Íslendingur


Íslendingur - 05.08.1948, Síða 8

Íslendingur - 05.08.1948, Síða 8
□ Rún:. 594885. Fundur fellur niður. Áttatíu og fimm ára afmæli átti Jón Helgason, fyrrv. ökumaður á Eyrarlandi, 30. f. m. Hann hefir átt heima hér í bæn- um mestan hluta ævinnar og verið hinn mætasti borgari. Hann er enn við sæmi- lega heilsu. Lúðrasvcit Akureyrar leikur á Ráðhús- torgi föstudaginn 6. ágúst kl. 8 e. h., ef veður leyfir. Fíladeljía. Opinberar samkomur verða í Verzlunarmannahúsinu fimmtudaginn 5. ágúst kl. 8.30 síðdegis. Sunnudaginn 8. ágúst kl. 8.30 síðdegis. Allir velkomnir! Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Akureyri og í Eyjafirði verður haldið í Naustaborgum n. k. sunnu- dag. Mótið hefsl kl. 2.30. Ræðu- menn verða: Bjarni Benediktsson, ráðherra, Jóliann Hafstein, alþm., og Magnús Jónsson, lögfræðingur. Valur Norðdahl skemmtir og ýms fleiri skemmtiatriði munu verða, og verða Jiau riánar auglýst síðar. Ferðir hefjast frá Ferðaskrifstof- unni kl. 1.30. Kl. 10 um kvöldið hefst dansleikur, og skemmtir Val- ur Norðdahl þar einnig. Er Jiess að vænta að Sjálfstæðismenn á Akur- eyri og í Eyjafirði muni íjölmenna á mót þetta, enda mun verða vel til þess vandað. Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur fund mánudaginn 9. ágúst kl. 5 e. h. í kirkju- kapellunni. Hjúskapur. Laugardaginn 24. júlí voru gefin santan að Möðruvöllum í Hörgárdal, ungfrú Olína Hólmfríður Halldórsdúttir, Búlandi, og Ingvi Arni IJjörleifsson, raf- virki, Akureyri. Orlojs- og skemmtiferS. Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til orlois- og skemmtiferðar frá Akureyri um Suðurland. Verður jietta níu daga ferð og verður iagt af stað 6. ágúst. Helztu viðkomustaðir eru: Reyk- liolt, Þingveilir, llveravellir, Sámsstaðir, Vík í Mýrdal, Gunnarsholt, Hekla, Skál- holt, I.augarvaln, Geysir, Hvítárvaln, Kcrl- ingarfjöll og Hveragerði. Ferðaskrifstofa ríkisins á Akureyri gefur ailar nánari upp- lýsingar. Heilbrigðisjulltrúinn lieíir heðið blaðið að minna menn á rottueitrun Jtá, sem nú stendur yfir. Fyrri umferð eitrunarinnar er nú lokið og sú síðari hafin, og crtt menn sérstaklega minntir á að láta heilbrigðis- fulltrúa vita, ef ekki hefir verið eitrað hjá þeim, enda sé unt rottugang að ræða. Stefán Stefánsson bóndi Svalbarði verð- ur sjötíu og fimm ára 9. þ. m. 0 Fimmtudaginn 5. ágúst 1948 Ritstjóri AlþýOumannsins i svefnrofunun). Rétt áður en blaðið fór í prentun, barst því síðasta tölu- blað Alþýðumannsins. Er rit- sljóranum mikið niðri fyrir, og hefir hann bersýnilega sótt í sig veðrið í fjarverunni, því áður spurði hann aðeins, ,,hví má ég ekkisofa?“ Hann hefur mál sitt á því að tala um það að tveir stjórnmála flokkar hér á landi hafi gert mikið að því að villa á sér heimildir með nafnabreytingum og því um líku, og séu þetta Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíal- istaflokkurinn. Hér mun ekki verða svarað til saka fyrir Sósi- alista, en um Sjálfstæðisflokk- inn er það að segja, að hann hef ir al’taf borið sama nafn, frá því að hann var stofnaður. Hins vegar má hér fræða rit- stjóra Alþýðumannsins á því, að sumir flokksbræður hans hafa íengizt nokkuð við nafnabreyt- ingar. Undanfarin ár hafa þeir haft með sér félag í Háskólan- um, sem lengst af hefir barizt við dauðann, og nú á fáum ár- um hefir það borið til skiptis nöfnin: „Alþýðuflokksfélag há- skólastúdenta“, ,, Stúdentaf élag lýðræðisjafnaðarmanna“ og ,,Stúdentafélag lýðræðissinn- aðra sósíalista." Þá vex ritstj. Alþýðumanns- ins mjög í augum hin „hasard“- kennda útbreiðslustarfsenu Sjálfstæðisflokksins, eins og hann orðar það, og er það ofur vel skiljanlegt. Honum svíður það eðli'ega, að Sjálfstæðisflokk urinn skuli geta haldið margar og f jöimennar samkomur, þegar hann getur sjálfur engar fréttir sagt af starfsemi Alþýðuflokks- ins, hún er ekki svo mikil, að i frásögur sé færandi. Þó má ekki Hestamanna/élagið Létlir efnir til skemmtiferðar í Leyningsltóla langardag- inn 7. ágúst. — Þeir, sem ætla að verða með í ferð þessari gefi sig fram fyrir föstudagskvöld við Þorleif Þorfeifsson. -— Mæta skal á skeiðvtdli félagsins kl. 1 á laugardaginn. Hjálprœðisherinn. Sunnttd. 8. ágúsl kl. 11 helgttnarsamkoma; kl. 8.30 hjálpræðis- samkoma. Allir velkomnir! Kirkjubrúðkaup. Síðastliðinn þriðjudag voru gefin saman í hjónaband í Akureyr- arkirkju, ungfrú Sólveig Ásgeirsdóttir, Ás- geirssonar kaupmanns, og séra Pétur Sig- urgeirsson. Faðir brúðgumans, lterra bisk- upinn, Sigurgeir Sigurðsson gaf brúðlljón- in santan. gleyma því, að einn af helztu spámönnum Alþýðu- f'okksins, Gylfi Þ. Gíslason, sem jafnframt er meðal snjöllustu fyrirlesara flokksins, fékk ein- ar 60—70 sálir til þess að hlusta á sig hér á Akureyri í vor, end'i hafði hann að flytja boðskap um nýtt þjóðskipulag. Af þessu er ljóst, að A’þýðuflokkurinn er þó ekki aiveg dauðvona. Þá ætlar ritstjóri Alþýðu- mannsins alveg að ganga af göflunum yfir því, að Islending- ur skuli hafa skipað flokki hans á bekk með Sósíalistaflokknum. Lægi þó nær að Sósía’istar reidd ust, því að þeir hafa þó stefnu, sem hægt er að framkvæma, þótt aðferðin við þá framkvæmd sé fyrir neðan allar hellur, en stefna Alþýðuflokksins er ó- lramkvæmanleg og er ömurlegt hlutskipti þeirra manna, sem hafa bundið trúss við slíka stefnu. Þeir ganga með þær grillur, að hægt sé að sameina lýðræði og sósíalisma og búa til úr því nýtt þjóðskipu'ag, en lýð- ræði og sósíalismi eru algerðar andstæður, sem ekki verða sam- ræmdar, og verður því útkoman sú, að ef kratanir ætla sér að láta eitthvað til sín taka, þá verða þeir að svíkja annað hvort lýðræðið eða sósíalismann og stundum hvort tveggja. Ritstjóri Alþýðumannsins spyr, hvenær og hvar Alþýðu- flokkurinn hafi lýst því yfir, að hann vilji engan atvinnurekstur einstak'inga, engan eignarétt einstaklinga á framleiðslutækj- um og ekkert athafnafrelsi nema fyrir foringjana. Senni- lega eru fáir af ráðamönnum flokksins svo fávísir, að þeir lýsi þessu yfir berum orðum. En þvi hefir margsinnis og við margs- konar tækifæri verið lýst yfir af lorkólfum Alþýðuflokksins, að flokkurinn stefndi að því að koma á sósía'istisku þjóðskipu- lagi, og í ríki sósíalismans gétur skkert af þvi, sem um er spurt, þrifist og af því getur hver meðalgreindur maður dregið réttar ályktanir, þótt ritstjóra Alþýðumannsins hafi nú mistek ist það. Þá tekur ritstjórinn upp úr íslendingi eftirfarandi grein: , Stefna sósíalista, hvort sem þeir kalla sig Alþýðuflokka eða Kommúnista, getur ekki þrifizt nema á meðan verið er að eyða upp eignum einstaklinganna, ef þeir stjórna með iýðræðisskipu- lagi. Sú stefna er orsök ófarn- aðarins víða um lönd. — Fram- kvæmd kommúnismans er af- ieiðingin“. Síðan spyr ritstjór- irin: Hvar hafa kommúnistar fai’ið msð meiri hluta og stjórn- ' að eftir lýðræðisskipulagi, og I hvar hefir það verið orsök ófarn ! íiðarins?“ *Ef ritstjóri Alþýðu- ' mannsins gæti lesið venjulegt ísienzkt mál sæmilega rétt og 1 án þess að bæta inn í það sínum eigin hugarsmíðum, þá hefði hann getað komizt hjá því að opinbera fávizku sína í þetta skipti. Hann hefir m. a. bætt þarna inn orðinu „meirih'uta“ til þess að reyna að brengla merkingu þessarar tiivitnuðu greinar. Hitt ætti honum að | vera kunnugt, að kommúnistar hafa smeygt sér inn í lýðræðis- stjórnir ýmissa landa, og í sum- um þeirra komið ár sinni svo fyrir borð, að nú er komið þar á stjórnskipulag sósíalismans. En ritstjórinn virðist ekki vera nægilega mikill ,,sagnfræðingur“ tl þess að þekkja helztu við- burðina úr stjórnmá'asögu t. d. Tékka, Pólverja, Ungverja og Búlgara nú síðustu árin. Þá spyr hann enn: „Hvar hafa Alþýðuflokkar náð meiri- hiuta og framkvæmt sósíalisma þannig, að afleiðingin hafi ver- ið komúnismi?" Hér er enn sami meirihluta-skáldskapurinn. Sannarlega hafa Alþýðuflokkar áðurnefndra þjóða veitt komm- únistum miki'vægan stuðning við valdarán þeirra. En Alþýðuflokkar hafa líka náð meiri hluta. f Bretlandi fara þeir nú með völdin og hafa reynt að þjóðnýta sumar at- vinnugreinar þar, en árangurinn hefir ekki reynzt nein fyrir- mynd. Þeir hafa líka stjórnað á Norðurlöndum, en þar hafa þeir lagt þjóðnýtingaráformin á hill- una. Þeir hafa þar uppgötvað þann sann'eika, að sósíalismi og iýðræði eiga ekki samleið og hafa tekið þann kostinn að iylgja lýðræðinu, og þeir hafa enda ekki alltaf þótt mjög frjáls lyndir. Má til dæmis geta þess, ao ungur sósíalisti, sem var við nám í Svíþjóð á stríðsárunum, sagði við núverandi ritstjóra ís- lendings, haustið 1945, að Ólaf- ur Thors væri ti' muna róttæk- ari, en Per Albin Hansson, sem þá var forsætisráðherra Svía, eins og kunnugt er. Ekki getur ritstjóri Alþýðu- mannsins skilið svo við þessa langloku sína, að hann minnist ekki nokkrum orðum á „heild- salavald, verzlunarólag, luxus- bíla, auðmannaforréttindi“ og annað þess háttar, sem andstæð- ingum Sjá'fstæðismanna er sér- staklega munntamt. Mætti þvi benda honum á, að Alþýðuflokk urinn hefir oftar verið í ríkis- stjórn á undanförnum árum, heldur en Sjálfstæðisflokkurinn, cg hefði hann þvi átt að beita sér fyrir þvi, að þessu yrði kippt í lag. Nú er líka sérstak- lega gullið tækifæri til þess, þar sem A'þýðuflokkurinn fer með stjóimarforystuna. Hvað hefir stjórn Stefáns Jóhanns gert til þess að uppræta þennan „ósóma“? Viil ekki ritstjóri Al- þýðumannsins svara því? Vafalaust mætti tína ýmislegt fleira til úr þessum langhundi Alþýðumannsins, þótt hér verði staðar numið að sinni. Hins i vegar skal ritstjóri Alþýðu- mannsins huggaður með því, að Is'endingur á enn margt ósagt í garð þess flokks, sem hann er málsvari fyrir, og ætti hann þvi ekki að eyða öliu sínu púðri í fyrsta skoti. Ef til vill á hann lika óþrjótandi nægtabrunn stóryrða að grípa til, þegar rök- in þrýtur, en það virðist vera íurðu fljótt. í éraðsmdtiö. Framh. af 1. siðu. ureyri. Hann ræddi um skyldur borgaranna við þjóðfélag sitt. Kvað hann nú meir skorta þegn- skap en fé hér á landi. Menn hugsuðu mest um það að gera kröfur, en ekki hitt, hverju þeir þyrftu að fórna fyrir land sitt. Sagði hann það nú hlutverk æslc unnar að g’æða hér þegnskap og vinna þannig að því, að menn létu jafnan þjóðarheill sitja í fyrirrúmi fyrir sérhagsmunum, sem stöfuðu af þröngsýni og skeytingarleysi um hag almenn- ings. Ólafur Magnússon frá Mos- i'elii söng einsöng, og karlakór- inn „Heimir“ söng undir stjórn Jóns Björnssonar. Var söng- mönnunum vel fagnað. Að lokum var stiginn dans ti' miðnættis. Siglfirzkir Sjálfstæðismenn efndu til fjölmennrar hópferðar á mótið, og hafði félag ungra Sjálfstæðismanna forgöngu um það. Þá komu einnig á mótið hópar Sjálfstæðismanna frá Ak- ureyri og úr Austur-Húnavatns- sýslú. Einnig mættu þar Heim- dellingar þeir, er undanfarið hafa verið á skemmtiferða’agi um Norður- og Austurland.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.