Íslendingur


Íslendingur - 19.06.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 19.06.1947, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. júní 1947 ÍSLENDINGUR Heyrt heíi ég sagt um landa mína, að þeir séu hvort tveggja í senn, pennafærir og sólgnir í að nota penn- ann og þegar litið er á allan þann kost blaða og bóka, sem gefinn er út árlega, virðist ekki ofmælt um skrif- finnskuna. Því furðulegra er það, að um jafn merkilegt mál og aðkallandi fyrir okkur íslendinga sem landhelgismál- ið vissulega er, skuli sama sem ekkert vera ritað. Þrbngr fyrir dyrum. Ein bók er það þó um landhelgis- málið, sem á skilið að hennar sé sér- staklega getið, en það 91- „litla kver- ið", svo ég noti orð höfundarins sjálfs, sem heitir „Þröngt fyrir dyr- um" eftir Matthías Þórðarson, rit- stjóra frá Mói, nú til heimilis í Kaup- mannahöfn. Kver þetta, sem út er gefið árið sem leið og ætti að vera í höndum hvera ísl. útgerðarmanns og sjó- manns, er ritað af einlægri ættjarðar- ást og mikilli bæði sögulegri og land- fræðilegri þekkingu á landhelgismál- inu. Ritið er í fimm köflum, en hefst á sérstökum inngangi, sem er engu síð- ur merkilegur en kaflarnir. Segir þar m. a.: „Fiskiskipafloti erlendra ríkja — 250—300 skip — hafa siglt til ís- lands árlega í hérumbil 500 ár með ekki neitt, en flutt þaðan 15—20 sinnum meira vörumagn en allar inn- \ og útfluttar vörur íslands námu yfir þetta óralanga tímabil. Af. þessu virðist mega ráða, að hafi dönsku kaupmennirnir og aðrir útlendir menn er ráku verzlun við ísland, getað safnað auðæfum á verzluninni, hvað munu hinir þá ekki hafa gert. Sannleikurinn er sá, að það mun mega telja'st ógrynni auðæfa, marg- ar tunnur gulls, er þessir erlendu fiskimenn árlega hafa rakað saman við ísland. Það er því augljóst, að ekkert land í Evrópu hefir miðlað jafnt og þétt slíkum firnum af dýrmætustu lífs- nauðsynjum til annarra þjóða endur- gjaldslaust, eins og ísland hefir gert. Þeir fjársjóðir, sem Spánverjar rök- uðu saman í Mexíko og Peru, sem látið er svo mikið af í veraldarsög- unni, verða sem dropi í hafið í sam- anburði við þetta. Hvílík óttaleg blóðtaka fyrir litla þjóð. Ríkt land eins og ísland var með þessari skattkröfu keyrt á kné og ber þees seint bætur. Utlendir fiskimenn gjörðu sig ekki ánægða með fiskinn. Þeir tóku líka fiskimiðin. Erlendar þjóðir hafa kastað eign sinni á hafið við ísland. Utlendir fiskimenn fiska því á eig- in miðum Qg Islendingar verða því að sœkja mestan afla sinn á mið þeirra við Island. íslendingar eiga því í sífelldri bar- áttu við óvígap flota erlendra fiski- skipa er fylkja sér á miðin við land- ið ár eftir ár." Þetta eru orð í tíma töluð og því hefir þótt rétt, að taka þau upp í þess ari grein svo og nokkrar tillögur í V. kafla kversins, en þar segir m. a. svo: „Frá landfræðilegu sjónarmiði júííus Havsteen, sýsíumaður. Landhelgi íslands. 5 grein „íslendingur" birtir hér síðustu grein Júlíusar Havsteen, sýslumanns, um landhelgismálið. Fer vel á því að minnast á landhelgina í sambandi við þriggja ára afmceli lýðveldisins, því að meðan íslendingar ekki fá viðurkenndan rétt sinn til hinnar raunverulegu landhelgi sinnar, hafa þeir ekki endur- heimt land sitt að fullu. Stœkkun landhelginnar er því mikil- vœgur þáttur sjálfstceðisbaráttu þjóðarinnar. lilheyrir grunnsvœðið kringum strendur landsins, með þar tilheyr- andi dýra- og jurtaríki, íslandi og engu öðru einstöku landi eða lönd- um. Þetta svœði, sem er hérumbil 116.500 ferkm. að stærð og takmark ast af hafdýpi Atlantshafsins að ut- an, er því í raun réttri landhelgi ís- lands. Eftir gildandi landhelgisákvæðum er íslendingum aðeins áskilinn eign- ar- og umráðaréttur yfir örlitlum hluta af grunnsvæði landsins, að meðtöldum fjörðum og víkum, hér- umbil 18750 ferkm. að stærð. Innan þé"ssa svæðis liggja nokkrar helztu uppeldisstöðvar fiskseiðanna, en hins vegar eru fiskimið lands- manna, hrygningarstöðvar og flestar uppeldisstöðvar fiskseiðanna að mestu leyti fyrir utan þessi af- skömmtuðu landhelgistakmörk. Land helgin er því sett af handahófi, vald- boðin, fast á móti vilja íslendinga og án þess að tekið hafi verið hið minnsta tillit til sérstöðu íslands eða hagsmuna landsmanna. Allir flóar og firðir landsins eiga að sjálfsögðu að teljast einkasvceSi Islands. Það er þjóðráð sem landsmenn hafa tekið upp, að reka útveginn með hinum fullkomnustu veiðitækjum, framleiða fjölbreyttar og vandaðar vörutegundir og vinna að útbreidd- um markaði. En þetta er ekki einhlýtt. Það verð- ur að sækja betur fram, Ná aftur því sem glatazt hefir, þ. e. fornum réttindum landsins og réttlátum landamerkjum.;. , Þetta snertir mig og þig og þar á veltur framlíð landsins." Fleira mætti eflaust taka upp úr þessu skorinorða kveri, en löndum mínum er bezt að eignast það og lesa. Grunnsvæðið. Þegar við eygjum borgarjaka á hafi úti er okkur tjáð, að upp úr sjónum sé aðeins 1/6 eða 1/9 hluti jakans, hitt allt neðansjávar. Eitthvað þessu líkt má segja um lönd þau sem rísa úr sæ eða liggja að sæ. Mikill eða mestur hluti fótstallsins sem þau standa á er luktur sævi og þó virðist enginn vafi á því, bæði jarðfræðilega og landfræðilega að fótstallurinn sé landinu tilheyrandi og hin rökrétta ályktun er þá líka sú, að sjórinn sem fótstallinn faðm- ar, svo langt sem hann nær fram, unz hyldýpið tekur við, sé hin rétta landhelgi. Þess vegna hefir sú skoðun smám saman rutt sér braut, komin að sögn úr Vesturheimi, að sœfið umhverfis landið, sem nefnist einu nafni grunn- scefið, að takmörkum hafdýpisins eða hyldýpisins sé raunverulega hin rétta landhelgi með tilheyrandi dýra- og jurtaríki. Eins og við vitum liggur ísland á eða rís upp úr neðanjarðarhrygg, er teygir sig frá Skotlandi norðvestlæga stefnu til austanverðs Grænlands. Mælingar í hafinu kringum ísland hafa leitt í ljós, að landið neðansjáv- ar er framhald af landi því, sem úr hafi rís og teygir sig út frá því með fremur litlum halla í allar áttir þar til hafdýpi Altantshafsins tekur við. Hómark, oð grunnsævið kringum ísland sé viður- kennr landhelgi. Grunnsvæðið kringum ísland er óslitið framhald af landinu sjálfu og því tilheyrandi og cetti þá hámark það sem við setjum okkur í landhelg- ismálinu að vera, að grunnsævið kringum ísland sé viðurkennt land- helgi íslands. Lágmarkskrafan. Um leið og við þannig setjum markið hátt og hvergi, eigum við frekar að gera það en í landhelgis- málinu, ber okkur ætíð að hafa hug- fasta lágmarkskröfuna, sem aldrei má kvika frá, en hún er þessi: Allir firðir Islands og flóar lokaðir út- lendingum, en auk þess nái landhelgi lýðveldisins 4 — fjórar — sjómílur út frá yztu annesjum, eyjum og höfn- um um stórstraumsfjöru. Þarf þá ekki frekar að skrafa um sérstaka friðun Faxaflóa, en sé það talið nauðsynlegt og viturlegt að beztu manna yfirsýn til þess fljótar og auðveldar að ná rétti yfir landhelg inni, skuli það gjört á þann hátt, sem ekki sé ósæmilegur fyrir rétt okkar og sjálfstæði, en svo tel ég vera, ef útlendar þjóðir eiga að hafa sérstakt landhelgiseftirlit með okkur í Faxa- flóa, sem því miður virðist hafa á góma borið. Slíkt eftirlit útlendinga er með öllu óþolandi og má ekki líðast. Við gætum sjálfir fjarða okkar og flóa. Landhelgisgæzlan. Þá vaknar spurningin, sem er svo nátengd landhelgismálinu: Hvernig er landhelgisgæzlan? Er hún full- nægjandi? Er hún til sóma? Því miður verður að svara og er hægt að svara báðum þessum spurningum af- dráttarlaust með NEI'! Meðan land- helgisgæzlan var fajin dómsmála- ráðuneytinu og rekin með varðskip- unum „Óðinn" og „Ægir", virtist hún koma að f ullum notum. En þeg- ar skilningsleysið og skammsýnin í landhelgismálinu var komin á það hástig, að hið fallega varðskip „Óð- inn" var með samþykkis Alþingis selt til Svíþjóðar fyrir smánarverð, þá tók skjótt að síga á ógæfuhliðina og enn meiri urðu vandræðin þegar landhelgisgæzlan var tekin úr hönd- um ráðuneytisins. . ¦ Haværar raddir hafa í seinni tíð heyrzt um niðurlægingu og gangs- leysi landhelgisgæzlunnar bæði frá sjómönnum sjálfum og frá varð- skipsforingjunum, sem réttilega hafa bent á, aðsvo ómerkilegir dallar hafa verið notaðir til gæzlunnar, að þeir hafa blygðast sín fyrir að draga fánann okkar að hún á þessum fleyt- um. Þetta ófremdarástand, sem ríkir í landhelgisgæzlunni er hvort tveggja. í senn, óþolandi fyrir sjálfsmetnað þjóðarinnar og stórhættulegt land- helgismálinu, því að svo munu aðrar þjóðir líta á, að sú þjóð sem hvorki hefir skap né dug til þess að verja landhelgi sína, eigi hana ekki óskerta og hafi alls ekki til þess unnið, að fá hana stækkaða. Það er vitað mál, að jafnframt því sem við méð nýsköpuninni aukum fiskiflotann okkar að miklum ihun, bæði með nýjum skipum og stórum, útbúnum kinum fullkomnustu og beztu veiðitækjum, sækja útlendar þjóðir það allfast, að fá ýmis konar fn'ðindi hér við land fyrir sína fiski- skipaflota, sem eiga að keppa við okkur í hafinu kringum Island. Að vísu hefir þeim ekki orðið á- gengt og verður ekki, en það er ekki nóg. Til þess að standast samkeppni við okkur stærri þjóðir og ríkari verð- um við bœði að stœkka landhelgi okkar og auka landhelgisgæzluna. Ríkisstjórn og Alþingi. Alþingi hið langa, sem nýlega lauk störfum, vísaði landhelgismálinu til aðgerða ríkisstjórnarinnar eða utan- ríkismálanefndar, og virðist það eft- ir atvikum hafa verið rétt. En ríkisstjórnin má ekki draga að auka landhelgisgœzluna nú þegar,_ svo að við getum tekið virðulega og með fullri festu á móti útlendu fiski- flotunum, sem óðum eru að búa sig, eins og undanfarin ár, íil síldveiða við ísland. Heldur ekki má ríkisstj órnin láta undir höfuð leggjast, að vinna nú~ þegar markvisst og öruggt að stækk- un landhelginnar, hvort sem hún not- ar til þess starfslið sitt, sérstaka nefnd eða hvort tveggja. Nefndarskipun. En verði að því horfið, að skipa sérstaka nefnd í landhelgismálið, mundi ég vilja leggja það til, að bæði Háskóli Islands, Farmanna- og fiski- mannasamband íslands svo og Sam- band ísl. útvegsmanna yrðu látin tilnefna menn í nefndina auk þeirra sem rikisstjórnin sjálf skipaði. Lokaþátfur. Þá er komið að lokaþætti þessara greina minna um landhelgina, sem ég vona að hafi verið lesendum í senn nokkur fróðleikur um rétt okkar til aukinnar landhelgi og hvatning til þess að heimta þennan rétt afdráttar- laust og halda fast á honum. 10. Sjómannadagurinn. í dag er 1. júní 1947, þ. er 10. Sjómannadagurinn og vil ég þ>á sér- staklega ávarpa þessa Hrafhistuinenn lýðveldisins með kveðjunni: „Við eruð þjóð sem hlaut Island í arf og útsæ í vöggugjöf." Sjálfsræð og sérsfæð þjóð hlaut ísland í arf. I fyrsta lagi erum við þjóð; sjálf- stæð og sérstæð þjóð, óvenjuvel sam- sett og búin kostum bæði hinna blá- eygu, ljóshærðu, raunhæfu norrænu víkinga og hinna dökkhærðu, mó- eygðu skáldmæltu. og draumlyndu Kelta. Þessi þjóðnam í*Iand, byggði það býr enn við elda þess og ísa, kosti þess og galla, skilur þá og veit, að þetta er bezta land í heimi,. landið, sem guð gaf þessari þjóð í arf og engri annari. Hlaut útsæ í vöggugjöf. I öðru lagi hlaut þjóðin útsæ í vöggugjöf. En mér er spurn: Til hvers er ís- lendingur að^ fá útsæ í vöggugjöf meðan dáðleysið er enn svo mikið, að ekkert er hirt um að helga sér land'helgina íslenzku og lögfesta hana landsmönnum og þeim einum. Landhelgi íslands er enn n^œld með útlendum (enskum) kvarða, sem styttir hana a. m. k. um mílufjórð- ung fri því sem hún er minnst ;að lögum og fo'rnum fétfi. Hversu.lengi ætlar sú. þjóð, sem hlaut I sland. í arf að. þola.; þeonan; yfirgfúig og líða þetta misrétti? Hversu margir íslenzkir sjómenn eiga enn að drukkna í hafinu kring- um lsland áður en-hægt verður um þá að segja, að þeir hvííi i vígðri jórð, því að landhelgin er hluti ís- Framhald á 6. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.