Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 08.10.1947, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudaginn 8. október 1947 - ÞANKABROT - Framhald af 4. síðu. manndóm barna sinna, eru þó sum atriði þessa máls næsta brosleg. Jafnhliða því, að ríkissjóður á að töluverðu leyti efna- hagslega afkomu sína undir þessari nautnalyfjaverzlun, veitir ríkið bindind- issamtökunum styrki til þess að vinna gegn áfengis- og tóbaksnautn. Þegar áfeng- isnotkunin hefir gert suma að aumingj- um verður ríkið svo að reisa hæli fyrir þessa aumingja,þótt það hafi því miður verið vanrækt. Ríkisvaldið veitir nautna- lyfin, en síðan lætur veitandinn varpa neytendunum í fangelsi, ef þeir gerast of gírugir í veitingarnar!! Hvenær skyldu valdhafarnir og þjóðin öll verða sér svo meðvitandi um þetta ófremdarástand, að þessum siðspillandi nautnum verði varpað fyrir borð á þjóðar- skútunni? Kynleg útgáfustarfsemi. HIN SVOKALLAÐA íslendingasagna- útgáfa hefir tamið sér einkennilega starfs- hætti. Safnað er áskrifendum um land allt að útgáfu þessari. Ber auðvitað fremur að lofa en lasta þessa útgáfustarfsemi, ekki sízt eftir að ákveðið var að gefa einnig út í sömu útgáfu Eddurnar, Biskupasögurnar og Sturlungu, því að þörf er á, að öll þessi rit — og jafnvel fleiri -— séu til í einni heilsteyptri útgáfu. Hitt er öllu lakara, hvernig útgáfunni hefir verið hagað. Fyrstu sex bindin voru send út tjl allra kaupenda. Fyrir mörgum vikum síðan voru svo síð- ari bindin send út til kaupenda í Rvík, en kaupendur úti á landi fengu ekkert. Nú kémur loks sú skýring .fyrir sköntmu síð- an, að pappírsskortur hafi verið þess valdandi, að ekki var einnig hægt að senda þeim bækurnar. Er það næsta und- arlegt að láta aðeins prenta hluta af upp- laginu og ekki að undra, þótt þeir kaup- endur, sem útundan verða, séu lítið hrifnir. Hvað um alfræðabókina? EN ÚR ÞVÍ farið er að minnast á út- gáfustarfsemi, væri ekki óeðlilegt að beina um leið þeirri fyrirspurn til útgáfufélags alfræðabókarinnar — ef það er enn við lýði — hvernig gangi með þá merkilegu og margauglýstu útgáfu. Eftir áætlun- inni mun fyrsta heftið hafa átt að vera komið út fyrir tveimur árum síðan, en ekk- ert bólar á því enn. Og að lokum er það svo Islendinga- saga „Máls og menningar". Það var ekki svo lítið, sem á gekk, þegar það fyrirtæki var að hlaupa af stokkunum. Áskrifendur munu hafa verið búnir að greiða inn tölu- vert fé upp í þessa væntanlegu útgáfu. Eitt hefti kom út af „Arfi Islendinga" eftir prófessor Nordal, og síðan ekki sög- una meir. Er Suðurland sama og ísland? f DAGBLAÐINU „Vísir“ var fyrir skömmu birt greinargerð frá veðurstof- unni unt veðráttu í ágústmánuði. Komst veðurstofan svo að orði, að þessi ágúst- mánuður hefði verið sólarminnsti ágúst- mánuður i allri veðursögu íslands. Mörg- um hér norðanlands og víðar utn land mun hafa komið þessi ályktun veðurstofunnar harla spánskt fyrir sjónir, því að norðan- Iands og austan mun veðráttan í ágúst hafa verið ágæt og sól flesta daga. Er því ekki annað sýnna, ef rétt er skýrt frá nið- ursWðum veðurstofunnar, en að hún telji ísland ekki ná nema til Reykjavíkur og nágrennis. Amtsbókasafnið. NÚ HEFIR bæjarstjórn og bókasafns- nefnd Amtsbókasafnsins horfið að því ráði að kaupa hæð í húsi til þess að fá sóma- samlegt húsnæði fyrir safnið. Mörgurn þeirn, sem dreymt hefir um veglega bóka- safnsbyggingu, mun vafalaust þykja þessi ráðstöfun lítt vænleg til þess að hraða þeim framkvæmdunt. Á það því senni- lega langt í land, að Matthíasarbókhlaðan komist upp. Meðferð bæjarins á þessu merkilega bókasafni hefir verið til van- sæmdar, og vegna lélegra skilyrða er langt frá því, að bókasafnið sé eins fullkomið og það hefði getað verið. Það er óneit- anlega gleðilegt, að ráðstafanir hafa ver- ið gerðar til þess að konta safninu úr því hörmungarhúsnæði, sem það nú er í, en því miður mun hið nýja húsnæði alls ekki nægja safninu, og þótt þessi bráðabirgða- lausn fáist, má með engu móti varpa þeirri hugmynd á hilluna að koma hér upp myndarlegri bókhlöðu. Hér birtist i blaðinu í dag tilkynning um það, að bókasafnið verði fyrst um sinn opið annan hvern dag. Þetta er óviðunandi. Látum vera, þótt útlán séu ekki nema tvo eða þrjá daga vikulega, en lestrarsalurinn þarf að vera opinn alla daga á veturna meðan skólarnir starfa. Úr því að safnið er til, ætti mönnum ekki að vera ofgott að nota það. Nýleg ,,WILLYS-JEEP“ bifreið til sölu. Verðtilboð, merkt: „Jeppi ’47“ sendist til afgreiðslu „íslendings“ fyrir fimmtudagskvöld. Auglýsing nr. 91947 trá skömmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 14. gr. reglugerðar um vöruskömmt- unun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, frá 23. sept. 1947, hefir viðskiptanefndin samþykkt eftirfarandi sérstakar reglur um veitingu innkaupaleyfa fyrir skömmt- unarvörum til iðnfyrirtækja, veitingahúsa og annarra, sem líkt stendur á um, og ekki er skyld að krefjast skömmtunar- reita vegna sölu sinnar vegna þess, að veitingarnar eða iðn- framleiðslan er ekki skömmtunarskyld vara: 1. Þar sem vafi er talinn á því, hvort eða að hve miklu leyti vara sé skömmtunarskyld, sker skömmtunarstjóri úr. — Úrskurði hans má þó áfrýja til viðskiptanefndar. 2. Skömmtunarskrifstofu ríkisins skal heimilt að veita fyr- irtækjum þessum innkaupsleyfi fyrir skömmtunarvörum til starfsemi sinnar í hlutfalli við notkun þeirra á þessum vörum á árinu 1946, eða öðru tímabili eftir heimild skömmtunarstjóra, enda færi þau á það sönnur, er skömmtunarstjóri tekur gildar, hver sú notkun hefir raunverulega verið. Hlutfall þetta ákveður viðskiptanefnd fyrir einn almanaksmánuð í senn, fyrirfram fyrir hvern mánuð, og veitast innkaupaleyfi þessi fyrirfram fyrir einn mánuð í senn. 3. Iðnfyrirtæki, veitingahús og aðrir þe:r, er semþykkt þessi tekur til, geta því aðeins fengið innkaupaleyfi fyrir skömmtunarvörum til starfsemi sinnar, að þau hafi ver- ið starfandi sem slík hinn 17. ágúst 1947. Skömmtunar- skrifstofunni er þó heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði, ef fyrir liggur álitsgjörð og meðmæli bæjarstjórn- ar eða hreppsnefndar, enda komi samþykki viðskipta- nefndar til. 4. Ef aðili, sem fengið hefir innkaupaleyfi samkvæmt sam- þykkt þessari, hættir starfsemi sinni eða breytir henni á annan veg, að skömmtunarvörurnar séu notaðar á annan hátt en áður var, þegar innkaupaleyfi er veltt, skal hann skyldur að tilkynna það skömmtunarskrifstofu ríkisins og leita samþykkis hennar, ef um breytta notkun skömmt- unarvaranna er að ræða. 5. Ef eigandaskipti verða að fyrirtæki, sem samþykkt þessi tekur til, má veita hinum nýja eiganda þess innkaupaleyfi eftir sömu reglum og hinum fyrri eiganda, enda starfi fyrirtækið á sama hátt og áður var, og innan sama bæjar eða hrepps. Sé hinum nýja eiganda veitt innkaupsleyfi, falla leyfisveitingar til fyrri eiganda niður frá sama tíma. 6. Óheimilt er að nota skömmtunarvörur þær, sem innkaups- leyfi verða veitt fyéir samkvæmt þessari samþykkt, tii annarrar framleiðslu (eða veitingasölu) en þeirrar, er leyfishafi hefir sjálfur með höndum. Sala og eða afhend- ing leyfanna eða varanna sjálfra til annarra er því ó- heimil. Brot gegn þessu ákvæði sviptir hinn brotlega aðila rétti til að fá ný innkaupaleyfi samkvæmt samþykkt þess- ari. Reykjavík, 25. sept. 1947 SKÖMMTUNARST J ÓRÍ NN. Skemmtiklúbburinn A L L I R EITT heldur fyrsta dansleik sinn í Samkomuhúsi bæjarins laug- ardaginn 11. okt. n. k. kl. 10 e. h. — Félagar vitji að- göngumiða í verklýðshúsið n. k. fimmtudags- og föstu- dagskvöld milli kl. 8 og 10. STJÓRNIN. Appelsínu- marrnelaði nýkomið. VÖRUHÚSIÐh.f Augiýsing nr. 11 1947 , / . y frá skömmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 14. gr. reglugerðar um vöruskömmt- un, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, frá 23. sept. 1947, hefir viðskiptanefndin samþykkt eftirfarandi sér- stakar reglur um veitingu fyrirframinnkaupaleyfa fyrir skömmtunarvörum til iðnfyrirtækja, sem nota þurfa slíkar vörur sem hráefni að einhverju eða öllu leyti til framleiðslu á hálfunnum eða fullunnum skömmtunarskyldum vörum. 1. Þar sem vafi er talinn á því, hvort eða að hve miklu leyti vara sé skömmtunarskyld, sker skömmtunarstjóri úr. — Úrskurði hans má þó áfrýja til viðskiptanefndar. 2. Skömmtunarstjóri ákveður hversu mikið (miðað við magn eða verðmæti, eftir því sem við á) skuli afhenda innlendum framleiðanda skömmtunarskyldra vara af reitum skömmtunarseðla fyrir tilteknu magni eða verð- mæti slíkra vara þegar hann afhendir þær. Jafn mikið af reitum skömmtunarseðla skal notandi afhenda, þegar hann kaupir slíkar vörur hjá smásala. 3. Þegar skömmtunarstjóri hefir ákveðið hiutfallið milli reita af skömmtunarseðlum og magns eða verðmætis skömmtunarkyldra vara, sem framleiddar eru innanlands, samkv. 2. lið, er honum heimilt að veita iðnfyrirtækjum þeim, sem samþykkt þessi tekur til, fyrirfram-innkaupa- leyfi fyrir skömmtunarvörum íil starfsemi sinnar, í hlut- falli við notkun þeirra á þessum vörum á árinu 1946, enda færi þau á það sönnur, er skömmtunarstjóri tekur gildar, hver sú notkun hefir raunverulega verið. Hlutfa l þetta á- kveður viðskiptanefndin, og veitast innkaupaleyfi þessi fyrirfram í fyrsta skipti með hliðsjón af birgðum viðkom- andi fyrirtækis af skömmtunarvörum eða efni í þær, og síðan með hliðsjón af skiluðum reitum af skömmtunar- seðlum eða öðrum slíkum innkaupaheimildum. 4. Iðnfyrirtæki og aðrir þeir, sem samþykkt þessi tekur til, geta því aðeins fengið innkaupaleyfi fyrir skömmtunar- vörum til starfsemi sinnar, að þau hafi verið starfandi sem slík hinn 17. ágúst 1947. Skömmtunarskrifstofunni er þó heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði, ef fyrir liggur á.itsgjörð og meðmæli bæjarstjórnar eða hreppsnefnd- ar, enda komi samþykki viðskiptanefndar. 5. Ef aðili, sem fengið hefir innkaupaleyfi samkvæmt sam- þykkt þessari, hættir starfsemi sinni eða breytir henni á þann veg að skömmtunarvörurnar séu notaðar á annan hátt en áður var, þegar innkaupaleyfið var veitt, skal hann skyldur að tilkynna það skömmtunarskrifstofu rík- isins, og leita samþykkis hennar ef um breytta notkun skömmtunarvaranna er að ræða. 6. Ef eigandaskipti verða að fyrirtæki, sem samþykkt þessi tekur til, má veita hinum nýja eiganda þess innkaupaleyfi eftir sömu reglum og hinum fyrri eiganda, enda starfi fyrirtækið á sama hátt og áður var og innan sama bæjar eða hrepps. Sé hinum nýja eiganda veitt innkaupaleyfi, falla leyfisveitingar tix fyrri eiganda niður frá sama tíma. annarrar framleiðslu en þeirrar, er leyfishafi hefir sjálf- 7. Óheimilt er að nota skömmtunarvörur þær, sem innkaupa- leyfi verða veitt fyrir samkvæmt þessari samþykkt til annarrar framleiðslu en þeirrar, er leyfishafi hefir sjálf- ur með höndum. Sala og eða afhending leyfanna eða varanna sjáífra til annara er því óheimil. Brot gegn þessu ákvæði sviptir hinn brotlega aðila rétti til að fá ný inn- kaupaleyfi samkvæmt samþykkt þessari. Reykjav ík, 25 september 1947. SKÖMMTUNARSTJÓRINN.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.