Íslendingur


Íslendingur - 19.06.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.06.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Fimmtudagur 19. júní 1947 24. tbl. VÍSITALAN GREIDD NIÐUR UM 55 STIG Viðskiptamálaráðuneytið hefir tilkynnt, að niðurgreiðslur á vísi- tölu framfærslukostnaðar nemi nú samtals 55 stigum. Væri því vísi- talan nú 365 stig, ef ríkissjóður ekki eyddi tugmiljónum króna í niðurgreiðslur. Verð á kjöti, kart- öflum, smjöri og mjólk hefir ver- ið lækkað, sem nemur þessum 55 stigum. Þrátt fyrir þessa staðreynd reyna kommúnistar að telja fólki trú um, að allt sé í lagi, þótt dýr- tíðin sé enn stórkostlega aukin með nýjum grunnkaupshækkun- um. Væri ekki hyggilegra að beina orkunni að því að lækka dýrtíð- iná og bæta þannig kjör alþýð- unnar í landinu? BðBjarstjdrnarKosn ingar á Sauðár- króki. Þar sem Sauðárkrókur hefir nú hlotið bæjarréttindi, verður að fara fram kosning á bæjarstjórn, sem tek- ui við af hreppsnefndinni. Fram- boðsfrestur var útrunninn sl. laugar- dagskvöld, og höfðu þá borizt fjórir listar. . Kosið verður sunnudaginn 6. júlí. A-listi, Alþýðuflokkur: Magnús Bjarnason, kennari, Kristinn Gunnlaugsson, verkstjóri, Erlendur Hansen, iðnnemi, Brynjólfur Danívalsson, verkam. B-listi, Framsóknarmanna og óháðra: Guðm. Sveinsson, fulltrúi, Friðrik Hansen, kennari, Þórðu'r P. Sighvats, símstjóri, Jón Björnsson frá Heiði. C-listi, Sósíalistaflokkur: Skafti Magnússon, verkam., Hólmar Magnússon, sjóm., Hólmfríður Jónasdóttir, frú, Jónas Jónasson, vörður. D-listi, Sjálfstœðisflokkur: Eysteinn Bjarnason, framkv.stj .*, Guðjón Sigurðsson, bakari, Sig. P. Jönsson, kaupm., Pétur Jónasson, hreppstjóri. jnisíaforinea LÝÐVELDISHÁTÍÐIN Á AKUREYRI Mynd þessi var tekin viS Ráðhúslorg 17. júní 1944, þegar lýðveldi var stojnað á Þingvbllum. Sést skráðgangan í Brekkugötunni, en jánar margir á torginu, þar sem aðalhátíðahbldin jóru jram. (Ljósm. H. Sigurgeirsson). Hátíðahöldin á Akureyri 17. j 17. júní hátíðahöldin hér á Akur- eyri fóru að mestu leyti fram á þann hátt, sem auglýst hafði verið. Kl. 2 lék Lúðrasveit Akureyrar á Ráðhústorgi • undir stjórn Askels Jónssonar, og kl. 2.15 hófst fjöl- menn skrúðganga frá Ráðhústorgi og upp á hátíðasvæðið sunnan sund- láugarinnar. Lúðrasveitin gekk í far- arbroddi,^þá skátar með fjölda fána, ýms félagasamtök undir fánum sín- um og loks mikill fjöldi annarra bæj- arbúa. Á hátíðasvæðinu hafði verið reist- u'r stór pallur og fallega skreyttur ræðustóll. Fyrst fór fram fánahyll- ing skáta, falleg og hátíðleg athöfn, og síðan setti bæjarstjóri, Steinn Steinsen hátíðina. Þá var guðsþjón- usta, og prédikaði séra Pétur Sigur- geirsson, en kirkjukórinn söng und- ir stjórn Björgvins Guðmundsson- ar. Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, flutti lýðveldisræðu og Kantötukór Akureyrar söng und- ir stjórn Björgvins Guðmundssonar. Frú Lena Otterstedt lék undir. Þá flutti einn hinna nýju stúdenta, Kristján Róbertsson, ræðu. Að lok- um var þjóðsöngurinn sunginn. Næsti þáttur hátíðahaldanna hófst kl. 4.30 með fimleikasýningu kvenna- flokks frá Gagnfræðaskóla Akureyr- ar undir stjórn Þórhöllu Þorsleins- dóttur. Karlakórinn Geysir söng und- úní. ir stjórn Ingimundar Árnasonar. Þá var fimmlarþraútarkeppni. Sigraði í henni Haraldur Sigurðsson. Formaður hátíðanefndar, Ármann Dalmannsson, stjórnaði hátíðahöld- um þessum. Kl. 9 lék Lúðrasveit Akureyrar á hátíðasvæðinu og Karlakór Akureyr- ar söng undir stjórn Áskels Jónsson- ar, en dans og önnur dagskráratriði féllu niður vegna óhagstæðs veðurs. Dansleikur var á vegum hálíðanefnd- arinnar í Samkomuhúsinu, og var þar mikil þröng. Aðgangur að öllum samkomum dagsins var ókeypis. Fólk sýndi almennt fullkomna við- leitni til þess að hátíðahöldin væru með menningarblæ. Því miður voru þó nokkrir menn allmjög undir á- hrifum áfengis í Samkomuhúsinu, og var það leiðinlegur blettur á helgi dassins. r Utvegsbaiikinn meira virði en Landsbankinn I yfirlitsreikningi Utvegsbankans er bankahúsið og aðrar fasteignir bankans metnar á krl 70.68. Virðast því fasteignir Ulvegsbankans nokkru verðmælari en Landsbankans, því að , hið mikla hús bankans í Reykjavík með öllum húsbúnaði er metið - í reikningum bankans á eina krónu! verkfall við Ætlar Steingrímur Aðalsteinsson vís~ vitandi aÖ valda Ákureyrarbæ stór- kostlegu tjóni. Það er nú sífellt beí ur að koma í Ijós, að kommúnistar svífast einskis í uppreisnaraðgerðum sínum gegn nú- verandi ríkisstjorn. Þeir hika ekki við að reyna ao stöðva síldveiðarnar í sumar, sem efnahagsleg afkoma þjóðar- innar á þessu ári er algerlega komin undir. Síðasta af- reksverkið er að fyrirskipa verkamönnum í Glerárþorpi með hótunum og blekkingum að leggja niðurvinnu við undirbúning að starfrækslu Krossanesverksmiðjunnar í sumar. Það hefir vakið almenna furðu hér í bænum, að Steingrímur Aðalsteinsson hefir gerzt forustumaður í þessu tilræði við fyrsta stórfyrirtæki Akureyrarbæjar. í síðasta „íslendingi" var getið um"*óheyrileg lögbrot kommúnista í sambandi við allsherjaratkvæða- greiðslu sáttasemjara um málamiðl- unartillögu í deilu „Þróttar" og síld- arverksmiðja ríkisins. Nú hafa kommúnistar á hinn ódrengilegasta hátt vegið aftan að Krossanesverk- smiðjunni, og er ekki annað sjáan- legt en að hún geti ekki starfað í sumar, ef verkamenn í Glerárþorpi láta Steingrím Aðalsteinsson og út- sendara Alþýðusambandsins hafa sig til þess að eyðileggja sumaratvinnu sína. Verkfall óður en byrjað var að semja. Allur undirbúningur þessarar ó- gæfusamlegu vinnustöðvunar var með endemum. Undir eins og'fram- kvæmdastj óri Krossanesverksmiðj - unnar kom hingað norður, hóf hann samninga við Verkamannafélag Glerárþorps. Úr samningum varð þó ekki, því að félagið afsalaði sér samningsrétti í hendur samninga- nefndar frá Alþýðusambandi Norð- urlands, en það samband virðist ætla að verða lipurt verkfæri í höndum kommúnista. Sýndi Verkamannafé- lag Arnarnesshrepps þar meiri for- sjálni, því að það neitaði að afsala sér samningsrétti í hendur þessa sam- bands. Samninganefnd Alþýðusambands Norðurlands kom svo hingað til Ak- ureyrar 11. júní, en það furðulega gerðist, að Steingrímur Aðalsteins- son og hinn kommúnistiski verk- fallaerindreki Alþýðusambandsins fyrirskipa Verkamannafélagi Glerár- þorps að samþykkja á fundi 10. júní að gera verkfall þann 20. júní. Mun það eins dœmi að verkfall sé ákveð- ið, áður en nokkur leið hefir verið lil að hefja samningatilraunir. Þann 12. júní hélt verksmiðju- stjórn fund með samninganefndinni. Tjáði þá samninganefndin verk- smiðjustjórninni, að samningar við einstakar verksmiðjur yrðu ekki gerðir, nema fallizt væri að öllu leyti á tillögur nefndarinnar. Gagntilboð verksmiðju- stjórnar. Verksmiðjustjórnin hefir bent samninganefndinni á það, að Krossa- nessverksmiðj an hafi sérstöðu meðal síldarverksmiðjanna, því að miklum undirbúningi sé ólokið fyrir sumar- starfsemina, og nokkurra daga verk- fall gæti komið í veg fyrir starf- rækslu hennar í sumar. Hefir stjórn- in farið fram á að fá að ljúka við undirbúning, þar eð deilan stendur um kaup yfir bræðslutímann, en því hefir verið synjað. Hefir verksmiðjustjórnin gert það lilboð, að hún skuli ganga inn í vœntanlega samninga við síldarverk- smiðjur ríkisins óbreytta. Felst í þessu beint tilboð um kauphœkkun, því að grunnlaun í Krossanesi hafa verið 15 aurum lœgri á klukkustund en á Siglufirði. Framhald á 8. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.