Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1950, Blaðsíða 7

Íslendingur - 18.01.1950, Blaðsíða 7
MiSvikudagur 18. janúar 1950 ÍSLENDINGUR 7 Ullarþvottarst'öð S. I. S. tekin til starfa Eftiríarandi fréttagrein hefir blað- inu borizt: „Nýlega tók hin nýja Ullarþvotta- stöð Sambands íslenzkra samvinnu- félaga til starfa. Viðstaddir voru Jakob Frímannsson, framkvæmda- stjóri, Þórhallur Sigtryggsson, kaup- félagsstjóri, Þorvaldur Ámason, ull- armatsformaður, Jónas Þór, fram- kvæmdastj óri, Sigurður Pálsson, ullariðnfræðingur og Harry Frede- riksen, forstöðumaður Iðnaðardeild- ar S.Í.S. Eins og kunnugt er hefir fólki fækkað mjög í sveitum landsins und- anfarin ár. Fólksfækkunin hefir eðli- lega orðið þess valdandi, að ýms störf, sem áður voru unnin í sveitun- um, hafa ýmist lagzt þar niður eða aukinn og bættur vélakostur hefir komið í stað mannshandarinnar. Ein af þeim starfsgreinum, sem bændur landsins hafa neyðzt til að leggja niður vegna fólksfæðar er ullarþvotturinn, sem allt frá land- námstíð og fram til síðustu ára hefir verið framkvæmdur í sveitunum. Það má segja, að nú sé svo komið, að tíðindum þykir sæta, ef bóndi af- hendir ull sína þvegna til sölumeð- ferðar. Þegar fyrirsj áanlegt var hvert stefndi í þessum málum, ákvað Sam- band ísl.. samvinnufélaga að byggja ullarþvottastöð af fullkomnustu gerð og fyrirkomulagi. Var hún byggð á Akureyri í sambandi við Ullarverk- smiðjima Gefjunni, sem nú er verið að endurbyggja og stækka.. Byrjað var á smíði ullarþvotta- stöðvarinnar í september 1947. Hún er nú fullsmíðuð og vélar allar upp- settar. Þau, merkilegu tímamót eru þar með upp runnin í sögu ullariðn- aðarins hér á landi, að frainvegis verður hægt að þvo með fullkomn- ustu vélum alla ullarframleiðslu landsins. Jónas Þór, framkvæmdastjóri Gefjunar, og Helgi Bergs, verkfræð- ingur, hafa haft yfirumsjón með byggingu þvottastöðvarinnar. Bygg- ingameistari var Friðjón S. Axfjörð. Raflagnir annaðist Indriði Helgason, raf virkj ameistari. Teikningar allar hafa verið gerðar á teiknistofu S.Í.S. undir stjórn Sigvalda Thordarsonar, arkitekts. Húsið er tvær hæðir, byggt úr járnbentri steinsteypu, 70 m. langt og 14 m. breitt, alls um 8600 rúmmetrar. Gólfflötur er 980 fer- metrar. Á efri hæð hússins eru geymslur fyrir óþvegna ull og fer þar einnig fram ullarmatið. Ullin fer síðan í rennu niður á neðri hæð hússins og í þvoltavélina. Fyrst fer ullin í gegnum 4 stór þvottakör, sem í er mismunandi sterkur þvottalög- ur. Gafflar ýta ullinni til í þvotta- körunum og síðan fer hún á færi- böndum úr einu karinu í annað. Milli karanna eru gúmmívalsar, sem pressa allt vatn úr ullinni áður en hún kemur í næsta kar. Úr fjórða karinu fer ullin enn milli valsa áður en hún fer í þurrkarann, sem skilar henni fullþurri. Þurrkarinn er hitað- ur upp með gufu. Ullarþvottavélin, sem er rafknúin, er 56 m. löng og talin ein fullkomn- asta sinnar tegundar. Hún er smíðuð hjá C. G. Sargent’s Sons Corporation, Grantville, Mass., Bandaríkjunum. Uppsetningu vélarinnar annaðist Mr. Charles Oliver, vélfræðingur frá selj- endum vélarinnar. Afköst vélarinnar eru miðuð við að hægt verði að þvo alla ullarfram- ; leiðslu landsins, þó að hún aukist ; allverulega frá því sem nú er. ! Sambandið hefir allt frá 1930 : stárfrækt Ullarverksmiðjuna Gefj- unni og stöðugt aukið hana og end- urbætt. Nú er verið að endurbyggja alla verksmiðjuna og má hiklaust telja það eitt stærsta og þýðingar- mesta spor, sem stigið hefir verið í ; iðnaði landsins fram að þessu. Þegar j lokið er við endurbyggingu Gefjun- : ar, á hún að geta unnið úr íslenzku ullinni um tvö hundruð þús. metra af alls konar dúkum í kven- og karl- mannafatnað og auk þess mikið magn af garni og lopa til heimilis- iðnaðar. Sambandið starfrækir einnig Fataverksmiðjuna Heklu á Akur- eyri, sem tvímælalaust má telja full- komnustu prjónastofu landsins. — Verksmiðjan getur framleitt tugi þúsunda af hvers konar prjónapeys- um og hundrað þúsund para af sokk- um árlega. Ennfremur frarnleiðir Hekla mikið af kvenundirfötum, sem þegar hafa náð miklum vinsældum. Það ætti að vera mikil uppörvun íslenzkum bændum til að auka og bæta ullarfrainleiðsluna, að nú verð- ur hægt að nýta alla ullina í landinu sjálfu og henni verður breytt í hent- ugan og skjólgóðan fatnað bæði of- inn og prjónaðan. Á þann hátt er öruggur markaður fenginn fyrir alla íslenzku ullina, sem hefir þá sérstæðu eiginleika, að vera bæði hlý og hrinda vel frá sér bleytu, sem ekki er heldur vanþörf á, í okkar köldu og umhleypingasömu veðráttu.“ x D - i i s t i n n og glæsimennska. Skáldsaga, 2. útg. Iðunn, Rvik, 279 bls. Jðunnarútgáfan gefur smekklega út bækur. Bók þessi kom fyrst út 1922—24 og var þá í tveim bókum — Silkikjólar og vaðmálsbuxur — 1922 og Glæsimennska 1924. Bækurnar vöktu hneyksli á sínum tíma. Þær eru bitur þjóðfélagsádeila, Skollablinda Framh. af 2. síðu. Verkam. vera þess fullviss, að sósíal- istar munu ekki fiska marga kjós- endur á rusli því, er þeir lepja upp úr sorpræsum sinna eigin hugar- heima. Ef Verkam. ætlar sér að leggja mig á vöggustofu sósíalista, verður honum ráðlegast að finna sér mál- efnagrundvöll til árásar á mig, því að ég geng ekki óneyddur til slíkrar hvílu. Þeim er einnig óhætt að kingja þeirri fullyrðingu, að ég hafi skrif- að í síðasta íslending, og fá þeir þar sönnun fyrir því, að þeim smáfjölg- ar, þröskuldunum á leið kommúnista hér í bæ. Búast má því við, að þeir muni endurtaka þá íþrótt að ganga örna sinna á síður Verkam., fyrst þeir telja það vænlegast til sigurs sínum málefnum. Eiríkur Einarsson. liðlega skrifaðar með rétt vel sköp- uðum persónum, utan hvað Áskell er óeðlilega gjörður, hugmynd höf. um góða manninn, sem dóninn og fúl- mennið svíkur. Persóna þessi ber keim þeirra hugmynda uni góðan mann og Kristshugmynd guðspeki- þvoglara íslenzkra á árunum 1920— 30 (höf. var haldinn þeirri vitleysu á sínum tíma), í rauninni engin mannsmynd, lík þeirri mynd, sem Zionistar og Fíladelfiufólk uppdraga af Kristi sem meinlausu góðmenni í þeirri merkingu, sem þetta fólk hefir um slíka, gleymandi að Kristur var enginn skapleysingi, sem sjá má t.d., þegar hann rekur kramarana út úr musterinu með hnútasvipu. Fleiri dæmi mætti nefna. Aðrar persónur eru dágóðar af byrjanda. Höfundur er skemmtileg- ur og létt um að skrifa, en ekki nógu vandvirkur. Fólk, sem les bók- ina í dag, hneykslast ekki, svo að höf. ætti að skrifa nýja skáldsögu, t.d. úr fjármálalífinu nú á dögum, sem hann þekkir vel, og sú bók verð- ur lesin. Ekki skortir höf. hug- kvæmni. Betra var, að bók þessi kom út en ekki. Myndir í þessari 2. útgáfu eru afleitar, og bið ég höf. að skemma ekki bækur sínar með slíku fram- vegis. (E.t.v. framh. síðar.) C. LEREFTSTUSKUR kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h f GREIPAR GLEYMSKUNNAR „Hann segist heita Anthony March og vera bróðir hennar.“ „Anthony March!“ sagði Ceneri og greip andann á lofti. „Það er enginn til með því nafni. Hvað var það svo, sem hann vildi?“ hélt hann áfram með ákefð. „Að ég skyldi ásamt honum snúa mér til ítölsku stjórnarinnar með málaleitun um það að fá skilað aft- ur einhverju af því fé, sem þú eyddir.“ Ceneri hló biturt. „Nú verður mér þetta allt ljóst,“ sagði hann. „Hann sveik samsæri, sem hefði getað velt heilli ríkisstjórn, aðeins til þess að ryðja mér úr vegi. Níðingurinn! Hvers vegna gat hann ekki látið sér nægja að drepa mig? Hvers vegna þurftu aðrir að þjázt með mér? Það veit hamingjan, að þessi maður er þorpari.“ „Þú ert þá viss um, að það hafi verið Macari, sem sveik þig?“ „Já, sannarlega. Eg varð viss um það, þegar maður- inn í næsta klefa við mig bankaði það í vegginn. Hann hafði aðstöðu til þess að vita það.“ „Ég skil þig ekki.“ „Fangar geta stundum gert sig hver öðrum skiljan- lega með því að banka í vegginn, sem skilur að klefa þeirra. Maðurinn í næsta klefa við mig var einn af (okkur. Löngu áður ep hann varð óður af margra mán- aða einveru bankaði hann þrásinnis í vegginn: „Ma- cari sveik okkur.“ Ég trúði honum. Hann var alltof sannur maður til þess að ákæra nokkurn, nema að harin hefði sannanir. En það var ekki fyrr en nú, að ég skildi tilgang svikanna.“ Auðyeldasta viðfangsefni mitt var nú afgreitt. Það var upplýst, að Macari var ekkert skyldur Pauline. Ef Ceneri fengist til þess að segja það, þá þurfti ég næst að komast að því, hver það var, sem Macari hafði drepið forðum, og hvers vegna hann hafði gert það. Ég varð að fá að vita, að ummæli Macari væru röng, annars hafði ferð mín orðið til einskis. Það var því ekki að undra, þótt varir mínar skylfu, er ég vék máli mínu að þessum efnum. „Jæja, Ceneri,“ sagði ég nú. „Nú þarf ég að spyrja þig annarrar og þýðingarmeiri spurningar. Átti Pau- line elskhuga, áður en ég kvæntist henni?“ Hann leit upp. „Þú hefir varla komið hingað vegna þessarar spurningar, — til þess að lækna ofurlitla af- brýðisemi?“ „Nei,“ sagði ég. „Þú munt komast að því síðar. En svaraðu mér nú.“ „Hún átti elskhuga, því að Macari kvaðst elska hana, og hann sór, að hann skyldi fá hennar, en ég get fullvissað þig um, að hún endurgalt aldrei ást lians.“ „Elskaði hún þá engan annan?“ „Ekki svo að ég vissi til. En framkoma þín og spurn- ing er einkennileg. Hvers vegna spyrðu? Það má vera, að ég hafi gert þér rangt til, en Pauline var í öllu yður samboðin sem eiginkona, þegar sálarástand hennar er fráskilið.“ „Þú gerir mér rangt til, það veiztu. Hvaða rétt hafð- ir þú til þess al láta mig ganga að eiga konu, sem var ekki með réttu ráði? Það var grimmilega gert gagn- vart okkur báðum.“ Ceneri ókyrrðist á stólnum. Ef ég hafði óskað hefnd- ar, þá var hún nú fengin. Að stara á þennan auma tötralega og bugaða mann og vita, hvað beið hans, þegar liann færi héðan, hefði átt fullnægja hefnar- þorsta jafnvel hins hefnigjarnasta manns. En ég kærði mig ekkert um hefnd. Framkoma hans sannfærði mig um það, að hann hefði sagt mér satt, þegar hann fullyrti, að Pauline hefði aldrei verið ást- fangin. Eins og ég fann, þegar ég starði síðast á hið fagra andlit hennar, að hún væri saklaus, þá fékk ég nú vissu fyrir því, að ummæli Macari hefðu verið upp- spuni frá rótum. En ég varð að komast að því, hver þessi maður var, sem hún hafði séð myrtan, og orðið vanheil á geði fyrir þær sakir. Ceneri horfði órólegur á mig. Grunaði hann, hvers ég ætlaði nú að spyrja hann?“ Segðu mér nú,“ sagði ég, nafnið á þeim unga rnanni, sem Macari drap í London í viðurvist Pauline, og hvers vegna var hann drepinn?“ Andlit hans varð öskugrátt. Hann virtist falla sam- an og hníga niður í stólinn sem máttvana hrúgald. Hann hafði ekki af mér augun og mátti ekki mæla. „Segðu mér það,“ endurtók ég. „Bíddu við, ég skal lýsa þessu nánar fyrir þér, svo að þér verði það ljóst, að ég veit þetta allt saman. Hérna er borðið, hérna stendur Macari yfir manninum, sem hann hefir rekið í gegn. Hérna stendur þú og fyrir aftan þig stendur annar maður með ör á kinninni. Inni í innra herberg- inu situr Pauline við píanó. Hún er að syngja, en hætt- ir því, þegar hún sér hinn myrta hníga niður. Lýsi ég þéssu ekki nægilega vel?“ Ég hafði talað í ákafa. Ég hafði bæði notað orð og bendingar. Ceneri virtist gleypa í sig hvert orð, og augu hans fylgdu hverri hreyfingu. Þegar ég benti þangað, sem Pauline átti að liafa verið, þá leit hann þangað skyndilega og skelfdur eins og hann byggist við að sjá hana koma inn úr dyrunum. Hann reyndi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.