Íslendingur


Íslendingur - 05.08.1948, Síða 6

Íslendingur - 05.08.1948, Síða 6
6 ISLENDINGUR Fimmtudaginn 5. ágúst 1948 ÍÞRÓTTAÞÁTTUR Ritstjórar: Halldór Helgason og Árni Árnason. Ólympíuleikarnir. Þegar hús yðar brennur. Framh. af 4. síðu. undum, ef til vill einmitt þær fáu mínútur, sem þyrfti til þess að bjarga húsinu. Sígilt dæmi er sagan um ungu konuna, sem ætlaði að lífga upp eldinn m'eð steinolíu. Það varð sprenging í olíugufunum og neist- arnir flugu um allt eldhúsið. Þegar konan kom til sjálfrar sín, varð henni fyrst fyrir að hugsa um litla barnið sitt, sem svaf uppi. Hún þaut úr úr eldhúsinu og upp í barna- herbergið, þreif barnið og ætlaði svo niður aftur, — niður stigann. A meðan höfðu nágrannarnir hringt eftir brunaliðinu. Það kom frá stöð, sem var aðeins í tveggja kílómetra fjarlægð, en þegar það kom, þá fann það móður og harn liggjandi dáin á stigapallinum á annarri hæð. Konan hafði lifað af sprengingu, sem varð alveg við andlitið á henni, en hún hafði dáið af hinum kæfandi reyk, sem gaus upp stigann, — aj því að húrt hajði ekki lokað hurð- inni á ejtir sér. Margir slökkviliðsmenn segja, að þúsundir fólks hefðu getað komist lífs af úr bruna, með því að þekkja og fara eftir reglunum um það, hvernig á að opna og loka húrðum í brennandi húsi. Úr Readers Digest. Ólympíuleikarnir hófust í London s. 1. fimmtudag. Árangur hefir yfir- leitt verið mjög góður og fjöldi Ól- ympiskra meta hafa verið slegin. -— Helztu úrslit eru þessi: 100 m. hlaup: 1. Harrison Dillard USA 10.3 sek. 2. B. Ewell USA 10.4 sek. 3. La Beach Pan. 10.6 sek. Flestir bjuggust við sigri Panama- negrans La Beacli eða Bandaríkja- mannsins Mel Pattons, sem varð að láta sér lynda 5. sæti. Bailey varð 6. Dagana sem 100 m. hlaupið fór frarn og undankeppnir voru miklir hitar í London, og hafði það lam- andi áhrif á flesta keppendur, þó ekki negrana 3 sem unnu, því þeir voru í essinu sínu. Haukur Clausen komst i milliriðil. 200 m. hlaup: 1. Mel Patton USA 21.1 sek. 2. B. Ewell USA 21.1 sek. 3. La Beach Pan. 21.2 sek. Patton, hin „hvíta von“ á móti negrunum, hefndi nú fyrir ófarirnar í 100 m. La. Beach á heimsmet á þessari vegalengd. H. Clausen keppti einnig í þessu hlaupi en tapaði i for- keppninni. 800 m. hlaup: L Whitfield USA 1.49.2 mín. (Ól. met). 2. A. Wint Jam. 1.49.5 mín. 3. Hansenne Frakk- land 1.49.8 mín. Tveir fyrstu menn eru negrar. Harris frá Nýja Sjálandi tognaði í fæti og varð að hætta. Ýmsir spáðu honum sigri. Daninn N. Holts Sören- sen varð aftarlega í úrslitakeppn- inrii. Hinn frægi Svíi Ljungren komst ekki í úrslit. Sigur Whitfields kom nokkuð á óvart. Timi 3ja fyrstu manna er sérstaklega góður. 5000 m. hlaup: 1. Gaston Reiff, Belgía 14.17.6 mín. (Ól. met). 2. Emil Zatopek Tékkósl. 14.17.8 mín. 3. W. Slykhnis Holland 14.26.8 mín. Vitað var að þessir þrír garpar myndu berjasl um Ólympíutitilinn. Reiff hljóp sérstaklega vel, en lillu munaði að hann yrði að lúta í lægra lialdi fyrir hinum geysilega enda- spretti Zatopeks. Brezki þulurinn var ákaflega æstur, er hann lýsti þessu hlaupi og hrópaði hvað eftir annað: „Zatopek geysist nú áfram sem óður maður“. 10000 m. lilaup: 1. Emil Zatopek Tékkósl. 29.59.6 mín. (Ól. met). 2. Mamoun Frakkl. 3. Albertsson Sví- þjóð. Þegar hlaupið var hálfnað jók Zatopek ferðina og þaut fram úr hinum keppendunum og kom lang- fyrstur í mark. Heiinsmeistarinn Ileino (Finnl.) gafst upp í hlaupinu. 400 m. grindahlaup: 1. Roy Coc- hran USA 51.1 sek. (Ól. met). 2. White Seylon 51.8 sek. 3. R. Lars- son Svíþj. 52.2 sek. í undankeppni hlupu bæði Coc- hran og Larsson á 51.9 sem er Ól. met. Hástökk: 1. Winter Ástr. 1.98 m. 2. Poulsen Noreg 1.95 m. 3. D. Edel- ton USA 1.95 m. Árangur er hér mjög lélegur og úrslit mjög óvænt. Allir bjuggust við hörðum hardaga milli þriggja Bandaríkjamanna og Bretans Patter- sons, um I. sætið. Langstökk: 1. W. Steel USA 7.82 m. 2. Bruce Ástr. 3. Douglas USA. Negrinn Steel vann auðveldlega sem vænta mátti. Þrístökk: 1. A. Áhman Svíþjóð 15.40 m. 2. Avery Ástr. 15.37 m. Árangur í þrístökki er mun lélegri en á síðustu Ólympíuleikum, þegar 3 fyrstu menn stukku yfir 15.50 m. Stangarslökk: 1. Smith USA 4.30 m. 2. Kataja Finnl. 4:20 m. 3. Ric- hards USA 4.20 m. 4. Kaas Noreg 4.10 m. Norðurlandahúarnir slóðu sig bet- ur en nokkur þorði að vona. Banda- ríkjamennirnir voru óvenju slappir. Kúluvarp: 1. Thompson USA 17.12 m. (Ól. met) 2. Delany USA 16.68 m. 3. Fuchs USA. Sem vænta málti hirtu Banda- ríkjamenn öll verðlaunin. Árangur betri en í Berlín 1936. Kringlukast: 1. Consolini Ítalía 52.78 m. 2. Tosi Ítalía 51.77 m. 3. Gordien USA 50.77 m. Mjög góður árangur og ólympiskl met. Nánari fregnir verða hirtar i næsta blaði og nokkur orð um frammistöðu Islendinganna og úr- slit úr sundkeppnunum. H. S. Smekksatriði. Frh. af 3. síðu rauða zarsins, sem vel má vita, hvað hann segir, sagði um dag- inn í ræðu, að rauði herinn mundi sækja óstöðvandi fram til stranda Atlantshafsins, þegar þar að kæmi, og að þrjár nafn- greindar borgir við Faxaflóa hlytu sömu örlög og Kartagó íyrrum. Það er sagt, að það só of seint að kenna gömlum hundi að sitja. Það er víst vonlaust verk að telja um fyrir forsprökk um kommúnista hér á landi. — Vér, sem að þessu riti stöndum, höfum annan smekk en hinn góðkunni kommúnistahöfundur, sem um var getið í byrjun þess- arar greinar, sem kýs kúgun, úr hvorri áttinni, sem hún kemur. Vegna þeirra viðburða, sern um þessar mundir eru að gerast úti í heimi, vil ég segja þessi varnaðarorð að ’okum: Það þarf að einangra komm- únistaforkólfana, sem hér vaða uppi, þsir, sem hafa ánetjast þeim af vanþekkingu, kunnings- skap eða af öðrum léttvægum á- stæðum, verða að yfirgefa þá án tafar, svo að þeir hafi ekki yfir neinum liðsmönnum að segja. Margt mun vera gott um rnarga þeirra, en þá skortir raunsæi og ábyrgðartilfinningu, en þeim er skylt að átta sig, er sprauturnar láta svo dólgslega í ræðum sínum og blað þeirra fagnar hverjum hlekk, sem lagð ur er á friðe’skandi þjóðir. (Grein þessi hefir áður birzt í ,,Vöku“, riti lýð- ræðissinnaðra stúdenta). HKINGUR DKOTTNINGAKINNAR AF SABA a'lir aðrir. Það var ég ein, sem sat kyrr undir hásæt- ishimni mínum, ég alein. Fólkið flúði fram hjá mér án þess að veita nokk- urt viðnám. Það flúði inn í hellana og upp í fjöllin. Á eftir því komu svo Fungarnir myrðandi allt, sem þeir náðu, og þeir kveiktu um leið í öPu, þar til Mur stóð í björtu báli. En ég sat alltaf grafkyrr og horfði á og beið þess, að banastund mín kæmi einnig. Að lokum, ég veint ekki eftir hve langan tíma, kom Barung upp að hásæti mínu. Hann lyfti sverði sínu til að heilsa mér og sagði: „Ég heilsa þér, afkomandi konunganna. Eins og þú getur séð, þá er Harmac kominn til þess að sofa í Mur.“ ,,Já“, svaraði ég, nú er Harmac kominn hingað til að sofa, og margir þeirra, sem áður bjuggu hér, sofa nú líka. En sleppum því. Barung. ert þú kominn hing- að til þess að drepa mig, eða á ég að gera það sjá'f?“ „Hvorugt, afkomandi konunganna," svaraði hann á sinn konunglega hátt. „Gaf ég þér ekki loforð forð- um í skarðinu við Mur, þegar ég talaði við þig og ó- kunnugu mennina ú.r vestrinu, og hvernig getur sol- dán Funganna brotið loforð sitt? Eg hefi lagt undir mig þennan bæ, sem við áttum með réttu, eins og ég sór að ég myndi gera, og nú hefi ég látið eldinn hreinsa hann.“ Hann benti á logandi eldana umhverf- is. „Nú byggi ég hann upp að nýju, og þú átt að drottna þar í umboði mínu.“ „Nei, það vi! ég ekki,“ svaraði ég. „En í staðinn fyrir loforð þitt ætla ég að biðja þig um þrennt." „Nefndu það,,‘ sagði Barung. „1 fyrsta lagi, að þú látir mig fá góðan hest, mat til fimm daga, og að ég fái að fara hvert sem ég vil. 268 I öðru lagi, að þú látir mann, sem heitir Jafet fá einhverja virðingarstöðu hjá þér, ef hann er ennþá lifandi, því að hann er vinur minn. Og í þriðja lagi, að þú hlífir þeim, sem enn lifa eftir af Abatíerunum." „Þú skalt fá það, sem þú óskar, og ég held að ég viti hvert þú ætlar að fara,“ svaraði Barung. „Einn af njósnurum mínum sá í nótt fjóra hvíta menn, sem riðu ágætum úlföldum í áttina til Egyptalands, og hann sagði mér frá þessu. En ég sagði, að þessir ó- kunnu menn skyldu fá að halda áfram í friði. Þeir voru réttlátir og hugrakkir menn, sem Abatierarnir höfðu hætt, og þeir verðsku’duðu að fá frelsi. Já, ég sagði þetta, enda þótt einn þeirra væri eiginmaður dóttur minnar, eða hafi næstum verið orðinn það. En hún mun ekkert fá að frétta framar af þessum manni, sem heldur vildi flýja til föður síns, en dvelja hjá henni, svo að ég áleit bezt að láta liann fara í friði. Ef ég hefði látið taka hann fastan, þá hefði hann orðið að deyja.“ Þá svaraði ég: „Já ég ætia að fara á eftir þessum mönnum frá vestrinu, þar sem ég er nú laus við Abatierana. Mig langar ti1 að sjá mig um í öðrum löndum.“ „Og hitta gamlan elskhuga, sem nú hugsar ekki vel til þín,“ sagði hann og strauk skeggið. Jæja, það er ekki að undra. Hér hefir verið brúðkaupsveizla sé ég. Hvað ætlaðir þú að gera, afkomandi konunganna? Ætlaðir þú að taka hinn feita Joshua í faðm þér?“ „Nei, Barung, þetta var brúðguminn, sem ég ætlaði a? faðma,“ sagði ég og sýndi honum hnífinn, sem ég hafði falið í brúðarkjó1 mínum. „Nei“, sagði hann brosandi, „ég hugsa, að þennan 269 hníf hafir þú fyrst og fremst ætlað að nota gegn Joshua. En þú ert hraust kona, sem gast bjargað lífi elskhuga þíns, á kostnað þíns eigins. En hugsaðu þig vel um, afkomandi konunganna. I margar kynslóðir hafa konurnar i ætt þinni verið drottningar, og þú gætir framvegis verið drottning undir minni yfir- stjórn. Hvernig ætti nokkur af ætt, sem hefir svo lengi drottnað, að þola það að þjóna hvítum manni í ókunnu landi.“ „Það er nú einmitt það, sem ég ætla mér að komast að raun um, Barung. Og geti ég ekki þolað það, þá æt’a ég mér að koma aftur, en þó ekki til þess ao drottna yfir Abatierunum, því að ég er skilin við þá að fullu. En, Barung, hjarta mitt segir mér að ég muni þola það.“ „Afkomandi konunganna hefir talað,“ sagði hann og hneigði sig virðulega fyrir mér. „Bezti hestur minn bíður eftir þér, og fimm af mínum hraustustu mönn- um eiga að fylgja þér svo langt, að þú náir örugg að sjá til hvítu mannanna. Og ég segi það, að sæJ er sá þeirra, sem er fæddur ti1 þess að leggja hina ilmandi rós frá Mur við brjóst sér. Hvað Jafet viðvíkur þá cr hann í minni þjónustu. Flann gaf sig á mitt vald, þar sem hann vildi ekki berjast með þjóð sinni, vegna þess, sem hún gerði á hluta vina hans, hvítu mann- anna. Að lokum ætla ég að segja þér það, að ég hefi þegar gefið skipun um að hætta bardögunum. Eg ætla ekki að láta drepa fleiri, en hafa þá, sem eftir eru af Abatierunum fyrir þræla. Þeir eru heiglar í orustum, en annars eru þeir kænir og vel að sér um marga h’uti. Það er aðeins einn, ssm á að deyja, „bætti hann við alvaidegur á svip,“ og það er Joshua,

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.