Íslendingur


Íslendingur - 31.08.1949, Side 4

Íslendingur - 31.08.1949, Side 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagui' 31. ágúst 1949 I Guðm. Júnsson, Mýrarlðni — 50 ára — Að þylja varnað þó sé mér. þínum yfir borðum. Samt er Ijúft að senda þér sögu í fáum orðum: Gegnum hraun og gróið land, gatan hefir legið. Þó örðugleika- ægði grand, undan var ei slegið. Þú hefir oft í ströngu strítt, en staðið heill að verki, og bújörð þína bætt og prýtt, hún ber þess lengi merki. Þú fyrirleizt að fást við smátt, og fánýtt glys að bera, en kunnir vel að hyggja hátt og hagsýnn bóndi að vera. Trausti höldur, heill sé þér! með hálfa öld að baki. Heillavöld þig helgi sér, og hlý að kvöldi vaki. G. S. H. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO - GAMAN OG ALVARA ~ Útgcfandi: Útgáhjfélag ísl*ariings Ritetjóri og ébyrgðannaðui: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgrsiSsla: Sranbarg tisanin Skrifstofa Grónufélagsgata 4 Sími 354 Pósthólf 1 18 Prantimilja Björns JmMur b.f. Var laadbúnaðuriDD aiskiptur ? Tíminn er mjög hneykslaður yfir því, að Sjálfstæðisflokkur- inn muni fylgja stefnu nýsköp- unarstjórnarinnar í landbúnað- armálum. Telur hann þar í falda miki'a hættu fyrir íslenzkan landbúnað; og alla, sem þann atvinnuveg stunda. Eftir því sem Tímanum segist frá, byrjaði ný- sköpunarstjórnin á þvi að knýja fram verðlækkun á landbún- aðarvörum „með svikum“, og verður ekki sagt að hann klígi við ósannindum, þvS að allir landsmenn vita að hin svo- •1 nefnda eftirgjöf um 9,4% á landbúnaðarafuröum var ekki frekar verk Sjálfstæðisflokks- ins en Framsóknar, og síður en svo verk nýsköpunarstjórnar- innar, þar sem hún var þá alls ekki mynduð. Fullyrðingar Tímans um að bændur hafi verið afskiptir um innflutning láta ekki líklega í eyrum þeirra manna, sem nú ferðast um landið og sjá með eigin augum þær ævintýralegu framkvæmdir, sem gerðar hafa vterið á þeim fáu árum, siðan r.ýsköpunarstjórnin tók við völd um. Flestir munu láta hugann hvarfla að því, hvernig umhorfs hefði verið, ef bjartsýni og djarfhugur nýsköpunarstjómar- innar hefði ekki verið að verki, heldur kyrrstöðustefna þess fiokks, sem kennir sig við Framsókn. Og það ætti Tíma- mönnum að geta skilizt, að tog- arakaupin hafa þegar haft i för með sér svo mjög aukna gjaldeyrisöflun, að innflutning- ur stórýirkra véla til aukinnar landbúnaðarframleiðslu er meiri en ella hefði getað orðið. Það þarf alveg sérstaka dirf- sku og blygðunarleysi til að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hafa gengið á hlut bændanna með því að beita sér fyrir hinni stórfelldu nýsköpun atvinnu- veganna. Allir sem hafa óbrjál- aða dómgreind, vita, að skurð- gröfurnar, dráttarvélarnar; jarð ýtunar, jeppabifreiðarnar, hey- vinnuvélarnar nýju( mjaltavéi- arnar, votheysturnarnir, súg- þurrkunartækin og öll önnur ný tæki sem sjá má, hvar sem far- ið er um sveitir landsins, eru fyrst og fremst til komin fyrir Gamli tíminn kemur ekki ajtur. — Auknar jjárkröjur. — Vanhugsuð löggjöf. — Hvar er smjörið? ÞEGAR talað er um, að lækka verðlagið og kaupgjaldið í landinu, sem hvorUveggja væri æskilegl og að sjálísögu óhjákvæmi- iegt að því marki, sem viðskipti okkar við aðrar þjóðir gera nauðsynlegt, þá er hverjum eldri manni ljóst, að verðlag og kaupgjald getur aldrei fallið í þær gömlu skorður, sem það var í fyrir heimsstyrj- tiiverknað Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma og þessi stói’fellda nýsköpun fer fram í landbúnað- inum ganga konur berfættar víðs vegar um land vegna strangrar skömmtunar á sokk- um. öll áherzla hefir vexúð iögð á að flytja inn vinnusparandi vélar og tæki til að létta fram- leiðslustörfin og auka afköstin, einstaklingum og þjóð til heilla. Og ástæðan fyrir því5 að Fram- sókn ótundast yfir þessum af- rekum, er ekki sú, að hún sé yfirleitt á móti því( sem gert hefir vterið, heldur miklu fremur sú, að hún skyldi ekki hafa bor- ið gæfu til að vera með i þessu uppbyggingarstarfi frá upphafi. Sú sjálfsgremja kemur nú fram í afbrýðikenndum skætingi til þess flokks( er forustu hafði um hina glæsilegu nýsköpun, og ber það vott um leiðinlegan veik- leika. En það má Tíminn vita, að bændastéttin hræðist ekki þá stefnu, er Sjálfstæðisflokk- urinn hefur tekið í landbúnað- armálum. Bændastéttinni er það sjálfri Ijóst að gömlu hand- verkfærin eru að hverfa úr sög- unni fyrir vélknúnum tækjum, og harmar ekki þau umskipti. Þeirri tækni( sem getur létt af mönnum þrotlausri erfiði, verð- ur ætíð tekið fegins hugar, og hún er líklegust til að geta sætt fólkið úti um byggðir iandsins við að lifa þar lífi sínu áfram í stað þess að fisytja á mölina og keppa þar um hvert handtak á þröngum vinnumarkaði. Tíminn óttast( að Sjáifstæðis- flokkurinn sýni bændastéttinni „hina sömu fólsku og fyrr“( ef honum Verði sjálfrátt eftir kosn ingar. Ef Framsóknarflokkur- inn lítur á það sem fólskubrögð að beita sér fyrir því að létta erfiði þeirra; er að landbúnaði vinna, með aukinni véltækni, þá á hann sér varla von um mikið fylgi í framtíðinni. Hið eina, sem hann ávinnur sér með slík- um staðhæfingum, er það, að verða „afskiptur“ með atkvæði kjósenda í sveitum Iandsins við næstu Alþingiskosningar. öldina fyrri 1914—1918. Hin sífellt aukna tækni og nýjar uppfinningar gera það að verkum, að hvorki bóndinn eða vinnumað- urinn í sveitinni né heldur bæjarbúinn, komast af með þá fjárupphæð í tekjur, er þá voru taldar við hæfi. Við þekktum þá ekki útvarpsviðtæki og kostnaðinn við að eiga það. Ekki heldur bíla né flugvélar og fargjöld með flutningatækjum, nema einstöku sinnum hestlán á 2—5 kr., ef við áttum ekki dróg sjálfir. Engin kynni höfðum við þá heldur af greiðslu til Trygg ingarstofnunar rikisins eða Sjúkrasamlags (og tæplega iðgjöld af bruna- eða líftrygg ingum). Við fórum þá ekki að jafnaði til hárskera að láta skella af okkur lagðinn, lteldur hjálpuðum þar hver upp á annan, og þurftum ekki að taka upp budduna. Svona mætti lengi telja. Og sérstaklega að því er snertir bæjarbúa, er rétt að minnast þess, að þeir voru fyrr á árum ekki rifnir upp á r.... á sunnudags- morgna til að kaupa „rnerki dagsins“ á 5 eða 10 krónur. Þá voru nefnilega engir barnadagar lil né blómadagar, mæðradag- ar eða sjómannadagar, engir fjársöfnunar- dagar fyrir ferðalög skólabarna, Slysa- varnaíélög, Rauða Krossinn, Mæðrastyrkt- arnefndir og hvað það nú heitir alltsaman, og engin 1. maí-hátíð. Þótl santi sparnað- arhugur væri nú ríkjandi hjá ntér og fyrir 35—40 árum, þá yrði hann ekki talinn mér til dyggðar, heldur héti hann nagla- skapur cða grútarháttur. Af öllu þessu er ljóst, að fólk þarf meiri peninga nú en þá, þótt verðlagið væri fært niður í það, sem þá var, en það er heldur ekki unnt, því að framleiðandi mjólkurinnar og kjötsins þarf líka að fá hærra verð nú en þá, vegna hinna auknu og nýju fjárkrafna úr ýms- um áttum. Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskiln ing einhvers fljóthuga lesanda, vil ég taka það fram, að ég er ekki að amast við fé- lagsskap um mannúðar- og öryggismái, sem ég hef m. a. nefnt hér að framan. Til slíkrar starfsemi þarf fé, og því betur kem ur hún að noturn, sem íleiri leggja eitt- livað af mörkum. Eg tel einnig mikilsvert, að menn séu sjúkra-, slysa-, elli- og ör- orkutryggðir. En allt þetta kallar á rneiri og minni útgjöld, sem áður voru óþekkt. // EN þegar ég fer að minnast á almanna tryggingar á annað borð, þá minnist ég þess, sem fleiri en einn bóndi hafa tjáð mér, og það er, að þcir verði að greiða há slysatryggingargjöld af því vanda- lausu fólki, sem hjá þeim vinni, en séu sjálfir ótryggðir fyrir slysum. Ef þetta er rétt, er frágangur tryggingarlöggjafarinn- ar um þetta efni reginhneyksli, og þarfn- ast þegar í stað endurskoðunar. Ef slysa- trygging er á annað borð komið á, verð- ur hún að ná til allra, og það engu síður til fyrirvinnu heimilanna, ncma frekar sé. // HElMILISFAÐiR hér í bænum sagði mér sögu þessa í fyrradag: Fyrir skömmu varð ég smjörlaus og búinn mcð skömmtunarmiðana, aðallega vegna þess, að gestir hafa dvalið hjá mér með meira móti. Fór ég því upp í sölu- búð Mjólkursamlagsin6 og bað um smjör. Eg var krafinn ttm miða. „Hef þá enga“ svaraði ég, „og vil ég greiða fullt verð fyrir smjörið". En það gat ekki gengið. Var mér vísað niður í kjötbúð. Þar gæti ég fengið sveitasmjör á fullu verði. Eg gckk þangað og bað um sveitasmjör. — í Sögu Akureyrar segir svo í kaílanuni um Grím Grímsson Lax- dal: „1842 fékk hann veitingaleyfi, en jafnframt var honum setlur fastur taxti. Af því að ég ímynda mér að mörgum þyki fróðlegt að sjá hann, enda .sýnir hamt verðlag, sem þá var talið sanngjarnt, tilfæri ég helztu atriði hans: Rúmlán kostaði 8 sk. Kaffibolli meðaistór 6 sk., kaffibolii meðalstór, en með fínu brauði, svo sem 1—2 tvíbökum 7—8 sk. Bolli af Choco- Iade, án brauðs 14 sk. Brennivíns- staup 2 sk. Sama með lítilli brauð- sneið með smjöri 3 sk. Stórt glas af góðu rommpúnsi 12 sk. Ein ináltíð matar, svo sem heit kjötsúpa eða þar á borð við í óbreyttum, góðum mat 10 sk. Máltíð af vandaðri mat, svo sem steik eða þar á borð við 14 sk. Hálftunna af góðu útheyi 8 sk. * A. Dó frændi þinn eðlilegum dauðdaga? B. Já, hann varð undir bíl. „Ekki til og kemur sjaldan”, var svárið. Þá bað ég um samlagssmjör. „Fæst aðeins uppi í Samlagi”, sögðu þeir. Eg hafði reynt það, og varð því að fara smjörlaus heim. En ég braut heilann um það á leiðinni, hvað af smjörinu yrði, hvort það væri sent burtu eins og á árunum eða geymt í frystihúsi, og þá til hvers? Þetta var saga mannsins. Hún sýnir, að ekki veitir af meiri smjörinnflutningi frá Danmörku þegar í stað. Leiðsögumaður: Þessi stytta hérna er m eira en 2000 ára gömul. Ferðamaður: Enga vitleysu, góði. Það er nú ekki nema 1949 ennþá. * Faðirinn: Hvernig stendur á, að þú berð Nonna litla, leikfélaga þinn, svo að hann hleypur skælandi heim? Sonurinn: Hann sagði, að ég væri alveg eins og þú í útliti. Konan: Hvað ætlar þú nú að fara að gera? Eiginmaðurinn: (sem er rithöf- undur) Eg ætla að halda áfram að skrifa skáldsöguna, sem ég hefi i smíðum. Konan: Ottaleg vitleysa er þetta að leggja svona mikið á sig við þessa skáldsögu. Eg hélt þú hefðir efni á því að kaupa þér eina hérna í bóka- búðinni á horninu. Þeir mættust á förnum vegi. Annar: Sæll og blessaður, Jón minn. Hinn: Já komdu ævinlega kross- blessaður, Sigurður. Annar: En ég heiti ekki Sigurður. Hinn: Eg heiti heldur ekki Jón. * A. Hvernig stendur á, að konan þín er strax komin heim? Ætlaði hún ekki að vera mánuð í burtu? B. Jú, en það var svo mikið bergmál þar sem hún dvaldi, að hún kunni ekki við sig. Hún fékk sko, aldrei að hafa síðasta orðið.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.