Íslendingur


Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 8

Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 8
Hjónaefni. Síðastliðinn laugardag opinberuðu trúloíun sína hér í bænum ungfrú Jóna Friðjónsdóttir Axfjörð og Kolbeinn Helgason. verzlunarmaður, Strandgötu 9. Kirkjan: Messað n. k. sunnudag í Lögmannshlíð kl. 2, Akureyri kl. 5. (F. J. R.) Til Strandarkirkju. Gamalt áheit kr. 25.00 frá N. N. Boðhlaupskeppni. Laugardaginn 23. ágúst kl. 8.30 verður háð boðhlaups- keppni á hestum milli Hestamannafél. Léttis á Akureyri og Eyfirðinga að Hrafnagili. Að keppninni lokinni hefst dansleikur í skálanum. Togararnir. Svalbakur kom til hafn- ar af Grænlandsmiðum sl. sunnudag, og var afla hans skipað upp í gær, en ekki vissi blaðið um magn hans, er það fór í prentun. Harðbakur átti að koma í nótt, og Kaldbakur er væntanlegur í frá Shanghai-svæðinu og 1.534 frá öðrum löndum. 35.000 fóru til Bandarikjanna, 6.927 til Áslralíu, 4.424 til Kan- ada, 1.874 til Brasilíu og hinir til annarra landa. Mafnbreyling Eins cg kunnugt er, veitti síð- asta Alþingi nokkrum erlendum mönnum búsettum hér á landi ríkisborgararétt, þó með þeint skilyrðum, að þeir tækju jafn- framt upp íslenzk nöfn. Meðal hinna nýju ríkisborgara er Akur- SANDVÍK í GRÍMSEY eyringurinn Harry S. Rosenthal, sem nú hefir tekið sér nafnið Nyrzta höfn á íslandi, rétt norðan við heimskautsbaug. Höskuldur Markwsson. <$*$*&*&&*$*&*$*&$+$*$> Annall Islendings A G .Ú S T : Reknetabátar fá góðan 6Íldarafla vestan við Snæfellsnes í byrjun mán- aðarins. Um verzlunarmannahelgina var ó- venju mikill drykkjuskapur og róstur meðal aðkomumanna, er dvöldu við Hreðavatn í Borgarfirði. Var mikið um rúðubrot og skemmdir á munum, eink- um í veitingaskála Vigfúsar Guð- mundssonar, en engin löggæzla. Við Tívólí í Reykjavík særðust tveir ís- lendingar allmikið og tveir minna í viðuveign við blökkumenn af amerísku skip', cr beittu hnífum í viðureign milli þeirra. Gcrðist sá atburður sama kvöldið og rósturnar í Borgarfirði. Tveir Skagstrendingar slasast, er jeppabifreið vcltur með þá út af brúnni á Fossá á Skaga. Maður frá Hólmakoti á Mýrum stór- skaddast í andliti, er hestur fellur með hann. Varð að flytja hann í sjúkraflugvél í Landsspítalann. kvöld eða nótt. Ljósm.: V. Guðmundsson. Fréttir frá S.I». Kainsæli á Sauðárkrök Einhliða vegamerki um heirn all- an eiga að auka öryggi á þjóðveg- unum. Sérfræðingar hafa gengið frá alþjóðasamningi, sem fjallað verður um í Samgöngumálanefnd Sameinuðu þjóðanna. Vegamerki og umferðarljós um heim allan verða samræmd. Á þann hátt verður hægt að draga úr hinum fjölmörgu umferðar- slysum, umferðin gengur hraðar og komizt verður hjá misskiln- ingi. Samgöngumálanefnd S. Þ. hef- ir haft þessi mál til meðferðar undanfarin tvö ár og nú hafa sér- fræðingar nefndarinnar lagt fram allmargar tillögur, sem vonast er til að hægt verði að hrinda í framkvæmd hið fyrsta. Málið kemur fram á heppilegum tíma því að mörg lönd vinna nú að breytingum og endurbótum á samgöngukerfi sínu. Á tilraunatímabili hafa sérfræð- ingarnir kynnt sér tvö þekktustu merkjakerfi, sem nú eru í notkun, en það eru kerfi þau, sem notuð eru í Evrópu og í Bandaríkjun- um. Mikill munur er á þessum tveimur kerfum. Bandarísk um- ferðarmerki eru fyrst og fremst byggð á orðskýringum, en í Ev- rópu eru táknmyndir notaðar. Litir og form skiltanna eru einn- ig öðruvísi. Sérfræðingarnir hafa gert margar tilraunir með liti og form. Komust þeir að þeirri nið- urstöðu, að heppilegast væri að nota svartar táknmyndir á gulum grunni og að kringlótt merki eru ekki eins heppileg eins og köntuð. Táknmyndir eru taldar betri en Iesmál, meðfram vegna þess, að táknmyndir eru auðskildari en erlent tungumál og einnig vegna þess að auðveldara er að greina táknmyndir en lesmál þegar far- ið er hratt framhjá. Þrennskonar merlci. Sérfræðingarnir hafa gert til- lögur um þrjár gerðir af merkj- um. Viðvörunarmerki vegna yfir- vofandi hættu, merki sem boða bann eða takmarkanir og loks merki, sem veita upplýsingar og auðvelda umferðina. Viðvörunarmerkin eiga að vera tígulmynduð. Hættumerkið í svörtum eða dökkbláum lit á gul- um grunni. Þríhyrnd merki er þó einnig hægt að nota sem viðvör- unartákn. Þríhyrnd merki eru. eins og kunnugt er, langmest not- uð sem vegamerki í Evrópu. Að því er varðar annan flokk- inn — bann eða takmarkanir — er lagt til að áttstrend stöðvunar- merki í svörtum og gulum lit verði sett upp. Fyrir önnur merk'- í þessum flokki er lagt til að not- uð verði hringmynduð eða fer- hyrnd merki með dökkri brún og viðvörunartáknið svart á ljósum grunni. Þriðji flokkurinn eru merki, sem aðeins veita upplýsingar um bæjanöfn, vegi og leiðir o. s. frv. Þessi merki eiga að hafa svart les- mál á hvítum grunni eða öfugt. Miklar umræður hafa verið um úllit táknmyndanna. Endanlegar tillögur um útlit þeirra allra eru enn ekki fyrir hendi. U mjerðarljósin. Ekki liefir verið lagt til að gerðar verði miklar breytingar á umferðarljósunum. Sérfræðing- arnir eru sammála um að þau tvö kerfi, sem nú eru í notkun ■— þrjú Ijós: rautt, gult, grænt, og tvö Ijós: rautt, grænt — séu á- hrifaríkust. Merki á sjálfri ak- brautinni eiga að vera í hvítum lit. Tillögur sérfræðinganna eru uppkast að alþjóðasáttmála í stað sáttmála frá 1931 og 1949. Upp- kast þetta verður lekið til um- ræðu í Samgöngumálanefnd S.Þ, næsta ár eftir að það hefir verið til athugunar hjá bandalagsríkj- unum og þau hafa haft tækifæri til að kynnast því náið. Öllum er þó ljóst, að taka mun langan tíma að koma sama kerf- inu í notkun um heim allan. Mörg lönd hafa þegar lokið við að koma upp fullkomnum merkja- kerfum í veganeti sínu og munu án efa telja nýjar breytingar mjög kostnaðarsamar. Önnur lönd eru skemmra á veg komin og þeim væri hagur í því að taka upp hið fyrirhugaða alþjóðakerfi nú þegar. Vonazt er til að hin löndin fylgi smám saman eftir þannig að vegamerkin verði jafn alþjóðleg að gerð og útliti og vitarnir, sem leiðbeina sæfarend- um framhjá hættunum. Nœstum 50.000 útjlytjendur frá Evrópu á 5 mánuðum. Hin alþjóðlega nefnd, sem fjallar um flutning útflytjenda frá Evrópu til nýrra heimkynna í öðrum hlutum heims, hefir á 5 mánuðum, sem liðnir eru siðan nefndin tók til starfa eftir að Al- þjóða flóttamannastofnunin (IRO) var lögð niður, séð um flutning tæplega 50 þúsund út- flytjenda frá Evrópu. í júnímán- uði voru 8560 sendir af stað — ýmist sjóleiðis eða loftleiðis, að því er formaður nefndarinnar skýrir frá, en hann er Daninn Pi- erre Jacobsen. Ekki er búizt við að hægt verði að sjá um flutning 10 þúsund út- flytjenda að meðaltali á mánuði á næstunni eins og gert hefir ver- ið að undanförnu. Ástæðan fyrir þessu er sú, að nú er orðið tak- markað hvað hægt er að taka við af útflytjendum og áætlanir nefndarinnar um að senda út- flytjendur frá Ítalíu og Grikk- landi geta ekki komizt til fram- kvæmda fyrr en seint í haust. Á þeim 5 mánuðum, sem nefndin hefir starfað hafa 31.222 útflytjendur verið sendir frá Þýzkalandi, 9.666 frá Austurríki, 4.179 frá Hollandi og Belgíu, 2.317 frá Ítalíu og Trieste, 399 í síðasta tbl. íslendings var minnst sjötugsafmælis Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra, en það var 15. þ. m. Laugardagskveldið 16. ágúst gengust vinir Jóns fyrir samsæti í skólanum á Sauðár- krók fyrir hann. Voru þar á ann- að hundrað manns saman komið, og sátu menn undir borðum frá kl. 8.30 til miðnættis. — Sigurð- ur Sigurðsson, bæjarfógeti á Sauðárkrók, var veizlustjóri. Helgi próf. Konráðsson formaður fræðsluráðs, flutti aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins og fékk honum í hendur heiðursgjöf frá Sauðkrækingum og öðrum vinum í Reykjavík og Akureyri. Minntist prófastur lofsamlega, að maklegleikum, ins merkilega starfs skólastjórans þar á staðn- um 44 ár. Því næst flutti Björg- vin Bjarnason, bæjarstjóri, ræðu og skýrði frá hreppsnefndarodd- vitastörfum Jóns á Sauðárkrók, en hann gegndi þeim samfleytt 21 ár, og taldi upp ið helzta, er gerðist í málum staðarins á odd- vitaárum hans. Tilkynnti bæjar- stjóri, að bæjarstjórnin hefði ein- róma samþykkt að láta mála mynd af Jóni, og skyldi hún vera geymd í skólanum. Þá talaði Magnús kennari Bjarnason og þakkaði Jóni sérstaklega bind- indisstarfsemi hans á staðnum allan þann tíma, er hann hefði dvalizt þar. Næstur talaði Bryn- leifur Tobiasson, yfirkennari á Akureyri, og flutti Jóni þakkir Stórstúku íslands af IOGT og bætti við nokkrum orðum um störf Jóns, einnig á öðrum vett- vangi. Hannes J. Magnússon, skólastjóri á Akureyri, flutti Jóni ávarp frá Snorra námsstjóra Sig- fússyni, og minntist auk þess á margháttuð störf heiðursgestsins. Nú tók til máls sr. Fr. Friðriks- son, dr. theol., og minntist með þakklæti móðurföður Jóns, Stef- áns bónda Stefánssonar á Heiði, og fleiri ættmanna þeirra. Kvaðst sr. Friðrik hafa kynnzt Jóni fyrst, þá er hann var tveggja vetra, eða fyrir 68 árum, og Sauðárkrók sá hann fyrst árið 1883 og man vel. Hér á eftir flutti heiðursgestur- inn langa og merkilega ræðu, og hefðu allir Sauðárkróksbúar þurft að heyra hana. Að ræðu þessari lokinni flutti Sigurður bæjarfógeti ræðu. Þakk- aði hann skólastjóranum marg- víslegt menningarstarf í sýslunni og í kaupstaðnum, minntist einn- ig innar ágætu konu hans, frú Rósu Stefánsdóttur, og barna. Viðstödd voru 7 börn Jóns af 10. Eru tvö búsett vestan hafs og 1 við nám í Finnlandi. Þar var og sonardóttir Jóns, uppalin af hon- um og seinni konu hans. Minnt- ust menn nú Jóns skólastjóra, konu hans og allrar fjölskyldu. Sigurður Á. Björnsson, fátækra- fulltrúi í Reykjavík, flutti Jóni kveðjur og heillaóskir systkina hans, en þau voru alls 10 og minntist einnig sér í lagi fyrri konu hans, frú Geirlaugar Jó- hannesdóttur. — ísleifur Gísla- son, kaupmaður, talaði næstur og flutti gamanyrði. Guðjón Ingi- mundarson, kennari, þakkaði samvinnuna af hlýjum hug og Árni Þorbjörnsson, lögfræðingur, þakkaði Jóni frænda sínum fyrir sína hönd og annarra yngri frænda. Loks ávarpaði heiðursgestur- inn viðstadda og þakkaði. — Sungið var öðru hverju, og stjórnaði Eyþór Stefánsson, söng- stjóri og tónskáld. Fór samsæti þetta ið bezta fram, og má það til nýlundu telja, að engin manneskja reykti í hófinu. Fimmtíu ára kennslustarfi er lokið, en samt er Jón Þ. Björns- son beinn í baki, hress og heill, bjartsýnn og góðgjarn. Svo fer þeim, sem lið Ijá í lífinu mætti gróðrar og manndáðar í trú á Guð. Hvílíkur munur á slíkum mönnum og þeim, sem traðka niður alla þá gróðurnál, sem skýtur upp á mannlífsakrinum og þeir ná til! SamJovtBmisgéstur.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.