Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 02.08.1950, Blaðsíða 6
Höfum keypt upplagið af Ritsafni Einors H. Kvarans, 1.—6. bindi. Bókaverzlun Björns Árnasonar. Gránufélag?götu 4 — Akureyri. Miðvikudagur 2. ágúst 1950 Málaflutningsskrifstofa Jónas G. Rafnar Hafnarstræti 101 Sími 1578 Messað verður í Akureyrarkirkju kl. 11 f.h. n.k. sunnudag, og í Glerárþorpi kl. 2 e.h. (Séra F. J. Rafnar, vígslubiskup.) Íslendingw er 6 siður í dag. Áheit á Strandarkirkju kr. 500.00 frá ónefndum. Áheit á Akureyrarkirkju frá S. S. kr. 100.00; frá G. Ögm. kr. 100.00. Þakkir. — Á. R. t Þorgeir Lúðvíksson, reiðhjólaviðgerðar- maður, Aðalstræti 34 hér í bæ, varð fimm- tugur þann 27. júlí sl. Hann er einkar vel látinn maður, og sanngjarn i viðskiptum sem öðru. Katalinaflugbátur frá Flugfélagi ís- lands hefur síðan um helgi farið nokkr- um. sinnum f síldarleit, og hefur hann bækistöð hér á Pollinum. Ekki er enn fullráðið hvernig síldarleitinni verður háttað það sem eftir er síldveiðitímans, eftir að síldarleitarvélin eyðilagðist. V'estur-íslendingurinn Ásmundur P. Jó- hannsson, byggingameistari, varð nýlega 75 ára gamall. Hann var ættaður úr Húna- vatnssýslu. Hefur hann staðið í fylking- arbrjósti í þjóðræknisbaráttu Vestur-Is- lendinga, og unnir af alhug íslenzkri tungu og þjóðmenningu. Eru bœjarbúar að hœða sjálja sig? Þau einstöku tíðindi gerðust á miðvikudags- kvöldið var, að Lárus Pákson, leikari, varð að aflýsa upplestri, sem ákveðinn var, á leikriti Kiljans, Snæfríður íslands- sól, vegna þess hversu aðsókn var léleg. Það er stórfurðulegt til þess að vita, að engin aðsókn skuli vera að upplestri hjá einhverjum ágætasta listamanni okkar á þvi' sviði, þegar slegist er um aðgöngu- miða að skrípalátum. Sjónarhœð. Samkoman næstkomandi sunnudag fellur niður, vegna mótsins við Astjörn. Islendingur hefur ekki komið út tvo síðastliðna miðvikudaga, þar eð prent- sniiðjunni var lokað vegna sumarleyfa starfsmanna þar. Gestir í bœnum: Sig E. Hlíðar, yfir- dýralæknir, fyrrverandi þingmaður bæj- arins, dvaldi hér í bænum, með konu sinni, nokkra daga í s.l. viku.. Var hann að vanda kátur og reyfur. Sigurður Ágústsson, þingmaður Snæ- fellinga var hér á ferð um s.l. helgi. Forsætisráðherra, Steingrímur Stein- þórsson, þingmaður Skagfirðinga, var hér einnig á ferð um helgina. Sjálfboðavinna. Þeir, sem geta lagt fram sjálfboðavinnu við íþróttasvæðið, með til- liti til þess að unnt verði að fullgera hlaupabrautina fyrir meistaramót Akur- eyrar í frjálsum íþróttum, gefi sig fram við verkstjórann, Steingrím Hansson, sem allra fyrst. Samband ísl. esperantista hefir afráðið að gangast fyrir landsmóti íslenzkra espe- rantista í Reykjavík laugardag og sunnu- dag 2. og 3. september næstkomandi. Rædd verða málefni sambandsins og hreyfingar- innar almennt. Farin verður skemmtiferð, Vinna við Laxárvirkjun að hefjast Hin nýkjörna stjórn Laxárvirkj- unarinnar hélt fyrsta fund sinn 12. júlí sl. í síjórninni eiga sæti Steinn Sleinsen, formaður, Steindór Stein- dórsson, ritari, og Kristinn Guð- mundsson, sem allir eru til kjörnir af bæjarstjórn, og svo Indriði Helga- son og Jakob Frímannsson skipaðir af ííkisstjórninni. A fundinum voru einnig mæltir Eiríkur Briem, raf- veitustjóri ríkisins, og Sig. Thorodd- sen, verkfræðingur. Á þessum fundi var meðal annars endanlega gengið frá samkomulagi við Rafmagnsveitur ríkisins um hina fyrirhuguðu 11500 ha. virkjun í Laxá, og þeim meðal annars falin f ramkvæmdarstj órn virkj unarinnar í samráði við Laxárvirkjunarstjórn. Þá var samþykkt að leíta eftir því við Knuí Otterstedt, rafveitustjóra, að hann hefði áfram á hendi fram- kvæmdarstjórn virkjunarinnar að öðru leyti. Samþykkt var einnig að leita he'mildar ríkisstj órnarinnar og bæjarstjóinar Akureyrar til nauð- synlegrar lántöku. Fonnanni var falið að undirrita samninga um kaup á vélum og bún- aði til virkjunarinnar við tvö banda- rísk firmu, og verða þær keyptar fyrir Matshallfé. TILBOÐIN. Fyrir þessum fundi lágu tilboð um byggingarvinnu við virkjunina, vó"ru þau alls 6 að tölu. Lægsta iilboð var frá Byggingar- félaginu Stoð, kr. 7.734.000.00. — Næst var boð frá Almenna bygg- ingafélaginu, kr. 8.016.264.00. Var samþykkt að ræða nánar við Stoð uin ýms atriði varðandi fram- kvæmd verksins, svo sem vinnuvéla- kost og hvaða verkfræðinga þeir hefðu. Á fundi, sem stjórn Laxárvirkj- unarinnar hélt svo 28. júlí, lá fyrir endanleg greinargerð frá Eiríki Briem og Sigurði Thoroddsen um tilboð ABF annars vegar og St'oðar hins vegar. I bréfi, sem Eiríkur Briem lætur fylgja segir svo orðrétt: „Feli stjórn Laxárvirkj unarinnar f irmanu ABF h.f. verkið verður ekki annað sagt, ef veður leyfir. Kostnaður fer að nokkru eftir þátttöku. Upplýsingar hjá Sambandi íslenzkra' esperantista, pósthólf 1081, Rvík, og Árna Böðvarssyni, Mánagötu 23, Rvk. Frá kvenfélaginu Hlíj. Gjafir í dag- heimilissjóðmn: Ónefnd kona, kr. 275.00; S. R. kr. 10.00; G. P. kr. 10.00; S. J. kr. 50.00 (áheit). Kærar þakkir. — Stjórnin. en að stjórnin hafi valið tæknilega hœfasta byggingafirmað, sem nú er til hér á landi, og þar sem um stórt og þýðingarmikið verk er að ræða, tel ég ekki, að hinn litli verð- munur á tilboðum firmanna, tæpar 300 þús. krónur, geti að fengnum þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, réttlætt það, að Stoð h.f. sé falið verkið, ef samningar náist við ABF h.f. Legg ég því til, að tilboði ABF h.f. sé tekið, enda náist samningar við firmað." Það kemur hins vegar fram, að Stoð muni að öllu leyti vera fært um að inna verkið. af höndum, og varð- andi þau atriði, sem upphaflega voru vafasöm hafa nú fengist viðun- andi upplýsingar, en verkfræðingur sá, sem félagið hefir fengið, er þó ungur og allsendis óreyndur. Að öðru leyti virðist ekkert koma fram af skýrslunni, sem dragi það í efa, að Stoð sé fært um að framkvæma verkið, og með tilliti til þess, og hins að tilboðið er mun lægra, af- réð stjórnin einróma að fela því fé- lagi framkvæmdirnar. Verða samn- ingar undirritaðir einhvern næstu daga, og mun þá verkið verða hafið samstundis. MERKILEGT SPOR. Þar sem fyrirsjáanlegl er að vinna mun nú hefjast alveg á næstunni, og þar sem áherzla var lögð á það við byggingarfélagið, að Akureyringar yrðu látnir sitja fyrir vinnu, þá má fullvíst telja að verulega rætist nú úr atvinnuvandamáli bæjarbúa. Þá var og lögð á það höfuðáherzla að verkinu yrði hraðað sem mest, og telur félagið sig muni geta lokið verkinu fyrir 1. desember 1951, þannig að hefja megi þá reksturinn, ef veðrátta hamlar ekki, og nægilegt efni og vinnuafl verði alltaf fyrir hendi. Það er von manna, að verki þessu reiði vel af og áætlun standi enda er það mikil nauðsyn fyrir allan iðn- rekstur í bænum og reyndar alla bæjarbúa, að bætt sé úr því hörm- ungarástandi, sem rafmagnsmál bæj- arins hafa verið í að undanförnu. Kaupakonur og starfsstúlku vantar strax. Vinnumiðlunarskrifstofan Opin 14—17. Sími 1110. VARÐARFÉLAGAR! Þeir sem vilja taka þátt í tveggja daga skemmtiferð félags- ins á Hólahátíðina laugardaginn 12. ágúst gjöri svo vel og riti nöfn sín á lista, sem liggur frami í Bókabúð Axels. Þáttökugjald ca. 70 kr. NEFNDIN. „Geysir" efnir til skemmt- unar í Vaglaskógi um yerzl- unarmannahelgina. Karlakórinn ;,Geysir" heldur al- menna útiskemmtun í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina. Laugar- daginn 5. ágúst verður dansleikur í Stórarjóðri og sunnudaginn 6. ágúst skemmtisamkoma, er hefst kl. 3 sd. Skemmtiskrá er mjög fjölbreytt, m. a. kórsöngur, ein- og tvísöngur, leik- og gamanþættir, þjóðdansar, gam- anvísur o.fl. Að kvöldi sama dags verður dansað á palli. Samkomu- svæðið verður skreytt fánum og skrautlj ósum, sérstöku leiksviði verður komið fyrir og skemmtiatriði flutt í „mikrofon". Hljómsveit Skjaldar Hlíðar pg Oskars Osbergs leikur fyrir dansinum. GÓÐ GJÖF Frk. Elísabet Eiríksdóttir kennslu- kona hefir fær't dagheimilinu Pálm- holti að gjöf Montessori-tæki, ælluð fyrir smábarnakennslu og leikskóla. Eru þau kennd við fræga kennslu- konu, Marie Montessori. Frk. Elísabet hefir notað þessi leiktæki við smábarnakennslu sína, að svo miklu leyti sem tök hafa ver- ið á. Þetta eru leikföng og áhöld, sem örva eftirtekt hugar og leikni handa, sé þeim rétt beitt, en aðstæð- ur munu vera til þess hér, þar sem forstöðukona og fóstrur dagheimil- isins hafa kynnt sér uppeldisfræði og meðferð barna. Ég þakka gefandanum í nafni litlu barnanna, sem nú og í fram- tíðinni njóta góðs af leiktækjum þessum, og vona, að þeim, sem tækj- unum stjórna, megi takast að geyma þau vel. Þau munu ófáanleg. Fyrir hönd kvenfélagsins Hl'far þakka ég Elísabetu gjöfina og hugulsemi henn- ar í garð barnaheimilisins. Elinbörg Jónsdóltir. NORRÆNA SKÁKMÓTIÐ 1950 í Reykjavík Þessa dagana stendur yfir í Reykjavík fyrsta norræna skákmót- ið, sem haldið er hér á landi, og jafnframt það fyrsta, sem skákmenn frá Akureyri taka þátt í. Þessir skákmenn frá Akureyrj taka þátt í mótinu: Jón Þorsteins- son og Jóhann Snorrason, keppa báðir í meistaraflokki, og Stein- grímur Bernharðsson, sem keppir í 1. flokki B. Skákmeistari Norðurlanda er nú Baldur Möller, og er hann meðal keppenda í landsliðsflokki. Ekki er ennþá hægt að spá nokkru um úrslitin, en eftir þriðju umferð verður ekki annað sagt, en að Baldur hafi mikla möguleika á að verja þann sæmdartitil, sem hon- um hefir hlotnazt. KRISTILEGT STÚDENTAMÓT Dagana 26.—31. júlí sl. var hald- ið í Reykjavík norrænt kristilegt stúdentamót. Allmargir stúdentar frá Norður- löndum sóttu mótið, og meðal þeirra voru margir þekktir frömuðir krist- indómsins á Norðurlöndum, t. d. prófessor Hallesby, Ragnvald Indre- bó, biskup, dr. theol Danell, dósent og dr. med. A. Langvad. Þá tóku einnig allmargir íslenzkir stúdenlar fullan þátt í mótinu. I sambandi við mótið voru haldn- ir fjölmargir fyrirlestrar um guð- fræðileg efni í dómkirkjunni í Reykjavík og víðar. Stjórnandi mótsins var séra Jó- hann Hlíðar, en undirbúning móts- ins annaðist Kristilega stúdentafé- lagið og sá um það að öllu leyti. 60 ARA varð Þorleifur Þorleifsson, öku- kennari, s'ðastliðinn sunnudag. Var Þorleifur staddur að Grænhól, sum- arbústað sínum, þann dag og heim- sóltu hann þangað vinir hans, og vandamenn. Meðal gesta voru söng- félagar afmælisbarnsins úr Karlakór Akureyrar og sungu þeir fyrir veizlugesti. Veitt var af rausn á Grænhól og sást glöggt þann dag, hversu vinmargur og vinsæll Þor- leifur er. TlL SÖLU Baklóð við Hafnarstræti 100 (Gullfpss) er til sölu. Upp- lýsingar hjá Gunnari Stein- grímssyni, sími 1302

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.