Íslendingur


Íslendingur - 19.06.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 19.06.1947, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. júní 1947 ÍSLENDINGUR 7 ÞANKABROT Framh. af 4. síðu. jafnframt nokkra grein fyrir því, hvernig honum hefði verið varið. Tók hann það fram, að mjög lítill hluti gjaldeyrisins hefði farið til kaupa á óþarfa varningi. Mætti fyrst og fremst rekja gjaldeyriseyðsl- una til bætts efnahags fólks og inargvís- legra framkvæmda, sem ekki hefðu fallið undir nýsköpunina. I þessu sambandi benti ráðherrann á það, að árið 1946 hefði innflutningur á timbri numið 39 milj. kr., en 25 milj., árið áður, veiðarfærum 7 milj. kr., en 3 milj. kr. árið'áður, sementi 11 milj. kr. í stað 8 milj. kr. 1945, vélum og áhöldum 36 milj. kr. í stað 10. milj. kr. ár- ið áður, rafmagnsvélum 21 milj. kr. í stað 16 milj. kr. 1945. Skip voru flutt inn fyrir 32.7 milj. kr., en enginn innflutningur skipa 1945, og bifreiðar fyrir 33.6 milj. kr., en 15.4 ntilj. kr. árið 1945. Ef til vill gætu menn kallað bifreiðarnar að einhverju leyti munaðarvöru. Þá vakti Emil Jónsson athygli á því, sem reyndar Eysteinn Jónsson hafði skýrt frá í útvarpsumræðunum um daginn, að öll stríðsárin gerði útflutningur okkar ekki hetur en greiða verðmæti innflutningsins. Væri því ekki nema eðlilegt, að gengið hefði á gjaldeyrissjóð landsmanna síðustu tvö árin, þegar framkvæmdir hefðu verið meiri en nokkru sinni áður, en hins veg- ar horfin sú tekjulind, sem mest hafði skapað af þessum gjaldeyri, þ. e. a. s. við- skipti við hin erlendu setulið. Þótt óneitanlega hafi mátt verja margri krónu betur en gert liefir verið og þó eink- um skipuleggja gjaldeyrismálin betur eftir að sýnt var, að mjög þyrfti að skera niður innflutning, er það ljóst, að aðdróttanir Framsóknarmanna um vítaverða fjársóun fjármálaráðherra fyrrverandi stjórnar er ósæmileg blekking. Það ber heldur naurn- r. ,t að lesta það, þótt almenningi hafi ver- íð veitt meiri lífsþægindi en áður, og marg vísleg ný tæki keypt til þess að létta fólki störf þess. Það hefir nú þannig verið i haginn búið fyrir þjóðina með ráðstöfun verulegs hluta gjaldeyrissjóðsins lil kaupa á fullkomnum framleiðslutækjum, að hún þarf ekki að kvíða gjaldeyrisskorti, ef hún ber gæfu til að skipa svo málum sínum, að hin nýju framleiðslutæki verði ekki gerð óstarfhæf vegna fjármálaöngþveitis innan- lands. Það er vonandi að Framsóknar- menn reynist þar slíkir afburða stjórn- vitringar eins og ^ætla mætti af orðum þeirra. Er „Tíminri' andvígur stjórninni? • SKRfF „Tímans“ að undanförnu hafa vakið nokkra furðu, ekki aðeins hjá Sjálf-. stæðismönnum og Alþýðuflokksmönnum, heldur einnig mörgum Framsóknarmönn- um. Virðist blaðið engu minna kapp leggja á það að afflytja málstað samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn en að gagnrýna liina ó- sæníilegu stjórnarandstöðu kommúnista. Er augljóst, að . þeim skrifum stjórna menn, sem ekki eru ýkja vinveittir núver- andi stjórnarsamvinnu lýðræðisflokkanna. Er ekki óalgengt, að gælt sé við komrnún- ista og látin í ljós hryggð yfir því, að ekki skuli hafa orðið úr stjórnarsamstarfi „vinstri" flokkanna. Hleypt var fyrir skömmu af stokkunum sérstakri æskulýðs- síðu, sem fyrst og fremst virtist ætlað það hlutverk að níða Sjálfstæðismenn, og stóðu þessir ungu Framsóknarmenn „Þjóðviljan- um“ fyllilega á sporði í sóðalegu orðbragði um Sjálfstæðisflokkinn og forustumenn hans. Er augljóst af öllum málflutningi „Tímans“, að það er andi Hermanns Jón- assonar, hins vonsvikna keppanda urn for- sætið í rauðri ríkisstjórn, sem þar svífur yfir vötnunum. ♦ „Islendingur" hefir ekki hirt um að taka skæting „Tímans“ til rækilegrar at- huátlnar, enda ekki þörf á að afsaka gjörð- ir Sjálfstæðisflokksins og formanns hans í fráfarandi ríkisstjórn á nokkurn liátt. Um það hefir líka þjóðin kveðið upp sinn dóm, sem „Tíminn" fær naumast hreytt með nöldri sínu. Ilitt telur „Islendingur" mikilvægara, að öll þjóðholl öfl skipi sér um núveraodi samstjórn lýðræðisflokkanna til varnar gegn upplausnaröflum kommún- ista, sem allt kapp leggja nú á að steypa stjórninni af stóli, og það með hinum þjóðhættulegustu aðferðum. Fari þetta sljórnarsamstarf út um þúfur, er algert stjórnmálaöngþveiti fyrirsjáanlegt. „ísl.“ mun eftir megni vinna að því, að þetta samstarf geti -orðið sem traustast, en það er ekki til lengdar hægt að una því, að málgögn Framsóknarflokksins haldi uppi rógi um formann Sjálfstæðisflokksins og blekkingum um það merkilega starf, sem hafið var undir forustu lians í fyrrverandi ríkisstjórn. Leiðinleg óstundvísi. HER í hlaðinu hefir oft verið átalin óstundvísi áheyrenda og áhorfenda í kvik- myndahúsum og á ýmsum mannamótum. Hitt er þó sízt betra, og lítt til þess fallið að draga úr óstundvísi fólks, þegar auglýst mót hefjast ekki á rétlum tíma. Ber það líka vott um ótilhlýðilegt virðingarleysi fyrir áheyrendum og áhorfendum. Því mið- ur er þctta ekki fátítt, og einnig skortir oft allmjög á um sæmilegan undirbúning. Þetta þurfa forstöðumenn hinna ýmsu móta og skemmlana hér í bæ að taka til athugunar, enda ætti að vera auðvelt að kippa því í lag. Félög eða einstaklingar eiga ekki að efna til samkomu eða móts, nema með góðum undirbúningi og nokk- urn veginn örugg með það, að hver maður sé á sínum stað á réttum tírna. Ostundvísi er alltof almennur löstur í voru ágæta landi og hefir oft í för með sér ýms óþægindi og leiðindi. Ættti menningarsamtök í landinu að reyna eftir megni að lækna þessa mein- semd. Auglýsið í Islendingi Björn Franzson enn korninn á stúfana. FYRIR alllöngu síðan ritaði Björn Franzson, einn af hinum kommúnistisku fréttamönnum útvarpsins, greinar í „Þjóð- viljann" um innlimum Eystrasaltsríkjanna í Ráðstjórnarríkin og hélt þvf fram, að Eystrasaltsþjóðirnar hefðu af fúsum vilja beðið Rússa um að svifta þær sjálfstæði sínu, og Rússar væru svo dæmalaust góðir við þessar kúguðu þjóðir, að þær hefðu aldrei lifað öðru eins sældarlífi. Mennta- maður nokkur úr Eystrasaltsríkjunum, Thedoras Bieliacinas, sem hér dvaldi land- * flótta úr „sælunni" tætti svo sundur þessi fáránlegu skrif hins trúaða kommúnista, að það stóð ekki steinn yfir steini. Þegar rökin þraut, gripu kommúnistar til sinna austrænu baráttuaðferða og heimtuðu, að maður þessi yrði rekinn úr landi. Þar sem hér ríktu vestræn lýðræðissjónarmið, varð þó ekkert úr þessari pólitísku hefndarher- ferð gegn hinum landflótta menntamanni. Nú er Björn Franzson enn kominn af stað með sama efni í „Þjóðviljanum" og þykist sæmilega öruggur með fjarstæður sínar, því að nú þarf hann ekki lengur að óttast skrif Bieliacinas, en hann lézt hér fjarri ættjörð sinni fyrir nokkru síðan. En Björn Franzson má vera viss um það, að íslenzka þjóðin, sem öldum saman hefir barizt fyrir sjálfstæði sínu, mun allra þjóða ólíklegust til þess að trúa þeim hlægilegu staðhæfingum, að þrjár smáþjóðir, sem fórnað höfðu blóði sínu til þess að öðlast frelsi, hafi af frjálsum vilja beðið Rússa um að liirða þetta sjálfstæði. Það gegnir mikilli furðu, að hér á Islandi skuli vera til nokkur maður, svo andlega blindur í dýrkun sinni á öllum gjörðum erlends rík- is, að hann skuli leyfa sér að bera á borð fyrir þjóð sína slíkar fjarstæður. Megin- hluti íslenzku þjóðarinnar skilur áreiðan- lega og harmar hin ömurlegu örlög Eystra- saltsþjóðanna, sem eftir aðeins 20 ára frelsi verða nú aftur að búa við kúgun er- Frá J/ðrum dögum Framhald af 4. síðu. að vitja þessara dauðu hesta. • Þeir veiktust, fengu sting í augun, batn- aði, þá frá þeim gengu. Um síðir hertu þeir hugi sína, svo að þeir gátu með harmkvölum náð hánum af hest- unum, urðu þó sjónveikir og einn til kvölds sj ónlaus, en alheilir síðan dag- inn eftir. 1696: Vorið var hart og kalt og gróður- lítið. Hélzt peningafellir fram að far- dögum. Dóu víða naut og kýr af megurð. Heylaust á flestum bæjum og matskortur .... Dóu af vesöld nokkrar manneskjur fyrir norðan. Á sama mánuði (júní) fæddi ær ein lamb vanskapað í Bakkakoti í Skorradal, svo stórt að vexti sem þriggja vikna gamalt, með svínshöfði og svínshári. Það vantaði efri skolt- inn upp undir augnastaðinn. Hékk svo tungan langt fram yfir kjálkana. Voru þeir lausir frá hausskelinni. og sást engin mynd til augnanna nema skinnið eins og annars staðar. Eyrun síð sem á dýrhundi, en fram úr haus- skelinni hékk álíka og ærspeni lítill, og var gat þar á. Að annarri sköpun sem hrútlamb, litt sem svín. Ekkja nokkur í Skagafirði deildi við húskonu sína, úr hverjum deil- um ekkjan fékk vitfirring. Þjófnaður víða um landið. Hýdd- ir í Skagafirði 8 þjófar, af þeim 3 markaðir. Fyrir norðan urðu úti í fjúkum um allraheilagramessuleytið 9 menn, þar í ein kona. lendrar harðstjórnar. Þá samúð getur hvorki Björn Franzson né aðrir kommún- istar upprætt. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA við okkur alla í Zeu, til þess að geta stoiið varningi okkar. Eg vona, að hann hafi ekki í hyggju að leika svipaðan leik í nótt. Hundurinn getur ekki einu sinni þolað hann!“ Aður en ég hafði tíma til svars, fékk ég sönnun fyrir þessu. Því að Farao, stóri, guli hundurinn, sem hafði fundið okkur í eyðimörkinni, kom, þegar hann heyrði raddir okkar, fram úr einhverju skoti, þar sem hann hafði legið. Hann dinglaði skottinu og kom í áttina til okkar, en um leið og hann gekk fram hjá Sharach stanzaði hann og urraði, og hárin risu á bakinu á hon- um. Shadrach henti steini í hundinn og steinninn í fæli hans. I sönut svipan réðist hinn slóri og sterki hundur á hann, og ég hélt sannarlega, að hann myndi bíta hann á barkann. Við gátum náð lmndinum, áður en nokkurt slys varð. En ég mun aldrei gleyma andliti Shadrach, skreyttu hinum gömlu, blágulu örum og nú alveg afmyndað af æði og ótta. Eftir þenna atburð fór ég að sofa, en gat þó ekki hrundið á brott þeirri hugsun, hvort þetta myndi verða síðasti svefn minn á þessari jörð. Þegar komið var undir kvöld, vaknaði ég við feiki- lega háreysti. Eg heyrði greinilega hvella rödd Higgs, gelt Farao og hálfkæfðar stunur og blótsyrði eins Abati-mannsins. Eg hljóp út úr litla tjaldinu okkar og sá þá einkennilega sjón. Prófessorinn hélt höfði Sha- drach í vinstri handarkrika sínum eins og í skrúfstykki, og með hægri hendinni barði hann Shadrach í andlitíð af öllum kröftum. Og ég vil bæta því við, að hann hafði krafta í kögglum. Rétt hjá stóð Kvik, hélt í 84 hálsbandið á Farao og virtist skemmta sér konunglega. Flestir Abatimannanna voru þarna einnig og böðuðu út öllum öngum á austurlenzka vísu. Orme vgr ekki viðstaddur, því að hann lá og svaf meðan þetta gerð- ist. ,,Hvað ertu að gera, Higgs?“ hrópaði ég. „Það — hlýtur — þú — að sjá,“ hvæsti liann, og hverju orði lét hann fylgja högg á hið áberandi nef Sh'adrach. „Eg er að hamra á hausnum á þessu kvik- indi. Nú, svo þú ætlar að bíta — ætlaðir þú að gera það? Hafðu þá þetta — og þetta — og þetta! Guð minn góður, hvílíkar tennur í honum! Gott, hann hefir ef til vill fengið nóg núna.“ Allt í einu sleppti hann þorpar- anum, sem kastaði sér til jarðar og lá þar stynjandi, blóðugur og ófrýnilegur, svo að það var engan veginn aðlaðandi að horfa á hann. Þegar félagar Shadrach sáu hið aumkunarverða útlit félaga síns, nálguðust þeir prófessorinn með ógnandi hnefum. Einn þeirra dró meira að segja upp hníf sinn. „Sting þú þessum grip á þig aftur, vinur minn,“ sagði liðþjálfinn, „annars lofa ég hundinum að ráð- ast á þig, það sver ég þér. Hefirðu skammbyssuna við hendina, læknir?“ Þótt maðurinn skildi ekki orð Kvik, skildi hann þó sýnilega efni þeirra, því að hann slíðraði hnífinn ög gekk aftur til hinna. Shadrach reis einnig á fætur og hélt á eftir honum. Þegar hann var kominn í nokkurra metra fjarlægð, sneri hann sér við, horfði á Higgs með þrútnum augum og sagði: „Þú mátt vera viss um það, þinn bölvaði heiðingi, að ég gleymi ekki — og ég borga fyrir mig.“ 85 Nú kom Orme einnig fram á sviðið og sagði geisp- andi: „Hver fjandinn er hér um að vera?“ „Eg skyldi glaður gefa fimm krónur fyrir einn pott af ísköldu öli,“ svaraði Higgs, æði fjarri því efni, sem um var spurt. Tók hann þó þakksamlega að drekka dálítið af volgu og gruggugu vatni, sem Kvik rétti hon- um í lítilli skál. Higgs rétti Kvik aftur skálina og sagði: „Hafðu þökk fyrir. Þetta var betra en ekki neitt. Og það er hættulegt að- drekka mjög kalt, þegar maður er svona glóandi heitur. H\að um var að vera? Svo sem ekki mikið merki- legt. Shadrach hafði gert tilraun til þess að gefa Farao eitur. Það var allt og sumt. Eg sat og gaf honum gætur með öðru auganu og sá hann ganga áð striknin-baukn- um, hella dálitlu úr honum í kjötstykki og hnoða það síðan saman. Og svo kastaði hann þessu í aumingja hundinn. Eg gat í tæka tíð hrifsað kjötstykkið og kast- að því yfir múrvegginn. Þar getur þú fundið það, ef þú kærir þig um að gæta að því. Þegar ég síðan spurði Shadrach, hvers vegna hann hefði gert þetta, kvaðst hann hafa ætlað að losna við hundinn, áður en við þyrftum að fara í gegn hjá Fungunum. Þar að auki væri þetta hættulegt dýr, sem hefði reynt'að bíta hann til bana þá um daginn, svo að það væri heppilegast að vera laus við hann. En þá gat ég-ækki lengur haft stjórn á mér. Eg þreif í fantinn, og þótt ég ekki hafi stundað hnefaleika síðustu tuttugu árin, hafði ég hann brátt undir. Eins og þú hefir séð, getur heldur enginn Aust-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.