Íslendingur - 12.09.1951, Page 2
2
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 12. sept. 1951
Fimmtugur
Cnimundur Kurl Pétursson
yfirlæknir
Þegar merkir borgarar standa
á tímamótum, þykir sjálfsagður
hlutur, að þeirra sé að einhverju
getið, á opinberum vettvangi, i
virðingar- og þakkiætisskyni, og
má segja að oft var þörf, en nú
er nauðsyn.
Guðmundur Karl er Eyfirðing-
ur, fæddur og- uppalinn í næsta
nágrenni við Akureyri, og var
það mikið happ þessum bæ, að
hann skyldi hverfa hingað, á
æskustöðvar sínar, að afloknu
námi, í sess Steingríms heitins
Matthíassonar, þess mæta maims.
Guðmundur var snennna góður
námsmaður, enda fór saman ágæt
greind, skyldurækni og alvara við
námið, og náði hann hæsLu eink-
unn, sem tekin haíði verið við
Háskóla íslands, og hefir aðeins
einn maður bætt þar um síðan.
Slíkur námsferill hlaut að bjóða
heim ýmsum tækifærum til fram-
haldsmenntunar, enda mun Guð-
mundur. hafa aukið drjúgum
þekkingu sína og reynslu við úr-
vals sjúkrahús, austan hafs og
vestan, og þykir mér trúlegt, að
ekki sé séð fyrir endann á slíkum
námsferðum, sem hver góður
læknir telur sér nauðsyn á, öðru
hverju, til að kynnast nýjungum
og tækniþróun i starfi sínu, en
læknisfræðin er ekki hvað sízt sú
grein vísindanna, sem mestum
framförum hefir tekið á síðari ár-
um, og er því áhugasömum lækn-
um sífellt námsefni.
l>annig vann Guðmundur fyrstu
lotu. — En ekki hefði þetta eitt
enzt honum lil þess frama og á-
lits, sem hann nú nýtur, er hann
stendur á fimmtugu. Mönnum
notast misjafnlega þekking og gáf
ur, en Guðmundur kann þá list.
Hann er starfsmaður og afkasta-
maður, svo að af ber, og hygg ég
að fáir eigi lengri og strangari
vinnudag en hann, og á honum
virðist sannasl, að vinnan ein geti
naumast drepið heilbrigðan
skrokk, ef annars er sæmilega að
honum búið, og Guðmundur er
mikill reglumaður, og m. a. bind-
indismaður á áfengi og tóbak.
Hvort sem það er af skyldurækni
og virðingu fyrir starfi sínu, eða
aðeins heppileg lilviljun, skiptir
sjúklinginn ekki máli, én það vek-
ur traust og öryggi.
Fyrir allt þetta, og eflaust
fleira, svo sem áræðni og styrka
læknishendi, er Guðmundur nú
löngu landskunnur að læknissnilli,
sem endast mun honurn til úr-
slitasigurs, um það lýkur síðustu
lotunni, og hefir honum þegar
verið sýndur ýms sómi, svo sem
er hann nú nýlega var sæmdur
Riddarakrossi Fálkaorðunnar.
Það er leitt til þess að vita. að
Guðmundi skuli ekki fyrir löngu
vera búin þau starfsskilyrði, scm
honuin hæía, því segja má að
gamla sjúkrahúsið standi honum
alls staðar á beini, en á næsta
leyti blasir við ný sjúkrahúsbygg-
ing. vegleg hið ytra, en sorglega
seinfær í gagnið hið innra, en
fyrir því má ef til vill færa fram-
bærilegar afsakanir, og standa
nú loks vonir til að úr rætist, inn-
an tíðar.
Ælla mætti að Guðmundi va;ri
búið kappnóg starf, innan síns
verkahrings, en því er líkast, sem
fjörið og lífsþrótturinn eigi eng-
in takmörk, því ýmsum hugðar-
efnum sínum sinnir hann, þess
utan. af þeim áhuga og krafti, að
hverju máli þykir vel borgið, ef
hann snýr sér þar á sveif. Hann
er áhugasamur skógræktarmaður
og ötull forvígismaður Rauða-
Krossins. svo fátt eitt sé nefnt, og
er auk þess ódrepandi á dans-
góifi, þegar svo ber undir.
Guðmundur er kvæntur Ingu
Karlsdóttur, ættaðri úr Reykja-
vík. hinni mestu ágætiskonu, sem
býr manni sínum og fjórum
gjörvilegum dættum þeirra far-
sælt og gott heimili.
Guðmundur cr tákn þess, hverju
áorkað fær heilbrigð sál í heil-
brigðum líkama, og von okkar er
sú. að hann fái enn um langan
aldur starfað á meðal okkar að
mannúðarverkum sínum, fyrir
bæ og hérað, og enda fyrir land-
ið allt.
Sv. R.
FATAEFNI
Nýkomið efni í
KARLMANNÁFÖT og
FRAKKA.
— Góð efni —
Sigurður Guðmundsson,
klæðskeri — Helga-magrastr. 26.
Maðurinn minn og faðir okkar,
Richard Kristmundsson, læknir
andaðist 7. þ. m. — Útförin ákveðin síðar.
Elísabet jónsdótlir og börn.
Sextugur:
r r
Olafur Agúslsson
húsgagnameistari
Kirkjubók Akureyrarpresta-
kalls segir að Ólafur Friðbjörn
Ágústsson, húsgagnasmíðameist-
ari, hafi orðið sextugur hinn 8.
sept. Afrit aðalmanntals Akur-
evrarbæjar frá 1. des. 1940 segir
hann á hinn bóginn ekki fæddan
fyrr en 8. október. Sjálfsagt er þó
að trúa kirkjubókinni, enda gerir
hann það sjálfur.
Ólafur er fæddur og uppalinn
Akureyringur og hefir, mér vitan-
lega, aldrei farið héðan iil lang-
dvalar. Hann er fæddur, eins og
fyrr er getið 8. sept. 1891 hér á
Oddeyrinni. Voru foreldrar hans
hjónin Jón Ágúst Jónsson, sein
enn er á lífi hjá syni sínum og
tengdadóttur, fjörgamall, (f. 23.
sept. 1864) og Salvör Níelsdóttir,
sem andaðist 20. sept. 1932, 77
ára gömul. Ólafur ólst upp hjá
foreldrum sínum, en þegar hann
hafði aldur til, lærði hann hús-
gagnasmíði hjá Karli Hanssyni,
húsgagnameistara, sem hér var
þá. Hefir Ólafur siðan gert þá iðn
sína að lífsstarfi sínu, enda mun
hann reka stærsta verkstæði í
þeim siníðum hér á landi, ulan
Reykjavíkur.
1. júlí 1916 giftist hann Ilann-
veigu Þórarinsdóttur, Jónassonar.
Ilafa þau eignast 2 syni, Þórar-
inn, sem andaðist 29. apríl 1943,
langt kominn í Menntaskólanum,
og Ágúst, sem vinnur á verkstæði
föður síns. Var sár harrnur kveð-
inn að foreldrunum með missi
Þórarins, því hann var hinn mesti
efnismaður í hvívetna.
Olafur Ágústsson er vinsæll
maður og sómi sinnar stéttar. —
Hann er enginn umbrotamaður
og hefir lítið vasasl í opinberum
málutn, en þó hefir hann verið
áhugamaður um mál iðnaðar-
manna og verið þar drjúgur liðs-
maður. Félagsmaður er hann góð-
ur, traustur og ósérhlífinn og eng-
inn veifiskali, eins og margir vin-
ir hans og félagar hafa reynt.
Við, gamlir samferðamenn
hans, óskum honum til hamingju
með þetta afmæli
bjóðum
hann velkominn í öldungadeild-
ina. Megi líf, heilsa og hamingja
endast honunt sern lengst.
Jafnaldri úr öldungadeildinni.
kJb;Udbörgar
FRUMSKÓGA-
S T Ú L K A N
(Jungle Girl)
I. HLUTl
Mjög spennandi og viðburða-
rik ný amerísk kvikmynd, gerð
eftir samnefndri skáldsögu eft-
ir höfund Tarzan-bókanna Ed-
gar Rice Burrough.
Aðalhlutverk:
Frances Gifford
Tom Neal
Nýfö Btó
Á miðvikudag kl. 9:
I SURRENDER
D E A R
Aðalhlutverkin leika:
Gloria Jean
David Street
S T Ú L K U
vantar mig tii heimilis-
starfa nú þegar.
Sérherbergi.
Kristjárs Jónsson
l'ingvnllasir. 20, símar 1473 og 1259.
Þeir, sem ætla að byggja samkvæmt hin-
um nvju reglum Fjárhagsráðs, ættu að tala
við okkur sem fyrst. Nauðsynlegar teikning-
ar útvegaðar.
ByMovöruveril. Tóimuor Björnssonar h.f.
Akureyri
Sími 1489
Gaberdine
í kápur, frakka
og föt
tekið up í dag.
Kandíssykur
Púðursykur
Strásykur
Molasykur
Flórsykur
Útlend sulta
margar tegundir
Niðursoðnir ávextir
margar tegundir
Döðlur
í lausri vigt og pk.
gamalt verð.
Hafnarbúðin li.f.
og útibú.
Utlendar
hreinlætisvörur
Gólfbón
Ræstiduft
Sandsápa
Lux sápuspænir
Sunlight, stangasápa
Rinso þvottaduft
Persil
Lux handsápa
Palmolive handsápa
Hafnarbúðin h.f.
og útibú.
Giimmíboltar
2 stærðir
KÖKUDÚNKAR
— gamalt verð —
Hafnarbúðin h. f.
og útibú.
SIIVER CROSS
barnavagnarnir verða seldir
einhvern næstu daga.
Eitl bezta merkið á heims-
markaðinum.
Brynj. Sveinsson li.f.
Sími 1580.
Barnaþríhjúlin
verða seld einhvern næstu
daga. Vinsamlegast endur-
nýið eldri pantanir sem
fyrst.
Brynj. Sveinsson h.f.
Sími 1580.
Ilúsgfögn
Við smíðum fyrir yður hús-
gögn. bæði heil sett og ein-
staka hluti. Höfum nokkur
sýnishorn í búðinni hjá
Stefni. — Kynnið yður verð
og greiðsluskilmála, áður en
þér ákveðið kaup annars
staðar.
Ármann Cr Gísli.