Íslendingur - 11.08.1948, Page 4
4
lSLENÐINGUR
Miðvikudaginn 11. ágúst 1948
ÍSLENDINGUR
Ritttjóri og óbyroBarmoður:
EGGERT JÓNSSON
Útgsfandi: Útgófufílag íilsnding*
Skrifítofa Grónufílogsgata 4
Sími 354
Auglýsingar og afgrsiBsla:
Svonbsrg Einsrsss*
Pósthóif n#
FmhmMjs Bjfirns Jsnsssnor h.f.
flfíðxturian í
stjðrnarkerfina.
Það hefir stundum verið sagt, að
höfuðið á íslenzka ríkinu væri allt
of stórt, og er með því átt við það,
að allt stjórnarkerfi ríkisins væri
svo fyrirferðamikið og kostnaðar-
samt, að þjóðin gæti ekki risið und-
ir því. Þetta er vissulega rétt. ís-
lenzka stjórnarkerfið er svo dýrt og
umfangsmikið, að þjóðin stynur
undir því þrautpínd af sköttum.
Hér þarf því sannarlega úrbóta
við, enda mun flestum orðið það
ljóst, að við svo búið getur ekki
lengi staðið. Gallinn er bara sá, að
hér er hver höndin upp á móti ann-
arri, og er því ekki hægt að ná
samkomulagi um að gera neitt, sem
að verulegu gagni má koma, heldur
er það litla sem gert er þýðingarlít-
ið kák, þótt hér þurfi róttækar að-
gerðir en ekkert kák.
Einn þáttur þessa vandamáls hef-
ir verið nokkuð ræddur undanfarið
en það er nefndaplágan, sem nú
herjar land vort, enda er hún svo
alvarleg, að hún má alls ekki falla
í þagnargiidi, fyrr en henni er að
fullu létt af.
Það er orðin föst venja að skipa
hér nefndir til þess að rannsaka eða
framkvæma flest það, sem mönnum
getur dottið í hug. Hvenær sem Al-
þingi setur lög um að gera eitthvað,
þá þykir sjálfsagt að skipa nefnd í
það, og eins og flokkaskipun þings-
ins er nú háttað, þá dugar ekki
minna en fjögra eða fimm manna
nefnd, því að allir flokkar vilja
koma í þessar nefndir sínum mönn-
um. Sumar þessar nefndir eða ráð,
— sem þykir fínna nafn, þegar mik-
ið Iiggur við — eru að vísu nauð-
synlegar og ekki rétt að amast við
þeim, en hinar eru vissulega fleiri,
sem lítið eða ekkert vinna til nyt-
semdar. Einu munu nefndarmenn-
irnir þó sjaldnast gleyma, en það er
að hirða launin. Annað sézt varla
eftir sumar. Aðrar halda marga
fundi og eyða þar miklum tíma í
málæði, en árangurinn verður ekki
alltaf eftir því.
Hér þarf að gera miklar breyting-
ar á. Ráðamenn landsins verða
framvegis að láta sér nægja að
skipa nefndir til þess að gegna allra
umfangsmestu störfunum. Margar
nefndir mætti þurrka út, án þess að
nokkuð þyrfti að koma í staðinn.
Störf margra nefnda eru líka þann-
ig vaxin, að vel mætti fela einum
manni að annast það, sem hefir ver-
ið viðfangsefni heillar nefndar. Þeg-
ar svo er málum háttað, þá verður
að kasta flokkaríg og bitlingasýki
fyrir borð. Það verður að setja
þjóðarheill ofar öllu, og skipa hæf-
an mann til þess að annast það, sem
Láros Thorarensen
kveðnr Akoreyrarbæ
ÞANKABROT
*
Einn af elztu og kunnustu borg-
urum þessa bæjar, Lárus Thoraren-
sen, er nú í þann veginn að flytja
héðan úr bænum til Reykjavíkur. í
tilefni þessa hitti ritstjóri blaðsins
Lárus að máli og bað hann að segja
sér dálítið frá því, sem á daga hans
hefði drifið hér í bænum. Fer frá-
sögn Lárusar hér á eftir.
„Eg kom hingað til bæjarins fyrir
76 árum og hefi dvalið hér síðan. Eg
hefi því séð bæinn vaxa úr því að
vera eins og lítið kot, upp í það,
sem hann er nú. Á fyrstu árum mín-
um hér voru göturnar ekki annað en
troðningar, og þá voru engin götu-
ljós, svo að aðeins sást glæta úr ein-
stöku gluggum á kvöldin, er dimmt
var orðið.
Eg var fermdur 1878, en eftir að
ég hafði unnið fermingareiðinn var
mér ekki rótt, mér fannst það svo
viðurhlutamikið að láta óþroskaða
unglinga vinna slíkan eið, og varð
ég af þessum sökum fráhverfur
kirkjunni um skeið, en nú er það
allt löngu breytt.
Þegar ég kom heim frá ferming-
unni, lá fyrir mér bréf frá Stefáni
sýslumanni, föðurbróður mínum,
þar sem hann bauðst til þess að
kosta mig í skóla fyrir sunnan. En
þá dó faðir minn, og móðir mín
stóð uppi með fjögur börn munað-
arlaus, svo að ég ákvað að hætta við
að fara í skólann, en reyna heldur
að hjarga móður minni og systkin-
um frá sveit og auðnaðist það. Síð-
ar er ég var kominn til Friðbjarnar
Steinssonar bókbindara, þá gekk, ég
í málfundafélag hjá Páli Árdal
kennara. Höfðum við þar æfingar í
að halda ræður, en aðrir gagnrýndu.
Félag þetta hét „Undiralda“, og
Klemenz Jónsson, sem þá var sýslu-
maður hér, hélt vegna nafnsins, að
þetta væri einhvers konar uppreisn-
arfélag. Sendi hann því Kristján
Nikulásson lögregluþjón á fund til
okkar, til þess að kynnast þessu.
Kristján sat allan fundinn og gekk
síðan í félagið. Annars hefi ég aldrei
lært neitt nema dönsku og norsku
annars myndi falið heilli nefnd. Það
ætti að vera hægt að finna menn,
sem vinna slík verk af dugnaði og
samvizkusemi. Kostir þess, að fela
einstaklingum slík störf, eru meðal
annars, að ekki þarf að greiða nema
einum manni laun í stað fjögra eða
fimm, og líkur eru til þess, að verk-
ið verði oft betur af hendi leyst, þeg-
ar einstaklingurinn finnur alla á-
byrgðina hvíla á sér, þannig að hann
getur ekki kennt neinum öðrum um
það, sem aflaga fer í starfinu. Þá
getur hann unnið störf eín í næði,
laus við allar bollaleggingar um
framkvæmd starfsins, aðrar en þær,
sem fara fram í hans eigin hugskoti.
Þannig sparast sá tími, sem annars
mundi eytt í árangurslítið málæði
á mörgum og löngum nefndarfund-
um, og er þess að vænta, að eitthvað
af honum yrði þá notað til þjóð-
nýtra starfa. Væri því ekki úr vegi
fyrir ráðamenn landsins að taka
þessa leið nokkuð til athugunar.
án tilsagnar, og svo hefi ég lesið
ógrynnin öll og hefi stálminni, sem
enn er óbilað.
Eg stofnaði verkamannafélagið
hér árið 1896 og er ég nú heiðurs-
félagi þess.
Eg starfaði í þágu kirkjunnar í 30
ár eða frá 1908—1938. Var ég í
sóknarnefnd allan tímann, en auk
þess lengst af safnaðarfulltrúi og
meðhjálpari og gjaldkeri og inn-
heimtumaður kirkjunnar.
Eg sat í niðurjöfnunarnefnd í sex
ár, en síðan í bæjarstjórn í tvö ár,
1916—1917.
Þá vann ég við það að úthluta hér
matvörum í fyrra stríðinu og var
því nokkurs konar skömmtunar-
stjóri. Á ég enn bók yfir þá úthlutun
alla, og geymir hún margt fróðlegt.
Ætla ég að láta hæinn fá hana.
Eg gekk í stúku 1891 og hefi ver-
ið þar síðan. Á ég nú heiðursbréf
frá Stórstúkunni, Umdæmisstúkunni
og stúkunni ísafold.
Eg hefi fylgt Sjálfstæðisflokknum
að málum, síðan hann var stofnað-
ur og mun ekki skilja við hann með-
an ég lifi. Eg var nokkur ár í stjórn
Sjálfstæðisfélagsins, og þá oftast
gjaldkeri þess. Starfsemi hans hefir
farið sívaxandi, og spái ég því, að
hann eigi svo vaxandi fylgi að fagna,
að þess muni ekki langt að bíða, að
hann nái hreinum meiri hluta.
Þegar ég var á fimmtugasta og
fyrsta árinu kvæntist ég tvítugri
stúlku, sem hét Birna Björnsdóttir.
Við eignuðumst eina dóttur, sem
heitir Birna, og hélt ég henni undir
skírn við kistu móður sinnar, en
hélt síðan ræðu við gröf konu minn-
ar á eftir.
Nú er ég á förum héðan, ef ég
kem þá ekki strax aftur vegna ó-
yndis.
Það sem okkur vantar mest hér á
Akureyri, er meiri umbætur og fleira
fólk. Bærinn verður að hafa sig all-
an við, ef hann á að verða áfram
höfuðstaður Norðurlands. Það þarf
að veita Eyjafjarðará að austurland-
inu, svo að hún fylli ekki eins höfn-
ina, og svo þarf að þurrka leirurnar
og þar myndi hærinn fá stóraukið
landrými.
Ef ég skrifaði ævisögu mína, þá
myndi ég segja frá mörgu merki-
legu, en ég veit ekki, hvort mér end-
ist sjón eða heilsa til þess. Nú liggur
hér hjá bæjarstjórninni bréf frá mér
með örnefnum hér í bænum og allt
fram á Glerárdal. Ornefnin eru 61
að tölu, og eru þau með skýringum.
Örnefnin má birta eftir lát mitt. Þá
liggur annað bréf frá mér hjá bæj-
arstjórn, og eru í því minningar
mínar ásamt ýmsum fleiri upplýs-
ingum, sem ekki má birta fyrr en
eftir aldamótin 2000. Þá á ég hand-
rit, sem komið er suður og ætla ég
að fá það prentað, og eru það
draumar og dularfull fyrirbrigði,
sem hafa komið fyrir mig á lífsleið-
inni.
Eg held ég láti nú hér staðar num-
ið að sinni, en ég gæti sannarlega
sagt þér frá mörgu fleira í góðu
Framhald á 6. síðu.
Norðurárdalsvegurinn.
Nú í sumar er unnið með stór-
virkum vélum að lagningu vegarins
yfir Óxnadalsheiði og í Norðurár-
dal, og miðar þeirri vegagerð allvel
áfram. Eldri lilutar þessa vegar hafa
þegar verið teknir í notkun þar á
meðal vegur frá Silfrastöðum og
alllangt fram í Norðurárdalinn. Þar
er þó sá hængur á, að þessi vegar-
kafli er lítt greiðfærari, en gamli
vegurinn var, og stafar það af því,
hve herfilegur ofaníburður hefir
verið notaður í þennan veg. Ofaní-
burður þessi er Vatnsurið hnullungs-
grjót sótt niður að Norðurá, og er
svo lítill — eða enginn — leir í því
að það festist ekki í veginum. Verða
bílarnir því að aka mjög hægt þarna
í lausagrjótinu, ef bílstjórinn vill
ekki eiga það á hættu að missa
stjórn á bílnum og stofna þannig
sér og farþegunum í beinan voða.
Verður að telja það mjög undar-
lega ráðstöfun þeirra, sem stjórna
þessari vegagerð, að velja þennan
ofaníburð. Ekki geta þeir borið það
fyrir sig, að engan annan betri ofaní-
burð sé að fá, því að í veginn næst
fyrir utan Silfrastaði hefir sýnilega
verið notaður góður ofaníbprður,
og ætti ekki að vera nein frágangs-
sök að flytja sams konar ofaníburð
einnig fram fyrir Silfrastaði. Auk
Ungur sjóliði, sem af félögurr..
sínum var kunnur að því að
vera sérstakjega trúr unnusti.
sinni, var lengi búinn að vera i
herstöð einni langt frá heim-
kynnum sínum. Dag nokkurr
fær hann bréf frá unnustunni
þar sem hún tilkynnir honum,
að hún ætli að giftast öðrurr.
hermanni, og biður hann ac
senda til baka myndina af sér,
Hinn trúi unnusti tók sér
þetta mjög nærri, og er félagar
hans sáu það hugðu þeir á.
hefndir.
Þeir söfnuðu saman öllum
þeim myndum af kvenfólki, sem
þeir gátu náð í þar í herstöðinní
og fengu þannig geysistóra,
hrúgu. Þetta pökkuðu þeir allt
inn og sendu það til stúlkunnar
ásamt eftirfarandi línum fré,
unnustanum fyrrverandi.
„Þetta er allt saman í hræri
graut hjá mér, og ég man ekk
ert hver myndin er af þér. Þes:
vegna þætti mér vænt um ef þú
vildir finna hana í hrúgunni og
senda mér svo hitt til baka.“
Á götuhorni standa tveir
menn og horfa á pilt og stúlku
sem eru í mjög innilegum faðm
lögum. „Þetta er ást við fyrstu
sýn,“ segir annar til útskýring
ar. „Eg er bara að bíða eftii
því, að þau hætti augnablik, ti1
þess að ég fái tækifæri til aú
kynna þau hvort fyrir öðru.“
þess mun mega finna betri ofaní-
burð hingað og þangað uppi í hlíð-
inni, heldur en þetta hnullungsgrj ót,
sem sótt er niður á áreyrar. Þá ætti
hverjum venjulegum manni að vera
þar ljóst, að til þess að mölin geti
troðizt í veginn, þannig að hann
verði harður og sléttur, þá verður
að vera í henni nokkuð af leir eða
slíkum bindiefnum. Þótt vera kunni,
að ódýrast hafi verið að flytja grjót-
ið frá ánni í veginn, þá er ekki ólík-
legt, að það verði áður en lýkur
dýrasta ráðstöfunin, þar sem hún
veldur bæði auknu sliti á farartækj-
mn og sóun á tíma og benzíni. Auk
þess gæti hún valdið slysum, og af-
leiðingar þeirra verða ekki metnar
til fjár. En þetta er aðeins eitt dæmi
af mörgum, sem sýnir það, að alltof
oft hefir verið hugsað mest um það
í okkar vegagerð og víðar, að spara
í augnablikinu, þótt sá sparnaður
hafi raunverulega orðið orsök mik-
illar sóunar á verðmætum, þótt rétt-
ur skilningur á þessu fari vaxandi,
sem betur fer.
En þessi saga þarna úr Norðurár-
dalnum má ekki endurtaka sig. Það
verður að bera betri möl ofan í
þann veg, sem nú er verið að leggja
þar, og það verður sem fyrst að aka
góðum ofaníburði yfir hnullungs-
grjótið í veginum fyrir framan
Silfrastaði.
1 loftvamabyrginu: — „Her-
bert“, sagði unga stúlkan, þegar
hættan var liðin Tijá og ljósiíi
voru kveikt aftur, „þú mátl
ekki kyssa mig svona innan unt
annað fólk, jafnvel þótt það sc.
niðamyrkur.“
„Eg hefi ekki kysst þig,“
sagði ungi maðurinn og horfði
þungbrýnn í kringum sig í manr.
þyrpingunni. „Ef ég vissi bara,
hvaða náungi hefir gert það, þé.
skyldi ég sannarlega kenna hon-
um að lifa.“
„Herbert“, andvarpaði stúlk-
an, „þú gætir ekkert kennt hon-
um.“
Maður nokkur var á ökuferð úti.
í sveit } Ka/iforníu er hann.
stanzaði skyndilega til þess a£
horfa á kúahjörð. Það sem vai
einkennilegt við kýrnar var, a£
á báðar hliðar hverrar einustu.
þeirra var málað stórum hvít-
um stöfum orðið „KÝR“.
„Hvað á þetta að þýða?"
spurði maðurinn bónda nolck-
urn, sem var þar nærri.
„Þessir fábjánar úr borginni
jíoma hingað á hverju ári til
þess að veiða, og þeir þekkja
svei mér þá ekki í sundur kú og
rádýr. Þó ganga þeir í skóla þar
til þeir eru orðnir tvítugir. Það
hlýtur að vera meira samsafnið
af þessum bóklærðu fíflum
þarna í San Fransiskó.
~ GAMÁN og alvara ~