Íslendingur - 22.10.1952, Blaðsíða 6
6
ÍSLINIMNGUR
Miðvikudagur 22. október 1952
Vernd fishimiðflnna
Frh. af 1. síðu
ingu brezku stjórnarinnar, held-
ur endurtók hún einungis fyrri
skoðanir sínar. Að svo vöxnu
xnáli mátti búast við því,. að frek-
ari orðaskipti, sem jafnóðum
væri birt, inundu einungis auka á
óánægju á báða bóga.
Niðurstaða brezku orðsending-
arinnar gaf og ekki efni til sér-
staks svars, en hún var þessi:
Enda þótt brezka ríkis-
stjórnin lvsi ánægju sinni yfir
því, að íslenzka ríkisstjórnin
ætli einungis að nota hin nýju
takmörk í sambandi við fisk-
veiðar og sjái að þær íakmark-
anir, sem nú eru í gildi, gera
ekki upp á milli fiskiskipa
hinna ýmsu þjóða, telur hún
nauðsynlegt eftir atvikum að
gera fyrirvara um að hún
áskilur sér rétt til skaðabóta
frá íslenzku ríkisstjórninni að
því er snertir hvers konar af-
skipti af brezkum fiskiskipum
á svæðum, sem brezka rikis-
stjórnin telur vera á úthaf-
inu.“
íslenzka stjórnin og brezka
stjórnin eru að vísu á öndverðum
meið um það, hvort brezka stjórn
in geti ált nokkra skaðabótakröfu
af þessu tilefni. En íslenzka stjórn
in getur að sjálfsögðu ekkert haft
við það að athuga, að brezka
stjórnin geri fyrirvara slíkan sem
þennan. Það er í samræmi við al-
viðurkennda reglu. Ennþá síður
gat íslenzka stjórnin haft við það
að athuga þó að brezka stjórnin
gerði slíkan fyrirvara, þar sem
með slíkri fyrirvaragerð virtist
koma fram viðurkenning á því,
að ef úr deilu yrði bæri að ráða
henni til lykta á lögformlegan
hátt, svo sem tíðkast mllli þeirra
einstaklinga og þjóða, sem hafa
lög og reglur í heiðri, og vonaði
íslenzka stjórnin þó að Bretar
mundu að athuguðu máli fallast
á skoðanir íslendinga í þessurn
er hafin, er eðlilegt að geta þess,
að hugmyndin, sem hér liggur til
grundvallar, á v.'ðtækar og djúp-
ar rætur víða um land. Má í því
sambandi geta þess, að Búnaðar-
þing hafði mál þetta til meðferð-
ar á síðasta vetri. Ólafur Jónsson,
ráðunautur á Akureyri,hafði þar
framsögu, en hann hefir áður rætt
og ritað um þessi efni og ferðast
milli skólanna norðanlands á
vetrum, flutt þar erindi og rætt
við nemendur um málefni sveit-
anna.
Er það von þeirra, sem nú beita
sér fyrir framkvæmdum, að með
þessu megi takast að beina hug-
um margra og mikilhæfra ungra
manna og kvenna að hlutverkum
þeim, sem bíða heima í sveitinni.
Er þá vel ef æskan — með námi
í héraðsskólunum — getur hafið
markvissan undirbúning til þess
að verða síðar þeim vanda vaxin
að rækja störfin sem gagnmennt-
að fólk á sínu verksviði.
Gísli Kristjánsson.
efnum, svo ekki kæmi til slíkrar
deilu.
En því meiri eru vonbrigði
íslenzku stjórnarinnar sem það
nú virðist staðreynd að brezkir
útgerðarmenn ætli að taka lögin
í sínar eigin hendur og beita úti-
lokun við íslendinga til að knýja
fram vilja sinn. Er þar auðsjáan-
lega ætlunin að hinn sterki beiti
hinn veika afli svo að hann verði
undan að láta.
Nú er það að vísu svo, að við-
skipti íslendinga og Breta eru
tölulega miklu hagstæðari Bret-
um en íslendingum. Síðustu ár
(1947 — júlí 1952) hafa Bretar
kevpt af íslendingum fyrir kr.
602.669.000, en íslendingar af
þeim fyrir kr. 959.490.000 á sama
tíma.
Engu að síður munar það auð-
vitað brezku þjóðina sáralitlu þó
að hún yrði án útflutnings til ís-
lands, þar sem útflutningur hinn-
ar litlu íslenzku þjóðar til Bret-
lands er aflur á móti verulegur
hluti af öllum útflutnlngi hennar.
Það getur því vel lamað fjárhags-
iíf íslendinga, ef þeir verða án
söhnnöguleika á vörum sínum í
Englandi.
Skiljanlegt væri,- að sllkum
harðræðum væri beitt, ef Islend-
ingar hefðu sannanlega brotið
lög á Bretum og vildu ekki hlíta
íöglegri aðferð um lausn dellunn-
ar. Því er hins vegar eindregið
mótniælt. íslendingar hafa ekki
annað gert en að beita alþjóða-
lögum, svo sem þeir skilja þau,
til að vernda hagsmuni sína.
Það verður því að teljast óvin-
samlegur verknaður, ef, utan laga
og réttar, á að beita svo harka-
legum ráðum sem útllokun frá
mörkuðum, til að reyna að neyða
íslendlnga frá því að fylgja fram
því, sem þeir telja rétt sinn. Er
áreiðanlegt, að þótt það bitni hart
á mörgum, munu allir íslending-
ar sameinast um að standa þá at-
Iögu af sér.
íslendingar skilja að vísu, að í
Bretlandi sé ekki almennur áhugi
eða þekklng á örlögum svo fá-
mennrar þjóðar sem íslendinga.
Reynslan sýnlr þó, að ísland get-
ur verið mikilsvert fyrir Bret-
land, enda hefir það nú gerzt
aðili ásamt Bretlandi, og m. a.
fyrir þess fortölur, að sanrtökum
er styrkja eiga sameiginlegar
varnir og tryggja, að ísland verði
ekki síðar, sökum varnarleysls,
sams konar hætta fyrir Breta og
þeir iöldu það vera vorið 1940.
Oþarft er að rekja önnur sam-
skipti Bretlands og íslands um al-
þjóðleg mál, en íslenzka stjórn-
in hefir ætíð talið þau svo vin-
samleg, er fremst mætti vera, og
er það raunar einn meginþáttur
í ulanríkisstefnu íslands að halda
við og efla vináttu milli þessara
Ianda.
Það mundi verða þungt áfall
fyrir trú íslenzku þjóðarinnar á
góðri sambúð lýðræðisþjóðanna
og betri heim með vaxandi sam-
starfi hinua frjálsu þjóða — og
þá, sem vilja byggja utanrlkis-
stefnu íslands á þessari trú — ef
Bretar, sem í hugum íslendinga
hafa ætíð stað.ð sem öndvegis-
þjóð lýðræðis og fielsis, gripu til
viðskiptakúgunar gegn Islending-
um, þegar þeir eiga að verja und-
irstöðu afkomu slnnar.
íslendingar eiga því mjög erfitt
með að skilja, að raunin verði sú,
að Bretar bregðist svo við í hinu
mesta hagsmunamáli þeirra, sem
er vemdun fiskimiðanna. Þau
atrlði, sem um er deilt, skipta
Breta smávægilegu í hlutfalli við
Islendinga, og þó að þau kunni
að valda Bretum tjóni í bili, hlýt-
ur friðun fiskinriða við Island að
verða þeim til góðs í framtíðinni.
Bannið á togaraveiðum á hin-
unr umdeildu miðum bitnar ekki
síður á íslendingum en Breturn
og öðrum útlendingum. Eins er
með bannið á dragnótaveiðum,
sem kemur mjög hart niður á sjó-
mönnum í ýmsum byggðarlögum
Islands, þar sem lítlð er um aðra
bjargræðisvegi. Engu að síður
eru rnenn sannfærðir um, að
þessar fórnir nú borgi sig, þegar
fiskimagnið við landið mun auk-
ast í framtíðinni, einnlg á þelm
miðum, sem Islenzkum og erlend-
um togurum er heimilt að veiða.
Aðrar þjóðir en íslendingar
koma til þess að hafa beinan hag
af auknum fiskistofni vlð Island
með tryggari aflabrögðum síðar
meir, auk þess sem reynslan hefir
sýnt að á hættutímum kann svo
að fara,* að Bretlandi berist fiskur
hvergi annars staðar að en frá
íslandi, enda hefir þá allur fisk-
ur, sem íslendingar hafa aflað
og ekki sjálflr notað, verið sendur
lil Bretlands, og stundum fluttur
þangað með ærinni hættu hinna
íslenzku fiskimanna.
íslenzka stjórnin treystir því
þess vegna í lengstu lög, að vin-
semd brezku stjórnarinnar endist
til þess að fallast á sjónarmið ís-
lenzku stjórnarinnar, og að hún
a. m. k. komi í veg fyrir, að kúg-
unaraðferðum verði beitt í þessu
lífshagsmunamáli íslendinga.
um hlot
Nokkrar breytingar og nýmæli
Ríklsstjórnin hefir lagt fyrir
Alþlngi frumvarp til nýrra laga
um hlutafélög. Gömlu hlutafélaga-
lögin nr. 77/1921 eru löngu orð-
in ófullnægjandi og er þetta nýja
frumvarp stórum ítarlegra en þau
lög og hefir að geyma ýmis ný-
mæli, byggð á 30 ára reynslu,
bæði hér á landi og erlendis af
lagareglum, sem að hlutafélögum
lúta og kostum og göllum hluta-
félagaformsins.
I hlnu nýja frv. til firmalaga
er gert ráð fyrir skipun skráning-
arstjóra ríkisins, sem annist
skráningu allra firma, bæði ein-
staklinga og félaga, þar með talda
skráningu hlutafélaga og sam-
vinnufélaga. Nú fer flrmaskrán-
ing fram í hverju lögsagnarum-
dæmi á landinu, en þessu á að
breyta með hinu nýja fyrirkomu-
lagi, þannig að einn skráningar-
stjóri verði fyrir allt landlð.
Með því vinnst nauðsynlegt
samræmi í framkvæmd þessara
skránlnga, en auk þess eru skrán-
ingarstjóra falin ýmis þýðingar-
mikil störf í frv. því um hlutafé-
lög, sem hér liggur fyrir. Á með
þessu fyrirkomulagi að skapast
aukin trygging fyrir því, að um
þessi mikilvægu mál fjalli sér-
fróður maður. sem öðlazt víðtæk-
ari reynslu en einstakir embættls-
menn. Samgöngur eru orðnar
þannig hér á landi, að ekki á að
koma að sök, þótt skráningar-
stjóri sé einn fyrir allt landið.
Gert er ráð fyrir, að ráðherra
skipi skráningarstjóra.
Til þess að standast straum af
kostnaði við embætti hans, er
ráðgert í frv. til firmalaga, að
auk venjulegra skráningargjalda,
greiði skrásett atvinnufyrirtæki
og félög, þar með lalin hlutafélög
og samvinnufélög, smávægilegt
árlegt gjald, vigiitanlega ekki yfir
300 kr. á ári, en með því er unnt
að tryggja, að enginn sérstakur
kostnaður falli á ríkissjóð vegna
þessarar skipunar.
Að því er varðar stofnun hluta-
félaga eru aðalbreytingar sam-
kvæmt frv. þessar: Gert er ráð
fyrir, að lágmarkstala stofnenda
hækki úr 5 í 7. Þá er og félögum
og stofnunum leyft að vera stofn-
endur, en eftir núglldandi lögum
geta það elngöngu verið einstakl-
ingar.
Lágmarksfjárhæð hlutafjár er
hækkuð úr 2000 kr. í 20000 kr.
vegna verðbreytinga. Þá er og
hlutafélagi bannað að eiga sjálfs
sín hluti, enda er slík sjálfseign
nú alls staðar bönnuð, þar sem
hún raunverulega er aðeins
lækkun á hlutafé. Ákvæði frv. um
hækkun og lækkun hlutafjár eru
að miklum mun ítarlegri en í nú-
gildandi lögum. Sama er að segja
um ákvæðin um hluthafafundi..
Þar er nýtt ákvæði um, að þeir
hluthafar, sem ekki nafngreina
sig á hlutabréfaskrá, njóti ekki
annarra félagsréttinda en réttar
t.l arðtöku auk forgangsréttar,
sem aðrir hluthafar, ef hlutafé er
hækkað. Atkvæðisrétt á félags-
fundum hafa þeir hlns vegar ekki.
Almenna reglan um atkvæðis-
íétt er sú, eins og áður, að ein-
faldur meirihluti ræður úrslitunr
á félagsfundum. Um ýrnis mlkil-
væg málefni þarf þó aukinn melri
hluta, og er þá í sumum tilfellum
þeim hlulhöfum, sein ofurliði eru
bornir við atkvæðagreiðslu, veitt
ur réttur tll, að meirihlutlnn leysi
lil sín hluti þeirra. Eru víðar í
frv. nýmæli um aukinn rétt þelrra
hlulhafa, sem verða í minni hluta
við atkvæðagreiðslu.
Um félagsstjórn og fram-
kvæmdastjóra eru ýmis ný á-
kvæði og sama máli gegnir um
ftá
Fjölda rnörg þingmannafrum-
vörp liggja nú fyrir Alþingi og
auk þeirra nokkur stjórnarfrum-
vörp. Meðal helztu frumvarpa,
sem blaðið hefir fenglð til athug-
unar, auk þeirra, sem áður hafa
verlð rakin, eru þessi:
Frumvarp til iðnaðarlaga
(stjórnarfrumvarp), Frumvarp
til laga um leigubifreiðar 1 kaup-
stöðum (flm. Gunnar Thorodd-
1 sen, Jóhann Hafstein, Gylfi Þ.
Gíslason, Jónas Rafnar, Emil
Jónsson), frumvarp til laga um
afnám veitingaskalts, (flm. Jónas
Rafnar, Jóhann Hafstein, Halldór
Ásgrímsson), frumvarp um með-
ferð ölvaðra manna og drykkju-
sjúkra (flm. Gunnar Thorodd-
sen og Kristín L. Sigurðardóttlr),
þingsályktunartillaga um undir-
búning löggjafar um eftirlit með
jarðborunum (flm. Gunnar Thor-
oddsen) og önnur um rannsókn
á jarðhita og hagnýtingu hans
(flm. Magnús Jónsson, Sigurður
Bjarnason, Jónas Rafnar, Jóhann
Hafste’n, Jón Sigurðsson, Sig-
urður O. Olafsson, Pétur Otte-
sen).
Oll þessi frumvörp og þings-
ályktunartillögur eru meira og
minna athygli verð, en vegna
rúmleysis í blaðinu í dag, er ekki
unnt að rekja efni þeirra, en
verður gert síðar að einhverju
leyti, ef rúm leyfir.
f gamni
Snáðinn: — Er á morgun í
dag, pabbi?
Faðirinn: — Auðvilað ekki,
drengur minn.
— En þú sagðir það vœri.
— Sagði ég? Hvenœr hefirðu
heyrt mig segja þvílíha vitleysu?
Snáðinn: — í gœr, pabbi.
Kennarinn: — Hve mörg ykk-
ar vilja jara til himna?
Óll börnin nema Tommi litli
réttu upp hendina.
Kennarinn: — Tommi minn,
langar þig ekki líka til þess að
fara til liimna?
Tommi: — Jú, en mamma
sagði mér að ég œtti að koma
beint heim úr skó'.anum og mœtti
ekki slóra neitt.
endurskoðendur. Þá eru og ýms
nýmæli um ráðstöfun arðs og má
þar sérstaklega geta ákvæðanna
um varasjóð, sem takmarka árðs-
úthlutun. Er gert ráð fyrir því, að
félögum sé skylt að leggja fé í
varasjóð, þegar vel gengur, án
þess þó að það fé verði dregið
út úr rekstrinum.
Að því er varðar hlutafélög,
sem nú eru löglega stofnuð, laka
ýms ákvæði frv., svo sem um tölu
hluthafa, upphæð hlutafjár og
greiðslu þess, ekki til þeirra. En
að því leyti, sem ákvæði frv. taka
til þessara eldri félaga, verða þau
að breyta samþykktum sínum í
samræiui við það.