Íslendingur


Íslendingur - 27.08.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 27.08.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 27. ágúst 1947 ÍSLENDINGUR Úr annálum Frarnh. af 4. síðu. inn á því ári liéfði gefið íslandi). Þær flultu liingað salt, steinkol og aðskiljanlegt, sem tilheyrði Skúla, þéim íslenzka fógeta. Á þessum dugg- um kom danskt fólk, er hér skyldi vera til að innrétta ýmislegt hand- verk og jafnvel að sá aðskilj anlegu korni. # 1755: - Vetur frá jólum einn með þeim heztu, oftast við kalda og náttúrlega yeðráttu með jafnlegu hægviðri, ut- an þann 22. jan. gjörði mikið sunn- ánveður, svo að báta tók víða upp á landi og-braut í mola. Frá því að liðnum jólum var daglega að sjá % allan veturinn, þegar hjart var yfir', óvenjulegan roða í loftinu undir sól- inni, sem fylgdi henni allan daginn, viðlíkt og þegar ráuð blika, þykk, er undir sólu. Mannadauði var í vötnum. Vorið hart og kalt. Hey- leysi og malarskortur allvíða um sveitir. Þá missti og margur kýr og nautgripi í megúrð, svo að víða varð nær því kúgalaust. Fyrir vestan dóu og líka, margir umhleypingar úr vesöld. Þjófnaður með fleira illu víða um land. Þá voru margir þjóf- ar dæmdir og sendir á Brimarhólm árlega. Sumarið gott og grassamt með góðri nýtingu. Haustið kalt, oftast með frosti og snjóum. Jarðeldur mikill kom upp í seinustu sumarviku sunnarlega í jöklum austur og var- aði helzt hálfa þriðju viku, eða vel lengur. Var sagt að sá jarðeldur hefði verið í Kötlugjá, sem fordjarf- aði og sumpart eyddi mikinn part af Skaftafellssýslu, og hefði sá eldur síðan verið uppi í þrjú ár. Jarð- skjálftar miklir fyrir norðan og ÞANKABROT Framhald af 4. síðu. ráði og Viðskiptaneínd láta veita inn, flutningsleyfi í samræmi við það magn af skömmtunarseðlum, sem verzlanir afhenda, án hliðsjónar af því, þótt sumar verzlanir kunni að hafa átt mikið af vörurn, er skömmtunin hófst, en aðrar lítið. Það ber að sjálfsögðu að haga inn- flutningnum þannig,*' að þjóðinni séu tryggðar sem ódýrastar vörur, — burtséð' frá því, hvort S, í. S. eða heildsalar fiytja þær inn. Má í þ.ví sambaiidi minna á það ákvæði stjórnarsáttmálans, sem Framsókn- armenn vírðast hafa gleymt, að Viðskipta- tiefnd beri að haga leyfisveitingum sínum á þann veg, að þeir innflytjendur séu látn- ir sitja fyrir, sem gera hagkvæmust inn- kaup. Þetta er sú regla, sem iíklegust er til þess að örfa innflyljendur tii þess að gera hagstæð innkaup. Hvort það verður S. i. S. eða heildsalarnir, sem hlutskarpari verða í þeirri barátlu, verður reynslan að skera úr, en það er sanngirniskrafa frá þjóðinni, að sá eða þeir aðiiar verði fyrst og fremst látnir annast innfiutninginn, er tryggja henni heztar og ódýrastar vörur. # Til fyrirmyndar. NYLEGA hefir franska stjórnin ákveð- ið að fækka opinberunt starfsmönnum um 300 þús. Islenzk yfirvöld mættu gjarnan taka sér þetta til eftirbi'eytni, þótt í smærri stíl væri. I landi voru vantáf fjölda fólks til framleiðslustarfa, en hinu opinbera skrifstofuliði fjölgar stöðugt. Ríkisbáknið er að vaxa þjóðinni yfir höfuð. Hún liefir ekki efni á því að launa þúsundir manna til þess eins að hafa eftirlit með athöfnum hins hluta þjóðarinnar. Eftirlit er nauðsyn- legt að vissu marki, en gengur ekki skrif- vestan, svo margir bæir og hús hrundu niður. Kvefsótt gekk víða um land, mjög mikil. „ finnskan orðið úr hófi fram? Og hvernig á 130 þús. manna þjóð að rísa undir 200 mLj. króna ái'legum ríkisútgjöldum? # Kommúnistar kátir. IHÐ MARGUMTALAÐA viðtal Her- rnanns Jónassonar við „Tímann" hefir vakið mikinn fögnuð í herbúðum komm- únista. Kommúnislahlöðin keppast um að kjassa Hermann sinn og hrópa glaðhlakka- lega urn „glundroða og óstjórn" og sundr- ung meðal stjórnarflokkanna. Ef til vill vona þeir, að Hermann verði sá Trjóu- liestur, er þéir geti beitt fyrir sig til þess að skapa þá upplausn og sundrung í nú- verandi stjórnarsamstarfi, er þá dreymir um. Vonandi auðnast áhyrgum mönnum í Framsóktrarflokknum að koma í veg fyrir það. # Framfarir í Austur-Evrópu „VERKAMAÐURINN“ hefir séð ástæðu til þess að vekja alhygli á því, hversu „framfarirnar“ væru miklu meiri í Austur- Evrópu en Vestur-Evrópu. Þessi speki kemur næst á eftir barnalegum fullyrð- ingum um það, að „Isl.“ sé andvígur lýð- ræði í verklýðsfélögum. Smekklegra hefði nú verið hjá riLstj. „Verkam." að hafa þetta ekki hvorttveggja á sörnu síðu blaðs- ins. Svo átakanlega stingur það í stúf við hvort annað. íslenzka þjóðin hefir heyrt töluvert að undanförnu um „framfarir og lýðræði“ í Austur-Evrópu. ltússar hafa lagt mikið kapp á efnahagslega endúrreisn þessara landa, því að þeir lnrða mestan hluta framleiðslu þeiri'a. Auðsveipar leppstjórn- ir kommúnista sjá auðvitað enga ástæðu til þess að amast við þessu, „því að vér getum aldi'ei gert of ’mikið fyrir frelsara vora, Rússa,“ eins og Tító marskálkur kornst að orði. Lýðræðið birtist í því, að minnihluta flokkar kommúnista hafa hvar- vetna brotizt til valda í löndum þessum með stuðningi Rússa, en foringjar and- stöðuflokkanna annaðhvort drepnir eða varpað f fangelsi. Foringi bændaflokks Rúmeníu, Maniu, situr í fangelsi ásamt / þúsundum fylgismanna sinna. Petkof, for- ingi bændaflokks Búlgaríu dæmdur til dauða. Foringjar smábændaflokksins ung- verska verða að lifa landflótta. Allir voru flokkar þessir meirihluta flokkar í lönd- um sínum. Það heita á máli kommúnista „frjálsar kosningar“ í löndum þessum, þegar andstæðingarnir eru hundruð þús- undum saman strikaðir af kjörskrá, og kommúnistar einir fá að flytja kosninga- áróður og stjórna kosningum. Það er ekki að furða, þótt Þjóðviljinn og Verkam. dá- sami þetta fyrirmyndarskipulag!! En þegar „ísl.“ bendir á, að alþingi verði að breyta svo vinnuíöggjöfinni, að tryggt sé, að' fámeijn klíka ábyrgðar- lausra manna geti ekki att verkalýðsfé- lagi út í verkfall, gegn vilja meirihluta verkamanna, ætla þessi sömu blöð að ær- ast. Vilja þau ekki gera verkamönnufn þann greiða að upplýsa, hversu miklar „framfarir" hafi orðið í Austur-Evrópu á því sviði? Það er einkennilegt, að þar heyrist aldrei minnst á verkföll. Það skyldi þó aldrei vera búið að svifta verkamenn ( * þar verkfallsrétti eins og í Rússlandi? Oskammfeilni kommúnista virðast eng-^ in takmörk sett. Samlímis því að óskapast yfir ólýðræðislegum starfsaðferðum ann- arra, dásama þeir hið harðsvíraðasta ein- ræði. Er ekki kominn tími til þess, að þjóðin geri sér almennt ljóst, hvílík glæfrastefna hér er á ferðinni? # Ósvífinn áburður. DAGBLAÐIÐ „Vísir“ birli fyrir skömmu bréf frá Reykvíking, sem hellti úr skálum reiði sinnar yfir Akureyringa. Sagði hann m. a., að fjandskapur þeirra í garð Reykvíkinga væri orðinn slíkur, að þeir skæru í sundur hjólbarða Reykjavík- urbíla, sem kæmu til bæjarins!! Hér er um svo íyrirljtlegan rógburð að ræða, að furðu gegnir, að „Vísir“ skyldi birta þenna þvætting, án þess að eiga að minnsta kosti áður tal við fréttaritara sinn hér. Lögreglan hefir skýrt „ísl.“ frá því, að henni sé ekki vitanlegt um, að hjólbarðar hafi verið skornir sundur á nokkurri bifreið hér. Væntanlega er „Vísi“ ljúft að birta í dálkum sínum leiðréttingu á Þessu ábyrgðarlausa fleipri þessa bréf- ritara, sem virðist miða skrif sín við það að fæla fólk frá að koma í þenna „voða- lega bæ, þar sem Reykvíkingar geti naum- ast verið óhultir um líf sitt! # Vantar götuljós. VILL EKKI rafveitan taka götulýsingu í Helga-magrasíræti til athugunar? í öll- um norðurhluta götunnar eru engin götu- Ijós. — Víðar í bænum er götulýsingu tinnig mjög ábótavant. BÆRSNN SÆKSR UM FJÁRFESTSNGARLEYFI Fjárhagsráð tilkynnti íyrir nokkru, að allir þeir aðilar, sem hyggðu til framkvæmda á þessu ári, er fjárfest- ingarleyfi þyrfti til, yrðu að sækja unt slík leyfi fyrir ákveðinn tíma. Bæjarráð hefir nú sótt um fjár- festingarleyfi Fjárhagsráðs til eftir- greindra framkvæmda: Sundstæðis- byggingar, slökkvistöðvar, viðbót við barnaskólann, viðbót við gagnfræða- skólann, almenningssalerni, bygg- ingu 12 íbúða, vatnsveituviðbót, hafnarmannvirki og dráttarbraut, rafveituviðbót, efni til gatnagerðar, kaup á áhöldut”, c/o ser.i jarðílu og vegnefli, og annarra framkvæmda, sem nauðsynlegar eru á næstunni. 121 ekki skjátlast alvarlega, hefir þessi skjaldbaka nú ein- hver öþokkabrögð í huga.“ Naumast hafði hann sleppt síðasta orðinu, er Jos- hua og hópur af félögum hans komu þeysandi og um- kringdu hinn litla hóp okkar. „Gefstu nú upp, Barung,“ öskraði Joshua. „Gefstu upp eða deyðu ella!“ * , Soldáninn starði undrandi á hann og svaraði síðan: „Ef ég hefði nokkurt vopn nieðferðis (hann hafði kastað-spjóti sínu, er hann tók liönd Maquedu), þá hefði sannarlega annarhvor okkar látið líf sitt, þú villi- svín í mannsmynd.“ Síðair sneri hann sér að.Maquedu og sagði: „Af- komandi konunga! Eg vissi að þjóð þín var rög og svikul. En leyfir þú mönnum þínum að haga sér þannig við sendihoða, sem koma undir friðarfána?“ „Nei, nei, sannarlega ekki,“ hrópaði hún. „Joshua frændi, þú óvirðir mig, þú setur smánarblett á þjóð vora! Víkið frá og leyfið soldáni Funganna að fara í friði.“ En það vildu þeir ekki. Herfangið var of mikið til þess að þeir létu það fúslega ganga sér úr greipum. - Við horfðum hver á annan. „Nei, þetta gengur ekki,“ sagði Orme. Sláðu í úlf- aldann þinn, liðþjálfi, og ef þetta roðhænsni, hann Jos- hua, reynir að ráðast á soldáninn, þá skjóttu hann hik- laust.“ Það þurfti ekki að segja Kvik þetta oft. Hann sló í úlíaldann með byssuskeftinu, reið fast að Josliua og öskraði: „Burt með þig, skjaldbakan þín,“ og hafði þetta þau áhrif, að hestur prinsins varð hræddur, 122 prjónaði upp í loftið og varpaði reiðmanninum af sér, svo að hann sat eftir á jörðinni. Var það önmrleg sjón að sjá hann þarna í skrauthúningi sínum og veglegum herklæðum. Við hagnýttum okkur uppnámið, sem varð, skipuð- um okkur kringum- soldáninn og’ fylgdum honum út úr þrönginni og til hinna tveggja fylgdarmanna lians. Þeir höfðu séð, að eitthvað var að, og komu á harðastökki á móti okkur. „Eg á yður skuld að gjalda,“ sagði Barung. „En ég bið yður, þér hvítu menn, að gjöra mér þö enn einn greiða. Farið til þessa svíns í herklæðum og segið, að" Barung, soldáni Funganna, hafi skilizt, að hann skor- aði á hann til einvígis. Hann er, eins og við sjáum, full- vopnaður, en það er soldáninn ekki. Eg híð hans þó hér á staðnum.“ Eg reið þegar í stað til baka nreð þenna hoðskaþ. En Joshua var huglausari en svö, að hann færi að hætta sér út í slíkt hættulegt ævintýri. Hann kvað ekkert hefði verið sér ánægjulegra en að höggtía höfuðið af slíkum heiðnum þjóðhöfðingja- hundi. En því miður hefði einn af hinum ókunnugu mönnum valdið því, að hesturinn liefði kastað homun af sér, og hann hefði meiðst svo í baki, að hann gæti naumast staðið á fótunum — og því síður háð einvígi. Eg sneri aftur með þetta svar, sem soldáninn hlýddi hrosandi á. Hann tók gullkeðju af hálsi sínum og gaf Kvik hana með þeim orðum, að það hefði verið hann, sem hefði geíið Joshua prins tækifæri til að sína hug- rekki sitt og leikni sem reiðmaður. Síðan kvaddi hann okkur hvern fyrir sig. Og áður en Abatierarnir gátu 123 orðið sammála um það, hvort þeir ættu $ð elta hann eða ekki, þeysti hann á harðastökki í áttina til Harmac með liáðum fylgdarmönnum sínum. 8. KAFLI. S Syrtir í lofti! Ferðalag okkar gegnum skarðið, sem lá til Murs- hásléttunnar tók langan tíma og var á vissan hátt mjög einkennilegt. Eg efast um, að nokkurs staðar í heimin- um séu til mannahústaðir, sem eru jafn dásamlega verndaðir af sjálfri náttúrunni. Upphaflega hefir veg- ur sá, sem við fórum eftir, ekki verið gerður af manna- höndum, heldur grafinn af fljótum fyrri alda. Og þau hafa ef til vill komið frá hinu risastóra stöðuvatni, sem vafalaust hefir einhvern tíma fyllt allt svæðið á milli fjallanna, þótt nú væri þarna aðeins lítið vatn, þriggja mílna langt og einnar mílu breitt. En hvernig, sem þetta hefir verið, hafa þó fyrri íbúar einnig lagt hér hönd að verki, því að $nn rná sjá merki eftir áhöld þeirra á klettaveggnum. Fyrstu tvo kílómetrana er vegurinn svo breiður, og hallinn svo lítill, að hestur minn gat farið hér upp eftir á stökki nóttina ægilegu, þegar ég slapp og flýði undan Fungunum, eftir að hafa séð son niinn. En eftir að kom- ið var að þeim stað, þar sem ljónin rifu vesalings hest- inn minn í sig, .skipti um landslag. Sums staðar var gjáin svo þröng, að ekki kemst nema einn maður í einu milli mörg hundruð metra hárra klettaveggja. Himin-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.