Íslendingur


Íslendingur - 19.11.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 19.11.1947, Blaðsíða 8
Allir eitt DANSLEIKUR í Samkomu- húsinu laugardaginn 22. nóv. kl. 10.30. — Uppselt. STJÓRNIN. UnuUnauv Miðvikudagur 19. nóvember 1947 T A P A Ð Brún PENINGABUDDA tap- aðist þ. 12. þ. m. með fimm stofnaukum nr. 11 o. fl. frá brauðbúð KEA að Skipagötu 2. Finnandi vinsaml. beðinn að skila henni í Skipagötu 2, 3ju hæð, gegn fundarlaunum. Leikié/ag Akureyrar Karlirtn í kassanum Leikstjóri: Þórir Guðjónsson. ungfrú Ingibjörg Sigurðardóttir Vegna veðurs er óákveðið um jarðarför Einars Árnasonar á Eyrdr landi, sem átli að fara fram ihpsI- komandi laugardag. —- Verður nán ar tilkynnt síðar í útvarpi. I. O. 0. F: — 12911218%. — □ Rún:. 594711197 — 2:. Athv:. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju felhir niður n. k. sunnudag vegna fjarveru séra Péturs Sigurgeirssonar. MessaS verður í Glerárþorpi n. k. sunnu dag kl. 2 síðdegis. Sjálfstœðiskvennafélagið „Vörn“ heldur aðalfund í Samkomuhúsinu (bæjarstjórn- arsalnum), föstud. 21. nóv. kl. 8.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um 10 ára afmæli félagsins. HjálprœSisherinn, Akureyri. Föstud. 21. þ. m. ki. 8.30 almenn samkoma, söngur og hljóðfærasláttur. Sunnud. kt. 11 bænasam- koma. Kl. 2 sunnudagaskóli. Kl. 8.30 lijálp- ræðissamkoma. Kaptein Driveklepp stjórn- ar, Asp. Guðfinna Johannesd. og hermenn flokksins aðstoða. Allir velkomnir! Mánud. kl. 4 heimilissambandið. Kl. 8.30 æskulýðsfélagið. Hjúskapur. Gefin verða saman í hjóna- band á morgun af séra Friðrik Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Rannveig Rósinkars- dóttir og Jón Karlsson, raffræðingur. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband frú Elsa Rlöndal og Láru .Tónsson, læknir. Stúkun Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg n. k. mánudagskvöld, 24. þ. m., kl. 8.30. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. — Almenn fundarstörf. Hagnefndaratriði (nánar í götuauglýsing- unt). ■— Félagar fjölmennið og fáið kunn- ingja ykkar til að ganga í Regluna. Kvenjélag Akureyrarkirkju biður Idað- ið að færa öllum beztu þakkir fyrir góðar undirtektir og aðstoð við kirkjukvöldið 17. nóv. sl. Almennur fundur um áfengismál verð- ur haldinn í Samkomuhúsinu þriðjudag- inn 25. nóv. n. k. Nánar auglýst sfðar. , Áheit á Akureyrarkirkju kr. 40.00 frá Góu. — Þakkir. Á. R. Fimmtugur var sl. laugardag Pétur I.ár- usson, kaupmaður. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur vinnu- og skemmtifund á Ilótél Akureyri næstk. föstudag, 21. þ. m., kl. 9 e. h. — Deildarkonur fjölmennið. Leikfélag Akureyrar sýnir „Karlinn j kassanum“ í kvöld og síðan laugardags- og sunnudagskvöld. Aðgöngumiðasalan er opin kl. 1—^3 og 7—8 leikdaginn. Ovíst er, hve oft leiknrinn verður sýndur. STÚLKA óskast í vist á afbragcís- gott heimili í Reykjavík. Sérherbergi. A. v. á. Leikfélag Akureyrar hóf að þessu sinni vetrarstarfsemi sína með því að taka til sýningar gamanleikinn „Karlinn í kassanum" eftir Arnold Bach. Var frumsýning leiksins s. 1. laugardagskvöld. Leikur þessi er í þremur þáttum, og hefir hann verið lagaður eftir ís- lenzkum staðháttum í þýðingunni. Hanrt hefir áður verið sýndur bæði hér á Akureyri og víðar og oft veitt fólki hressandi hláturstund. Var svo einnig í þetta sinn. Sá er einnig tilgangur leiksiits, því að.hann er fyrst og fremst gamanleikur, en höf- undurinn beinir skeytum sínum gegn hræsni og yfirdrepsskap fólks, sem þykist vera saklausir englar, en notar þó hvert tækifæri lil að njóta jieirra lystisemda, sem það fordæm- ir. Leikstjórinn, Þórir Guðjónsson, leikur einnig aðalhlutverkið, Pétur Mörland — karlinn i kassanum. Hann er strangur siðavandari heima í þorpinu sínu, en það er annað upp lit á honum, þegar hann kemur til höfuðhorgarinnar. Þórir hefir áður leikið þetta hlutverk. Fer hann á- gætlega tneð það, enda er hann í eðli sínu mikill „komiker“. Ungfrú Edda Scheving leikur annað aðalhlutverkið, dansmeyna Dolly. Hún er nýliði lijá Leikfélag- inu, en leikur hennar gefur góðar vonir um, að hún geti orðið félaginu góður liðsmaður. Leikur hún óþving að og fjörlega. Júlíus Oddsson leikur hinn kát- broslega förunaut Mörlands, sem fór út af dyggðanna braut í höfuð- borginni eins og hann. Vöktu til- burðir hans allir mikla kátínu með- al leikhúsgesta, enda lék hann ágæt- lega. Frú Sigurjóna Jakobsdóttir leikur konu Mörlands af sinni alkunnu leikni. Skjöldur Hlíðar leikur hinn þrautseiga biðil Dollyar, sem gafst ekki upp, þótt hann fengi tuttugu og fimm sinnum hryggbrot, enda sigr- aði hann að lokum. Það er alltaf hressandi að sjá Skjöld á leiksviði, og brást hann heldur ekki vonum fólks í þetta sinn. Hinn gamalkunni leikari Björn Sigmundsson leikur tengdaföður Mörlands, enn strangari siðameist- ara en hann. Björn er svo leiksviðs- vanur, að hann er þar eins og heima hjá sér, en þannig verður leikur auðvitað eðlilegastur. Ýmsir fleiri nýliðar koma þarna fram, enda er einmitt heppilegt að nota svona leikrit til að þjálfa þá. Ungfrú Sigríður Hermannsdóttir leikur dóttur Péturs Mörland af fyrra hjónabandi, frú Jónína Stein- þórsdóttir leikur fóstru Dollyar og stofuþernu á heimili Mörlands. — Stefán Halldórsson leikur friðdóm- arann, forsela siðavöndunarfélags- ins, sem einnig er á eftir dansmeynni Dolly, Hans Hansen leikur unnustu ungfrú Mörland og Pál Jónsson hótelsendil. Oll eru hlutverk þessi mjög sómasamlega af hendi Ieyst. Yfirleitt má segja, að leiksýning þessi hafi vel tekizt, enda nær hún fyllilega þeim lilgangi sínum að veita áhorfendum hressandi ánægju- stund. Leikurinn er vel settur á svið hjá leikscjóra og húningar smekklegir. Þótt sýning þessi verði ekki tal- in stórviðburður, er hún mjög þakk arverður skemmlanaauki í byrjun skammdegisins. Bækur Framhald af 3. síðu. formálanum að þessari annarri bók sinni: „Mörgum kann að finnast það djarft af mér, sjúklingnum, að kalla bókina Gaman er að lifa, en tilfellið er, að það er gaman að lifa, jafnvel þó að maður sé í sárum og margt blási á móti. Lífið er svo ríkt af fegurð, hara ef menn gefa sér tíma til að taka eftir því. Á eftir nóttu kemur dagur, sem ef til vill færir manni eitthvað gott og fagurt.“ Þessi bók er börnum æskilegur lestur, enda kemur alloft lítið út af þjóðlegum barnabókum. í hókinni eru nokkrar myndir, sem mjög prýða hana. Er hún að öllu leyti vel úr garði gerð. Hún er prentuð í Prent- verki Odds Björnssonar. Vefrarhúfur Karlm., barna Nærföt, þykk Karlm., barna Peysur úr ull Hólstreflar Hanzkar, karlm. BRAUNS-verzlun Páll Sigurgeirsson. Irmkaiipatöskur nýkomnar. VÖRUHÚSIÐ h.f. GET TEKIÐ 4—5 skólapilta í þjónustu. Upplýsingar í Norðurg. 26. >••••••••••••••••••••••*•* ítalskir hattar nýkomnir. BRAUNS-verzlun Póll Sigurgeirsson. Þnrrkað grænmeti Gulrætur kr. 4.00 pk. Hvítkól kr. 3.00 pk. Rauðkál kr. 4.00 pk. Spínat kr. 2.00 pk. Nyiendnvörudelldir K.E.A Kerrupokar nýkomnir. VÖRUHÚSIÐ h.f Gluggatjaldaefni nýkomið í Fataverzlun Akureyri Tómasar Björnssonar h.f. Sími 155 io a AKurevri heldur fund í húsi félagsins fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 8.30. D A G S K R Á : 1. Erindi Svavars Guðmundssonar um skiptingu innflutn- ins milli landshluta. 2. Afmælisnefndin. 3. Onnur mál. Skorað á jélagsmenn að mœta. S T J O R N I N. - SKÍÐI - Höfum fengið nokkuð af beztu amerískum hickory skíðum. Verð frá kr. 103.00 til 370.00. Sendrim kostnaðarlaust gegn póstkröfu hvert á land sem er. Ennfremur: SKÍÐABINDIN GAR, SKAUTAR. Notið skiða- og skautafœrið. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR b. f. Maís heill og kurlaður. VÖRUHÚSIÐh.f

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.