Íslendingur


Íslendingur - 11.01.1950, Blaðsíða 5

Íslendingur - 11.01.1950, Blaðsíða 5
Miövikudagur 11. janúar 1950 ISLENDINGUR Aðallimáur Skagfirðingafélagsins á Akureyri verður haldinn að Túngötu 2, sunnu- daginn 15. þ. m. og hefst kl. 2 e. h. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Skattstofa * kureyrar veitir aðstoð við að útfylla skattaframtöl alla virka daga frá kl. 10-12 og 1-7 til loka janúar- mánaðar. Síðustu viku mánaðarins verður skattstofan þó opin til kl. 10 á kvöldin. Þeim sem ekki hafa skilað framtölum fyr- ir 31. þ.m. verður gerður skattur. Atvinnurekendur eru áminntir um að skila vinnuskýrslu tafarlaust. Skattstöfa Akureyrar. Tilkynning frá Samvinnutryggingum Samvinnutryggingar hafa ákveðið að úthluta 5% arði af öllum bruna- og bifreiðatryggingum, fyrir árið 1949. Arðurinn dregst frá endurnýjuharkvittanum þessa árs. Bifreiðaeigendum skal bent á, að þeir njóta þessa arðs án tillits til þess, hvort þeir hafa valdið tjóni, eður eigi. Bifreiðaeigendur! Athugið, að Samvinnutryggingar bjóða yður betri kjör en nokkurt annað tryggingafélag. Ennþá er tími til að láta oss annast tryggingar yðar. Komið strax í dag! Vátryggingardeild KEA. Kvennærföt Barnanærföt (telpna) Karlmannanærföt Brjósthaldarar i n Sokkabandateygja Kerrupokar Verzlunín BRYNJA Sími 478. ATVINNA Reglusamur piltur óskar eftir atvinnu. Vanur skrifstofu- og afgreiðslustörfum. Ein- hverskonar vinna kemur til greina. — Tilboð leggist á afgreiðslu blaðsins fyrir laug- ardag, merkt: „Akureyri 50". Akureyringar Ég undirritaður get tekið að mér hverskonar trésmíða- vinnu sem er, og þeir sem ætla að byggja ný hús„ þeir ættu að tala við mig hið fyrsta, hvort heldur það er akkorð eða um- sjón. Reynið ný og hagkvæm viðskipti. Hringið í síma 557 eða 563. Gunnar Jósefsson. Varadekk Chevroleth, fundið. Stærð 34x7. A.v.á. Auglýsið í Islendingi! Jarðarför mannsins míns, Jóns Geirssonar, læknis, fer fram frá Akureyrarkirkj u fimmtudaginn þann 12. janúar og hefst kl. 2 e. h. ' Ólöf Ólafsdóttir. Öllum þeim, er heiðruðu minningu Kristjáns heitins Þorsteinssonar með minningargjöfum, samúðarskeytum og blómum, vottum við okkar innilegasta þakklæti. Sérstaklega þökkum við Gunnari G. Schram, vini hins látna, sem aldrei lét hjá líða að heimsækja hann og gleðja á ýmsan annan hátt í hinni löngu sjúkdómslegu hans. Akureyri, 9. janúar 1950. Foreldrar, systkini og tengdasystur. ÞAKKA öllum þeim, er auðsýndu mér samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar, Sigurbjargar Indriðadóttur. Andrés G. Isfeld. Orflsendmg trá K.E.A Athygli félagsmanna vorra og annarra við- skiptamanna skal hérmeð vakin á því, að af- greiðslufólki í búðum vorum hefir verið bannað að lána vörur út í reikning. Þeir viðskiptamenn vorir, sem af einhverj- um ástæðum þurfa að fá vörulán, verða að snúa sér til skrifstofu vorrar og semja um slík viðskipti þar. Kaupfélag Eyfirðinga. I GREIPAR GLEYMSKUNNAR fyrir hann. Meðan hann borðaði og drakk, þá gafst mér gott tækifæri til þess að virða hann fyrir mér. Þjáningar hans höfðu valdið miklum breytingum á honum. Hrukkurnar voru orðnar dýpri og allir vöðv- ar sýndust rýrari — hann virtist að minnsta kosti tíu árum eldri. Hann var í venjulegum rússneskum bónda- búningi, sem hékk í druslum utan á honum. Fæturnir, sem voru vafðir í einhverjar ullardruslur, stóðu sums staðar út úr skónum. Hin langa og þreytandi ganga hafði sett sitt mark á hann. Hann hafði aldrei komið mér fyrir sjónir sem hraustlegur maður, og þegar ég nú virti hann fyrir mér, þá sýndist mér augljóst, að hvað sem hann yrði látinn vinna, þá myndi hann vart vinna fyrir sér, en það voru líka allar líkur til þess, að ekki þyrfti lengi að sjá fyrir honum. Hann borðaði ekki græðgislega, en með góðri mat- arlyst. Af víninu drakk hann takmarkað. Þegar hann hafði lokið máltíð sinni, leit hann í kringum sig eins og í leit að einhverju. Eg skildi, hvers hann þarfnaðist og rétti honum vindlahylki mitt og eldspýtur. Hann þakkaði mér fyrir og byrjaði að reykja með sýnilegri nautn. Eg gat í fyrstu ekki fengið mig til þess að ónáða þennan vesaling. Þegar hann færi frá mér, yrði hann að snúa aftur til þess vítis, sem ég hafði séð. En tím- inn leið óðum. Fyrir utan dyrnar heyrði ég hin takt- föstu skref varðmannsins, og ég vissi ekki, hve lengi höfuðsmanninum þóknaðist að leyfa fanganum að vera hjá mér. Ceneri hallaði sér nú afturábak í stólnum með dreymandi svip, reykti hægt og rólega til þess að njóta sem bezt þeirra gæða, sem góður vindill hafði að bjóða. Ég bauð honum meira vín, en hann hristi höf- uðið og sneri sér nú að mér. „Herra Vaughan," sagði hann, „jú þetta er herra Vaughan. En hver er ég og hvar er ég? Hvar erum við Erum við í London eða Genúa, eða einhvers staðar annars staðar? Er ég nú að vakna og komast að því, að þjáningar mínar hafi aðeins verið draumur?" „Ég er hræddur um, að þær hafi ekki verið neinn draumur, við erum í Síberíu." „Og ertu ekki að koma til þess að færa mér góðar fréttir? Ertu ekki einn af okkur og hefir hætt lífi þínu til þess að reyna að leysa mig úr þessari prísund?" Ég hristi höfuðið. „Ég skyldi gera allt sem ég gæti, til þess að gera hlutskipti þitt léttbærara, en ég hefi aðeins komið hingað mín vegna til þess að spyrja þig spurninga, sem þú einn getur svarað." „Berðu þær þá fram. Þú hefir orðið til þess að leysa mig um stund frá eymd minni og fyrir það er ég þakklátur." „Þú ætlar þá að svara þeim rétt og samvizkusam- lega?" „Hví skyldi ég ekki gera það? Eg hefiekkert að óttast, ekkert að vinna og ekki eftir neinu að vonast. Aðstæðurnar neyða menn oft til þess að ljúga og blekkja, en eins og nú stendur á fyrir mér, þá þarf ég þess ekki." „Hið fyrsta, sem ég spyr þig þá að er, hver er þessi Macari og hvað er hann?" Ceneri spratt á fætur. Nafnið Mavari virtist að nýju setja hann í samband við umheiminn. Hann leit nú ekki út fyrir að vera bugaður maður. Rödd hans var reiðiþrungin og þróttmikil. „Svikari! Svikari!" æpti hann. „Það var honum að kenna, að mér tókst ekki að framkvæma áform mitt og komast undan. Bara að hann stæði nú þarna í þínum sporum. Þá skyldi ég þótt vesæll sé hafa næga orku til þess að hanga um kverkar honum þar til hin níðings- lega líftóra skryppi úr hans bölvaða búk." Hann æddi fram og aftur um herbergið og kreppti greiparnar eins og til að kyrkja einhvern. „Reyndu nú að vera rólegur, Ceneri," sagði ég. „Eg á engan þátt í ráðabruggi hans eða svikum. Hver er liann? Af hvaða ættum er hann? Heitir hann raunveru- lega Macari?" „Það er hið eina nafn, sem ég hefi heyrt hann bera. Faðir hans var ítálskur liðhlaupi, sem sendi son sinn til Englands af ótta við að hinu dýrmæta blóði hans kynni að verða fórnað fyrir frelsi Italíu. Ég hitti hann sem ungan rnafin og gerði hann að félaga okkar. Hin ágæta enskukunnátta hans kom okkur að góðum not- um, og um skeið barðist hann eins og maður. Hvers vegna gerðist hann svikari? Hvers vegna ert þú nú að spyrja um hann?" „Hann kom til mín og fullyrti, að hann væri bróðir Pauline." Er Ceneri heyrði þetta, sá ég þegar á svip hans, að þetta var rakalaus lýgi. Hjartað í mér hoppaði, er ég gat mér þess til, að hin ummæli Macari væru einnig ósönn. En það yrðu hræðilegar frásagnir áður en ég gæti spurt um það atriði. „Bróðir Pauline," stamaði Ceneri. „Hún á engan bróður." Það virtist koma aumingjalegur svipur á hann, er hann sagði þetta, en ég skildi ekki ástæðuna til þess.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.