Íslendingur


Íslendingur - 19.11.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.11.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. irg. Miðvikudagur 19. nóvember 1947 45. tbl. r Einar Arnason látinn. Einar Árnason, bóndi á Eyrar landi, fyrrum ráðherra og alþm. lézt að heimili sínu að morgni sl. föstudags, tæplega 72 ára að aldri. Bar andlát hans mjög snöggt að. Einar Árnason er fæddur 27. nóv. 1875 á Hömrum við Akureyri. For- eldrar hans voru Árni Guðmunds- son, bóndi á Hömrum og síðar á Eyrarlandi, og kona hans Petrea Jónsdóttir frá Ytra-Laugalandi. — Einar varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla 1893 og stundaði síðan barnakennslu í sex ár. Hann hóf búskap á Eyrarlandi 1899 og hefir síðan búið þar miklu rausnar- búi. Hann hefir gegnt mörgum trún- aðarstörfum fyrir hrepp og sýslu, en í félagsmálum hefir hann mest unnið í þágu samvinnuhreyfingar- innar. Hann hefir verið í stjórn KEA frá 1906 og formaður þess frá 1917. Þá hefir hann um langt skeið átt sæti í stjórn SIS og verið formaður þess síðan 1936. Forseti Landsbankanefndar hefir hann ver- ið síðan 1937. Fj ármálaráðherra var hann 1929—1931 og þingm. Éyfirð- inga 1916—42. Á alþingi hlaut hann ýms trúnaðarstörf, var m. a. for- seli efri deildar um langt skeið. ¦— Hann var kvæntur Margréti Eiríks- dóttur frá Hallanda á Svalbarðs- strönd. Einar Árnason hefir jafnan lagt sig fram um það að vinna héraði sínu og þjóð sem mest gagn, og er að honum mikil eftirsjá. Simvinriu- hreyfingin missir hér einnig einn allra ötulasta og drenglyndasta for- ustumann sinn. STJÓRN K. A. I síðasta blaði var skýrt frá aðal- fundi Knattspyrnufélags Akureyrar, en blaðinu var þá ekki fullkunnugt um, hvernig stjórn þess væri skipuð, en hana skipa, auk formannsins Halldórs Helgasonar: Ofeigur Eiríksson, varaform., Björg Finn- bogadóttir, ritari, Jóhann Ingimars- son, gjaldkeri, og meðstjórnendur Sigurður Steindórsson og Einar Einarsson. Spjaldskrárritari er Arni Árnason og áhaldavörður Reynir Vilhjálmsson. Formaður frjáls- íþróttanefndar er Marteinn Friðriks- son, formaður handknattleiksnefnd- ar Ragnar Sigtryggsson, og form. tennis- og badmintonnefndar Har- aldur Sigurgeirsson. Missögn var það í síðasta blaði, að félagið yrði 25 ára á þessum vetri. Það verður 20 ára. Kommúnistar vilja láta allan íslenzkan verkalýð lúta fámennri klíku í Rvík Verkalýðsfélög þau, sem sýndu í sumar ábyrgS- artilíinningu gagnvart Iijóöíélagiuu, sæta ákúr- um á þlngi AlíföusambaniUins Hinn kommúnistiski meiri hluti í Alþýðusambandi Islands kallaði fyrir nokkru saman Alþýðusambandsþing í Reykjavík. Sögðu þeir þingið eiga að ræða vandamál þjóðarinnar. Mátti óneitanlega gera ráð fyrir, að þau voldugu samtök hefðu eitthvað merkilegt til þeirra mála að leggja^ en begar til kom, var binginu aðeins ætlað- bað hlutverk að taka undir hinar fjarstæðu og ábyrgðarlausu ályktanir kommúnistaþingsins, sem háð var rétt áður. Er það enn. glöggt dæmi þess, hversu kommúnistar nota samtök verkalýðsins sem verkfæri í óheillastarfsemi sinni. Samþykktir þessara tveggja þinga, sem kommúnistar hafa stjórnað, mót- ast af slíku ábyrgðarleysi, að marga mun undra, að kommúnistar skuli leyfa sér að láta þær frá sér fara. Það er sameiginlegt einkenni allra ályktana þessara þinga, að þeim er ætlað að ganga í augu fólks, sem lít- ið hirðír um að krefja mál til mergj- ar, en sem betur fer er það mikill minni hluti þjóðarinnar. Kröfunum á að halda áfram. Kommúnistar heimta nýtt ábyrgðarverð á útfluln- ingsvörur landsmanna, sem myndi baka ríkissjóði 80—100 milj. kr. út- gjöld. Ekki gera, þeir sér það ómak að benda á, hvar eigi að fá það fé. Þeir heimta öryggi gegn atvinnuleysi og að framleiðsla þjóðarinnar verði tryggð, en telja þó sjálfsagt að gera auknar kröfur, er enn myndu auka dýrtíðina, sem er að sliga alla at- vinnuvegi og skapa atvinnuleysi. Þeir heimta lækkaðan viðgerðar- kostnað skipa, en heimta jafnframt hærra kaup handa þeim mönnum, sem vinna að skipaviðgerðum. Með þessu marki eru allar álykt- anir Alþýðusambandsþingsins. Þann- ig gera kommúnistar þing þessara heildarsamtaka verkalýðsins, sem hann treystir á til forustu um hags- munamál sín, að ábyrgðarlausri skrípasamkomu. Alþýðusamband Suðurlands. En það var fleira, sem gerðist á þessu þingi og staðfestir, hversu öm- urlega verkalýðssamtökin eru á vegi stödd undir forustu kommúnista. Þingið neitaði Alþýðusambandi Suðurlands um viðurkenningu, af því að Reykjavikurfélögin, sem kommúnistar stjórna, en hafa algera sérstöðu, voru ekki látin vera þar með. Ástæðan var þó auðvitað fyrst og fremst sú, að kommúnistar ráða ekki hinu nýja sambandi. Þá notuðu kommúnistar þingið til heiftarlegra árása á þau sambands- félög, sem neituðu að eiga hlutdeild í tilræði kommúnista við atvinnulíf þjóðarinnar sl. vor. BIFREIÐARSTJÓRI SLASAST Það slys varð á bifreiðaverkstæði BSA hér í bænum fyrir helgina, að Valtýr Jónsson, bifreiðarstjóri, féll niður af lyftu þeirri, sem notuð er til að lyfta bifreiðum frá jörðu, er unnið er að hreinsun þeirra eða við- gerð að neðan. Hafði bifreið Valtýs verið lyft um það bil mannhæð frá jörðu, en Valtýr sat inni í bifreið- inni og var að hreinsa þar eitthvað. Mun hann hafa gleymt þvi, að bif- reiðinni hafði verið lyft svo langt frá jörðu og steig á hlið út úr henni. Féll hann á höfuðið niður á, steingólfið. Var hann þegar fluttur í sjúkrahús. Lá hann lengi rænu- laus, en er nú kominn til meðvitund- ar og líður eftir atvikum sæmilega. Ekki er blaðinu kunnugt um, hversu meiðslin eru mikil, enda mun það ekki fullljóst enn. „6eysir" minnist aldar- íjórðungs afmælis síns Prýðilegir afmælistónleikar kórsins. Karlakórinn Geysir minntist 25 ára starfsferils með afmælistónleik- um í Nýja Bíó síðastliðinn sunnu- dag. Kórinn flutti í þetta sinn ýms lög, sem hann hefir áður flutt. Var bæði val viðfangsefna og meðferð þeirra með ágætum. Var söng kórs- ins enda mjög vel fagnað, og varð hann að endurtaka flest lögin og syngja aukalag. Kórinn söng lög eftir ýmsa er- lenda höfunda og eitt lag eftir Björg- vin Guðmundsson. Fegursta lagið sem kórinn söng, var án efa Píla- grímskórinn eftir Wagner, en ann- ars var naumast hægt að gera upp á milli laganna. Tvö einsöngslög voru á dagskránni: Norrönafolket eftir Grieg, einsöngvari Hermann Stefánsson, og Þökk fyrir kossinn eftir óþekktan höf., einsöngvari Jó- hann Guðmundsson. Var söngur beggja ágætur. Ingimundur Árna- son stjórnaði kórnum af sinni al- kunnu leikni, og lét kórinn sýnilega vel að stjórn hans. Mun það ekki ofmælt, að Ingimundur sé í fremstu röð íslenzkra söngstjóra. Eftir aldarfjórðungsstarf sitt hef ir Karlakórinn Geysir unnið sér vinsældir og álit, ekki aðeins hér í bæ, heldur um allt land. Er það að vonum, því að fjör og þróttur hefir jafnan einkennt söng kórsins eins og vera ber. Akureyringar hafa sér- staka ástæðu til þess að minnast með þakklæti margra ánægjustunda, sem kórinn hefir veitt þeim, og Geysir hefir lagt mikilvægan skerf til menningarauka hér í bæ. Geysir mun endurtaka afmælis- tónleika sína næstkomandi sunnudag í Nýja Bíó kl. 2, og er þess að vænta, að bæjarbúar fjölmerini þangað og votti þannig bæði kórnum verð- skuldað þakklæti og njóti ánægju- legs söngs hans. ALLIR VEGIR ÓFÆRIR Eftir stórhríðina í gær og nótt eru allir vegir innanbæjar og í nálægum sveitum ófærir bifreiðum. Gert er ráð fyrir, að svo að segja engin mjólk berist til bæjarins í dag. Áætlunarbifreiðarnar frá Akra- nesi fóru frá Blönduósi kl. 5 í gær, en urðu að snúa við í Langadal. í morgun var stórhríð með 8 vind- stigum á Blönduósi. Hér á Akureyri var stórhríð í alla nótt og veðurhæð allt að 10 vind- stig. LEGA BILAÐI í NÝJU VÉLASAMSTÆÐUNNI VIÐ LAXÁ Undanfarið hefir verið mikið ó- lag á rafveitunni, og hefir blaðið spurt Sigurð Helgason, umsjónar- mann við rafveituna, um orsakir þessa. Á miðvikudagskvöld varð rafmagnslaust á Oddeyri, því að háspennuleiðslan þangað brann sundur. Var alla fimmtudagsnótt unnið að viðgerð hennar. A laugar- dagsnótt bilaði svo lega í nýju véla- samstæðunni við Laxá. Ný lega var til, en vélin þarf að ganga álagslaus nokkurn tíma, meðan legan er að slípast. Var því í fyrstu ekki hægt að keyra nema eldri samstæðuna. Síðan hefir álagið á hina verið smá- aukið, en er ekki enn orðið fullt. Hefir því orðið að halda spennunni niðri, og er þetta orsök hins litla rafstraums síðustu dagana. Við þetta bætist, að rafmagnsnotkun hef- ir einmitt yerið óvenju mikil nú í kuldunum. Nokkur jakaburður er í Laxá, og hindrar það einnig fulla spennu. SNÆFELL SELUR í ENGLANDI Snæfell annast nú fiskflutninga til Englands, og seldi það fyrsta farm sinn þar sl. föstudag, 2020 kits fyrir 7638 sterlingspund. Kaldbakur er á leið út til Englands. STÚKURNAR Á AKUR- EYRI MÓTMÆLA ÖL- FRUMVARPINU Á sameiginlegum fundi stúknanna Isafold-Fjallkonan nr. 1 og Brynja nr. 99 á Akureyri, sem haldinn var sl. mánudagskvöld, var einróma samþykkt svohljóðandi tillaga: „Sameiginlegur fundur stúknanna Isafold-Fjallkonan nr. 1 og Brynju nr. 99, haldinn á Akureyri 17. nóv. 1947, mótmælir eindregið ölfrum- varpi því, sem lagt hefir verið fram á Alþingi til samþykktar. Jafnframt og fundurinn lætur það álit sitt í ljós, að sala á áfengu öli yrði hættulegur drykkjuskóli fyrir æsk- una í landinu, mótmælir hann harð- lega þeirri rökvilli flutningsmanna, að slíkt gæti á nokkurn hátt dregið úr annarri áfengisnautn, nema síð- ur sé, og skorar á Alþingi að fella þetta frumvarp."

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.