Íslendingur


Íslendingur - 07.06.1950, Blaðsíða 5

Íslendingur - 07.06.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 7. júní 1950 ÍSLENDINGUR 5 TILKYNNING um endurnýjun umsókna um lífeyri fró almannatryggingunum. Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna rennur út 30. júní næstkomandi. Næsta bótatímabil hefst 1. júlí 1950 og nær til 30. júní 1951. Að þessu sinni verður þess eigi krafizt, að þeir, sem nú njóta ellilíjeyris, örorkulífeyris, barnalífeyris eða fjölskyldubóta sendi sérstakar umsóknir. Umboðsmenn Tryggingarstofnunar ríkisins niunu, hver í sínu umdæmi, úrskurða þeim, sem nú njóta framangreindra bóta skv. úr- skurði, bætur fyrir næsta bótatímabil á grundvelli fyrri umsókna, með hl'ðsjón af nýjum upplýsingum um tekjur og annað, er varðar bótaréttinn. Munu þeir tilkynna bótaþegum um úrskurðinn með nýju bótaskírteini í byrjun næsta bótaárs. Þeir, sem nú njóta örorkustyrks, ekknalífeyris, makabóta eða líf- eyrishœkkunar skv. úrskurði, skulu hms vegar scekja á ný um bœtur þessar, ef þeir óska að njóta þeirra næsta bótatímabil, og gera ná- kvæma grein fyrir þeim atriðum, er upplýsa þarf í því sambandi. Umsóknir um endurnýjun bóla þessara skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð og afher.tar umboðsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins fyrir 20. dag júnímánaðar. Áríðandi er að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50—-75% starfsorku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er rneð öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjórhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsókn- um, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna, með tryggingaskír- teini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvís- lega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta en þær, sem hér að framan eru nefndar, svo sem fæðingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekkna- bætur, svo og nýjar umsóknir um lífeyri, verða afgreiddar af um- boðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Reykjavík, 25. maí 1950. Tryggingastofnun ríkisins. Frá Húsmæðraskúla Akureyrar Latigardaginn 10. júní verður sýning á handa- vinnu nemenda í Húsmæðraskólanum. — Verður einnig sýnd vinna fró vefnaðar- og útsaumsnóm- skeiðum þeim, sem verið hafa í skólanum í vetur. — Sýningin verður opin kl. 13—23. Forstöðukonan. Almannatryggingarnar tilkynna: Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta frá almannatrygging- unum skerðist eða fellur niður, ef hlutaðeigandi eigi hefir greitt skilvíslega iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Þeir, sem sækja um bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, skulu leggja fram tryggingaskírteini sín með kvittun innheimtumanna fyrir áföllnum iðgjöldum. Reykjavík, 25. maí 1950. Tryggingastofnun ríkisins. - ÞANKABROT - Framhald af 2. síðu. áður taldir mjög viðsjárverðir hlutir fyrir fólk yfirleitt, og þó sérstaklega hvítvoð- unga á konubrjósti, en þær reglur, sem Katrín Thoroddsen læknir gefur yður í bók þessari „í vissu þess, að íslenzkum konum myndi hún (þ.e. bókin) verða kær- komin og notadrjúgur leiðarvísir", eins og hún kemst að orði í formálanum, — eru vart svo strangar, að frágangssök sé að leggja fyrsta barnið á hrjóst. * HEIMILISVÉLAR er eitt af mörgu, sem ófáanlegt er vegna gjaldeyrisskorts^ Þó er sjaldan efnt svo til happdrættis, að ekki séu meðal vinninga fleiri eða færri lieim- ilisvélar, og gerir það sölu miðanna ör- uggari, því að betra agn en heimilisvél mun vandfundið til að pressa fé út úr heimilisfeðrum eða húsmæðrum. Er ekki ólíklegt, að sum heimili séu búin að leggja þvottavélar- eða ísskápsverð í bin og önn- ur happdrætti, án þess að eignast nokk- urn tíma slíkan grip. Nú síðast leggur Þjóðviljinn af stað með happdrætti sér til framdráttar, þar sem meðal vinninga eru: ísskápur, þvottavél, saumavél, Rafha-elda- vél, ryksuga og tvær hrærivélar. Með þeirri aðstöðu, að geta egnt fyrir fólk með ófáanlegum heimilisvélum mun blaðið ætla, að það fái styrk til útgáfu sinnar frá fólki, sem í engu fylgir því að mólum, og mundi á engan liátt annan leggja því eyris- virði. -Nýja-bíó- Sýnd kl. 9. HEIMSSTYRJÖLDIN 1939—1945 (The War ivith the Nazis) Stórfengleg söguleg kvikmyndj l tm gang styrjaldarinnar, raun- íverulega tekin er atburðirnir| |gerðust. ?Börn innan 12 ára fá ekki aðgang| Skjaldborgar-bíó GREIFINN AF MONTE CRISTO KEMUR AFTUR Spennandi, viðburðarík ame- rísk mynd frá Colutnbia. Bönnuð yngri en 16 ára. Rauðlitaður HANZKI tapaðist s. 1. mánudag frá úti- búi KEA við Eiðsvallagötu og suður Geislagötu. — Finnandi skili honum á afgreiðslu blaðs- ins. Maðurinn minn, Einar Gunnarsson, fyrrv. kaupmaður, andaðist að heimili sínu Brekkugötu 30, mánudaginn 5. þ. m. — Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Maren Vigfúsdóttir. Faðir okkar, Einar Björnsson, sem andaðist 1. júní s. 1. að elliheimilinu Skjaldarvík, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. júní n. k. kl. 2 e. h. Björn Einarsson. Eiríkur Einarsson. Símanúmer okkar eru 1218 Ofl 1547 Bifreiðastöðin STEFNIR s. f. Bann við skotum og eggjatöku Samkvæmt hafnarreglugerð er veiði með skotum bönnuð innan takmarka Akureyrarhafnar. Sama gildir um skot og eggjatökur og umferð í hólmunum við Eyjafjarðará. Menn eru alvarlega varaðir við að brjóta þessi fyrirmæli enda liggja sektir við. Bæjarfógetinn á Akureyri, 30. maí 1950. Friðjón Skarphéðinsson Uppboð Samkvæmt ákvörðun skiptafundar í þrotabúi Magnúsar Joc- humssonar fer fram opinbert lausafjáruppboð við geymsluskála hlutafélagsins Auðar á Gleráreyrum þriðjudaginn 13. júní næstk. og hefst kl. 13.30. Seld verða vélsmíðaáhöld, svo sem rennibekkir, borvél, vélsög og ýms handverkfæri. Þá verða og seld borðstofuhúsgögn, skrifborð, grammofónn o. fl. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri 30. maí 1950. Glertrygpgar Brotatryggjum rúður í búðum og heimahúsum gegn sanngjörnu gjaldi. Leitið upplýsmga. Almennar Tryggingar h.f. Umboðið á Akureyri. Sími1600. r--------------------——— ------------------—------j ÍNNILEGA þakka ég þeim, er lieiðruðu mig 75 ára með heim- sóknujn, gjöfujji og heillaskeytum. — Guð blessi ykkur öll. Ægissíðu, 31. jnaí 1950. ÁSKELL HANNESSON. —----------------------------------------—------1 Gerist áskrifenúur að íslendingi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.