Íslendingur


Íslendingur - 19.06.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 19.06.1947, Blaðsíða 8
A t h u g i ð! Gjalddagi blaðsins var 1. júní. Fimmtudagur 19. júní 1947 „íslendingur" kemur út vikulega, 8 síður, og kostar aðeins 1 5 krónur órgangurinn. Gerizt því óskrifendur þegar í dag. kaftpoffar margar stærðir VÖRUHÚSIÐ h.f. Þing S. U. S. Sú breyting verður á aug- lýstum þingtíma, að fyrsti fundur þingsins hefst á Hótel Norðurland kl. 9 á fóstudags- morgun, en ekki kl, 10. Naustaborgir. Samkoma sú, sem gert var ráð fyrir að yrði n. k. sunnudag í Nautnaborgum fellur niður. Tilkynnt verð- ur á sambandsþinginu, hvernig sunnudeg- inum verður ráðstafað. Messa fellur niður á sunnudaginn vegna fjarveru séra Péturs Sigurgeirssonar á prestastefnu. Meðan hann verður burtu þjóna þeir séra Benjamín Kristjánsson og séra Stefán Snævarr hér í Akureyrarpresta- kalli. Hjúskapur. 13. júní sl. voru gefin sam- an í hjónaband af séra Pétri Sigurgcirs- syni, ungfrú Ilelga Guðvarðardóttir og Helgi Guðmundsson, bóndi. Heimili þeirra er Litlu-Vellir í Bárðardal. , Hjúskapur. Þann 14. júní sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Sigur- geirssyni, ungfrú Þorbjörg Jónsdóttir og Erik Bendtsen, þjónn á Hótel KEA. Heim- ili þeirra er Austurbyggð 6. — Ungfrú Marzilía Sigurðardóttir og Sigurður Odds- son, bóndi. Heimili þeirra er Glerá við Ak- ureyri. — Ungfrú Ilalldóra Kristjánsdótt- ir og Jón Hauksson, verkamaður. Heimili þeirra er Brekkugata 21. Hjúskapur. Þann 17. júní voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Sigur- geirssyni, ungfrú Marta Jónsdóttir og Ed- vard Sigurgeirsson, ljósmyndari. Heimili þeirra er Möðruvallastræti 4. 70 ára varð í fyrradag Ólafur Methú- salem, skrifstofumaður hjá „Gefjun". Athygli skal vakin á auglýsingu frá bæjarfógeta í biaðinu í dag um einstefnu- akstur eftir ýmsum götum. Gjajir til barnaheimilissjóðs Illífar, Ak- ureyri: Frá ónefndri konu kr. 500.00. Frá A. M., ísafirði, kr. 100.00. Frá Kristínu Gísladóttur, Reykjavík, kr. 150.00. Kærar þakkir. — Stjórnin. Minningarspjöld Góðteinplarareglunnar , fást í Bókabúð Eddu. ListigarSurinn er opinn frá kl. 9 árdegis til kl. 10 síðdegis, nema þegar slæmt veð- ur er, þá er hann lokaður. Aheit á Strandarkirkju. Frá N. N, kr. 10.00. Móttekið á afgr. „íslendings". FerSaskrijstoja ríkisins opnar skrifstofu hér á Akureyri um næstu helgi. Verður sú skrifstofa starfrækt í sumar, og mun hún gefá upplýsingar og aðstoða fólk við að fá gistingu á Akureyri og sjá um þær ferðir, sem áætlað er, að hefjist á Akureyri. Eru áformaðar 10 ferðir frá Akureyri á vegum Ferðaskrifstofunnar. Skrifstofan verður í Strandgötu 5 og veitir Jón Egils, kaup- maður, henni forstöðu. Verður nánar skýrt frá þessari starfspmi í næsta blaði. Happdrœtti um tuttugu bifreiSar. Sam- band íslenzkra berklasjúklinga hefir feng- ið 20 fjögra manna Renaull-bifreiðar, sem efnt verður til happdrættis um. Dráttur mun fara fram fjórum sinnum, um fimm bíla í hvert skipti. Fyrsti dráttur fer fram Kommúnistar og Krossanes Framhald af 1. síðu. Þessu tilboði verksrniðj ustj órnar- innar hafnaði samninganefndin. Síð- an gerði samninganefndin gagntil- s boð, sem aðallega mun hafa átt að bjarga Steingrími Aðalsteinssyni úr ógöngunum, og bæði „Þjóðv.“ og „Verkamaðurinn" hafa talið rnjög aðgengilegt. Það tilboð var í því fólgið, að verksmiðjustjórnin átti nú þegar að undirskrifa þá samninga, sem samninganefndin hafði lagt fram, en yrði síðar samið um lægra kaup við ríkisverksmiðj urnar, átti kaup í Krossanesi að lækka í sam- ræmi við það. Þessu boði hafnaði verksnriðj ustj órnin. Kommúnistar hafa þótzt undrandi yfir þeirri þröng- sýni verksmiðjustjórnar að taka ekki þessu „kostaboði“. Það er þó ekki að undra, ef betui' er að gáð. Hér átti að fá Krossanes til þess að styrkja kommúnista í baráttu sinni við ríkis- verksmiðjurnar og undirskrifa samn- inga, sem voru miklu óhagstæðari en málamiðlunartillaga, sem verka- menn í „Þrótti“ höfðu samþykkt í löglegri atkvæðagreiðslu. Krossanes þarf einnig mjög á aðstoð ríkisverk- smiðjanna að lialda til þess að geta starfað í sumar, og getur hver heil- vita maður ímyndað sér hvernig hefði verið að leita til þeirra, eftir að hafa raunverulega vegið aftan að þeim með því að undirskrifa þetta tilboð samninganefndarinnar. Er líka ljóst, að fyrra tilboð verksmiðju- sljórnarinnar tryggir verkamönnun- um við verksmiðjuna sama rétt. Baróíta Steingríms gegn hagsmunum bæjarins. Uppbótarþingmaður kommúnisla, Steingrímur Aðalsteinsson, er í stjórn Krossanesverksmiðjunnar. Er það sem betur fer sennilega áður óþekkt fyrirbrigði hér á landi, að fulltrúi í stjórn fyrirtækis berjist gegn hags- munum þess á líkan hátt og Stein- grímur hefir barizt gegn hagsmunum Krossanesverksmiðj unnar. Kommúnistar þóttust gleðjast mjög yfir því, þegar bærinn eignað- ist Krcssanesverksmiðjuna og löluðu, sem rétt er, um þá miklu búbót, sem verksmiðjan gæti orðið fyrir Akur- eyrarbæ og verkamenn í Glerár- þorpi. Það hlýtur því að vekja. sérstaka 15. júlí, annar 15. nóvember, þriðji 15. íebrúar 1948 og fjórði 15. maí 1948. Sömu miðar gilda, án endurnýjunar, fyrir alla drættina og halda því verðmæti sínu til loka happdrættisins í maí 1948. í síðasta drættinum verður aðeins dregið úr númer- um seldra miða. Hér á Akureyri verða happdrættismiðarnir seldir í öllum bóka- verzltiniim og á skrifstofu Flugfélags Is- lands. furðu, þegar sjálfur fulltrúi komm- j únista í verksmiðjustjórninni gerir allt, sem hann getur, til þess að koma þessu fyrsta stórfyrirtæki bæjarins fyrir kattarnef. Hann hafði forustu um þáð að hvetja verkamenn í Glerárþorpi til þess að leggja niður vinnu við verk- smiðj una, og hefir setið þar á sífelld- um klíkufundum til þess að stappa í þá stálitiu, eftir að þeir eru sífellt betur teknir að sjá, hversu hættulega ákvörðun þeir hafa tekið. Tillaga mun hafa komið fram um það á fundi verkamanna að undan- skilja löndunartækin í Krossanesi verkfallinu, eji Steingrímur Aðal- alsteinsson mœlti gegn þeirri tillögu. í verksmiðjustjórninni hefir Stein- grímur alltaf greilt atkvæði gegn hagsmunum verksmiðjunnar í þess- ari deilu. A fundi 13. júní vildi hann semja um kr. 2.85 í grunnlaurt í dag- vinnu nú þegar og skyldi það síðan hækka, ef samið yrði um hærra kaup við aðrar verksmiðjur, en ekki minntist hann á að það skyldi lœhka, ej samið yrði um lœgra kaup annars staðar Framtíð Krossanesverksmiðjunnar sem bæjarfyrirtækis er undir því komin, að hún geti starfað í sumar. Unnið hefir verið ötullega að marg- víslegum undirbúningi, en þó má naumast nokkurn dag missa, enda hafa skipin sett það skilyrði, að verksmiðjan’ yrði að vera tilbúin í byrjun síldarvertíðar, annars jara þau til anntirra verksmiðja. Stein- grími Aðalsteinssyni er þetta full- kunnugt, og honum má einnig vera ljóst, að Krossanes hefir lillar ástæð- ur til þess að ganga á undan hinum stærri verksmiðjum með samninga um kauphækkanir. Allt þetta lætur Steingrímur Aðalsteinsson sig engu varða, cfg er það því kaldhæðnislegt, þegar „Verkamaðurinn“ dirfist að halda því fram, að Steingrímur einn hafi sýnt „skilning“ á málefnum verksmiðjunnar. Mun miklu nær Iagi, að bærinn gæti látið hann sæta ábyrgð fyrir það, hvernig hann hefir barizt gegn hagsmunum þess fyrir- tækis, sem bæjarfélagið hefir falið honum að stjórna. Hverju er fórnað? Verði ekki hægt að starfrækja Krossanes í sumar, er fyrirsjáanlegt, að bærinn verður fyrir stórkostlegu tjóni, sem koma mun niður á öllum bæjarbúum, og að engu eru þá orðn- ar allar þær vonir, sem tengdar voru við þetta fyrirtæki. Þá geta verkamenn í Glerárþorpi einnig þakkað kommúnistum það, ef þeir verða sviftir vinnulaunuin, sem geta numið yjir 400 þúsund krónum í góðri síldarvertíð. Það verða laun- in, sem þeir fá fyrir fylgi sitt við Steingrím. Er það ekki í fyrsta sinn, sem verkamenn verða að gjalda til- finnanlegan skatt vegna frumhlaupa kommúnista. , j JÓNSMESSUHÁTÍÐ „FRAMTÍÐARINNAR" UM AÐRA HELGI Kvenfélagið „Framtíðin“ heldur hina venjulegu Jónsmessuhátíð sína um aðra helgi. Hefst hátíðin á laug- ardagskvöldið og verða einnig margs konar skemmtdnir allan sunnudag- inn. Verður hátíð þessi áreiðanlega fjölbreytt að vanda, en dagskrá hennar verður nánar tilkynnt í næsta blaði. Allur ágóði af hátíðahöldunum rfennur til nýja sjúkrahússins, .en Kvenfélagið „Framtíðin“ hefir, sem kunnugt er, unnið mikið starf í þágu þess málefnis. Er þess að vænla, að, aðrar samkomur eða mót verði ckki haldin í sýslunni um þessa helgi, heldur komi sem flestir Jiingað og slyrki gott málefni, um leið o'g þeir njóta góðrar skemmtunar. Aukakosning í V estur-Skaf taf ells- sýslu Jón Kjartansson í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn Þar sem Gísli Sveinsson, sýslumað- ur, hefir verið skipaður sendiherra íslands í Noregi, verður að kjósa nýjan þingmann fyrir Vestur-Skafta- fellssýslu fyrir þann tíma, sem eftir er af þessu kjörtímabili. Kosningar fara fram 13. júlí. Jón Kjartansson, ritstjóri Morgun- blaðsins og ísafoldar, verður í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Var það framboð ákveðið .samkvæmt ein- dregnum tilmælum Sjálfstæðismanna í sýslunni. Aðrir frambjóðendur eru: Jón Gislason, bóndi í Norður-Hjáleigu, fyrir Framsóknarflokkinn, Arngrím- ur Kristjánsson, skólastjóri, fyrir Al- þýðuflokkinn og Runólfur Björns- son frá Holti fyrir Sósíalistaflokk- inn. Sýslumannsembættið í Skaftafells- sýslu hefir verið auglýst til umsókn- ar, og er umsóknarfrestur til 20. júní. Verksmiðjusljórnin hefir sýnt fulla sanngirni í þessum málum og gengið eins langt til samkomulags og mögulegt hefir verið. (Það skal tekið fram, að Steingrím- ur Aðalsleinsson er ekki talinn hér með verksmiðjustjórninni, því að af- staða hans hefir ekki gefið til kynna, að hann ætli þar sæti). Það er von- andi, að verkamenn í Glerárþorpi beri gæfu til að spyrna við' fótum, áður en í fullt óefni er komið, og taka sér þannig til fyrirmyndar þau fjöhnörgu verkamannafélög víðsveg- ar uhr land, sem snúizt hafa gegn hin- um pólitísku uppreisnarverkföllum kommúnista. Vinnuvetflingar Páll Sigurgeirsson Páll Sigurgeirsson. Hollenzk VÖRUHÚSIÐh.f Saft ♦ ísl. — dönsk VÖRUHÚSIÐ h.f. Kex ísl. — danskt Dönsk Þurrmjólk VÖRUHÚSIÐ h.f. VÖRUHÚSIÐ h.f. Karlmbuxur BRAUNS-verzlun hvítir og mislitir BRÁUNS-yerzlun í pökkum VÖRUHÚSIÐ h.f Jarðarberja- og Ribsberja-sulta VÖRUHÚSIÐ h.f.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.