Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1952, Side 1

Íslendingur - 22.10.1952, Side 1
Hákun leyfö d risi smdíbóðahúsamia Fjárhagsráð hefir nú loks orð- ið við þeim xéttmætu óskum eig- enda smáíbúðahúsanna, að mega hækka ris þeirra, svo að innrétta megi íbúðarherbergi á þakhæð. Gaf það s. 1. fimmtudag út aug- lýsingu um breytingu á síðasta málslið 1. töluliðs tilkynningar sinnar frá 10. sept. f. á. um bygg- ingu smáíbúðarhúsa, þar sem svo er nú fyrir mælt, að rúmmál húss- ins megi ekki fara yfir 340 rúm- metra, en í hinni upphaflegu til- kynningu var hámarkið 260 rúm- metrar. Þessi breyting gerir það að verkum, að ekkert er því til fyrir- stöðu, að ris húsanna sé 3 metr- ar, eins og, flestir byggjendur húsa þessara hafa óskað eftir. Hitt er miður farið, hve lengi húseigendurnir hafa verið dregn- ir á þessum réttmætu tilslökunum, þar sem allmargir hafa þegar gengið frá þökum húsa sinna. 40 milj. kr. lán úr Motvirðissjóði Gagnkvæma örvggisstofnunin hefir fallizt á, eftir ósk íslenzku ríkisstjórnarinnar, að Mótvirðis- sjóður láni 40 milljónir króna til hinna þriggja stórframkvæmda, er Islendingar hafa nú með hönd- um. Er gert ráð fyrir, að 22 milljónir af upphæðinni gangi til áburðarverksmiðjunnar, 16 millj- ónir til Sogsvirkjunarinnar og 2 milljónir til Laxárvirkj unar. — Aður hafa þessar framkvæmdir hlotið úr sjóði þessum 95 millj- óna króna lán. »Gu!!na hlil« hlýtur mjöð lojsflmlegi umsögn í norshim b!ö3um Leikrit Davíðs Stefánssonar, „Gullna hliðið“, er sýnt um þess- ar mund'r í Þjóðleikhúsinu í Bergen. Aðalhlutverkin, Jón og kerknguna, leika kunnir leikarar: Eilif Armand og Hjördis Ring. Ljúka norsku blöðin miklu lofs- orði á byggingu leikritsins og jafnframt meðferð þess. Rætt við séra Sigurð Einarsson í Holti: Fleygið engu - glatið engu Bréf, blað eða áhald, þótt lúið sé og slitið, getur haft ómetanlega þýðingu Um miðja síðastllðna viku var' séra Sigurður Einarsson, sóknar- prestur að Holti undir Eyjafjöll- um staddur hér í bænurn, og hitti tíðindamaður blaðsins hann að máli. Spurði hann sr. Sigurð m.a. um ferðir hans,og kvað hann ferð sína til Norðurlandsins nú standa í sambandi við útgáfu ritsins „ís- lenzkir bændahöfðingjar“, en hann er nú að afla sér heimilda í efni annars bindis þess ritverks, og ferðaðist í því skyni m.a. aust- ur um Þingeyjarsýslur. Er vér spyrjum hann nánar um ritverk þetta og tilganginn með því, svarar hann: — Það vakir fyrir mér, að láta koina þarna fram fjölbreytni hæfileikanna, áræðið og mann- dórninn, sem til þess dugði að skila okkur þangað, sem við stöndum nú. Þetta rit á að verða aldarspegill og tiðarmynd. Við þökkum forsjóninni fyrir, að Sturla Þórðarson var nógu glögg- ur til, þótt hann stæði í sjálfri eldlínunni, að skrá sögu hörm- ungalímabilsins, sem hrapaði merkilegustu þjóðmenningu Norðurlandanna í glötun. Ég er að dunda við þetta í þeirri trú, að þegar frá líður, þyki mönnum engu síður forvitnislegt að skyggnast um bekki þeirrar kyn- slóðar, sem skóp nýja, norræna þjóðmenningu í einu harðbýlasta landi veraldar, sem nú er þegar orðin aðdáunarefni þjóðanna. — Hvernig gengur að afla heimilda í slík ritverk sem bændahöf ðingj ana ? —- Það er oft ótrúlega erfitt og torsótt að afla vitneskju um smávægilegustu atriði. Bréf þýð- ir varla að skrifa. Þeim er yfir- leitt ekki svarað. Ég hef skrifað þrjú bréf í einn stað og beðið um svar við einni spurn, sem þar var hægt að láta í té, en að lokum varð ég að fara sjálfur um lang- an veg til að sækja svarið. Og það er eitt, sem fólkið á of örð- ugt með að skilja, en það er hin menningarsögulega heimild, sem gömul bréf og gamlir munir varðveita, þótt bréfin séu gulnuð, eða munirnir orðnir feysknir eða ryðbrunnir. Og þið, sem eruð blaðamenn — biðjið fólkið að "'ala engu, — ekki bréfi, — ekki ! úha'.di, hvað sem það er máð eða úr sér gengið. Fáið það til að varðveita rifrildi af bréfum, — brot úr áhöldum. Oll vitneskja urn háttu manna, lif og siði eins og þeir voru aðeins fyrir 30—40 árum, er að verða mjög dýrmæt nú, því að breytingin er ör. Hvað þá um það, sem er enn eldra. Það er því gott verk að greiða götu þeirra, sem eru að leitast við að halda öllu slíku til haga, svara bréfum þeirra og láta af hendi við þá gömul bréf eða muni, sem annars yrði ónýtt. Barst nú talið í tilefni af þess.u að byggðasöfnunum, og sagði sr. S'gurður oss nokkuð fiá vísi þeim að byggðasafni, er Rangæ- ingar og Eyfellingar hafa dregið saman í skólahúsið að Skógum, og Þórður Tómasson í Vallatúni hefir unnið sérstaklega ötullega að. Þá barst talið einnig að rit- störfum séra S'gurðar öðrum en verki hans um bændahöfðlngj- ana, en eins og öllum er kunnugt er presturinn ljóðskáld gott og fræðimaður. Önnur ljóðabók hans, „Yndi unaðsstunda“, er ný- komin út og hefir hlotið lof rit- dómara.Þá höfðum vér og hlerað, að hann væri með lelkrit í smíð- um, og kvað hann það rétt vera. Leikiit þetta á að heita „Fyrir kóngsins mekt“, og gerist á 17. öld. Fer síðasti þáttur þess fram á Kópavogsfundinum fræga. Ekki gat höfundur þess neitt um það sagt, hvort vænta mætti þess á bókamarkað á komanda vetri. Máltúrugripa- safnið Náttúrugripasafn bæjarins, sem komið var fyrir í húsi slökkvi- liðsins við Geislagötu sl. vor, hef- ir verið sæmilega sótt, eftir því sem safnvörður, Kristján Geir- mundsson hefir tjáð blaðinu. Þótt safnið sé aðeins opið á sunnudögum kl. 14'—16, hafa um 1 þúsund manns þegar skoðað safnið, og er þar um helmingur börn. Safnlð verður framvegis opið á sama tíma og aðgangur ókeypis fyrir alla. * Eyðibýli brennur í Ólafsíirði Bærinn að Lóni í Olafsfirði brann til kaldra kola s. 1. föstu- dagskvöld. Bær þessi var í eyði, en jörðina átti og nytjaði Jón Björnsson í Ólafsfjarðarkaup- stað, og átti liann geymda í bæj- arhúsunum ýmsa muni og bús- gögn, er fórust óvátryggð í eld- inurn. Jón og kona hans höfðu verið frammi á Lóni þenna dag og teklð upp eld til kaffihitunar, en gengið vel fiá öllu eins og ven j ulega. Er helzt álitið, að neistar frá reykháfi hafi valdið íkviknun. Slökkvillðið frá Ólafs- fjarðarkaupslað fór fram eftir, er tilkynnt var um eldinn, en er það kom á vettvang, var allt brunnið, enda allhvasst þetta kvöld. # Tónverk ¥ernd fiiskiiniðaima öllum fiikweiði þjöðiini tii Tilraun til viðskiptakúgunar breytir ekki afstöðu íslendinga. Orðsending ríkisstjórnar íslands til ríkisstjórnar Bretlands. Eins og jrá var sagt í síðasta b'.aði, afhenti sendiherra íslands í London nýlega utanríkisráðherra Breta orðsendingu frá íslenzku ríkisstjórninni vegna löndunarbanns þess, er nolckrir brezkir tog- araeigendur hafa lagt á íslenzk fiskveiðiskip, og fer orðsendingin orðrétt hér á eftir: Herra utanríkisráðherra. Undanfarið hafa farið orðsend- ingar milli íslenzku og brezku ;tjórnar'.nnar varðandi ákvörðun fiskveiðitakmarka við strendur rslands.Brezka stjórnin gerði s'ð- ast grein fyrir skoðunum sínum í orðsendingu, dags. 18. júní 1952. í orðsendingu þessari eru að vísu mikilvæg atriði, sem brezka stjórnin lítur öðrum augum á en íslenzka stjórnin. Af íslands hálfu er þannig tal- ið, að efni og eðli samtala Ólafs Thors, atvinnumálaráðherra, við stjórnarvöldin í Lundúnum hafi verið annað heldur en kemur fram í brezku orðsendingunni, og að brezk stjórnarvöld geti ekki með réttu kvartað undan, að þeim hafi ekki verið gert aðvart um, hvað í vændum var. Þá líta íslendingar einnig öðr- um augum en Bretar á heimild- ina til að draga línuna fyrir mynni Faxaflóa, svo sem gert hef- ir verið. Loks er íslenzka stjórnin alveg ósammála brezku stjórninni um, að þriggja mílna landhelgln sé á- kveðin af alþjóðalögum, þannig að ekki verði breytt með einhliða ákvörðun. íslenzka stjórnin sá þó ekki ástæðu til að gera athugasemdir um þessi atriði í sérstakri orð- sendlngu, þar sem hún hafði þeg- ar lýst skoðunum s'num á þeim, og eru þær enn óbreyttar, enda kom í sjálfu sér ekkert nýtt fram um þessi efni í síðustu orðsend- Framhald á 6. síðu. Hallgríms Helgasonar ó hljómleikum í Höfn. Síðastliðinn föstudag hélt Hall- grírnur Helgason tónskáld sjálf- stætt tónleikakvöld í Kaupmanna- höfn. Sungu þar þrír söngvarar 10 lög eftir tónskáldið, þar á meðal Einar Kristjánsson óperu- söngvari. Þrjú verk voru leikin á flðlu, og loks voru tvö verk leikin af hljómsveit, er tónskáldið sjálft stjórnaði. Er hér um sjaldgæfan :ónlistarviðburð að xæða. * k ölvaður oð prófiaus Fyrri mánudagsnótt varð lög- reglan vör við, að jeppabifreið var ekið á drjúgri ferð um mið- bæinn og síðan niður á Oddeyr- artanga. Fannst henni ástæða til að athuga þenna næturakstur, og kom í ljós, að sá sem bifrelðinni ók var hvort tveggja í senn: ölv- aður og réttindalaus.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.