Íslendingur


Íslendingur - 12.09.1951, Page 1

Íslendingur - 12.09.1951, Page 1
XXXVII. árg. Miðvikudagur 12. eept. 1951 34. tbl. f Rithard Kristmmdsson læknir Vínnuskóli Akureyrar heimsóttur 30 börn á aldrinum 11 og 12 ára sækja hann í sumar Þann 7. þessa mánaðar andað- ist í Kristneshæli Richard Krist- mundsson læknir, eftir langa og þungbæra vanheilsu. Richard Richard Kristmundsson. heitinn var fæddur 22. júlí 1900 á Vígholtsstöðum í Laxárdal, en fluttist þaðan til Reykjavíkur uní fermingaraldur. Hann tók stúd- entspróf í menntaskólanum 1921 og embættispróf í læknadeild há- skólans 1927. Eftir það stundaði hann framhaldsnám í ýmsum sjúkrahúsum og hælum í Dan- mörku um tveggja ára skeið og gerðist síðan praktiserandi lækn- ir á Akranesi. Hann var náms- maður góður, hafði aflað sér staðgóðrar kunnáttu í sinni grein og naut trausts og vinsælda í starfi sínu, enda var hann hið mesta ljúfmenni og gleðimaður að eðlisfari. — Hann kvæntist 1933 Elísabetu Jónsdóttur Gunn- laugssonar á Akranesi, hinni maitustu konu, og virtist því gæf- an brosa við hinum ungu hjón- um. En þá syrti snögglega í lofti. Richard heitinn veiktist hastar- lega af lungnaberklum síðara hluta árs 1933 og varð eftir það að dveljast í sjúkrahúsum og hæli um þriggja ára skeið, oft þungt haldinn. Náði hann að vísu nokkurri heilsu aftur og gat tekið að sér aðstoðarlæknisstarf í Kristneshæli, þar sem hann dvaldist upp frá því, að undan- teknu tæpu ári, er hann veitti for- stöðu Reykjahæli í Ölfusi. Enginn nema sá, sem sjálfur reynir, veit hvaða áfall það er að missa heilsuna á bezta aldri, hlað- inn störfum; jafnvel þótt heilsan vinnist aftur að nokkru leyti, þá bíður þess enginn bætur framar. Óhætt er að segja, að Richard heitinn hafi aldrei á heilum sér tekið frá því er hann veiktist í fyrstu, og hann tók sér það mjög nærri, því að hann kunni engu öðru vel en að vera sístarfandi. Hann hafði svo vakandi áhuga á starfi sínu, að hann gat aldrei sætt sig við að hlífa sér, og vann því oft sárlasinn um krafta frarn. Það var mikil furða, hvað veik heilsa hans entist, en fyrir liðugu ári var sýnilegt, að hverju mundi líða. Að einu leyti var Richard heit- inn gæfumaður. Hann var kvænt- ur ágætri, kjarkmikilli konu, sem aldrei lét hugast og reyndist hon- um sönn bjargvættur í örðugleik- unum til síðustu stundar; um það skal ekki fjölyrt, en það vita þeir bezt, sem kunnugir eru. Þau hjón eignuðust tvö efniíeg börn, sem enn eru á barnsaldri. Þar sem Richard læknir fer, á eiginkona og börn kærurn lífs- förunaut og föður á bak að sjá, fjöldi sjúklinga liprum og sam- vizkusömum lækni og læknastétt- in góðum og vinsælum starfs- hróður. Blessuð sé minning han6. /. R. Bílslys o Reykjoheiði Kona slasast á höfði og brjósti. 2 menn með minni meiðsl. Húsavík 8. septemher. Um klukkan 6 e.h. i dag varð bílslys á Reykjaheiðarvegi, skammt fyrir ofan Húsavík. Jeppabifreiðinni R 3050 var ekið út af veginum með þeim afleið- ingum, að kona sem í bílnum var, Dagrún Ólafsdóttir, hlaut mikil meiðsl á höfði og brjóstkassa. Bílstjórinn, Hilmar Poulsen, skarst lítillega á handlegg. Þriðji maðurinn, sem í bílnurn var, Friðrik Höjgaard, meiddist einn- ig á handlegg, en ekki alvarlega. Fólkinu, sem var á leið frá Bakkafirði til Reykjavíkur, vár fljótlega komið í sjúkrahús Húsa- víkur og þar gert að sárum þess. Klukkan 9 í kvöld kom Grumm- anbátur frá Flugfélagi íslands (frá Akureyri) og flutti Dagrúnu til Akureyrar til frekari rann- sóknar og aðgerða í sjúkrahúsinu þar. — hallur. „Svanholm44 ferst með þrem mönnum Þann 28. f. m. lagði vélbátur- inn „Svanhólm“ af stað frá Siglu- firði áleiðis til Reykjavíkur, en ætlaði að koma við í Bolungavík. Eftir það fóru engar spurnir af bátnum, en fullri viku síðar fannst brak úr báti á svonefndri Hrolllaugsvík, nálægt Látravík á Ströndum. Þekktist síðar, að brak ið var úr Svanhólm. Að kveldi 29. ágúst gerði foraðsveður úti fyrir Ströndum, og er álitið, að þá hafi báturinn farizt. Á bátnum voru þessir 3 menn: Þórarinn Guðmundsson, skip- stjóri, frá Ánanaustum i Reykja- vík, nær áttræðu, elzti starfandi skipstjóri hér. Bergmundur Jón- asson, vélstjóri og Kristján Jó- hannesson, matsveinn, báðir frá Bolungavík. Bátsins var lengi leitað á sjó og úr lofti að tilhlutan Slysavarna félagsins. Fiskideild atvinnudeildar há- skólans hafði nýlega keypt Svaxr- holm, og vann hánn að síldar- merkingum fyrir Norðurlandi á síldarvertíðinni. Merkingar ann- aðist Jakob Magnússon fiskifræð- ingur, en hann hafði orðið eftir á Siglufirði, er báturinn fór i sína hinnztu för. ,GIFT EÐ4ÓGIFT4 næsta viðfangsefni Leikfélagsins Stjórn félagsins öli endurkosin. Á fyrri hluta aðalfundar Leik- félags Akureyrar, er haldinn var fyrir nokkru síðan, var kosið í stjórn. Ur stjórninni áttu að ganga Guðmundur Gunnarsson formaður, Björn Sigmundsson gjaldkeri og Oddur Kristjánsson leiksviðsstjóri. Voru þeir allir endurkosnir. Björn í 21. sinn sem gjaldkeri og Guðmundur í 8. sinn sem formaður. Framhaldsaðalfundur var hald- inn 4. þ.m. Voru þá reikningar félagsins lagðir fram og sam- þykktir. Síðan flutti formaður skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu leikári og fvrirætlanir um störf þess árs, er í hönd fer. Kvað hann ákveðið að taka fyrst til sýningar gamanleikinn Gift eða ógift, eftir J. B. Priestley, en síðar á vetrinum annað leikrit, sem ekki hefði verið ákveðið enn. — Hefði félaginu tekizt að fá Gunn- Sú nýlunda var tekin upp hér í bænum á liðnu vori, að reka vinnuskóla fyrir börn á aldrinum 11—12 ára í sumar. Til að hrinda málinu í framkvæmd og annast rekslur skólans af hálfu bæjarins kaus bæjarstjórn á sínum tíma 4ra manna nefnd, og hlutu kosn- ingu í jiefndina: Eiríkur Stefáns- son, kennari, Guðm. Jörundson, útg.m., Tryggvi Þorsteinsson, kennari og frú Þorbjörg Gísla- dóttir. Skólastjóri var ráðinn Björgvin Jörgenson kennari, en Finnur Arnason garðyrkj uráðu- nautur hefir verið nefndinni mjög til aðstoðar í störfum hennar. S. 1. fimmtudag bauð vinnu- skólanefndin bæjarstjóra, bæjar- ráði og blaðamönnum að skoða og kynna sér vinnuskólann, en hann er rekinn ofan við bæinn í nánd við svonefndar Miðhúsa- klappir, ogJiefir húsnæði í skíða- heimili, er kennarar Barnaskólans eiga þar efra. Umhverfis húsið er ca. 6 ha. landspilda, sem brotin hefir verið til ræktunar að tölu- verðu leyti vegna skólans, og hef- ir kartöflum verið sáð í mestan hluta hins brotna lands. Vinnnuskólinn hófst 1. júní s.l. Sækja hann 30 drengir og stúlk- ur á aldrinum 11—12 ára. Dag- legur vinnutími er 6 klst. og er nemendunum greitt kaup, er nem- ur 3 kr. á klukkustund. Aðalstarf nemendanna er kartöfluræklin, og annast skólastjórinn einn alla verkstjórn og 'kennslu. Skiptir hann börnunum í fimm starfs- hópa, og er flokksstjóri fyrir hverjum hóp, kjörinn af börnun- um sjálfum. Börnin koma flest á hjóli, og hafa mat með sér, en vinnan hefst kl. 10 á morgnana. Sjálf fengu börnin til umráða 100 ferm. reit hvert undir kart- öflur og 60 ferm. undir kál og annað grænmeti. Hirða þau um þessa reiti í sínum tíma og eiga síðan uppskeruna. Auk garðyrkjunnar hafa börnin unnið við að grafa lok- ræsi og framræsluskurði, hlaða undir girðingu um landið og jafna úr ofaníburði í veg heim ar R. Hansen sem leikstjóra á leikárinu, og væri hann væntan- legur í þessum mánuði og hæfist þá leikendaval og æfingar á fyrri leiknum. Þá kom fram á fundinum ein- dreginn vilji fyrir stofnun leik- skóla á vegum félagsins. að skálanum. Ekki var unnt að hefja niðursetningu kartaflna í vor fyrr en um miðjan júní, og þótt sáð væri fljótvöxnum af- brigðum, var ekki unnt að koma kartöflum á sumarmarkaðinn, því að þurrkarnir í sumar háðu sprettunni. Erfitt er um alla kál- Vinnuskóli Akureýrar heimsóttur rækt þarna í þurrkasumrum vegna vatnsskorts í landi skólans. Næturfrostin í ágúst skemmdu grös nokkuð sumstaðar, og var þá farið að taka upp úr þeim skák- um, er verst höfðu farið. Unnu öll börnin að upptöku, þegar áð- urnefndir gestir heimsóttu skól- ann. Tryggvi Þorsteinsson, sem orð hafði fyrir nefndinni, svo og skólastjórinn, töldu afkomuhorf- ur skólans lakari en þeir hefðu gert sér vonir um, og bæri þar einkuin til, hve landið hefði seint verið tilbúið til sáningar, en síð- an hinir óvenjulegu þurrkar og loks næturfrostin, er komið hefðu óvenjulega snemma. Þá hefði og áhaldaskortur staðið skólanum fyrir þrifum framan af, en úr hon- um væri nú sæmilega bætt. Rekstur vinnuskóla hefir mikla uppeldislega þýðingu í svo stór- um bæ, sem Akureyri er orðin. Sveilirnar eru ekki lengur færar um að taka við sívaxandi ungl- ingafjölda bæjanna í sumarvist, og þegar svo er komið, verður göturöltið að jafnaði helzta dægradvöl hins iðjulausa barns, ef ekkert er að gert. Og þótt börn- in hafi ekki miklar tekjur af skólavist sinni, eru þær þó betri en engar, en mest er þó um vert, að ræktunarstarfið, sem börnin læra þarna og stunda, er þeim hollt og þroskandi. Þess vegna veltur á miklu, að framhald geti orðið á þessari tilraun til vinnu- skóla, sem gerð hefir verið í sum- ar. Skólinn virðist líka hafa verið heppinn með val skólastj órans, Björgvins Jörgenssonar, sem ræk- ir starf sitt af áhuga og sam- vizkusemi og heldur uppi góðri stjórn. Mjólk og mjólkuraL urðir hækka í verði Þann 1. sept. hækkaði neyzlu- mjólk í verði um 27 aura á lítra, og er nú kr. 2,90 í lausu máli. Rjóminn hækkaði í kr. 21,85 ltr., skyrið í 5,15 hvert kg. og smjör í 38,10 kr.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.