekki verið að ræða. Bændur eru nú sem óðast að taka hross á gjöf, þó að ekki sé hægt að telja jarð- laust enn neins staðar í vestanverðu héraðinu. Sæluvikunni frestað. Sæluvika Skagfirðinga átti að hefj- ast að þessu sinni þann 16. marz, en vegna rnjög ógreiðra samgangna er henni frestað um óákveðinn tíma. Leikfélag Sauðárkróks er nú að æfa sjónleikinn „Maður og kona“, eftir Jón Thoroddsen. Leikstjórn annast Eyþór Stefánsson, en Sigurður Snorrason frá Stórugröf hefir málað leiktjöldin.. Telja má víst, að mikil aðsókn verði að þessu vinsæla og ramm-íslenzka leikriti um sæluvik- una, ef samgöngur verða greiðar. Ýms önnur félög hafa í hyggju að sýna þá einnig smærri leikrit. Höfnin. Sjóróðrar hafa verið hér stopulir undanfarið vegna ógæfta, en afli að glæðast. Mikill áhugi ríkir meðal bæjaibúa um það, að höf-nin verði gerð skipgeng stærri skipum, en eins og kunnugt er, hefir borið mikið í höfnina á undanförnum árum, og er beðið eftir up"jnnokstursskipi vita- málastjórnarinnar ,,Gretti“, sem vænt Það er ekki að furða, þótt Framsókitar- . menn séu hrifnir af þessum sigri „stefnu" sinnar. Ilitt er aftur á móti óvíst, hvort gleði bænda er eins mikil. anlegur er til landsins með vorinu, og hefir vitamálastjórnin lofað hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps, að „Grettir“ verði látinn hefja sinn fyrsta uppmokstur úr Sauðárkróks- höfn. Hreppsnefnrlin beitir sér nú fyrir smíði nýrrar síldarsöltunarstöðvar, og er áætlað, að hún muni kosta alll að 360 þús. kr. Ennfremur að komið verði í veg fyrir frekari innburð í höfnina með lengingu svokallaðs sandfangara. Hefir vitamálastjórnin heitið stuðningi sínum við þessi nauðsynjamál kauptúnsinns. Síldarverksmiðja. Eitt af þeim málum, sem Sauðár- króksbúa hefir dreymt um, er bygg- ing síldarverksmiðju á staðnum. Á Alþingi 1942 voru samþykkt lög um byggingu síldárverksmiðja ríkisins, og var Sauðarkrókur þar annar í röðinni af sex stöðum. En það virð- ist fyrst og fremst vera Siglufjörður, og síðar Skagaströnd — nú Höfða- kauþstaður — sem allar framkvæmd- ir hins opinbera beinast að, minnsta kosti hvað snertir síldarverksmiðj- urnar. Þegar þess er aftur á móti gætt, að síldveiði virðist sjaldan eða aldrei bregðast á Skagafirði, eins og sýndi sig tvö síðastliðin síldarleysis- sumur, virðast öll rök hníga í þá átt, að síldarverksmiðju verði að reisa við Skagafjörð. Ætti það þá einnig að tryggja söltunina, sem hefir ver- ið mikil hér undanfarið, í saman- burði yið aðra staði. Varla verða þau rök tekin alvar- lega, að ekki sé þörf fleiri verk- smiðja, ef dæma skal eftir áhuga ein- stakra alþingismanna á smíði hinna svokölluðu fljótandi verksmiðja (sem m. a. eiga að tryggja hallalausan rekstur verksmiðja þeirra, sem fyrir eru!!). Stjórn síldarverksmiðja rík- isins virðist hafa komið auga á þá lillu möguleika, sem fátækt kauptún hefir til að koma upp slíkri verk- smiðju af eigin rammleik, sér í lagi, þegar þess er gætt, hversu miklir örðugleikar eru nú með öflun láns- fjár, svo að eigi verði hætta á sam- keppm við verksmiðjur ríkisins af þeim orsökum. Hreppsnefnd, og yfirleitt allir Sauð árkróksbúar, munu fylgjast vel með gangi þessa máls, og ekki setja sig úr fæii með að koma síldarverk- smiðju upp á Sauðárkróki á næst- unni, eða strax og aftur opnast mögu- leikar á sviði peningamálanna. Rafveita og byggingar. Um Gönguskarðsvirkjunina er það að segja, að efni til hennar er vænt- anlegt með vorinu, og verður því unnið við hana af fullum krafti n. k. sumar, en ekki talið líklegt, að hún taki til starfa fyrr en haustið 1948, vegna langs afgreiðsiutíma á vélun- um. Mjög er talið líklegt, að virkjun þessi verði gerð að ríkisrafveitu, og rafmagnið því leitt í næstu hreppa. Barnaskóli er nú í smíðum, og má væxita þess, að kennsla geti hafizt þar n. k. haust. Um byggingu þessa hafa séð byggingameistararnir Sigurður Sigfússon og Jósep Stefánsson. Enn- fremur eru í smíðum 15 íbúðarhús (þar af 6 verkamannabústaðir) og vörugeymsla, sem Kaupfélag Skag- firðinga er að láta reisa á svokallaðri Michelsenlóð. HIUNGUR DROTTNINGARINNAIl AF SABA fer að eltast við eínksis verð villidýr, þegar það getur fengið hvíld. Fáum við samt ekki nóg af eyðimörkinni og hættum hennar? Ef þið vissuð allt, sem ég veit um ljón, mynduð þið láta þau í friði.“ „Já, við fáum miklu meira en nóg af eyðimörkinni, en gefst ákaflega lítið tækifæri til veiða,“ sagði höf- uðsmaðurinn, sem talaði góða arabisku. „Leggið þið ykkur bara og sofið. Við förum að drepa ljónin- Það er skylda okkar að hjálpa þessu fólki, sem hefir tekið okkur svo alúðlega.“ „Gott, gerið þið það,“ sagði Shadrach og brosti, en mér fannst strax brosið vera meinfýsislegt. „Það var ljón, sem gerði þetta,“ hélt hann áfram og benti á hið ljóta þrefalda ör sitt. „Guð ísraels varðveiti ykkur fyr- ir ljónunum! Minnist þess, herrar mínir, að þar sem úlfaldarnir hafa nú hvílst nægilega, höldum við áfram á morgun, ef véður leyfir. En við erum glataðir, ef við förúm inn á milli sandhólanna í stormi.“ Og um leið og hann lyfti höndinni til kveðju, athugaði hann skýin vandlega, sneri 'sér svo við dálítið glottandi og hvárf inn í einn kofann. Meðan á þessu stóð, hafði Kvik liðþjálfi verið önn- um kofinn við að þvo upp eftir morgunverðinn, og það leit út fyrir sem honum kæmi þetta alls ekki neitt við. Þegár Orme kallaði á hann, kom hann samstundis og setti sig í hermannsstellingar. Eg man, hversu kátbroÝ lega hann leit út í þessu umhverfi. Þarna stóð hann, hár og slöttólfslegur, klæddur í hálfgerðan hermanna- húning, hið óbifanlega tréandlit nauðrakað, stálgrátt hárið vel skipt og klesst niður með einhvers konar 44 *■ smy-rslum, en ekkert fór fram hjá litlu gráu grísaaug- unum hans. „Komið þér með okkur, Kvik?“ spurði Orme. „Það geri ég^ ekki, nema mér verði skipað það, herra höfuð.smaður. Eg heíði raunar gaman af því að fara í smá-veiðiför, en ef allir liðsforingjarnir eiga að fara, gæti eitthvað komið fyrir vistir olckar og farang- ur á meðan. Eg held það se því bezt að ég verði aftur eftir, ásamt Farao.“ „Jæja, ef til vill hafið þér rétt fyrir yður, Kvik.*En þér verðið að binda Farao, því að ella fylgir hann okk- ur eftir. Hvað viljið þér annars segja?“ „Það er ekki annað, höfuðsmaður, að þólt ég hafi tekið þátt í þremur herferðum gegn þessum fjandans Aröb- um, þá tala ég ekki sérdeilis vel arabisku. Þó komst ég að því, að náungi, sem þið nefnið Köttinn, er ekki hrifinn af veiðiförinni. Fyrirgefið, að ég skipti mér af þessu, en hvað sem annars verður sagt um þennan "ná- unga, þá.er liann hreint ekki heimskur.“ „Gildir einu, Kvik, við megum ekki láta slíkar hugs- anir hafa áhrif á okkur núna.“ „Það er alls kostar rétt hjá yður, herra höfuðsmað- ur. Þegar maður er byrjaður á einhverju er um að gera að halda vel áfram.“ Þegar hann hafði leyst frá skjóðunni, leil hann yfir farangur okkar og gætti að, hvort við hefðum ekki gleymt einhverju. Sérstaklega gætli liann að riflunum, en þegar liann fann ekkert athugavert, b)rrjaði hann aftur á uppþvottinum. Er við höfðum yfirgefið þorpið og gengið yfir vin- ina, fylgdi veslings höfðinginn, sem var í sorgum, okk- 45 ur út i eyðimörkina. Með okkur var stór hópur Zeu- maiina, vopnaðir bogum og spjótum. Þarna var eyði- mörkin gerólík því sem við áður þekktum. Stórir sand- hólar voru allt umhverfis, sumir allt að 300 fet að hæð, og djúpir dalir á milli. Sandhæðirnar, sem Jágu svo nærri vininni, að raki náði til þeirra, höfðu öðru- vísi gróður. En brátt komum við út í eyðimörkina. Þar urðum við að stritast upp og niður sandhólana, þar til leiðsögumaður okkar af einni hæðinni benti okkur á mýrlenda lægð, sem var hulin grænu sefgrasi. Hann skýrði okkur nú frá því nleð margskonar bendingum, að þarna væri heimkynni ljónanna. Þegar við höfðum klifrað niður bratta brekkuna tókum við okkur stöðu. Eg var efstur, en Higgs og Orme voru lítið eitt neðar,- sinn hvoru megin við lægðina. Síðan sendum við hina innfæddu af stað til þess að umkringja staðinn. Sefið óx þarna þétt. Hinir innfæddu nálguðust sefið sýnilega dauðskelk- aðir. Allt í einu urðum við varir við annað. Frá dæld- inni stökk stórt ljón út úr felustað sínum og læddist í áttina að sandhólunum. Ljónið var um 200 metra frá Fliggs, sem af tilviljun var næstur því. Færið var allt of langt til þess að skjóta á ljónið, hver vanur veiði- maður hefði séð það. En prófessorinn, sem var óvanur veiðum, fór þegar að skjóta á ljónið eins og það væri liéri, sem hann ætti í höggi við. Af einhverri tilviljun hafði liann þó miðað svo vel að hann hitti í hrygginn á ljóninu og fór kúlan þaðan í hjartastað. Ljónið lá' á hliðinni. , „Guð komi til! Lítið á, vinir mínir,“ hrópaði Higgs utan við sig af kæti. Síðan hljóp hann af stað, án þess

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.