Íslendingur - 10.03.1948, Page 8
MUNIÐ eftir barnahjálp sameinuðu
þjóðanna. ísl'endingur veitir gjöfum
móttöku.
Miðvikudaginn 10. marz 194G
Gerist áskrifendur að
„I33jI3NÐII'TGI“
Afgreiðslan er í Gránufélagsgötu 4.
Sími 354.
I. 0. O. F. — 1293128% —
□ Rún:. 5948107. —. 1:.
MessaS í Akureyrarkirkju kl. 2 síðdegis
n. k. sunnudag.
Sunnudagaskúli Akureyrarkirkju kl. 11
árdegis n. k. sunnudag.
Æskulýðsjélag Akureyrarkirkju heldur
fund kl. 8.30 á sunnudagskvöldið.
Akureyrarkonur. Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins heldur framhaldsaðalfund
í kirkjukapellunni fimmtudaginn 18. marz
n. k. kl. 9 e. h. Áríðandi mál á dagskrá.
Deildin veitir kaffi, en konur taki með
sér bollapör.
Aheit á Laufáskirkju kr. 100 frá G. II.
Leikjélag Akureyrar sýnir í kvöld Ham-
arinn eftir séra Jakob Jónsson. Næstu sýn-
ingar eru á laugardags- og sunnudags-
kvöld. ASeins örfáar sýningar eftir. dLús-
fyllir var á tveimur síðustu sýningum.
Austjirðingafélagið hefir kvöldvöku á
Hótel Akureyri (ekki Gildaskála KEA)
fimmtudaginn 11. þ. m. kl. 8.30 s.d. Geng-
ið inn að norðan. Til skemmtunar verður:
Ilvítabjarnarveiðar á Héraðsvötnum, cr-
indi (Ólafur Jónsson), söngur, gaman-
saga, Heklukvikmynd (Edv. Sig.) og fé-
lagsvist. Nánar í götuauglýsingum.
Guðspekistúkan „Systkinabandið“ held-
ur fund mánudaginn 15. þ. m. á venjuleg-
um stað og tíma.
Barnastúkurnar „Bernskan" og „Sak-
leysið“ halda sameiginlegan fund í Skjald
borg næstk. sunnudag kl. 10 f. h. Venju-
leg fundarstörf. B-flokkur sér um skemmti-
atriði. — Börn, sem tóku að sér sölu happ-
drættismiða eru beöin að mæta á fund-
inum. Mætið stundvíslega.
Frá starfinu í kristniboðshúsinu Zíon.
Sunnud. 14. marz sunnudagaskóli kl. 10.30
f.h. — Oll börn velkomin! — Almenn sam-
koma kl. 8.30 e.h. Gunnar Sigurjónsson,
cand. theol., talar. — Allir lijartanlega vel-
komnir!
Stúkan Isafold-Fjallkonan nr. 1 heldur
fund í Skjaldborg mánud. 15. marz kl.
8.30 síðd. Inntaka nýrra félaga. Eftir fund
verður bögglauppboð. Er heitið á alla
stúkufélaga að koma með böggla til upp-
boðs með sér á fundinn. Að lokum dans.
Hjálprœðisherinn. Æskulýðsherferð með
samkomum á hverju kvöldi þessa viku
fyrir börn kl. 6 og fyrir fulloröna kl. 8.30.
Æskulýðsritarinn majór Hilmar Andresen,
kapteinn Eskil Roos, Driveklepp o. fl.
taka þátt í samkomunni. Söngur og hljóö-
færasláttur. Allir velkomnir!
Skíðamót Akureyrar 1948 hefst n. k.
sunnudag þ. 14. marz og verður keppt kl.
2 í bruni karla og kvenna í öllum flokk-
um. JCl. 3 verður keppt í svigi kvenna og
einnig í svigi karla C-flokki. — Keppnirn-
ar verða sennilega í Snæhólum og skulu
keppendur í bruni vera mættir við enda-
mark brunbrautar kl. 1.30. Sunnudag þ.
21. marz heldur mótinu áfram og verður
þá keppt í svigi karla A- og B-fl. og
stökki.
Allmikið magn af síld
liggur undir skemmdum.
Gera þarf bráðar ráðstafanir
Niðursuðuverksmiðjan Sild.
og fleiri aðilar hér á Akureyri
munu nú eiga all-miklar birgðir
aí kryddsíld, sumt i tunnum og
sumt þegar niðurlagt í dósir, að
verðmæti 200—400 þús. kr. —
Mestur hluti síldarinnar muti
enn vera ágæt vara, en hætt er
við skemmdum, ef hún verður
geyrnd mikið lengur.
Allmiklir erfiðleikar munu
hafa verið á því að fá markaði
íyrir niðursoðna síld, þannig að
söluverð hennar samsvari fram-
leiðslukostnaði. Dálítið hefir þó
verið selt til Bandarikjanna og
Tékkóslóvakíu. Aldrei var þó
flutt til Bandarikjanna allt það
magn, sem gert var ráð fyrir,
hvort sem Bandaríkin hafa feng
ið tilboð um ódýrari vöru ann-
ars staðar frá eða einhverjar
aðrar orsakir hafa komið þar til
greina. Verða Islendingar að
sjálfsögðu hér sem á öðrum
sviðum að súpa seyðið af því,
að verðlag á afurðum þeirra er
miklu hærra en hjá flestum
öðrum þjóðum.
til að nýta þessi verðmæti.
En hvernig sem þessu er hátt-
að, má það ekki koma fyrir, að
góð matvæli séu látin fara for
görðum. Koma þar ekki aðeins
til greina hagsmunir þeirra að-
ila, sem verðmætin eiga, heldur
og þjóðarheildarinnar, því að
hér er um nokkurn gjaldeyri að
íæða, ef hægt er að selja síldina
á erlendum markaði. Jafnframt
er vert að hafa það í huga, að
nú fer fram almenn fjársöfnun
tii kaupa á matvælum handa
þeim tugmiljónum barna, sem
þola verða skort og hungur víðs
vegar um heim. Virðist jafnvel
ekki fráleitt fyrir forstöðumenn
barnahjálparinnar að athuga,
hvort ekki gæti verið hagkvæmt
• að kaupa einmitt eitthvað af
þessari síld, því að síldin er góð
og fjörefnarík fæða og sérstak-
lega þægilegt að flytja hana nio
urlagða í dósir.
Það má með engu móti láta
síldina verða ónýta, hvað sem
við hana verðúr gert.
*
Kjarnorkusýni.ngin vekur
mikla athygli.
Atómsýning sú, sem Jörund-
ur Pálsson opnaði í Gildaskála
KEA s. 1. fimmtudag, hefir vak-
ið mikla athygli. Hefir fjöldi
bæjarbúa skoðað sýninguna og
einnig hafa kennarar komið
með nemendur úr skólum bæj-
arins. Mun sennilega mestur
hluti skólafólks í bænum skoða
sýninguna, enda er þar margt
fróðlegt að sjá.
Forstöðumaður sýningarinn-
ar bauð blaðamönnum og ýms-
um öðrum gestum að vera við-
staddir opnun sýningarinnar sl.
íimmtudag. Skýrði hann frá því,
að þessi sýning væri fyrsta
íræðslusýning, sem haldin væri
hér á landi, en erlendis væru
slíkar sýningar mjög tíðkaðar
nú. Kvaðst hann hafa í hyggju
að koma upp fleiri fræðslusýn-
ingum, ef nokkur kostur væri á.
Dr. Sveinn Þórðarson flutti
síðan mjög fróðlegt og skemmti
legt erindi um sögu atómrann-
sóknanna og hinar ýmsu skoð-
anir vísindamanna um eindir
efnisins og byggingu atómsins.
Síðan útskýrði hann myndirnar
á sýningunni, en þær sýna á
sem einfaldastan hátt byggingu
atómsins og stærð þess, myndun
kjarnorkusprengingar og áhrif
hennar. Eru flest þessara atriða
svo glöggt fram sett, að þau
munu verða öllum almenningi
sæmilega skiljanleg, þótt þau
geri hverjum og einum að vísu
ekki fært að framleiða atóm-
sprengjur — sem betur fer!
Þá eru einnig á sýningunni
sýndar tvær fallegar litkvik-
myndir. Fjallar önnur um raf-
magnið og byggingu atómsins,
en hin er almenn hugvekja um
atómorkuna og hinar geigvæn-
legu afleiðingar, ef hún verður
notuð til tortímingar í styrjöld-
um.
Sýningin er enn opin, og ann-
ast Ingvar Björnsson, mennta-
skólakennari, útskýringar á
kvöldin frá kl. 8 til 11, en sýn-
ingin er opin daglega frá kl.
2—11.
Stórt amerískt
skrifstofuskrifborð
til sölu.
A. v. á.
Barnahjálpin:
Iiér fer á eftir skilagrein ilm það
fé, er sajnazt hefir lijá blaðinu:
Björg og Kalli kr. 250.00, Kári Sigur-
jónsson kr. 100.00, Vilh. K. Jensen k^-
100.00, Þórarinn Loflsson kr. 100.00, Jón
J. Bergdal kr. 50.00, Sigurður Þorstcins-
son kr. 100.00, Jóhannes Júlíusson kr.
50.00, Óskar Ósvaldsson kr. 10.00, Rann-
veig Gunnlaugsdóttir kr. 10.00, Ilermann
Ingimarsson kr.'5.00, Baldur Aspar kr.
25.00, Magnús Jónsson kr. 100.00, Friðrik
Þorvaldsson kr. 100.00, Ottó Jónsson kr.
100.00, Svanberg Einarsson kr. 100.00,
Rósa Ólafsdóttir kr. 30.00, Sigurlína Kristj
ánsdóttir kr. 20.00, Herbert Sigurbjörns-
son kr. 50.00, Skarph. Halldórsson kr.
100.00, Halldóra Jónasdóttir Rafnar kr.
100.00, Ingibjörg Þorkelsdóttir kr. 50.00,
Ásgrímur Alberlsson kr. 100.00, Valgarð-
ur Sigurðsson kr. 60.00, Margeir Stein-
grímsson kr. 50.00, Gunnl. Tr. Jónsson kr.
300.00, Kristján Ilögnvaldsson kr. 150.00,
Björn Guðnason kr. 50.00, J. J. kr. 50.00,
safnað á fundi Skakfélags Ak., afh. af for-
manni kr. 300.00, Pétur Ólafsson kr. 50.00,
frá spilamönnum kr. 22.00, Guðbjörg Guð
jónsdóttir kr. 50.00, Þórey Þorleifsdóttir
kr. 30.00, Þórhallur Siglryggsson kr. 50.00,
H. S. 50.00, sjúklingar og starfsfólk á
Kristneshæli kr. 1900.00, A. O. kr. 100.00,
L. J. G. kr. 150.00, Birna kr. 65.00, S. G.
kr. 50.00, Sigtýr Sigurðsson kr. 50.00,
slarfsmenn vegagerðarinnar kr. 1200.00,
G. G. kr. 100.00, N. N. kr. 25.00, Fanney
Tryggvadóttir kr. 40.00, Pétur Jónsson kr.
100.00, G. G. kr. 100.00, Baldur Arnbjörns-
son 1 árs kr. 25.00, N. N. kr. 100.00, N. N.
kr. 100.00, Einar G. Jónasson kr. 100.00, M.
B. kr. 100. •—■ Samlals liefir safnazt hjá
hlaðinu kr. 7197.00. ■— Ennfremur móttek-
inn fatabögguli frá Gunnari Finnbogasyni.
| „Ota“ |
Ihafragrjón, |
glóðuð og söxuð, &
nýkomin. |
VÖRUHÚSIÐ h.f.l
Ofarir
kommúnista í
Ólatsfirði
Kommúnistar í Óiafsfirði
fóru nýlega hinar mestu hrak-
farir við stjórnarkosningu .
Verkalýðs- og Sjómannfélagi
Ólafsfjarðar. Reyndu þeir þó að
hafa rangindi í frammi, en lýð-
ræðissinnaðir verkamenn og sjó
menn svöruðu þeim tilraunum á
viöeigandi hátt.
Kosning fór tvisvar fram í fé-
laginu. Var „Þjóðviljinn“ mjög
kampakátur yfir fyrri úrslitun-
um, en hljóðnaði allmjög, þegar
síðari úrslitin urðu kunn. Þegai
stjórnarkosning skyldi fram
fara á fundi 22. febrúar komu
kommúnistar með nokkra ungl -
inga innan sextán ára aldurs á
fundinn og létu þá greiða at-
kvæði. Kom í Ijós við nánari at.-
hugun, að þetta var ólöglegt
samkvæmt lögum félagsins. Var
þá kosið aftur á sama fundinum
gegn mótmælum kommúnista,
sem töldu fyrri kosninguna lög-
mæta. Töpuðu þá kommúnistar
með litlum atkvæðamun, en
margir andstæðingar þeirra
voru utan bæjar við vinnu.
Urðu þeir þá óðir og uppvægir
og heimtuðu nýjar kosningar.
Var látið að þeim óskum'þeirra,
þótt lögbrotin væru reyndar öll
hjá kommúnistum sjálfum.
Við stjórnarkosninguna viku
seinna’ unnu andstæðingar
kommúnsta með miklum yfir
burðum. Urðu úrslit þessi:
Aðalstjórn:
Gunnar Steindórsson, form.,
Georg Þorkelsson, ritari,
Sigurður Ingimundars., gjaldk.
Varastjórn:
Randver Sæmundsson, form.,
Magnús Magnússon, ritari,
Stefán Ólafsson, gjaldkeri.
Trúnaðarráð:
Helgi Sveinsson,
Guðmundur Jónsson,
Jón Ingimarsson,
Magnús Þorsteinsson.
Prjár íbúðir til sölu
Tilboð óskast í þrjár íbúðir í húsinu Eyrarlandsveg 12,
Akureyri, allar saman eða hverja fyrir sig.
Tilboðum sé skilað fyrir 15. þ. m. til undirritaðs, sem
gefur allar nánari upplýsingar.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða
hafna öllum.
Akureyri, 9. marz 1948.
HARALDUR HELGASON.