Íslendingur


Íslendingur - 11.10.1950, Page 2

Íslendingur - 11.10.1950, Page 2
Á ÍSLENDÍNGUR Miðvikudagur 11. október 1950 Frá námsstjdra Norðurlands Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Kilstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Stianberg Einarsson. Skrifstoía Gránufélagsgata 4. Sími 1354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.j. Vandamál bíða Álþingis. Álþingi var sett í gær. Enn einu sinni hafa þingmenn þjóðar okkar setzt á rökstóla, til þess að leitast við að finna lausn þeirra vandamála,, sem að þjóðinni steðja. Það mun vafalaust vera svo, að undanfarin ár liafi mörg 'tor- leyst vandamál biðið livers nýs þings, strax við setningu þess, en þó verður vart ofmælt, að þau úrlausnarefni, sem bíoa -þessa þings, séu sízt auðleystari. Sívaxandi dýrtíð hefur nú síð- ari árin tröllriðið svo atvinnuvegi landsmanna, að þeir hafa. nær sligast. Ríkissjóður varð um lengri tíma að gefa tneð helztu atvinnuvegum okkar svo að ekki ræki til algerðrar stöðvunar út- flutningsframleiðslunnar. En öjlum hlaut að vera ljóst, að slíkur þjóðarbúskapur gat engan veginn blessast til lengdar. Ríkissjóður gat ekki til fratnbúð- ar risið undir þeim stórfelldu út- gjöldum, sem leiddu af því að greiða þurfti með bæði landbún- aðarvörum og ábyrgjast svo rekstur útgerðarinnar. Allt þetta öfugstreymi í efna- hagsmálum okkar leiddi til þess að gífurleg eftirspurn varð eftir erlendum gjaldeyri, þar eð hann var skráður á óeðlilega lágt verð. Genyislækkunin eina úrræ8i:ð. Þegar svo var komið, að þetta ásaint fleiru, var í þann veginn að færa allt fjárhagslíf þjóðar- innar úr skorðum, þá var gripið til þess ráðs á síðast liðnu vori að fella gengi íslenzku krónunn- ar. Megin hluta þjóðarinnar hefir vafalaust verið það fullljóst, að uin önnur úrræði var ekki að ræða, enda var þáð svo að for- vígismenn þeirra flokka, sem börðust gegn gengislækkun, benntu ekki á nein önnur úrræði til Iausnar þess fjárhagsvainda, sem að þjóðinni steðjaði. Lausn þeirra var sú, að hjakkað skyldi í sama fari, ríkissjóður skyldi halda áfram á sömu braut og gefa með atvinnuvegunum, en auðvit- að hefði hann þá orðið að fara dýpra og dýpra, niður í vasa skattgreiðendanna, en sjálfur vandinn hefði verið óleystur þrátt fyrir það. övæntir örðugleikar. E|n margskonar örðugleikar, sem á engan hátt voru fyrirsjáan- legir á s.l. vori, hafa hinsvegar leitt til þess að árangur gengis- breylingarinnar hefur ekki orðið fyllilega sem skyldi, og veldur því að langmestu leyti tilfinnan- legur aflabrestur á síldarvertíð- inni nú s.l. sumar og aflaleysi undanfarin ár. Þá hefur og orðið mikið verðfall á íslanzkum af- urðum erlendis og markaðir þrengst til muna. Verðhækkanir hafa hinsvegar orðið á nauðsyn- legum innflutningi. Þá hafa og vinnustöðvanir, eins og t.d. tog- araverkfallið kostað þjóðina tugi miljónir króina í erlendum gjald- eyri. Af þessum sökum hefur orðið stórfelldur samdráttur i úíflutn- ingi okkar, en hins vegar er inn- flutningurinn svo mikill, að 1. ágúst s.l. var viðskiptajöfnuður- inn óhagstæður uin 132 milj. kr. En þrátt fyrir þetta er þó mikill skortur á ýmsum nauðsynjavör- um, og hefur orðið að skera inn- flutning þeirra, mjög niður. Erfiðleikar þrátt fyrir gengislækkimina. í blöðum hinnar gjörsamlega ábyrgðarlausu stjórnarandstöðu er stöðugt hamraö á því, að erf- iðleikarnir, sem fram undan eru og sem þjóðin á nú í höggi við, séu að kenna aðgerðum og stefhu núverandi ríkisstjórnar, og þá sérstaklega gengisbreytingunni. Þetta sézt greinilega t.d. í Verka- manninum frá 30. sept. s.I., þar sem hlakkað er yfir því að hagur ríkissjóðs skuli hafa versnað svo sem raun er á nú síðustu árin, og þetta auðvitað skrifað á reikning stjórnarflokkanna,. En almenningur í landinu .veit að þessir erfiðleikar stafa ekl i af gengislækkuninni heldur hafa þeir skolliö yfir þjóðina þrátt fyr ir gengislækkunina. Meginorsak- ir erfiðleikanna eru markaðserí- iðleikar, aflabrestur, togaraverk- fallið og ófyrirsjáanlegar verð- breytingar á heimsmarkaðnum. Hvers þjóðin væntir. Þó að margir þeir erfiðleikar, sem að steðja nú, séu okkur óvið- ráðanlegir, þá hlýtur það þó að verða eitt af höfuðverkefnum þessa þings, sem nú er nýkomið saman, að leita lausnar á þeirn vandamálum. Aflabresti til sjávar og óáran til sveita, eins og verið hefur hér norðan og austan lands í sumar, verður að inæta með meiri nýtni, og því að aflinn sé unninn enn frekar en gert er, svo að verð- mæti framleiðslunnar aukist. Það er ekki nægilegt að gripið sé sem mest úr skauti náttúrunnar, þjóð- in þarf að læra að hagnýta, betur en gert er það, sem hún aflar. Þá er og á engan hátt viðunan- legt, að atvinnuvegir okkar séu svö einhæfir, að allt fjárhags- kerfi þjóðarinnar hvíli á einum atvinnurekstri. Við getum ekki fyrirbyggt afla brest, en við getum gert þær ráð- stafaínir, að aflabrestur leiði ekki til fullkomins fjárhagsöngþveiti. Og það er þetta, sem þjóðin vænt ir nú að Alþingi geri, af því að á traustum atvinnuvegum einum verður byggt heilbrigt efnahags- kf, og á því veltur svo allt at- vinnu- og afkomuöryggi þjóðar- innar í komandi framtíð. í sambandi við skólaeftirlit og j leiðbeiningastarf námstjórans á Norðurlandi, hefir það verið föst venja að halda fund með barna- kennurum á haustin áður en aðal- skólastarfið hefst. Þessir fundir eru nú nýafstaðnir, og var haldinn einn fundur fyrir hverja sýslu, og mættu þar flestir kennarar. Rælt var urn vetrarstarfið, sem í hönd fer, og þá einkum eftir- farandi atriði: 1. Skólastaðir og skólaborð. Á því hefir orðið breyting lil bóta hin síðari ár. en þó skortir all-mikið á að þar sé alll svo sem vera mætti í sumuni farskólahverfum sveitanna. Var enn hvatt til úrbóta í þeim efn- um, ásamt öðru er að aðbúð barn- anna lýtur. 2. Kennslutækin. Þar er aðstaðan njög misjöfn, og of víða skortir nikið á að það sé eins og vera ætti. Veldur þar nokkru um, að erfitt er um innflutning slíkra tækja, og svo hitt, að sum tæki, svo sem landabréf o. fl. þ. h., fara illa á sífelldum flu'ningi milli skólastaða. Þess vegna m. a. er reynt að stefna að því, að fækka skólastöðum og hópa börnin meir saman, svo að ekki séu fleiri en tveir skólastaðir í hverju skóla- hverfi, og mun það takast í vetur í fleslum þeirra. Með því móti verður líka unnt að flokka börnin meir eftir aldri og þroska. 3. Aðstaðan til skálahalds. Erfið- ara verður nú með ári hverju að koma börnum fyrir til dvalar í far- skólahverfunum. Fámenni heimil- anna veldur þvi, að örðugt er að fjölga hörnum í fæði og þjónustu um lengri tíma, þó að húsrými sé fyrir hendi. Að aka börnum í bílurn að og frá skólastað hefir sums staðar verið gert hin síðugtu ár, en það mun reynast frátafasamt hér norðan- lands í snjóþungum vetrum, enda alldýr framkvæmd. I strjálbýlinu mun því sú úrlausn verða skynsam- legust lil frambúðar, að koma smátt og smáit upp skólaheimilum á til- teknum svæðum, þar sem greiður er heimangangur fyrir þau börn, sem næst búa, en hin fái þar heima- vist meðan á námi stendur. Þessari framtíðarúrlausn fræðslumála strjál- býlisins verður smátt og smátt að greiða leið til skilnings og fram- kvæmda. Og þó að aðátaðan sé sums staðar þannig orðin, að starfs- kraftar kennarans nýiist ekki nema að hálfu, eða minna en það, sökum barnafæðar í skólahverfunum, þá mun þó vafalaust um nokkurt skeið, e. t. v. langt skeið, baslað við þessa aðstöðu, og því verður að reyna af fremsta megni, að gera hið bezta úr því, sem fyrir hendi er, og verða því kennarar jafnan að vera vakandi í þeirn efnum, leita að' úrræðum, benda á þau, vinna þeim íylgi, og bæta þannig þá aðstöðu, sem fyrir er á hverjum stað, eftir því sem við verður komið. 4. Kennsluaðferðir og nám. Þetta er jafnan mjög iil umræðu á fund- um kennara. Sökum þess að mögu- leikar til framhaldsnáms hafa slór- um aukist hin síðustu ár, og surns staðar lengd skólaskyldan, á og þarf barnaskólinn nú, enn írekar en áður, að leggja höfuðáherzluna á undir- stöðugreinar alls náms, móðurmálið og reikninginn, en geyma heldur fiamhaldsnámin eitthvað í lesgrein- um, sem fremur á við nám unglinga en barna. í móðurmálsnáminu skiptir mestu að kennurum takist vel við lestrar kennsluna. þar sem börnin koma lítt eða ekki læs í skólana, og þurfa þeir því slöðugt að afla sér fræðslu um aðferðir, og nema af bæði sinni og annarra reynslu. Segja má að engin ein aðferð sé algild, en hljóðkennslu- aðferðin ryður sér meir og meir til rúms, þar sem kenna þarf hóp barna að lesa í einu. Þá þarf að leggja áherzlu á að kenna börnum að lesa skýrt og áheyrilega. Og þá ekki síð- ur hitt, að æfa þau í að lesa í hljóði, og spyrja þau síðan út úr efninu, til að æfa og skerpa eftirtekt þeirra á lesefninu. Þá verður og að gefa sér tíma til að útskýra orð og orða- sambönd, og glæða málsmekk og skilning. Framtíð tungunnar á mik- ið undir því að lestrarkennslan sé í góðu lagi. og því þurfa skólarnir að vera þess minnugir, að þeir hafa þar veigamiklu hlu'.verki að gegna. Að því er snertir hið ritaða mál verður að sjálfsögðu að venja börn- in á að rita rétt, en hinu má þó ekki gleyma, að kenna þeim að koma hugsunum sínum í búning góðs stíls, og glæða hjá þeinr frásagnarlist í rituðu máli. Þarf öllum skólum að verða þessi nauðsyn ljós. í reikningskennslunni þarf að leggja meiri áherzlu á hugareikning en verið hefur, og er bent á ýmsar leiðir til þess. Þá er og íalið, að sinna þurfi meir einstaklingskennslu í reikningi, svo að hver fái sem bezt notið sín. Leggja þarf mikla rækt við krist- indómskennsluna, og varðar þar miklu um hugarfar kennarans og viðhorf hans til þeirra mála. Varðar miklu að krislin trú og kristinn lífs- skilningur fesli djúpar rætur í huga og hjavta þeirrar framtíðar, sem vér erum að skapa. Telja verður æski- legt að prestarnir hcimsæki skólana, og séu í sem nánastri samvinnu við kennarana um krisindómsfræðsl- una. Um kennsluna í lesgreinunum er mikils um vert, að námið verði þar starfrænna og meir við barna hæfi en verið hefur of víða hingað til. Er þá vinnubókin í margskonar sniði helzta úrræðið. Er nú í undirbúningi all mikið verk lil að greiða fyrir slíkum vinnubrögðum. En þótt flest vanti nú til hjálpar við slíka kennslu, má þó komast nokkuð áleiðis, og munu skólarnir smátt og smátt þoka náminu inn á þessar brauúr, þótt hægt fari. Aðstaðan til handiðju- og leik- fimikennslu er víða mjög bágborin, en fer þó heldur batnandi. Og all víða er hvorttveggja í góðu lagi. Kennarara verða smátt og smátt meir og betur hæfir til að sinna þessari kennslu þótt skilyrði séu léleg, og hafa m. a. smánámskeið, er hér á Akureyri hafa verið haldin, hjálpað til þess. Eru kennarar jafn- an hva'tir til að sinna þessum mikil- vægu námsgreinum eftir beztu getu, þar sem einhverjir möguleikar til þess eru fyrir hendi. Söngkennsla í skólunum þyrfti víða að vera meiri en hún er. Mikið vantar í skólann þegar ekki er hægt að syngja. Þessvegna er nú lögðmeiri áherzla á að fá sönginn inn í skóla- starfið en verið hefir, og er reynt að fá menn til hjálpar þar sem kennar- inn getur ekki sungið. Eindregið er Framh. á 4. s;ðu. Ilnnilegar þakkir fœri. ég ollum þeim, sem glöddu mig x með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á áttrœðis- & afmœli mínu, þann 29. september s. I. \ RÓSA ILL UGADÓTTIR, Þórunnarstr. 104. | Flöskur! Flöskur! / Kaupum flöskur: 3/8, 3/4 og 1/1 líters. Einnig gosdrykkjaflöskur merktar SANA og MORGAN Gefum sama verð fyrir allar stærðir. EFNAGERÐ AKUREYRAR H. F. Sími 1485.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.