Íslendingur - 11.10.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. október 1950
Í8LENDINQUR
•*: :rsM:s: i!_2£SSB_^-_S*Ti_ES^~..",;
'.-.¦"33 I ^Sam&^OK^iaSMSSBSaKtSSSSH^B ' **WW>v^Sf©«®®s$öíS©®$©©^©®®<í©^©©©©«©©«©©®«««««®®<ííSS*©©Ö
Þökkum sýnda vináttu og samúð við fráfall og jarðarför
Árna Jónssonar, símstjóra,
Hjalteyri.
Þóra Stefánsdóttir og dætur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Guðnýjar Rósu Oddsdóífur.
Vandamenn.
G
Nr. 44, 1950.
Innflutnings og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið
nýtt hámarksverð áharðfiski og verður það.framvegis sem hér
segir:
f heildsölu:
Barinn og pakkaður ............... kr. 14.40 pr. kg.
Barinn og ópakkaður ............... kr. 13.20 pr. kg.
í smásölu:
Barinn og pakkaður ............... kr. 18.00 pr. kg.
Barinn og ópakkaður............... kr. 16.80 pr. kg.
Reykjavik, 5. október 1950
VERÐLAGSSTJÖRINN
Frá
á Akureyri
Sunnudaginn 15. þ.m. verður afhjúpað minnismerki Stef-
áns Stefánssonar, skólameistara, á lóð Menntaskólans á Akur-
eyri. Athöfnin hefst í hátíðasal skólans kl. 1,30 s.d. Öllum heim-
ill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
í tilefni þessa býður Menn'askólinn á Akureyri öllum þeim,
er verið hafa nemendur Stefáns skólameistara, til kaffidrykkju
í hátíðasaJ skólans um kvöldið kl. 9.
Þess er vænzt, að þeir, sem sinnt geta þessu boði, tilkynni
það í síma 1078, 1027 eða 1565 -sem allra fyrst og eigi síðar
en á föstudagskvöld.
SKÓLAMEISTARI
r— Augiýsið í l%lendingi
Vörujölnun
á gardínutaui og ísgarnssokkum til viðskiptamanna, er hafa
vörujöfnunarseðil frá verzluninni, fer fram sem hér segir:
Miðvikudaginn 18. október til viðskipta-
manna búserrra Á Ákureyri.
Fimmrudaginn 19. október til viðskipta-
mannp búseftra UTAN Akureyrar.
Aðrir viðskiptamenn verða afgreiddir á föstudag 20. okt.
meðan birgðir endast.
Til að flýta fyrir afgreiðslu verður aðeins selt gegn stað-
greiðslu.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Skjaldborgarbíó
I kvöld kl. 9
GLiTRA DAGGIR,
GRÆR FOLD
heimsfræg mynd byggð á
samnefndri verðlaunasögu
eftir Margit Söderholm.
Aðalhlutverk:
Sten Lindgren
Mai Zetterling
Alf Kjellin
Anná Lindahl.
— Nýja bío —
f kvöld kl. 9
LITLI
DÝRAVINURINN
Amerísk kvikmynd frá 20th
Century-Fox
Helstu leikarar:
Joe E. Brown
og
Richard Lyon
Næsta mynd:
Marcel Carné-kvikmyndin
PARADÍSARBÖRN
Myndin er með enskum skýringa-
texta.
Aðalhlutverk:
Arletty
Jean-Louis Barrault.
Um helgina:
RAUÐA
AKURLILJAN
FRAMHALDSSAQA—
Nr. 8
£
3—4 nmendur
geta bætzt við í leiklis'.arkennslu
mína í vetur. Sími 1575 kl. 6—7
eftir hádegi.
JÓN NORÐFJÖRÐ.
VETRARSTULKU
vantar mig nú þegar. Gott kaup.
Sérherbergi.
VALTÝR ÞORSTEINSSON,
Sími 1439.
STÚLKA
óskast í vist frá 15. nóv. n. k.
Upplýsingar í síma 1972.
PÍANÓHARMONIKA
til sölu.
Stefán Halldórsson
Ægisgötu 18
AÐVÖRU N
Þú, sem tókst keðjurnar nið-
ur við símatjöld, skilaðu
þeim tafarlaust þangað aftur,
annars verða þœr sóttar til
þín. —
Ár.ÆRÐURTVISVAR
Upp frá þessu lét Youll aldrei hjá líða að heimsækja
Ebenezer gamla í hvert sinn, sem hann kom til Felthorpe,
og þegar frá leið urðu þeir tveir hinir beztu vinir. Af hálfu
gamla mannsins var vináttan einlæg Honum féll Youll vel ..
í geð. En hjá Youll var hún einung.s tæki til þess að sigra
hjarta Jósefínu. Og þessi aðferð var vissulega kæn, þar eð
Jósefína var auðvitað afar þakklát fyrir þá umhyggju, sem
hann sýndi föður hennar, enda þótt hugur hennar væri samt
allur hjá Adrian, og hún æli engar sérlegar hlýjar tilfinn-
ingar í brjósti til Youlls.
Það leið ekki á löngu þar til Everard Youll komst að hiri-
um dapurlegu ástamálum Jósefínu og Adrians. en til þessa
hafði honum ekki verið ljóst, hvernig þeim málum var öll-
um háttað. Gamli maðurinn opnaði hug sinn fyrir nýja vin-
inum, sagði honum frá hversu vel honum hafði geðjast að
Adrian, hversu breytt það væri orðið, hve hræðilega smán
Adrian hefði bakað sjálfum sér og að hann æli nú þá leyndu
von í brjósti, að Jósefína myndi bráðlega hitta einhvern
annan, sem gæti snúið hug hennar frá Adrian og fengið
hana til þess að gleyma honum.
Þetta var, eins og gefur að skilja, í fullkomnu samræmi
við óskir Everards, og nú launaði hann gamla manninum .
trúnaðinn með því að segja honum frá ást sinni á Jósefínu
og því, að hann væri ákveðinn að sigra hjarta hennar. Gamli
maðurinn, sem dáði Everard og leil upp tií hans, auðvitað
mikið vegna þeirrar glæstu framtíðar, sem augsýnilega beið
unga mannsins, gaf samþykki sitt af öllu hjarta, og ákvað
því Youll að láta nú til skarar skríða við Jósefínu í trausti
gamla mannsins.
Hann kaus fagran og bjartan frostdag ?kömmu fyrir jólin
til þess að gera aðra tilraun sína. Til þessa tíma hafði hann
aldrei reynt að mæla sér mót við Jósefínu, en hann vissi
hvert hún var oft vön að fara ríðandi og fór því einatt sömu
leið. Og það brást heldur varla nokkurn tíma, að þau mætt-
ust og töluðust þá einatt lítillega við. Stundum urðu þau
jafnvel samferða heim nokkurn hluta leiðarinnar.
. Þennan morgun skein sólin logagyllt á snævi þakin f jöll-
in og loftið var dásamlega svalt og tært. Jósefína vár ljóm-
andi fögur, það var engu líkara, en að hinn töfrandi andi,
sem sveipaðist um dalinn og hlíðarnar væri þar kominn
klæddur holdi og blóði. Reiðfötin fóru henni eins vel og
frekast gat og um morguninn hafði hún notið þess að hleypa
gæðingnum sínum eftir grasigrónum grundunum; hatturinn
hafði fokið aftur af höfði hennar og hékk á baki hennar í
kverkbandinu. Hrafnsvart, liðað hárið þyrlaðist fyrir fjalla-
blænum, svo að töfrandi var á að sjá, og rósrauðar kinn-
arnar lýstu heilbrigði og ást á útiveru.
Þegar Youll mætti henni, þá heilsaði hún honum glað-
lega og þau röbbuðu nokkrar mínútur um dásemdir slíks
morguns.
En þegar þau voru í Jmnn veginn að skilja bar Everard
fram mál sitt, eins og hann hafði ákveðið. Hann var ekki
ástríðufullur nú, heldur alvarlegur og einlægur. Hann sá
að hinar fallegu augabrýr sigu og hnikluðust, og hann flýtti
sér að fullvissa hana um, að hann hefði þegar fengið sam-
þykki föður hennar til þess að bera fram bónorð sitt til
hennar.
„Eg er fús að bíða, Jósefína," sagði hann. „Þolinmæði
sú, er Jakob sýndi til þess að öðlast Rakel fyrir eiginkonu,
mun ekki hafa verið meiri en þolinmæði mín. Ég mun alltaf
bíða, ástin mín, og ég veit, að þú munt verða mín að lo_k-
um. Slík eru örlög okkar og þau verða ykki umflúin."
„Herra Youll ;—" Jósefína var snortin af hinni augljósu
hógværð hans og því svaraði hún mjög vingjarnlega. „Það
myndi vera rangt af mér að gefa yður slíka von, að þér
þyrftuð að bíða eftir mér. Ég er heitbundin, eins og ég hefí
þegar sagt yður. — Heitbundin manninuni. sem ég elska.
Það hefir margur Þrándur orðið í Götu okkar og er það
enn, en við bíðum bæði þess dags, sem við getum verið sam-
an aftur, einmitt með þeirri þolgæði, sem þér töluðuð um
áðan. Gerið það fyrir mig að minnast aldrei á þetta framar.
Gleymum þessu samtali okkar og verum vinir áfram. —
Ákvörðun minni verður ekki breytt."