Íslendingur - 31.08.1949, Page 1
XXXV. árg. Miðvikudagur 31. ágúst 1949 31. tbl.
l/
Yöruhappdrælti SIBS
afl taka til starfa.
Alls 3000 vlonlngar. Dregið Ijrst 3. oktúber.
MannréttlBdanefndln taiar saman.
Meðlimir mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna héldu
nýlega 5. þing sitt í Lake Success. Sjást þeir hér rabba saman á
lokuðum fundi. Þrír þeirra, sem taldir eru frá vinstri, eru: dr.
Charles Malik, Libanon, fregnritari, Rene Cassin prófessor, Frakk-
landi og frú Eleanor Roosevelt formaður.
SÍIDVEIÐIN
SlBS hefir fengið því fram-
gengt að mega efna til vöru-
happdrættis vegna bygginga
sinna að Reykjaátndi. 1 reglu-
gerð,, sem fjármálaráðuneytið
hefir gefið út um happdrættið,
segir svo:
„Ágóði af vöruhappdrætti
SlBS skal varið til að greiða
stofnkostnað við byggingafram-
kvæmdir vistheimilisins í
Reykjalundi. Eignum happ-
drættisins skal, ef það verður
lagt niður, verja á sama hátt.
Stjórn SlBS fer með yfirstjórn
happdrættisins og hefir á hendi
reikningshald þess eða felur
það framkvæmdastjóra.“
„......Happdrættið gefur út
árlega 50 þús. hluti í 6 flokkum,
Vinningar eru samanlagt 5000
að tölu í öllum 6 flokkunum,
og er samanlagt verðmæti kr.
1,2 milj. miðað við smásöiuverð.
Stjórn SlBS ákveður vinninga-
töluna og verðmæti þeirra í
hverjum flokki, er fari stighækk
andi, en þó séu aldrei færri en
300 vinningar í 1. flokki og ekki
fleiri en 1500 vinningar í 6. fi.
Verðmæti vinninganna að með-
altali í hverjum f'okki skal vera
svipað.
Verð ársmiða er kr. 60,00, en
endurnýjunarmiða í hverjum
flokki kr. 10,00. Ef menn vilja
kaupa hlutamiða eftir að drætt-
ir eru byrjaðir á árinu. skal
greiða fyrir hann; auk vlerðs
hans í flokki þeim, sem næst á
að draga í, samanlagt verð hlut-
' arins í öllum þeim flokkum, sem
dregið hefur verið í á árinu.
Hlutamiðar eru seldir á skrif-
stofu SÍBS í Reykjavík og hjá
umboðsmönnum happdrættisins
víðsvegar um landið. Endurnýj-
un hlutamiða hefst að 15 dög-
um liðnum frá síðasta drætti og
varir til kvölds síðasta endur-
nýjunardags. sem skráður er á
hvern miða.
Um vinninga í 1. flokki skal
dregið 5. febrúar og síðan 5.
annars hvers mánaðar eða
næsta virkan dag á eftir, ef
þann dag ber upp á helgidag.
Vinningaskrá skal gefin út að
loknum hverjum drætti, og skal
hún fást ókeypis hjá öllum um-
boðsmönnum happdrættisins.
Allir vinningarnir greiðast í
vörum, og er vöi'uhappdrætti
SlBS óheimilt að greiða and-
virði þeirra í peningum.
Vinninga afhenda aðeins við-
urkenndir birgðasalar happ
drættisins. Ef vinningurinn er
ekki ákveðin vörutegund, er
vinnanda í sjálfsvald sett, hvaða
vörutegund eða verðmæti hann
kýs sér af því, er birgðasali hef-
ir á boðstó.úm fyrir happdrætt-
ið. — Ef miði, sem vinning hlýt-
ur, hefir glatazt, getur eigandi
hans snúið sér til stjómar SlBS
með beiðni um að fá vinninginn
afhentan, en fylgja skal vottorð
umboðsmanns, sem seldi mið-
ann, um það, að samkvæmt bók-
um hans hafi umsækjandi keypt
miðann.“
Þá eru bráðabirgðaákvæði,
þess efnis, að 1949 fari dráttur
fram í fyrsta skipti 5. október
og annar 5. desember.
Verð ársmiða verði kr. 20,00
Vinningaverðmæti skuli vera
svo sem eðlilegt væri í 3. og 4.
flokki.
Sala happdrættismiða mun
hefjast innan skamms.
»•••••••••••••••••••••••••
ISLENZKTJR HAFRANN-
SÓKNARLEBE)ANGUR í
NORÐUEHÖFUM
I s.l. júlímánuði leigði Fiski-
deild atvinnudeildar Háskóla Is-
lands v.b. Kára frá Vestmanna-
eyjum til hafrannsókna í Norð-
urhöfum.
Fór Kári fyrst vestur í Græn-
landshaf; svo lángt sem komizt
var vegna íss, en síðan hélt hann
austur í haf fyrir norðan ísland,
og hefir framkvæmt hafrann-
sóknir á sv*æðinu fyrir Norður-
og Norð-austurlandi allt norður
að Jan Mayen, en þar hafa
Norðmenn veðui’athuganir og
ýmsar vísindalegar rannsóknir.
1 leiðangri þessum er safnað
sýnishornum af sjó á ýmsum
svæðum og mismunandi dýpi.
Verður síðar unnið úi' þeim í
atvinnudeild Háskólans.
Unnsteinn Stefánsson efna-
fræðingur stjómar þessum haf-
rannsóknum.
Framboð
Sjálfstæðisfl. hefir ákveðið
framboð í Hafnai’firði. Verður
þar í kjöri Ingólfur Flygenring
framkv.stjóri, en hann er sonur
Ágústar Flygenring, sem lengi
átti sæti á Alþingi.
1 Austur- Skaftafellssýsiu
verður í kjöri af hálfu Sjálfstæð
ismanna Gunnar Bjarnason
hrossaræktarráðunautur eins og
við síðustu Alþingiskosningar.
Fallegar myndir.
Kjartan Ó Bjarnason kvik-
myndatökumaður sýndi í fyrra,-
kvöld og gær 4 íslenzka kvik-
myndaþætti í Nýja Bíó. Fyrsti
þátturinn heitir „Blessuð séi’tu
sveitin mín“( og er það í senn
falleg mynd og lærdómsrik fyr-
ix ungt fólk( sem lifað hefir frá
fæðingu í bæjunum og lítil kynni
hefir af sveitalífi. Auk undur-
fagurra landslagsmynda eru þar
sýndir atvinnuhættir sveita-
fólksins allt frá voryrkju til
hauststarfa: Slóðadráttur, rún-
ingur, héyvinna með nýju og
gömlu lagi; göngur og réttir
o. s. frv. Þá eru þar margar
myndir af öliúm tegundum hús-
dýra og umgengni barnanna við
þau, og eru þær myndir séi'stak-
lega vel fallnar til kennslu í
barnaskólum í átthagafræði og
dýrafi’æði. ,
Þá sýndi Kjartan upphaf að
Vestfjarðakvikmynd, sem hann
hefir í smíðum.' Er þar margt
fallegi'a mynda, én eftirtektar-
vérðast er þátturinn frá Æðey
og færikvíunum á Kirkjubóli í
önundarfirði.
Hinir þættirnir eru frá Skíða-
landsmótinu á Glei'árdal 1948,
— hin prýðilegasta mynd, —
og atburðirnir á Austurvelli
30. marz. Sú mynd er að vísu
engin heildarmynd yfir það,
sem gerðist( enda mun aðstaða
hafa verið erfið til kvikmynd-
unar vegna hraða atburðanna.
Grjótkastið er t.d. ekki sýnt,
heldur aðeins afleiðingar þess
eftir óeirðirnar, og þó ekki
nema utan frá. Úr Alþingishús-
inu sjálfu, þegar það var sem
verst leikið; er engin mynd.
Kjartan Ó Bjarnason hefir
lagt sig mjög fram við að ná
góðum myndum og ekki hikað
við erfið ferðalög á sjó og landi
til að afla þeirra.
SfíTirðllegt athæfi
Okoniðingt
S.l. föstudag fann kona frá
Þórustöðum á Svalbarðssti'önd
8 mánaða gamlan kvígukálf
dauðan inni í ræsi, er liggur
gegnum Svalbarðsstrandarveg-
inn skcunmt utan við bæinn.
Hafð kálfinum auðsjáaniega
verið troðið inn í ræsið, og var
hann illa útleikinn^ húð flegin
af annarl síðunni og rif í henni
bi’otin, er stóðu út úr, svo að sá
inn í hol hans. Mun kálfurinn
hafa legið þama nokkra daga,
því að maðkar voru þegar seztir
í skrokkinn. öll merki benda til,
að frásögn sjónarvotta, að ekið
hafi vérið á kálfinn og hann síð-
an falinn á fyrrnefndan hátt,
heldur en að segja til óháppsins.
Kálfinn átti Sigurður Vilhjálms
son á Brautarhóli, en hann hef-
ir áður orðið fyrir því óhappi
að missa 10 kýr sinar á fám ár-
um.
Þrír bæir eru þarna skammt
frá veginurn og hefði því ekki
ci'ðið mikil töf að því að til-
kynna óhappið, svo að eigandi
hefði getað fengið skaðann bætt
an. En sá, sem varð kálfinum
að bana, hefur heldur kosið að
troða honum inn í ræsi og fi’esta
þannig fundi hans^ en að láta
vita um óhappið, eins og hver
sæmiléga innrættur maður hefði
gert.
Ef einhver hefði upplýsirigar
að gefa, er leitt gætu til að upp
hefðist á þeim, sem þai'na hef-
ur verið að verki ætti hann
J
ekki að liggja á þeim, þvi að
rnenn með því inni’æti, sem hér
hefur verið frá skýrt, þyrftu að
losna frá því að stjórna ökutæki
á vegum.
Síldveiðin hefir verið treg
að undanförnu. Þó hefir verið
nokkuð um síld á miðunum en
i
torfur gisnar og köst lítil.
Heildaraflinn var í vikulokin
síðustu 435 þús. hl. í bræðslu,
(426 þús. í fyrra) og 51295 tn.
í salt (93475 í fyi'ra). Krossa-
nesvei’ksmiðjan hafði í gær tek-
ið á móti 14612 málum. Flest
skip voru í höfnum eða land-
vari í fyrradag vegna veðurs og
enn var slæmt veiðiveður í gær.
RÖGNVALDUR
SIGURJÓNSSON
heldur hljómJeika á Akureyri.
Hinn þekkti píanósnillingur
Rögnvaldur Sigurjónsson held-
ur hljómleika hér í Nýja Bíó
annað kvöld (fimmtudag) kl.
7 e.h. Efnisskrá hljómleikanna
er mjög fjölbreytt, og eru þar
m. a. nokkur verk eftir Chopin
í tilefni af 100 ára dánai’afmæli
tönskáldsins.
AFLASÖLUR
AKUREYRARUOGARANNA
Frá því um miðjan ágúst hafa
■allir Akui’eyrai’togararnir selt
afla sinn í Bremerhaven í
Þýzkalandi. Var aflinn sem hér
segir:
Kaldbakur 286 tonn
Svalbakur 299 tonn
Jöi’undur 230 tonn
Var þetta fyrsta sala Jörundar
og hann ekki fullfermdur. Hefir
hann reynst mjög vel í fyi'stu
veiðiför sinni.