Íslendingur


Íslendingur - 19.03.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 19.03.1947, Blaðsíða 4
4 MiSvikudagur 19. marz 1947. ObanfcaSrot FRÁ LIÐNUM DÖGUM. Nafnarnir í Fagurey. ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgájufélag íslendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Pó.thólf 118. Lftíl herkænska. Ritstjóri „Dags“ er vel ritfær og góður biaðamaðuiv en skrif hans í síðasta blaði, er hann nefnir „Frá herstöðvum til beggja handa“, virð- ast óneitanlega benda til þess, að hann sé ekki eins ntikill herforingi. Hrópar hann nú sigri hrósandi, að ,,íslendingur“ sé kominn í algera sjálfíieldu í skrifum sínum um dýr- tíðina. En þá gerir herforinginn þá miklu herfræðilegu skyssu, að í á- kafahúm . að leggja „íslending11 að velir' í þessari ímyndnðu „sjálf- heldu“, ganar minn kæri starfsbróð- ir út í slíkar ógöngur, að hætt er við, áð hann „komist hvorki upp né nið- ur,“ eins og hann sjálfur orðar það. Sagt er, að Cató gamli hafi hatað Kartagómenn svo mjög, að hann hafi endað allar ræður sínar: „Auk þess legg ég tií, að Kartagó verði lögð í eyði.“ Má á svipaðan hátt segja, að fjandskapur Framsóknarmanna í garð Ólafs Thors hafi fætt af sér þá hugsun, sem birtist í svo að segja sérhverju tölublaði flokksmálgagna þeirra: „Auk þess leggjum við til, að Ólafi Thors verði kennt um alla bölvun dýrtíðarinnar.“ Það er enginn vandi að kveða upp dóma, ef maður gefur sér sjálf- ur allar forsendurnar. Er „Dagur“ mjög rogginn yfir því, að ummæli „íslendings" um það, að sundur- lyndi og samtakaleysi stjórnmála- flokkanna hafi eyðilagt allar raun- hæfar aðgerðir gegn dýrtíðinni, sárini ljóslega, að „íslendingur“ telji ógæfuna stafa af því, að Fram- sókn hafi ekki tekið þátt í stjórn landsins. Þetta er fullkomin rang- færsla. „íslendingur“ benti á þá staðreynd, að yfirleitt hefir ekki verið fyrir hendi samkomulagsgrund völlur milli neinna flokka um lausn dýrtíðarmálsins, hvort sem þeir hafa verið saman í stjórn eða ekki. Þetta ósamkomulag má þó einkum rekja til stéttaflokkanna, því að þeir hafa hver um sig barizt gegn öllum kvöð- um á sínar stéttir. Yfirleitt hafa allir einstaklingar og stéttir hirt um það eitt áð reýna að ná sem mestu í sinn hlut, án tillits til afleiðinganna. — Þetta veit öll þjóðin, og þótt Fram- sókn hefði verið í stjórn, eru litlar líkúr til, að það hefði haft í för með sér einhverja hugarfarsbreytingu. En svo kemur aðalrúsínan hjá „Degi“: „Hvernig stóð á því, að stjórn Hermanns Jónassonar gat haldið Hagstœð innkaup. „ÍSLENDINGUR“ deildi í vetur nokkuð á Viðskiptaráð fyrir það, að ráðið hirti ekki nóg um það að hagnýta k.osti sam- keppninnar á þann hátt að láta þá innflytj- endur, er gerðu hagstæðust ínnkaup,' sitja fyrir við úthlutun gjaldeyrisleyfa í stað þess að veita innflutning9fyrirtækjum nokkurs konar einokunaraðstöðu, með því að miða leyfisveitingar við fyrri innflutn' ing. í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórn- ar er þetta sjónarmið fullkomlega viður- kennt. Þar segir svo: „Reynt verði, eftir því, sem frekast er unnt, að lála þá sitja fyrir innflutningsleyfum, sem bezt og hag- kvæmust innkaup gera og sýna frarn á, að þeir selji vörur sínar ódýrast i landinu, hvort sem þar er um að ræða einstaklinga eða félög.“ Ber að fagna þessari stefnu ríkisstjórnarinnar, því að þannig verða vísitölunni niðri í 183' stigum írá því í október 1941 og þar til stjórn ól. Th. tók við völdum, en þá hækk- aði hún um 89 stig á nokkrum mán- uðum. og eftir að hann myndaði stjórn 1944, hækkaði vísitalan raun- ' ....... / verulega um 40—50 stig?“ Og svo segir ritstjórinn ósköp sak- leysislega: „En til hvers er að spyrja?“ Já. það er ástæða til þess að segja: „Til hvers er að spyrja“. Til hvers er ritstjóri „Dags“ að spyrja um at- riði, sem hann mæta vel veit um. Ástæðan er raunar augljós. Ef rit- stjórinn skýrði satt og rétt frá stað- reyndum, myndi hann afsanna meg- inhluta þeirra staðhæfinga, sem stað- ið hafa á annarri síðu blaðs hans í hverri viku í marga mánuöi. Hauetið 1941 bar Framsókn fram frumvarp um lögfestingu kaupgjalds og afurðaverðs. SjálfstæSisflokkur- inn taldi frumvarp þetta óheppilega orðað og vænlegra til árangurs að vinna gegn dýrtíðinni með frjálsum samningum framleiðenda og neyt- enda. Lýstu stærstu verklýðsfélög landsins því yfir, að þau hyggðu ekki á kauphækkunarkröfur. Frum- varpiö var því fellt. Ráðherrar Fram sóknar ruku þá úr stjórn, en stóðu aldrei upp úr ráöherrastólunum, heldur sátu áfram meS hinum bros- legustu rökserrídum. Þeir hugðu þó á hefndir, eins og jafnan hefir verið veikleiki þeirra. Yarð skjótt ljóst, að þeir ætluðu sér að klekkja á Sjálf stæðisflokknum fyrir afstöðu hans til verðfestingarfrumvarps Eysteins. Þann 9. des. tilkynnir mjólkurverð- lagsnefnd undir forustu Páls Zóp- hóníassonar stórfellda verðhækkun á mjólk og mjólkurafurðum. Er þetta glöggt dæmi um óheilindi Framsókn armanna í dýrtíöarmálunum, því að tæpum tveimur mánuðum áður vildu Framsóknarmenn lögfesta bann gegn verðhækkun landbúnaðarafurða. Þegar Framsóknarmönnum hafði þannig tekizt að gera að engu hina svokölluðu „frjálsu leið“ og hæst launuöu iðnaðarmenn heimtuðu einnig kauphækkanir, gengu Sjálf- hagsmunir almennings bezt tryggðir í verzlunarmálunum. Ný einokun. EN ÞAÐ virðast ekki allir vera sammála um að hagnýta á þenna hátt kosti sam- keppninnar í verzluninni. Er komið fram á Alþingi írumvarp, þar sem lagt er til, að ákveðnir innflytjendur verði löggiltir til þe.ss að annast innflutning til landsins. Flutningsmaður þessa frumvarps er Gylfi Þ. Gíslason. Er mjög undarlegt, að þessi maður, sem mjög er kunnur störfum Við- skiptaráðs og verðlagseftirlitsins, skuli beinlínis leggja til, að ákveðnum fyrir- tækjum sé._veitt einokunaraðstaða um all- an innflutning lil landsins, því að honum ætti að vera allra manna ljósast, að óheil- brigðin í verzlunarmálunum hafa fyrst og fremst stafað af því, að kosta samkeppn- stæðismenn inn á lögþvingunarleið- ina. Gekk Sjálfstæðisflokkurinn þar að af fullum heilindum, þótt hann væri ekki ýkja bjartsýnn á árangur. ÞaS reyndist líka svo, aS kaupið hækkaSi jafnt og þétt, vegna hinnar feikilegu eftirspurnar eftir vinnuafli. Jafnvel stjórnin neyddist til þess að brjóla gerðardómslögin til þess að stöðva ekki siglingar til landsins. En svo gerast þau undur, að hinn „þjóðholli“ Framsóknarflokkur sveik sín eigin lög, rauk úr stjórn- inni í fússi, en Sjálfstæðisflokkurinn tók einn við stjórn landsins. For- maður Framsóknarflokksin* gekk sjálfur í lið með þeim öflum, sem unnu gegn gerðardómnum. Lögin voru því afnumin. Vísitalan hækkaði auðvitaÖ stórkostlega, en það er furÖuleg ósvífni hjá Framsóknarmál- gagni að reyna að kenna Ólafi Thors um þá hækkun og grobba af afrekum Hermanns Jónassonar. — Vitanlega var vísitalan stórhækkuð áður en Hermann flýði undan stjórn- arábyrgð, en vegna banns gerSar- dómslaganna gegn kauphækkunum, hafði kaup verið skráð miklu lægra en það raunverulega var. Fyrri hrakspár Sjálfstæðismanna um lög- þvingunarleiöina höfSu því-fyllilega rætzt. Allar gáttir voru nú opnar fyrir aukinni dýrtíð, og átti Framsókn drjúgan þátt í því með loddaraleik sínum. Síðari stjórnir hafa því átt við ramman reip að draga, því að hægara er að hleypa skriðunni af stað en stöðva hana. Er það auðvit- að hinn mesti barnaskapur að kenna þeirri stjórn, sem situr á hverjum tíma, um þá vísitöluhækkun, er verða kann í hennar stjórnartíð. Til þeirr- ar hækkunar geta legið orsakir langt aftur í tímanum. Það má Vafalaust að einhverju leyti saka alla flokka um vettlingatök I baróttunni við dýrtíðina, en í öll- um bænum reyndu ekki, Haukur minn, að telja fólki trú um, að Fram- sóknarmenn séu englar í þeim sök- um. Staðreyndirnar vitna alltof ber- lega gegn ykkur. Hinn spyr, hvað hann hafi til marks um það. Hann kveðst hafa séð mannaferð við naustin í Fagra- dal. Heldur lifnaði félagi hans í bragði við þessa sögu, og innti frekar eftir. Segir Stefán þá sem var, að tekizt hefði að koma bát á flot og væri hann langt á leið kominn fram að eynni. En fyrir það hagaði Stefán Eggertsson þannig sögu sinni og fór að öllu sem spaklegast, að hann óttaðist, að nafna sínum yrði of mikiS um, ef feginssaga þessi bærist honum snögglega til eyrna, svo mjög sem af honum var dregið. Bar nú bátinn að eynni von bráð- ar. Varð þar fagnaðarfundur. Ekki voru þeir félagar látnir nærast á mjólkinni af brúsanum nema í smá- sopum og mjög dræmt. FerSin gekk vel til lands, og var FriÖrik prestur þar kominn 1 sama mund og þeir lentu. Stefán Eggerts- son gat gengið óstuddur heim að bænum, en nafna hans leiddu iveir Kennarinn: Hvernig er þátíð af „hann vaknar“. Nemandinn: „Hann svaf“. / ★ Sigga: Hann geispaði þrisvar meðan ég var að tala við hann. Magga: Ætli hann hafi ekki verið að reyna að komast að til að segja citthvaÖ. ★ Hún: Góði Gústi segðu ekki nokkr- um manni frá því, að þú hafir fylgt mér heim. Hann: Það skal ég ekki gera, Ólína, ég skammast mín fyrir það sjálfur. ★ Kona kom inn til blaðamanns og bað hann að birta dánarfregn manns ins síns. „ÞaS kostar 3 krónur fyrir senti- meterinn" segir blaðamaðurinn. — „Það verður þó nokkuð kostnaðar- samt, mælti konan, því að hann var fullar þrjór álnir.“ ★ Dómarinn: Hvernig datt yður í hug að fara að stela reiÖhjóli úr sjólfum kirkjugarðinum? Ákærði: ÞaS stóð þarna og hallað isl svo innilega upp að einum leg- steininum, að ég þóttist viss um, að eigandi þess hlyti að vera dáinn. ★ Ungur maður hafði kvongast móti vilja foreldra sinna í fjarveru þeirra og bað vin sinn að færa þeim fregn- ina. „Segðu þeim fyrst“ sagði hann menn eða báru. Þeir hresstust von bráðar og komust fram til Akureyja, er færi gafst. Vissu konur þeirra eigi annað en að þeir hefðu verið á landi allan tímann í bezta yfirlæti, og brá mjög í brún, er þær spurðu hrakning manna sinna og lífsháska þann, er þeir hefðu komizt í. Stefán Egggertsson fékk Friðriki presti bróður sínum göngustaf sinn, áður en þeir skilda, er á var skráð bréf til hans með hrakningasögu þeirra nafna. Var stafurinn geymd- ur í Búðardal lengi og þótti hið mesta gersemi. Var letrið dável gert og bundið sem mest má verða. Stefán Eggertsson fluttist úr Ak- ureyjum skömmu síðar og að Ball- ará, þar sem búið hafði faðir hans, Eggert prestur Jónsson. Það var oft er hann tók að reskjast og sat með náfrændum sínum og vinum, að hanji minntist jóla þeirra nafna í Fagiýey, og mælti á þá leið, að tvennar væru tíðirnar. „að ég sé dauður, svo þeim verði ekki alltof hverft við, þegar þú segir þeim frá kvonfanginu.“ ★ Það grunaði mig lengi, að hérna myndi ég lenda. Bóndi sat í smiðju sinni að smíðum og kynti steinkol- um. Hann sér út um dyrnar ferða- mann detta ofan um ís á ó, sern rann fyrir neöan túnið. Hann hleypur til og fær bjargaÖ marminum, en með litlu sem engu lífsmarki, ber hann heim í smiðju og fer að reyna að láta hann vitkast. Leggur hann mann inn í því skyni ofan ó gaflinn á grúfu og vissi höfuðið fram, en glóðin fyrir gaflinum beint undir vitum hans. Eftir nokkra stund tokur maðurinn að kippast viS og vitkast, lýkur upp augunum, sér eldinn og finnur kolareykinn. Verður honum þá þetta að orði: „Það grunaði mig lengi, aS hérna myndi ég lenda.“ GERT er róð fyrir því, að Noreg- ur fari að selja raforku úr landi á ár- inu 1949. Fyrsta línan, sem lögð verð ur í þessum tilgangi, mun verða um 50 mílna löng og tengja saman raf- magnskerfi Noregs og SvíþjóÖar. Síðar mun verða lögð önnur lína, sem á að ná íil Damnerkur. Kornið hefir til tals að leggja neðansjávar- línu tiLBretlands. í TÉKKOSLÓVAKÍU er nú verið að framleiða verkfæri og eimvagna fyrir kínversku stjórnina. Skoda-verksmiðjurnar eru nú í fullum gangi og afgreiÖa þær pönt- un Kínverjanna. Síðan í maí hafa veriÖ framleiddar þar um 1000 bif- reiÖar. Framh. á 7. síðu. (Frásögn P. Fr. Eggerz). amart og aLvara.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.