Íslendingur - 08.11.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg.
Miðvikudagur 8. nóvember 1950
45. tbl.
Douglas-flugvé! Loftleiða.
I
Gagnger breytíng hefir orðið á síðari árum í samgöngumálum þjóðar okkar og
alls heimsins. Fólk notar nú meir og meir flugvélar til ferðalaga og sparar sér með
þvi bœði dýrmœtan tíma og erfiði. ¦— HraSinn er að verða drottnandi afl, nú þykja
bifreíðar, járnbrautarlestir, skip svo að ekki sé nefndur „þarfaUi þjónninn", hest-
urinn, allt of hœgfara. — Islendingar hafa eignazt álitlegan flugflota, og er myndin
af einni flugvél Loftleiða, Helgafellinu, sem annast flug innanlands.
Athugasemd um „athyglis*
verða dómsniðurstöðu "
,0t af frásögn Verkamannsins
3. þ. m. af dómi í málinu: Iðja,
félag verksmiðjufólks á Akureyri
gegn Dúkaverksmiðjan h.f. telur
Dúkaverksmiðjan h.f. ástæðu til
þess að gefa eftirfarandi skýring
ar til þess að fyrirbyggja mis-
skilning.
Framangreint mál er risið út
af mismunandi skilningi á tveim
lagaákvæðum, sem skilgreina
það ekki nánar, hvaða skilyrðum
men)n þurfi að fullnægja til þess
að teljast fastir starfsmenn eða í
fastri stöðu, en þegar þannig kem
ur upp ágreiryingur um það,
hvernig skilja beri einhver laga-
ákvæði, þá hlýtur að vera eðli-
iegasta og sjálfsagðasta leiðin að
leita úrskurðar dómstólanna.
Alllangt er síðan að fyrst kom
til ágreinings milli iðnrekenda og
iðnverkafólks um það, hvernig
bæri að skilja ákvœði almanna-
tryggingalaganna um greiðslu
veikindadaga. Fór svo að Iðja
félag verksmiðjufólks í Reykja-
vík höfðaði fyrri hluta árs 1949
»prufu«mál á hendur Vinnufata-
gerð íslands h.f. til þess að fá úr
þessum ágreiningi skorið með
dómi. Jafnframt skrifaði félagið
Félagi íslenzkra iðnrekenda bréf
og óskaði þess þar að veikinda-
dagar yrðu ekki greiddir fyrr en-
úr ágreinihgnum væri skorir með
dómi. Meðlimir F. f. I, þar á með-
al Dúkaverksmiðjan h.f. töldu í
alla staði sjálfsagt og eðlilegt að
verða við þessum tilmælum og
bíða dóm's um ágreiningsefnið,
og voru þá einnig reiðubúnir að
hlíta allir dómi Hæstaréttar þar
um, þótt Vinnufatagerð íslands
h.f einni væri stefnt, og var því
önnur málshöfðun um þetta, til—
efnislaus. Við sáttaumleitun í því
máli, er hér er nefnt í upphafi
bauðst Dúkaverksmiðjan h. f.
einnig til þess að greiða veikinda
daga, ef dómur Hæstaréttar í
máli Vinnufatagerðarinnar félli
á þá leið, og var því algerlega
óþarft að halda áfram með mál-
sókn á hendur henni um þetta
ágreiningsefni.
Varðandi greiðslu orlofsfjárs-
ins skal það tekið fram að Dúka
verksmiðjan h.f. hagaði greiðslu
orlofsfjár alveg á sama hátt og
aðrir iðnrekendur og fylgdi
þeirri meginreglu að greiða jafn-
an 4% af kaupi. Málshöfðunin
út af greiðslu orlofsfjársins var
því einnig »prufu«mál og tilvilj-
un að það skyldi vera höfðað á
hendur Dúkaverksmiðjunni h.f.
Um fyrrgreindan hátt á
greiðslu orlofsfjár er það að
segja, að það virðist vera megin-
tilgangur orlofslaganna, að or-
lofsfé sé jafinan 4% af árskaupi,
enda er 12 daga kaup manna í
fastri stöðu 4% af árskaupi, mið-
að við að þeir hafi sama kaup
Framh. á 4. síðu.
Aðalfundur
í Stúdentafélaginu
á Akureyri
Síðastliðið fimmtudagskvöld, 2.
þ. m., var aðalfundur í Stúdentafé-
laginu á Akureyri haldinn í bæjar-
stjórnarsalnum í Samkomuhúsi bæj-
arins.
Fráfarandi stjórn gaf yfirlit um
störf félagsins og fjárhag á liðnu
ári, og var henni þakkað frábærlega
gott starf og fórnfúst, enda bar
stj órnarskýrslan það með sér, að
starfsemi félagsins hafi verið einkar
blómleg s.l. starfsár.
Fráfarandi stj órnarform. Hallgr.
Björnsson, verksmiðj ustj óri, lýsti
því yfir fyrir hönd stjórnarinnar að
hún bæðist eindregið undan endur-
kosningu, og urðu fundarmenn við
þeim óskum, þrátt fyrir ágæta
reynslu af þeim.
I s.jórn félagsins voru nú kjörnir
þeir: Páll' Ardal, menntaskólakenn-
ari, formaður, Tómas Árnason, lög-
fræðingur, ritari, og Ottó Jónsson,
menntaskólakennari, gj aldkeri.
Nokkrar umræður urðu um laga-
breytingar, sem gerðar voru. Var
svo setzt að sameiginlegri kaffi-
drykkju og spilað að lokum.
Fjölmenni var og skemmtu menn
sér hið bezta.
HAUSTMÓT
Skákfélags Akureyrar
hófst fyrra föstudag í fundarsal Al-
þýðuflokksins við Túngötu. Keppt
er í þrem flokkum. I meistaraflokki
keppa eftirtaldir 9 menn: Albert Sig-
urðsson, Guðbrandur Hlíðar, Guð-
mundur Eiðsson, Jóhann Snorrason,
Júlíus Bogason, Kristinn Jónsson,
Margeir Steingrímsson, Steinþór
Helgason og Unnsteinn Stefánsson.
8 keppendur eru í 1. flokki og 4 í
2. flokki. Fjórum umferðum er lokið
og fóru leikar þannig í meistara-
flokki:
1. umferð: Albert vann Kristinn;
Jóhann vann Guðbrand; Unnsteinn
vann Guðmund. Biðskák varð hjá
Júlíusi og Steinþóri. Margeir átti
frí.
2. umferð: Steinþór vann Albert,
en jafntefli varð hjá Guðbrandi og
Margeiri og Jóhanni og Guðmundi.
Biðskák varð hjá Júlíusi og Unn-
steini. Kristinn átti frí.
3. umferð: Guðmundur vann Al-
bert, Unnsteinn vann Jóhann. Jafn-
tefli varð hjá Guðbrandi og Kristni,
og Margeiri og Steinþóri. Júlíus átti
frí.
Frá Alþingi:
Mæling og skrásetning
lúða ð Akureyri.
Jónas G. Rafnar, alþingismaður,
flytur í Neðri deild frumvarp til laga
um mœlingu og skrásetningu lóða og
landa í lögsagnarumdœmi Akureyrar.
Frumvarp þetta er flutt að beiðni
bæjarstjórnar Akureyrar.
Tilgangurinn með flutningi þess
er, að koma gleggri skipan en verið
hefir á lóða- og fasteignamál bæjar-
félagsins.
Eftir því sem bærinn hefir stækk-
að, hefir þörfin á því að hafa sem
beztar heimildir um lönd og lóða-
mörk, og eignarrétt að lóðum og
löndum aukizt.
Með frumvarpi þessu er gert ráð
fyrir því, að bæjarstjórnin láti mæla
allar lóðir og lönd innan takmarka
kaupstaðarlóðarinnar og gera af
þeim nákvæman uppdrátt. Skal upp-
drátturinn sýna greinilega takmörk
hverrar lóðar og afstöðu til ná-
grannalóða, og grunnflöt húsa
þeirra og mannvírkja, sem á lóðinni
eru. Bæjarstjórnin löggildir bók,
sem nefnist lóðamerkjabók og skal
mælingamaður rita í hana lýsingu á
merkjum hverrar lóðar; ennfremur
skal rita í bókina stærð lóða,
byggðra og óbyggðra. Þegar lokið
er merkjasetningu og mælingu alha
lóða og landa á kaupstaðarlóðinni,
skal bæjarstjórnin láta skrásetja all-
ar lóðir og lönd með framhaldandi
númerum í bók, sem þar til er lög-
gilt af ráðherra. Skal síðan jafnóð-
um rita breytingar, er verða á lóð-
um og húsum á skrána og skipar
bæjarstjórnin lóðaskrárritara til
þess starfs.
Allur kostnaður við skrásetningu
og mæling lóða greiðist úr bæjar-
sjóði.
Árið 1914 voru samþykkt lög um
mælingu og skrásetningu lóða og
landa í lögsagnarumdæmi Reykja-
víkur.
Ákvæði frumvarpsins um mæl-
4. umferð: Albert vann Unnstein,
Steinþór vann Kristinn. Biðskákir
urðu hjá Jóhanni og Júlíusi og Guð-
brandi og Margeiri. Guðbrandur
átti frí.
Ef:ir 4 umferðir er Steinþór
Helgason efstur með 2^/á vinning
(og 1 biðskák), Unnsteinn hefir 2
viqninga (1) og Albert 2 vinninga.
ingu og skrásetningu lóða, sem hér
hefir lítilsháttar verið gerð grein fyr-
ir, eru að mestu leyti samhljóða lög-
unum frá 1914.
Hins vegar er í frumvarpinu gerð
veruleg breyting á skipun merkja-
dóms en í 10. gr. frumvarpsins er
gert ráð fyrir því, að sérstakur fjöl-
skipaður dómstóll, merkjadómur,
skeri úr öllum þrætum um merki
lóða.
Aðalbreytingin frá lögunum er
sú, að bæjarfógetinn á Akureyri
skuli vera formaður merkjadóms í
stað þess að formaður sé skipaður
af ráðherra. I frumvarpinu eru
einnig fyllri ákvæði um hæfni með-
dómenda en í lögunum frá 1914.
Að lokum má geía þess, að í
frumvarpinu er gengið út frá því,
að málsmeðferð fyrir merkjadómi
skuli fara eftir ákvæðum laga um
meðferð einkamála í héraði, eftir
því sem við verði komið. Annars
verður að sjálfsögðu fylgt þeirri
venju, sem skapazt hefir í Reykja-
vík um meðferð merkjadómsmála.
Lækkun íolla
Þá flytur Jónas Rafnar og frum-
varp til laga um breytingu á lögum
um tollskrár o. fL
Með lögum frá 25. maí 1950 var
tollur á gervisilkiúrgangi, óspunn-
um gervisilkiþræði og öðrum þess
konar .gerviþráðum úr cellulose
lækkaður allverulega.
Samkvæmt frumvarpinu er lagt
til að sama verði látið gilda um
baðmullargarn til verksmiðjuiðnað-
ar, þ. e. tollur á því verði lækkaður
í 2 aura pr. kg. í vörumagnstoll og
2% í verðtoU.
I greinargerð segir, að það sé al-
gerlega óeðlilegt, að verksmiðjur,
sem vinna úr gervisilkigarni, þurfi
að greiða lægri toll af hráefni til
framleiðslu sinnar en verksmiðjur,
sem vinna úr baðmullargarni, þar
eð af því leiðir, að framleiðsla hinna
síðarnefndu verksmiðja verður alls
ekki samkeppnishæf við framleiðslu
hinna fyrrnefndu, þ. e. sama varan
verður hlutfallslega miklu dýrari úr
baðmullargarni en gervisilki.
I nágrannalöndum okkar er sama
hráefni og hér um ræðir ýmist toll-
frjáls eða tollur á því mjög lágur.