Íslendingur


Íslendingur - 19.03.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.03.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudagur 19. marz 1947. 'HIHfl'f ¦""¦¦i'llilllHlli1 BiUMH. Ihlli'l'H I 11. tbl. Því ekki oð' flytjo landbún- aðarsýninguna norður? Landbúnaðarsýning sú. sem Bún- aðarfélag íslands, Stéttarsamband bænda og fleiri aðilar hafa ákveðið að efna til í Reykjavík á næsta sumri, og sem nákvæmlega hefir áð- ur verið skýrt frá í blöðum og út- varpi, er merkileg nýung í þróunar- sögu landbúnaðarins. Er mikils um vert, að sem allra flestum bændum landsins gefist kostur á að sjá þessa sýningu. Nú eru vitanlega mörg tormerki á því, að bændur geti fjölmennt til Reykjavíkur úr fjarlægari héröðum. Án efa eru ýmsir annmarkar á því að flytja sýninguna t. d. hingað til Akureyrar, eftir að henni er lokið í Reykjavík, en bændur norðanlands og austan myndu áreiðanlega fagna því, ef hægt væri að flytja sýning- una norður. Er þess mjög að vænta, að framkvæmdanefnd sýningarinnar taki til rækilegrar athugunar, hvort ekki mundi auðið að koma þessu í framkvæmd. Ættu búnaðarsambönd- in hér nyrðra að vinna að þeirri at- hugun. Inftúenzan gengur hratt yfir. 100 nemendur vanta&i í gær í Menntaskólann Inflúenzan er nú orðin útbreidd hér á Akureyri, og á sumum heimil- um liggur nær allt heimilisfólkið. I gærmorgun vantaði 6 kennara og um 100 nemendur í Menntaskólann, og var skólanum lokað íil fimmtu- dags. Emi er kennt í Gagnfræðaskól- anum, en í gær mun hafa vantað þar 2 kennara og 57 nemendur. Þá hefir inflúenzan ekki heldur vægt læknunum, því að í gær munu fjórir læknar bæjarins háfa legið, þeirra á meðal bæði héraðslæknir- inn og sjúkrahússlæknirinn. Læknar hafaf'skýrt blaðinu svo frá, að einkenni inflúenzunnar séu 38,5 til 40 stiga hiti í einn ti'l tvo daga, þurr hósti, særindi í hálsi og barka og niður eftir brjósti, nefkvef og rauð augu. Inflúenzan sjálf er frem- ur væg, en varlegast er að fara ekki á fætur fyrr en daginn eftir að hiti er aftur orðinn eðlilegur, vegna hættulegra fylgikvilla, einkum lungna bólgu. Verzíunarjöfnuður mjög óhagstæður Fyrstu tvo mánuði þessa árs voru fluttar inn vörur fyrir 68 milj. kr., en út fyrir 21 milj. kr. Er því vöru- skiptajöfnuður óhagstæður um 47 milj. kr. íkisstjórnin leggur fram fruravarp um ^totnun Skíðamðt Islands hefst á föstutíapn 80 þátttakendur, þar af 19 frá Akureyri Tíunda skíðamót íslands hefst nk. sunnudag. Iþróttafélag Reykjavíkur sér um mótið. Átti það upphaflega allt að fara fram við Kolviðarhól, en vegna snjóleysis er ráðgert, að brun karla fari frani uppi í Borgar- firði. Að þessu sinni verður keppt í göngu óg stökki, A- og B- flokki og unglingaflokki, 17—19 ára. Þá verð- ur keppt í svigi og bruni karla og kvenna í A- og B-flokki, en keppni í C-flökki fer ekki fram nú. Ræst verður í brunið uppi á Svartatindi í Borgarfirði, og er fall brautarinnar um 600 metrar. Hægt er að ná' allt að 50 metra stökki í stökkbrautinni við Kolviðarhól. 80 keppendur. Keppendur verða í þetta sinn 80. Frá Skíðaráði Reykjavíkur 36, frá Skíðaráði Akureyrar 19, frá Skíða- 'ráði Siglufjarðar 17, frá Héraðs- sambandi Suður-Þingeyinga 4, frá Iþróttasambandi Strandamanna 2 og 2 frá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands. Flestir kunnustu skíðamenn lands- ins keppa á landsmótinu, og mun því vafalaust yerða fylgzt með því af mikilli athygli. Skíðamenn þeir, sem kepptu á Holmenkollen og St. Moritzmótinu í Sviss, eru komnir heim. Hver verður skíðakóngur? Akureyringar'munu fylgjast með landsmótinu með sérstökum áhuga, því að keppt verður þar um titilinn „skíðakóngur íslands", en Akureyr- ingurinn Guðmundur • Guðmundsson ber nú það virðingarheiti. Þa er Helga Júníusdóttir einnig núverandi svigmeistari kvenna. Samkvæmt upplýsingum Skíðaráðs Akureyrar, munu þessir Akureyring- ar keppa á landsmótinu: Guðmundur Guðmundsson, kepp- ir í öllum greinum, Magnús Bryn- jólfsson, Björgvin Júníusson, Júlíus B. Magnússon, Júlíus B. Jóhannesson og Eggert Steinsen, sem keppa í svigi og bruni A-fl.; Vígnir Guð- mundsson, Sigurður Þórðarson og Finnur Björnsson, sem keppa í svigi, bruni og stökki A-fl., Jón Vilhjálms- son, sem keppir í svigi og bruni í B-fl. og stökki í yngri fl., Sigurður Samúelsson og Hreinn Oskarsson, sem keppa í svigi og bruni B-fl., Hákon Oddgeirsson, Björn Halldórs- son, og Albeit Þorkelsson, sem keppa í stökki í B-fl., Baldvin Haraldsson, sem keppir í stökki í yngri fl., Helga R. Júníusdóttir, og Björg Finnboga- dóttir,sem keppa í svigi og bruni A-fL, og Lovísa Jónsdóttir, sem kepp ir í svigi og bruni B-fl. Keppendur frá Akureyri fóru loftleiðis suður í gær. Gunnar Árna- son er fararstjóri. Sýningum á „Skólholt" iokiS Leikfélag Akureyrar hefir nú sýnt „Skálholt" 14 sinnum, og hefir að- sókn verið góð, þótt ófærð hafi að mestu hindrað sveitafólk i að sjá leikinn, Frú Regína Þórðardóttir fer til Reykjavíkur í dag. Munu innilegar þakkir og hlýjar kveðjur leikhús- gesta fylgja henni. „HABEAS CORPUS" í RÚSSLANDI „Þjóðviljinn" skýrir frá því, sem miklum tíðindum, að rúss- neskir borgarar muni nú fá „ha- beas corpus", en það felur í sér íryggingu gegn ólöglegri hand- töku og barín gegn því, að mönn- um sé haldið í varðhaldi, án þess að mál þeirra komi fyrir rétt. Vœri gott fyrir forráðamann ungra kommúnista á Akureyri að íhuga þessa frásögn, áður en hann staðhœfir nœst, að meira lýðrœði ríki í Rússlandi en á íslandi, því að íslenzkum borgurum hafa ver- ið tryggð þessisjálfsögðu mann- réttindi í stjórnarskrá landsins um langan aldur. Síldarútvegsnefnd hefir ný- lega verið kosin á Alþingi. Kosn ingu hlutu: Erlendur Þorsteins- son, Jón Þórða.rson og Björn Kristjánsson, til vara: Birgir Finnsson, Þorst. M. Jónsson og Óli Hertervig. ííárhagsráðs Á að taka við störtum Nýbygginga- ráðs og Viðskiptaráðs og gera heiid- aráætianir um tramkvæmdir í íandinu Ríktssrjórnin hefir nú lagf fram ó Alþingi fyrsta frum- varp sitt til framkvæmdar á stefnuskró sinni. Er þar lagt til, að sett verSi ó stofn sérstakt fjárhogsróð, er annist eftirlit með fjárfestingu í landinu og fari auk þess með þau störf, er Nýbyggingarráð og Viðskipro- ráð hefo farið með. Mun róð þetta fó í hendur meiri völd, en nokkur önnur nefnd eða réð, sem óður hafo verið setf á loggirnar. Eins og kunnugt er, var það eitt helzta stefnumál núverandi ríkis- stjórnar að koma skipulagi í fram- kvæmdir í landinu og endurbæta ýmsar reglur, sem gilt hafa um inn- flutning og verðlag'. Mun ætlunm, að frumvarp þetta miði í þá átt. Hafa umræður um fjárhagsráð staðið yfir í Alþingi undanfarna daga, og flestir þeirra þingmanna, er til máls hafa tekið, lýst stuðningi sínum við frumvarpið, að kommún- istum undanteknum. Við fyrstu umræðu málsins gerði forsætisráðherra all-ítarlega grein fyrir meginatriðum írumvarpsins. Dró hann höfuðnýmæli frumvarps- ins saman í 5 alriði: 1. Ákvarðanir um að samræma rekstur þjóðarbúsins, eins og ségir í 2. gr. 2. Ákvæði um fast skipulag á fjár- festingunnar í landinu. 3. Ákvæði um samvinnu atvinnu- rekenda og verkamanna wm bætta aðstoðu verkafólks á vinnustöðöm, betri hagnýtiijgu vinnuafls og aukin vinnuafköst. 4. Nýjar reglur um veitingu inn- flutningsleyfa. 5. Skerpt og bætt verðlagseftirlit eftir nýjum reglum. Að öðru leyti eru helztu atriði frumvarpsins þessi: Ríkisstjómin skipar 4 manna nefnd, sem nefnist fjárhagsráð. Skal það árlega gera áætlun um heildar- framkvæmdir í landinu og samræma framkvæmdir einstaklinga og hins opinbera. Þá semur fjárhagsráð einnig árlega áætluh um innflutning og útflutning og fj árfestingu. Skal ráðið leita samvinnu einstaklinga, félaga og opinberra stofnana við samning áætlana sinna. Skulu þeswr aðilar senda fjárhagsráði fyrir þann tíœa, er það ákveður, áætlun um stoínfjárþörf sína, láhsf j árþörf, gjaldeyrisþörf og vinnuaflsþörf. Leyfi fjárhagsráðs þarf yfirleitt til allra framkvæmda, hvort sem ma er að ræða nýjan atvinnurek»tur. stækkun fyrirtækja, húsbyggingar eða önnur mannvirki, og gildir það einnig um framkvæmdir, sem þegar er byrjað á. Margþaðtt verkefni: Nánar tiltekið ber fjárhagsráði að miða störf sín við eftirfarandi at- riði: 1. Að öll framleíðsla sé hagnýtt til fulls og öllum verkfærum mönnum tryggð næg og örugg atvinna. 2. Að öilum vinnandi mönnum, og þó sérstaklega þeim, er stunda framleiðsluvinnu til sjávar og sveita, séu 'tryggðar réttlátar tekjur fyrir vinnu sína, en komið í veg fyrir ó- eðlileg sérréttindi og spákaup- mennsku. 3. Að neytendur eigi kost á að kaupa neyzluvörur sínar og fram- leiðendur rekstrarvörur sínar á hag- kvæmasta hátt og vörukaup til lands- ins og vörudreifing innanlands gerð eins ódýr og hagkvæm og frekast er unnt. 4. Að áframhald verði á öflun nýrra og fullkominna framleiðslu- tækja^til landsins, eftir því sem gjáld- eyrisástæður og vinnuafl leyfir frek- ast, enda verði tryggt fé til fram- kvæmdanna jafnóðum. 5. Að byggðar verði verksmiðjur og iðjuver til þess að vinna sem Framh. á 8. »íðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.