Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.01.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. janúar 1950 ÍSLENDINGUR katifríðindin mða að hverfa Á síöustu árum hafa kröfurnar um það að afnema bæri skattfríðindi samvinnufélaganna færzt mjög í aukana og að sama skapi hefir þeim aukizt fylgi. Er það mjög að vonum og liggja til þess ýmsar ástæður, sem nú skal greina. Nú um nokkurt árabil hefir fjár- þörf hins opinbera, ríkis og bæjar- félagá, aukizt g'furlega, og að sama skapi hefir verið seilzt æ lengra ofan í vasa borgaranna til þess að mæta þessari auknu fjárþörf, enda eru nú þessi útgjöld orðin shkar dráps- klyfjar á almenningi, að allt fram- tak er lamað, enda svo um hnútana búið, að vart' er hægt að eignast nokkuð að ráði, nema með því að svíkja undan skatti. Á sama tíma hafa samvinnufélögin dafnað prýði- lega í skjóli sérréttinda sinna. Þau hafa a'ukið sína gildu sjóði, meðan sjóðir annarra hafa rýrnað stórlega, og ráða þannig yfir mjög miklu fjármagni, sem þau svo hafa að veru legu leyti lagt í óarðbæra fjárfest- ingu meðan alvarleg lánsfj árkreppa háir framleiðsluntti mjög. Það er því ekki að undra, þótt þrautpínd- um gjaldendum verði tíðlitið þang- að^ sem fjármagnið safnast fyrir, án þess að greidd séu af því opinber gjöld að eðlilegum hluta. Jafnhliða því að álögur hins opin- bera hafa farið hraðvaxandi, hefir gjaldgeta manna þorrið verulega síðustu árin, vegna þess hvernig nú er háttað í atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar. Þannig hefir að sama skapi aukizt misræmið milli sam- vinnufélaganna annars vegar og al- mennra gjáldþegna hins vegar, og það mun enn halda áfram að vaxa, meðan áfram heldur á sömu braut. Þegar síðan hið opinbera hefir rúið einstaklingana gersamlega inn að skinni, verður eina fangaráð þess að snúa sér að samvinnufélögunum og er óvíst að þeirra hlutur verði þá betri, en þótt þau hefðu jafnan borið sinn eðlilega hluta af byrðunum. Þess er að geta, að í skjóli fpr- réttinda sinna hafa samvinnufélög- in þegar náð einkaaðstöðu til verzl- unar í mörgum verzlunarstöðum í landinu. Það er í sannleika sagt býsna óheillavænlegt fyrirbrigði, og því miður eru allar líkur til þess, að áfrarnhald verði á þeirri sömu braut, ef ekki verður tekið í taumana. Þótt samvirina geti verið um margt nauð- synleg og samvinnufélögin séu góðra gjalda verð, þá er það mjög hæltu- legt, að þau nái einokunaraðstöðu. 011 einokun er fráleit. Hvort heldur er um að ræða einokun ríkis, sam- vihnufélaga eða hringa, þá er hún alltaf böl, og sérhvert lýðræðisríki verður, ef þörf krefur, að beita lög- gjafarvaldinu til þess að bægja því bóli frá sér. Samvinnueinokun er heldur ekkert annað en hreinn sósí- alismi, þótt hún kunni að bera ann- að nafn, og ætti því öllum þeim sam- vinnumihinum, sem ekki eru sósíal- istar, að vera það beint keppikefli, að samvinnufélög þeirra nytu jafn- an hæfilegrar samkeppni. Samvinnufélögunum voru veitt skattfríðindi sín með lögum árið 1921, og eru þessi fríðindi því nú senn 30 ára gömul. Þegar lög þessi voru sett áttu samvinnufélögin enn í ýmsu erfitt uppdráttar, og var því ekki óeðlilegt að hlynnt væri nokkuð að þeim, þar sem samvinna getur verið um margt nytsamleg. Nú er hins vegar viðhorfið orðið æði mik- ið breytt. Nú eru samvinnufélögin orðin öflug og þau ráða yfir miklu fjármagni. Þau þurfa því ekki leng- ur á því að halda, að þeim séu veitt nein sérstök fríðindi og með tilliti til þess, hve miklu betur þau eru nú sett, en aðrir skattgreiðendur, er sanngjarnt að svipta þau fríðindum sínum. Ég vil hér taka það skýrt fram, að ég vil á engan hátt láta níðast á samvinnufélögunum, en ég tel réttmætt og eðlilegt, að samvinnu félögin, sem standa fjárhagslega traustum fótum, taki sinn þátt í út- gjöldum til almenningsþarfa í réttu hlutfalli við gjaldgetuna. Síðan verði þeim gefinn kostur á, með jafna aðstöðu í frjálsri sámkeppni, að sýna yfirburði sína. Þess ber þó að geta, að misríkar ástæður eru til þess að veita sam-. vinnufélögum nokkur hlunnindi, eft- ir því hvers eðlis starfsemi félaganna er. Má þar til dæmis nefna, að meiri ástæða er til þess að hlynna að sam- vinnufélögum um afurðasölu, svo sem sláturfélögum, mjólkurbúum og fisksölusamlögum, heldur en að samvinnu um verzlun með innfluttar vörur. Sérréttindi samvinnufélaganna koma einkum hart niður á bæjarfé- lögum þeim, sem samvinnufélögin hafa aðsetur sín í, þar sem óheimilt er að leggja útsvör á tekjur sam- vinnufélaganna af verzlun félags- manna við þau. Hafa sum samvinnu- félög misnotað þetta ákvæði með því að telja engar tekjur fram af við- skiptum við utanfélagsmenn, sem þó hljóta alltaf að vera nokkur. Svo er aftur til ætlast, að félagsmenn greiði sjálfir útsvör af þeim arði, sem þeir hafa af viðskiptum sínum við við- komandi samvinnufélög, svo og væntanlega af inneign í stofnsjóði. Er þó ærið hætt við, að þær tekjur séu ekki alltaf vandlega taldar fram til skatts, og varla munu menn meta stofnsjóðsinneignir sínar til jafns við aðrar eignir, þar sem stofnsjóð- ur er aðeins greiddur út við andlát félagsmanns eða brottflutning hans af félagssvæðinu. Það er almennt talið réttmætt, að útsvör séu greidd af tekjum í því bæjar- eða eveitarfélagi, sem þeirra er aflað í. Ætti þá einnig að greiða útsvör af arði þeim, sem samvinnu- félög greiða félagsmönnum sínum af viðskiptum þeirra við þau, til þess bæjar- eða sveitarfélags, sem við- komandi samvinnufélag er í. Þetta er þó ekki framkvæmt þannig, og þar sem mikill meiri hluti félagsmanna er búsettur utan þess bæjarfélags, sem samvinnufélag þeirra er stað- sett í, svo sem algengast er, þá miss- ir viðkomandi bæjarfélag þannig verulegar tekjur, sem það ætti að réttu lagi að fá. Vegna viðskipta þessara manna verður oft mjög auk- in umferð um viðkomandi bæ, og verða bæjarbúar af þeim sökum að greiða stórum meira fé til gatnavið- halds en ella, en bæjarfélagið er svipt þeirri tekjulind sem eðlilegast væri, að mætti þeim og öðrum til- svarandi greiðslum. Einnig veita bæjarfélögin samvinnufélögunum mikilsverða aðstöðu til verzlunar, aðstöðu, sem bæjarfélögin hafa oft orðið að greiða dýru verði, eins og t.d. hafnargerðir, en sem samvinnu- félögin greiða síðan lítið sem ekkert fyrir að fá að njóta. Helzta röksemdin gegn afnámi skattfríðinda samvinnufélaganna er sú, að það sé ranglátt, að félögin greiði að fullu skatta og útsvör af tekjum sínum, og síðan greiði fé- lagsmennirnir skatta og útsvör af út- hlutuðum arði. Vissulega hefði þetta verið ranglátt árið 1921, þegar skatt- fríðindin voru veitt, því að þá var álögum á menn í hóf stillt og skatta- lög öll með öðrum og skaplegri hætti en nú. Frá almennu sjónarmiði má sjálfsagt telja það ranglátt enn í dag, en það er vissulega engu rang- látara en ýms núgildandi skatta- ákvæði. Er því þessi röksemd fyrir áframhaldandi skattfríðindum harla léttvæg nú samanborið við gildi hennar 1921. En til þess þó að halda ekki því einu fast fram, sem ýmsir telja rang- látt, skal ég nú bera hér fram tillögu til málamiðlunar, sem allir aðilar ættu að geta unað við um hríð og kynni því að geta leyst þennan vanda. Eins og kunnugt er, þá eru samvinnu- fél. yfirleitt öflug og standa fjárhags- lega traustum fótum. Hins vegar mun þorri félagsmanna ekki vera neitt of vel efnum búinn, og auk þess hafa fé- lagsmenn ekki ráðstöfunarrétt yfir stofnsjóðsinneignum sínum í félög- unum. Eg legg því til„ að ákvœði samvinnufélagalaganna um skattfríð- indi félögunum til handa, verði af- numin og samvinnufélögunum verði gert að greiða opinber gjöld eftir oZ- mennum reglum, en í stað þess verði meðlimum samvinnufélaganna leyft að draga frá útsvarsskyldum tekjum sínum arð þann, sem þeir hafa af viðskiptum sínum við félag sitt. — Með þessu yrði réttur hlutur bæjar- félaga þeirra, sem nú fara hart út úr því að hafa stór samvinnufélög inn- an sinna vébanda, en fá af rekstri þeirra harla litlar tekjur. Jafnframt yrði þó að rýmka heimild bæjar- og Söngskemmtun. Næstkomandi föstudagskvöld kl. 9 verður söngskemmtun í Nýja Bíó á vegum Karlakórsins Geysis. þar verða fluttir einsöngvar og tvísöngv- ar með undirleik Árna Ingimundar- sonar. Söngvarar verða: Guðmund- ur Gunnarsson, Henning Kondrup, Hermann Stefánsson, Jóhann Guð- mundsson, Jóhann Ögmundsson, Kristinn Þorsteinsson og Sverrir Pálsson. Alls er 21 lag á söngskránni eftir marga innlenda og erlenda-höf- unda, m.a. Björgvin Guðmundsson, Áskel Snorrason, Sig. Þórðarson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Lehar, Mendelsohn, Rubinstein og Wagner. Fyrir nokkrum árum hélt Geysir söngskemmtanir með líku sniði, er voru geysi-vinsælar og fjölsóttar. Er þess því að vænta, að bæjarbúar taki fegins hendi þessu tækifæri til að hlýða á góðan og fjölbreyttan söng og fylli húsið á föstudaginn. Verð á aðgöngumiðum er aðeins 10 krónur, og er það lægra en venja er til með jafn fjölbreytta skemmtun. NÝJA DRÁTTARBRAUTIN LEIGÐ Á fundi bæjarstjórnar 13. þ.m. var Kristjáni Nóa Kristjánssyni leigð hin nýja dráttarbraut við Glerárósa. Höfðu 2 tilboð borizt, og þótti til- boð Kristjáns Nóa hagstæðara fyrir bæinn. Kvikmyndin Land æskunnar verður sýnd aftur vegna fjölda áskorana í Nýja Bíó í kvöld kl. 6.30. íþróttafólk og aðrir ættu ekki að láta hjá líða að sjá þessa dásamlegu litkvikmynd. sveitarfélaga til útsvarsálagningar, til þess að þessi breyting kæmi þeim að fullum notum. Þetta myndi þá létta nokkuð á almennum borgurum þeirra bæjarfélaga, sem nú verða harðast úti og er það í senn nauð- synlegt og réttmætt. Þá myndi þetta einnig verða til þess að meðlimir samvinnufélaganna nytu betur arðs- ins af því að vera í þeim og mættu því þeir vel við una, að þessi breyt- ing yrði ger, og eftir sem áður væru þeir lausir við að greiða „tvöfalda skattinn", sem formælendur sam- vinnufélaganna hafa lýst sem ein- hverju hróplegasta ranglæti á þess- ari jörð. Tel ég því að öllu athuguðu einsætt að hverfa að þessu ráði og ættu allir aðilar að geta við það unað. Eggert Jónsson. ÁLFADÁNS OG BRENNA fþróttafélagið Þór gengst fyrir óifadansi og brennu ó iþróttavelli sínum á Glerár- eyrum á sunnudaginn kemur. Undanfarnar vikur hefir íþrótta- félagið Þór æft og undirbúið álfa- dans, þrátt fyrir mikla örðugleika á ýmsum sviðum, svo sem vandræði með útvegun búninga, en eins og öll- um ei\ kunnugt, fæst nú ekkert efni í slíka búninga, og þótt efni fengist eru menn vart aflögufærir af vefn- aðarvöru-skömmtunarseðlum til þess að geta veitt sér dýra og skrautlega búninga. Samt hefir verið reynt að bæta úr búningamálunum eftir getu. Hugmyndin var að hafa álfadans- inn eigi síðar en 6. janúar s.l. (á þrettándanum), en ýmsar orsakir lágu til þess að það var eigi hægt. Nú er ákveðið að álfadansinn fari fram næstkomandi sunnudagskvöld, svo framarlega að veður hamli ekki. Kveikt verður í brennunni nokkru fyrir kl. 8, en álfadansinn mun hefj- ast kl. 8. Kl. 9 e.h. hefst dansleikur að Hótel Norðurlandi. Það eru nú orðin nokkur ár síðan Þór hafði hér álfadans og brennu, og mun því marga fýsa að sjá álfana og brennuna.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.