Íslendingur


Íslendingur - 27.08.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 27.08.1947, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikud'iginn 27. ágúst. 1947 ÞAKPAPPI ] — ágæt tegund — nýkominn í jl Byggingavömverzlmi I Tómasar Björnssonar li.f. I Akureyri Sími 489 ICement * f fyrjrlÉggjasidá. | Timbur | snemma í september. $ Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. | A. alþjóðavettvangi Framft. af 5. síðu. Banda íkjamenn gætu komið til hjálpar. Bæði kommúnistar og sumir jafnaðarmenn færa ótta Rússa við árás Bandaríkjamanna sem rök gegn Jung-áætluninni. — Rússar gætu talið sér ógnað, segja þeir, ef Svíar væru of sterkir og kynnu því að neyða Svía til þess að gerast leppríki þeirra eða berjast ella. BÍöð Frjálslynda flokksins telja aðstoð Breta og Banda- ríkjamanna einu vörnina gegn Rússum. Frjálslyndir telja Jung áætlunina of kostnaðarsama, en vilja láta hefja samninga við Breta og Bandaríkjamenn um gagnkvæma aðstoð í ófriði. Svíar þurfa ekki að velja á milli þessara áætlana fyrr en á r.æsta ári, en hinn mikli áhugi Rússa á varnaráætlunum Svía kann að valda því, að stjórnin telji ráðlegt að taka ákvörðun um tillögur Jung fyrir þann tíma. Félagsmálin munu sennilega sitja fyrir Jung-áætluninni, ef jafnaðarmenn fá að ráða. Ot- gjöld til félagsmála, þ. á. m. elli- styrkir, nema nú samtals. 240 milj. kr., en útgjöld til hervarna eru áætluð 188 milj. kr. Verði ekki um að ræða auk- inn ágreining milli stórveld- anna, er ekki ólíklegt, að sam- komulag verði um framkvæmd Jung-áætlunarinnar á þeim grundvelli, að kostnaður fari ekki fram úr annarri áætlun- inni, sem minnst var á hér að framan. ^Rússland Framh. af 5. síðu. manna í Moskvu. Forréttinda- mennirnir — hershöfðingjar, lögreglustjórar, þjóðfulltrúar og aðstoðarþjóðfulltrúar, flokks foringjar, uppfinningamenn, verksmiðjustjórar, lærðir verk- fræðingar, dansmeyjar, skáld og listamenn — geta veitt sér allan þann munað, sem fáanleg- ur er í borginni. Þeir geta etið góðan mat, drukkið góð vín, klæðst góðum fötum og keypí loðskinn handa eiginkonum sín- um og ástmeyjum, búið í góð- um og þægilegum íbúðum, haft bifreið, bifreiðarstjóra, þjón og sveitasetur. Hinir fátækustu hafa rétt til hnífs og skeiðar og búa í hinum hörmulegustu hreysum. Menn arðræna ekki beinlínis hver annan, eins og í auðvaldslcndunum, en hitt er víst, að sumir eru arðrændir ai rikinu Vfgna annarra. Þegat öllu er á iiotninn hvolft, kemuc það út á eitt. Það er áberandi stéttaskipting í Rúss^andi og skriðdýrsháttur fyrir þeim, sem komist hafa hátt. Fyrir ekki iöngu sagði kona ein við mig, að hún tilheyrði „hinni vinnandi stétt,“ til aðgreiningar frá öðru fólki.. Með öðrum orðum — Rússar hafa komið á fót nýju hagkerfi, en þeir hafa ekki bægt burtu hinni óhjákvæmi- legu tilhneigingu sumra manna til að komast vel af og annara til að ganga illa. Það er enn hægt að sjá fátækling í Moskvu leita sér að einhverjum ætum bita í sorptunnunum —- alveg eins og í flestum öðrum borgum heimsins. Víst er það, að í Rússlandi er meiri spilling ‘ en í Bretlandi. Það þarf ekki annað en lesa Moskvu-blöðin reglulega, til þess að verða þess var. Eg hef . fyrir framan mig nokkur dæmi þessa, er ég rita þetta og sum harla skemmtileg. Eitt dæm'.ð ,er um kvikmyndastjóra, sem lætur ættingja sína fá helztu hlutverkin í kvikmyndum sín- um, þótt þeir séu ekki vandan- um vaxnir. önnur frásögnin er um fólk, sem stjórnaði barna- heimili, og fékk úthlutað mat- vælum handa hundi, sem hét Sharik, en hann var skrásettur sem „Sharikov borgari“. Sú þriðja er um verksmiðjustjóra, sem stofnaði til dýrra veizlu- halda fyrir opinbert fé, sú fjórða um aðstoðarþjóðfulltrúa tryggg'.ngamálanna, sem rak gamlan bolsivíka úr íbúð hans til að fá hana sjálfur, sú fimmía um liðsforingja úr rauða hern- I um, sem urðu að múta stjórn opinbers viðgerðarverkstæðis með vínföngum, til að geta feng ið gert við einkenningsbúninga sína, hin sjötta um stórkostlegt benzínbrask, hin sjöunda um mútur, til að fá sæti í járnbraut arlest. Rússland hefur raunveru lega ekki breytzt mikið. Eftir- tektarverðasta frásögnin er þó að mínum dómi um embættis- mann í Penza, sem tekur sex launagreiðslur fyrir sex stöður. Honum tekst m. a. að vera starfsmaður í rannsóknarstofu, ' yfirbókhaldari, starfsmaður út- fararstofnunar og hjúkrunar- maður á flugvelli og allt í einu. Á hverjum morgni skilur hann húfu sína eftir á einum staðn- um, skjalatösku á öðrum, yfir- höfnina á þeim þriðja og svo framvegis. Á hverjum vinnu- stað hefur hann einkaritara og ef einhver hringir og spyr um hann, svarar einkaritarinn, að „Félagi þetta eða hitt sé þessa stundina á fundi.“ Þá er það líka, að skriffinsk- an er bölvun Sovétríkjanna. Menn verða að kynnast henni, til þess að g'eta gert sér grein fyrir því, hvernig smá-embættis menn kúga og fótum troða al- þýðu manna. Ef menn marg- falda óþægindin og tafirnar, slóðaskapinn og ókurteisina, er ríkir í brezkum opinberum skrif stoium á stríðstímum, tuttugu eða þrjátíu sinnum, þá fá menn nokkra hugmynd um, hvernig umhorfs er á þessu sviði í Rúss- landi á friðartímum. Þetta er svo sem ekkert undarlegt. Rúss land hefur alltaf verið land skriffinskunnar og ef einhver breyting hefur orðið vegna hins skipulagða ríkisbúskapar, þá hefur híin verið til hins verra. I sannleika held ég, að brezk- um verkamanni muni ekki þykja mikið til Rússlands koma, ef hann kynntist því. Hann mundi vissulega hafa gaman af að kynnast landinu og hann mundi rekast á margt, sem hon um félli vel. Honum mundi gremjast að mega ekki gagn- rýna það, sem fyrir augun ber og ég geri ráð fyrir því, að hann mundi segja að lokum: „Jæja, kannske þetta sé ágætt fyrir þá og verði þeim að góðu. En það hæfir mér betur, sem við höf- um heima“. Ef þetta yrði niður- staða hans, þá mundi hann kom ast að skynsamlegri niðurstöðu. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA \)iði sínu. Hvers vegna ættu þeir að fórna sér fyrir málstað, sem fyrirfram er vitað, að er vonlaus? Ef þeir beita lærdómi sínum í þína þágu og gegn mér, þá hefir þú svarið, að þeir skuli fá að halda lífi, og ef til einnig bróðir þeirra, sem er fangi þinn. Þú nefndir einnig annan fanga, eða þjónn þinn nefndi hann — „Söngv- ari Egyptalands“ er nafn hans. Einn hvítu mannanna telur hann vera son sinn. Værir þú fús til að láta þenna mann fá hann?“ Hún þagnaði, en Barung svaraði engu. „Farið, vinir mínir,“ hélt hún áfram og sneri sér að okkur. „Eg þakka yður fyrir þá löngu ferð, er þér hafið tekizt á hendur mín vegna. I endurgjaldsskyni mun ég senda yður gull að gjöf. Soldáninn mun sjá um, að það kom.izt í yðar hendur. Eg þakka yður aft- ur. Eg vildi óska, að ég gæti gert meira fyrir yður. En ef til vill mætumst vér aftur í stríðinu. Hamingjan fylgi yður.“ Hún þagnaði, og ég sá í gegnum þunnt slör hennar, að hún horfði með eftirvæntingu á okkur. Soldáninn veitti okkur einnig nána athygli. Hann strauk hið langa skegg sitt og var hugsi. Hann fylgdizt sýnilega af á- huga með sjónleik þessum, og hann virtist bíða með eftirvæntingu eftir því, hvernig hann myndi enda. „Nei, þetta gengur ekki,“ sagði Orme, er honum hafði skilizt innihald þessara orða. „Higgs myndi aldrei fyrirgefa okkur það, ef við hegðuðum okkur óheiðarlega í því skyni að reyna að bjarga lífi hans. Hann er alltof heiðarlegur til þess. En auðvitað átt þú, læknir, sérstakra hagsmuna að gæta, og verður því . * _ K'Áttfl 119 sjálfur að taka ákvörðun um þína afstöðu. Eg hygg, að ég geti svarað fyrir liðþjálfann.“ „Eg hefi þegar tekið mína ákvörðun," svaraði ég. „Og ég vona, að sonur minn myndi ella aldrei hafa fyrirgefið mér, en þótt svo væri, verður það að ráðast. Barung hefir heldur ekki gefið neitt loforð varðandi hann.“ „Segðu honum þá þetta,“ sagði Orme. „Eg líð vítis- kvalir í höfðinu, og eins og stendur, á ég ekki aðra ósk en komast í rúmið, hvort það verður ofa;i jarðar eða neðan, læt ég mig engu skipta.“ Eg gjörði eins og hann bað mig, en verð að viður- kenna, að ég tók mér það nærri. Það er sárt að vera kominn svoiia nálægt því takmarki, sem stefnt hefir verið að í mörg ár, en verða svo aðúiissa alla von, að- eins af því, að við urðum að gera skyluu okkar við þessa konu. Hún var þó ekki annað en drotínari yfir vesælum og úrkynjuðum þjóðflokki, en atvikin höfðu hagað því svo, að við gáfum henni ákveðið loforð, ein- mitt til þess að óskir mínar skyldu rætast. Ef við hefð- um gelað gefizt upp með heiðri, hefði ég að minnsta kosti fengið að sjá son*minn, sem ég nú ef til vill aldrei myndi sjá framar. Eg bað þó soldáninn að segja prófessornum hvert orð, sem á milli okkar hafði farið, svo að hann skyldi vita alla málavöxtu, hvað sem síðar yrði. „Það legg ég við Harmac nafn,“ sagði Barung, er hann heyrði þetta, „að þér hefðuð valdið mér von- brigðum, ef þér hefðuð talað á annan veg, eftir að kona hefir gefið yður slíkt fordæmi! Eg hefi áður heyrt getið um Englendinga, bæði Arabar og kaup- 120 # sýslumenn hafa sagt mér sitt af hverju um yður. Til dæmis var einn, sem beið bana, er hann varði borg nolckra gegn Múhameðstrúarmanni, er nefndi sig spá- mann. Það var við Kartum við Níl. Mér er sagt, að maður þessi hafi dáið hetjudauða, og þjóð yðar hefndi hans síðar. Jæja, ég trúði riú ekki meira en svo þessari sögu. Eg vildi láta yðúr sanna mér sannleiksgildi henn- ar. Gott og vel, hvítu menn, ég hefi dæmt. Og ég er viss um, að bróðir yðar með svörtu gluggarúðurnar mun verða stoltur af yður, þótt það færi hann beint inn’ í gin ljónsins. Óttizt ekki, hann skal fá að heyra hvert orð. Söngvari Egyptalands, sem virðist þekkja tungu- mál hans, skal segjá homnn þetta og yrkja ljóð, sem sungið skal verða yfir hinum göfugu gröfum yðar. Og farið nú í friði. Eg vona, að sverð vor fái að snertast áður en öllu er lokið. Eri ekki nú. Þér þarfnizt hvíldar, éinkum ungi særði maðurinn, sonur guðanna,“ og hann benti á Orme. „Þú afkomandi konunga með hið konunglega hjarta, leyf mér að kyssa hönd þína og fylgja þér aftur til landa þinna, sem ég vildi óska að væru þér verðugri þegnar. 0, ef vér værum þín þjóð.“ Maqueda rétti fram hörid sína, og um leið og soldán- inn tók í hana, snart hann fingurgómana með vörum sínum, hélt síðan í hana og reið samhliða henni upp að skarðinu. Þegar við komum að innganginum, þar sem Abatierarnir höfðu safnazt saman og fylgzt með viðræðum okkar, heyrði ég þá tauta: „Soldáninn, sol- dáninn sjálfur!“ Og ég sá Joshua prins í skyndi skjóta nokkrum orðum að foringjunum í kringum hann. „Sjáið nú, læknir,“ hvíslaði Kvik að mér. „Ef mér

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.