Íslendingur


Íslendingur - 19.11.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 19.11.1947, Blaðsíða 4
i ÍSLENDINCUR Miðvikudagur 19. nóverjl jr lf)47 Koupum Rjýpur AKUREYRI NÝRBARNAVAGN til sölu. Skóverzl. M. H. Lyngdal SAUMAVÉL Stigin saumavél til sölu. — Uppl. í Munkaþverárstræti 31, Jeppi Til sölu er yfirbyggður her- jeppi (Ford) í góðu lagi og á góðum gúmmíum. Tilboð ósk- ast send fyrir 28. þ. m. til Guðm. Tryggvasonar Hólabraut 18. Sími 545, sem gefur nánari upplýsingar. LÉREFTSTUSKUR Kaupum við hœsta verði. Prentamiðja Bjöms Jónséonar íl f. Heiidsölubiruðir; Goffalbitar í glösum SviS í minni og stærri dósurp Grænar baunir frá Bíldudal Grænar baunir frá Akranesi Fiskibollur minni og stærri dósir Sjólax í smádósum. Heildverzluo Valgarðs Stefánssonar Sími 332 — Akureyri. NÝKOMIÐ: Gluggahengsli T-lamir Hespur Kassajórn Saumur 3/4"—4" Skrúfur Sagfílar Fatasnagar, m. teg. Tommustokkar Mólbönd Hamarssköft Kranaslöngur 4 stunda gólflakk. Byggingavöruverziun Akureyrar. h. f. Heiðraði viðskiptamaðurl Vegna vaxandi örðugleika í sambandi við heiinsendingar sáum vér oss eigi annað tæn, en að táka upp sama fyrirkomulag og nú tíðkast hjá öHum matvöruverzlunuin í Reykjuvít . svm sé að reikna sérstakt heimsendingargjald al vörusendingum úr búðiim vornm. Ti'. þessa vöru ýmsar ástaeður, m. a. bertiínskömmtun, mikill hörgull á sendisveinum og síhækk- andi kostriaður við heimseridingarnar, en þeim f«'>r stöðugt fjiilgandi og jn í miðm að þ. í er virt- ist, m jiig að ástæðulausu, þar eð vörnmagnið, sem heimsent var jéikst ekki að rama .!;api heldtur skiprist í fleiri og fleiri smásendingar. Heimsendingargjaldið hvetur menn i.il að st.fna saman sínum pöntunnm og gera eina ferðina í stað margra. ' Nú er það augl jóst, að frekar verður haldið uppi heimsendingum, á kostn ið verzlun.ui mar, ef smn.itndingarnar hverfa eða fyrir þær er greitt sérstaklega og höíum vér því ákveðið aö taka upp nýLt fyrirkomulag í sambandi við vörupantanir til heimséndiriga. Pöntunarseðlar hafa verið sendir til félagsmanna, og einnig cr hægt oð fó þá í nýleriduvörudeildum vorum. Nemi pöntunarupphæðin 50 krónum, eða meiru, verður sendingin send heim án heimsei. ling ! argjalds. í Vér væntum að þesisi nýbreytni verði báðum til þæginda og .hágsbóta og leysi að nokkru þ; i vandræði, sem verið liafa með heimsndingar að undanförnu. Þá viljum vér leyfa oss að vekja atliygli yðar á því, að vér höfuín nú komið upp séfstökum kadi- skápum í öllum útibúum voruni í bænum fyrir ýmiss konar kjötbúðárvörur, sem daglega v :rða þar á boðstólum. Verðúr því hægt aðhafa meira iirval jreirra í útibúunum framvegis í kaldri geymslu. Væntum vér þess, að þetta verði til þæginda fyrir húsmaeður, og að þær noti sér þessa nýju aðstöðu til innkaupa í útibúunum á þessum vörum. Virðingarfyllst. Kaupfélag Eyfirðinga Herberffi o til leigu, í nýju húsi á bezta stað í bænum. Sérinngangur. Upplýsingar hjá Jóni Guðmundssyni Sími 46. 27. órg. Tímarits Þjóðræknisfél. er komið út. Askrifendur eru vinsamlega beðnir að vitja ritsins sem fyrst og greiða árgjaldið. Bókaverzl. EDDA h.f. Sími 334. Keiinslubækur Útvarpsii s fást aðeins í Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA og hugrekkis. Því að jafnvel í Mur voru til nokkrir hraustir menn, einkum meðal fjárhirða og veiði- manna, sem bjuggu í fjöllunum. Þessir hugrökku leið- sögumenn höfðu meðferðis reipi, lampa og langa, fíngerða stiga, sem hægt var að festa saman með reimum. Eftir að allt hafði verið athugað, og allir stigar og reimar reyndar, gekk Shadrach að nokkrum runnum, sem uxu í hvirfingu á hinni veðurbörðu fjalisbrún. Mitt á miili þeirra fann hann stóra, flata hellu, sem hann færði úr stað. Undir henrii lá ein- hverskonar stigi niður á við með allslitnum og vatns- étnum tröppum, því að um regntímann ieitaði vatnið eftir þessari eðiiiegu rennu niður í djúpið. „Þetta er leiðin, sem forfeðurnir hafa útbúið hér til einhverrar leynilegrar notkunar,“ útskýrði Shad- rach. „En það er ekki vert fyrir neinn, sem er hrædd- ur, að fara hér, því að leiðin er mjög brött og ó- slétt.“ Joshua, sem þegar var orðinn þréyttur eftir hina löngu reið og gang á fjailstindinn, grátbað nú Maqu- edu inniiega um að hætta við þá brjáluðu hugmynd að fara niður í þetta hræðilega op. Oliver studdi mál hans með fáum orðum, en því fleiri talandi augna- tillitum. I-Iér voru reyndar Joshua og hann í eitt skipti sammála, þótt ástæðurnar væru mismunandi. En hún vildi á hvorugan þeirra hlusta. „Frændi“, sagði hún. „Því ætti ég að vera hrædd við þetta, þegar ég er í fylgd með jafn reyndum fjallamanni og þú ert? Ef læknirinn hérna, sem er nógu gamall til þess að vera faðir okkar beggja — 177 það gat reyndar ekki átt við með Joshua — er fús til að fara, þá ætti ég að geta það. Því fremur ætti ég að fara, þar sem þú án efa yrðir einnig eftir, ef ég færi ekki, og ég myndi aldrei geta fyrirgeíið mér, ef ég svipti þig þeirri ánægju að vera með í svo ein- kennilegu ævintýri. Við skulum því ekki eyða meiri tíma og leggja af stað.“ Við vorum svo bundin saman í þrjá hópa. 1 hverj- um hóp voru nokkrir hinna vönu fjallamanna, sem báru stiga, lampa, olíu, mat og ýmsa hluti, sem við þurftum að hafa með okkur í þetta einkennilega ferðalg. Það var ekki svo mjög erfitt að fara niður fyrstu hundrað þrepin, þótt þau væru slitin og næstum því lóðrétt, en við heyrðum Joshua stynja og kvarta fyrir aftan okkur. Síðan lá leiðin nokkui’n spöl með- fram þverhníptum klettavegg, en síðan niður á við svipaða vegalengd og við höfðum farið áður. En hér voru þrepin allmiklu slitnari og skemmdari, senni- lega af völdum vatnsins, sem sífellt seitlaði niður göngin. Annar erfiðleiki var loftsúgurinn, sem kom að neðan, svo að næstum var ógerlegt að halda log- andi á lömpunum. Neðst í þessum stiga voru tröppurnar svo að segja alveg eyddar, svo að mjög erfitt var að fika sig niður eftir þeim. Og hér skall Joshua flatur með skelfingar öskri, en stanzaði á bakinu á mér með sinn fótinn hvoru megin við mig. Eg var svo heppinn að hafa þá góða festu bæði fyrir hendur og fætur, elia hefði hann hrundið mér á Maquedu, sem gekk næst fyrir 178 framan mig og svo áfram, þar til við hefðum öll oltið niður á við, sennilega beint í liyldýpi dauðans. Þessi ógeðslegi, feiti labbakútur vafði handleggj- unum svo fast um hálsinn á mér, að hann var næst- um búinn að kæfa mig. En rétt um það bil, er ég var að lmíga niður undir þunga hans, komu fjailamenn- irnir í aftasta hópnum og drógu hann af mér. Eg neitaði algerlega að fara lengra með hann á hæl- unum, en þegar þeir höfðu tekið hann .inn í sinn flokk, tókum við að fara niður stiga, sem fyrsti hóp- urinn hafði reist handa okkur, og komum nú niður á aðra sléttuna. Þar tók við langur og brattur stígúr í austurátt, og endaði hann við upphaf þriðja tröppu- gangsins. Nú kom það erfiða viðfangsefni til sögunnar hvað i ósköpunum við ættum að gera við Joshua prins, sem sór og sárt við lagði, að nú gæti hann ekki meira. T „Hlustaðu nú á frændi. Or því að þú segist ekki geta farið lengra, en við auðvitað getum ekki misst neinn úr hópnum til þess að fylgja þér til baka, er ekki um annað að ræða en þú bíðir hér, þar til við komum aftur. Og ef við komum ekki aftur, verður þú að bjarga þér eftir beztu getu upp tröppurnar aftur. 1 Guðs friði, frændi. Þetta er góður og öruggur staður, svo að ef þú ert hygginn, þá bíður þú hér.“ „Tilfinningalausa kona,“ kveinaði Joshua, sem skaif eins og rauðvínsbúðingur af ótta og æði. „Er það ásetningur þinn að yfirgefa unnusta þinn, elsk- huga þinn, hér í þessari draugaholu, meðan þú sjáif flýgur sem villiköttur niður gegnum klettana með

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.