Íslendingur - 31.08.1949, Síða 5
Miðvikudagur 31. ágúst 1949
ÍSLENDINGUR
5
Bændur eiga ekki
erfitt val
SÓFASETT
Eg hefi verið beðinn að
selja nýtt fallegt sófasett.
PVOTTADUFTIÐ
Upplýsingar gefur Kristján Sig-
tryggsson
Hafnarbúðinni, Skipag. 4.
Sími 94.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú lýst
því yfir að hann muni fylgja stefnu
fyrrverandi stjórnar í landbúnaðar-
málum. Urðu Framsóknarmenn
ókvæða við þá yfirlýsingu, sem
vænta mátti, þar sem þeim er ljóst,
hve erfitt þeim er að berjast gegn
þeirri stefnu um fylgi hænda, og ef
þeir standa uppi rúnir að því, þá eru
dagar Framsóknar brátt taldii-.
Bændur muna það ofurvel, hverj-
ir hafa bezt búið að hagsmunamálum
þeirra, og undir hverra stjórn þeir
hafa notið mestrar hagsældar. Þeir
hafa ekki gleymt því, hvernig Páll
Zophoníasson skammtaði þeim fyrr-
um vöruverð eins og skít úr hnefa.
Þeir muna glöggt þá breytingu, sem
varð á afurðaverði þeirra, þegar
Ingólfur Jónsson tók sæti Páls er
Sjálfstæðismenn komust til valda,
og þeir muna það líka glöggt, að í
tíð fyrrverandi stjórnar voru það
bændur og bændur einir, sem á-
kváðu verðlagið á afurðum sínum.
Er og stjórnartíð fyrrverandi stjór.n-
ar eina tímabilið, sem bændur hafa
sjálfir ákveðið afurðaverð sitt, síð-
an ríkisvaldið fór að hafa íhlutun
um verðlag6mál bænda.
Það er i fullu samræmi við aðra
afstöðu Framsóknarmanna, að Bún-
aðarráðið skyldi vera sérstakur
þyrnir í augum þeirra. Þeim er það
ljóst, að það var mjög vinsæl stofn-
un meðal bænda, og af því að Sjálf-
stæðismenn urðu til þess að stofna
það, þá töldu Framsóknarmenn sér
brýna nauðsyn að fjandskapast
gegn því, þar sem þeir gerðu sér þeg-
ar ljóst, að þessi ráðstöfun myndi
auka fylgi Sjálfstæðisflokksins með-
al bænda, og þess eru engin dæmi,
að FramsóknarfJokkurinn hafi látið
raunverulega etta ímyndaða flokks-
hagsmuni sín/i víkja fyrir hagemun-
um þjóðarinnar eða einstakra stétta
hennar.
Því var það að Framsóknarmenn
gerðu það að skilyrði fyrir þátttöku
sinni í núverandi ríkisstjórn,, að
Búnaðarráðið, sú verðlagsstofnun,
sem hefir reynzt bændum hagkvæm-
usl, yrði lagt niður, og að þessu skil-
yrði var illu heilli gengið. Síðan
hafa Framsóknarmenn orðið að
reyna að telja bændum trú urn, að
það sé hagkvæmara fyrir þá að fá
að kjósa minni hluta gerðardóms
til þess að ákveða afurðaverð land-
búnaðarafurða, heldur en að afurða-
verðið væri ákveðið af 25 bændum,
skipuðum af Bjarna Ásgeirssyni.
Það má að vísu vel vera, að bændur
geti ekki vænzt mikils sér til handa
úr þeirn herbúðum, en þa.ð er þó frá-
leitt að ætla, að jafnvel Framsóknar-
mönnum tækist að finna nokkra 25
bændur víðsvegar að af landinu,
sem væru fúsir til þess að ákveða
verðlag á vörum bænda þeim óhag-
stæðara, en einn embættismaður úr
hópi neytenda mundi gera.
Eins og kunnugl er, þá liefir tækn-
in í landbúnaðinum aldrei tekið eins
stórstígum framförum, eins og í
stjórnartíð fyrrverandi stjórnar. —
Sjálfstæðismenn mörkuðu þar þá
stefnu, að koma yrði öllum vinnu-
brögðum við landbúnaðinn í nýtízku
horf til þess að hann geti staðizt
samkeppni við aðrar atvinnugreinar
um vinnuaflið og selt vörur sínar
með hagnaði við því verðlagi, sem
neytendur eru færir um að greiða.
Á síðasla Alþingi sýndu Sjálfstæðis-
menn það glöggt, að þeir eru á-
kveðnir í að fylgja þessari sömu
stefnu áfram, en þeir fluttu þá sem
kunnugt er tillögur um mikinn inn-
flutning landbúnaðartækja. Fram-
sóknarmenn reyndu eftir megni að
spilla fyrir þessum tillögum, en
treystu sér þó ekki til þess að snú-
ast beint gegn þeim af fullum fjand-
skap.
Þannig er ljóst af framansögðu,
sein og yfirlýsingu Sjálfstæðisflokks
ins um stefnu sína í landbúnaðar-
málum, að flokkurinn mun beita sér
fyrir áframhaldandi nýsköpun í land
búnaðinum. Þótt landbúnaðurinn
fengi mikið af nýjum tækjum í tíð
Nýsköpunarstjórnarinnar, þá vantar
þó enn mikið til að svo sé að honum
búið, sem þarf að verða. Það hefir
líka verið lalað um, að hann hafi
orðið afskiptur um nýsköpunartæki,
en það situr sízt ó þeim mönnum,
sem \oru á móti nýsköpuninni, að
gera það, einkum þegar þess er gætt,
að landbúnaðurinn hafði áður dreg-
izt mjög aftur úr og það á valdatím-
um Framsóknar, enda var það svo,
er Framsókn hrökklaðist frá völdum
eftir sitt langa valdatímabil, að veru
legum hluta af heyfeng landsmanna
var aflað með samskonar tækjum og
hér tíðkuðust á Landnámsöld. Að
vísu eru þau tæki enn ekki úr sög-
unni, en notkun þeirra hefir þó
minnkað mjög mikið nú á síðustu
árum og þau þurfa að hverfa inn í
söfnin hið allra bráðasta.
Þegar þannig er gerður saman-
burður á stefnu Sjálfstæðismanna
og Framsóknarmanna í hagsmuna-
máltam bænda, þá kemur glöggt í
ljós, hve munurinn er gífurlega mik-
ill. Það var fyrst er Sjálfstæðismenn
komust i valdaaðstöðu, að bændur
fóru að rétta úr kútnum eftir lang-
varandi þrengingar i valdatíð Fram-
sóknar.
Þeir eru alls þessa vel minnugir,
þeir þekkja áreiðanlega muninn, og
þeir eiga því ekki erfitl um val, er
þeir ganga að kjörborðinu nú í
haust. Nú ættu þeir að sjá sóma sinn
í því að ganga þannig frá Fram-
sóknarflokknum, að héðan af heyri
liann aðeins fortíðinni til. Hann hef-
EINBÝLISHÚS
Til söíu nú þegar og af-
hendingar fljótlega, ný-
byggt einbýlishús á Norð-
urbrekkunni.
Björn Halldórsson, — sími 312
Fimm manna
Ford-bifreið
til sölu með tækifærisverði.
Upplýsingar í síma 545.
^ooooooooooooooooooooooooo
GÓÐ STCLKA
helzt vön húsvterkum, ósk-
ast á gott heimili í Reykja-
vík. Sérherbergi. Kaup eft-
ir samkomulagi.
Upplýsingar hjá ritstj. blaðsins
til föstudags.
>©$©©©0©©©©0»000»«0«0»0»»©*
ATHUGIÐ !
Lítið iðnfyrirtæki til sölu
mjög hentugt fyrir heimili.
A. v. á.
R A U Ð U R
belgvettlingur tapaðist.
Skilist á afgreiðslu Islend-
ings.
ooooooooooooooooooooooooos
ÍBÚÐ ÓSKAST
2 — 3 herbergi og eldhús.
Afnot af síma og þvotta-
vél geta komið til greina.(
KARLMANN
eða
KVENMANN
vantar mig á ljósmynda-
stofuna.
Edvard Sigurgeirsson
ljósmyndari.
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO*
HtS TIL SÖLU
á besta stað í bænum ef
viðunandi boð fæst.
Tilboð leggist inn til Ba'durs
Svanlaugssonar, Bjarmastíg 3
milli 6 og 7 næstu kvöld.
Tek að mér að,
SNÍÐA og MATA
dömu og telpukjóla. Til viðtals
mánudaga og fimmtudaga kl.
2 — 5.
Jóhanna Norðfjörð
Ægisgötu 25. Sími 575.
ooooooooooooo»ooooo»o©ooo<
ir líka sýnt það glöggt upp á síðkast-
ið, að hann er fyrst og fremst flokk-
ur fortíðarinnar.
GERIR ÞVOTTINN FALLEGAN
— Nú er þoð frjólst og faest í hverri búð —
HEILDSÖLUBIRGÐIR HJÁ:
I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN
AKUREYRI
INNILEGT ÞAKKLÆTI votta ég vinum og kunningjum, sem
i
glöddu mig með skeytum og gjöjum á sjötugsafmœlinu, 24. ágúst s. I.
JÓNAS JÓNASSON
ÉG ÞAKKA HJARTANLEGA ykkur öllum, vinir, jrcendur
og samverkamenn í Slökkviliðinu, fyrir hlýhug og gjafir á sötugs-
afmœli mínu 29. þ. m.
Ég árna ykkur allra heilla.
EGGERT ST. MELSTAÐ.
>00000000000000000000000000000000000000000000000000000
Gagntræðasköli Akureyrar
Þeim nemendum, er ætla sér að sækja um inngöngu í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar á komandi hausti og hafa enn ekki sent inn-
göngubeiðni, er ráðið að gera það sem fyrst.
Akureyri, 29. ágúst 1949.
Þorsteinn M. Jónsson
skólastjóri.
— Auglýsið í Isiendingi —
ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo