Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1952, Blaðsíða 5

Íslendingur - 22.10.1952, Blaðsíða 5
ÍSLEISDINGIH' Mið'vikudagur 22. uktóber 1952 5 Raddir lirnina að konan mín biðji mig að mála kjallaragluggann. Eg byrja auð- vilað á því að skafa gömlu máln- inguna af, og þá tek ég eftir því að ein rúða er sprungin. Eg verð að setja nýja rúðu. Taka fyrst mál af þeirri gömlu, fara út í bæ til að sækja rúðuglerið óg setja það í. Nú sé ég, að hjarirnar eru teknar að ryðga. Ætli ég verði ekki að skrúfa þær af og setja nýjar. Eg af stað aftur. En hvar í skollanum er nú hamarinn og skrúfjárnið? Uppi á háalofti! Þegar ég kem þangað sé ég mjóa ljósrák, sem stafar beint niður í gegnuin þakið. Eg andvarpa, hræri út dálitlu af steinlími og byrgi gatið. Þegar ég er loksins búinn að þessu, veiti ég því at- hygli, að þakrennunni mundi ekki veita af hreingerningu. Eg íek til að sópa hana. — Eða hvernig þakgluggarnir eru orðnir! 011 málning farin af. Þeim veitir víst ekki af einni til tveimur yfirferð- um. Þar að auki er niðurfallið af þakinu stíflað. Eg næ mér í lang- an vír og hreinsa með mestu erf- iðismunum úr p’punni. En hvert mundi pípan liggja nema beint niður að nýskipulögðu rósabeði! Það er óhæfur staður fyrir rósir, og ég neyðist víst til að flytja þær. Nú verð ég að gæta að mér að ausa ekki rnold á nýmálaða kjallaragluggana. Nei, það var satt, ég er ekki búinn að mála gluggana, og hvað er nú orðið af penslinum? Hann er uppi á þaki. Ekki veit ég hver hefir komið honum þangað. — í stuttu máli, kæri húseigandi, þér veitir ekki af að vera þéttur fyrir. Láttu hús og garð eiga sig, ef þú vilt lifa þangað til þú hefir greitt fyrstu afborganirnar.“ Rabarbarasúpa. í berjaleysinu á s. 1. sumri reyndu margar húsmæður að bæta í búi með rabarbarasaft í stað berjasaftar, sem nú er víðast lít- ið til af. Hér er uppskrift af rabar barasúpu: 1 1. vatn 100 gr. sveskjur 1 dl. rjómi 1 dl. rabarbarasaft 60 gr. hrísgrjón 10 gr. hveiti ca. 35 gr. sykur. Grjónin soðin í vatni. Sveskjur soðnar með í 15 mín. Úr hveiti og rjóma er búinn til jafningur, hrært í honum og látið sjóða unz súpan er hæfilega jöfn. Syk- og saft sett í eftir smekk. * Kjirmrkitilriiiir Bretd Annríki utan húss og tnnan. Pað er oft sagt, að húsmæðu hafi mest að gera allra stétta í þjóðfélaginu. Þólt aukin notkun heimilisvéla, heppilegri húsakynni og ýms önnur þægmdi létti störf margra húsmæðra sem betur fer, er verkahringur þeirra svo fjol- breyttur og snúningasamur að fæstar þeirra þurfa nokkurn tíma að kvíða atvinnuleysi. Þetta vita og skilja allar hús- mæður, þótt mörgum hinna eldri þyki nú orðið óþarfi að barma sér yfir annríki með þeim þíeg" indum, sem áður var á minnst, og ekki voru til á þeirra fyrstu búskaparárum. En hvaða skoðun hafa karlmennirnir á þessúm mál- um? Það er ekki laust við, að sumir þe.rra yppti öxlum og gangi illa að skilja hvað það er, sem endist kvenfólkinu alla daga til starfa. En þegar þeir eru sjálf- ir komnir inn fyrir vébönd heim- ilisins og dettur í hug að gera eitthvað af aðkallandi störfum, reka þeir sig fljólt á fjölbreytni þeirra verka, sem þarf að vinna, þegar heimilisþarfir eru annars vegar. Hér er stuttur vitnisburður, sem birtist í amerísku tímariti, eftir samvizkusaman heimihsföð- ur: „Það gerir enginn að gamni sínu að segja frá hinni bitru reynslu sinni af því að vera hús- eigandi. Allir sem hafa sæmileg fjárráð geta keypt sér hús. En það eru aðeins fáir, sein hafa hæfileika til að skilja að hús og garður eru til þess að láta sér líða þar vel, en ekki til þess að slíta kröftum sínum þeim til við- halds. Til þess að öðlast þann skilning verður þú að vera kjark mikill og óbund.nn af öllum for- dómum. Þú verður að vera gædd ur þeirri tegund af viljafestu, sem gerir þér mögulegt að liggja mak- indalega og teygja úr þér í „hengikoj unni“ þinni úti í garð- inum á meðan allir aðrir í hverf- inu þræla baki brotnu. Og án þess að blikna verður þú að mæta hinum köldu ásökunaraug- um, sem litið er til þín. En fyrst og fremst verður þú að standast þá freistingu, að fara að vinna og láta þar með eftir þörfinni til að sýna það, áð þú sprt eins lagvirkur og nágranni þinn. Á hverjum sunnudagsmorgni má sjá alla menn hér í hverfinu önnum kafna við að mála, slá grasflötina, skrapa, negla, festa handföng, laka önnur af, planta út o. s. frv. Etíginn þeirra gefur sér tíma til að leika við börnin, þótt hús og garður sé einnig ætlað þeim. Auð- vitað er það karlmönnunum að- eins liLánægju að dytta Ltilshátt- ar að húsinu til þess að fullnægja vinnulöngun sinni. Það versta er, að þegar ég tek mér fyrir hendur að vinna eitthvert smáviðvik, spretta upp kynstur af óleystum verkefnum, sem óhj ákvæmilegt er að gera. Gerum okkur í hugarlund í maí s. 1. kom fram fyrirspurn 1 í brezka þinginu frá nokkrum friðsömum meðlimum stjórnarand stöðunnar um það, hvort rann- sakað liafi verið hvers konar dýralíf væri á Monte Belló-eyjun- um, sem liggja um það bil fimm- tíu mílur undan vesturströnd ÁslraLu. Churchill forsætisráð- herra varð fyrir svörum og full- vissaði þingheim um það að rann- sóknarleiðangrar hefðu aðeins fyrirhitt þar fáeinar eðlur, nokkra sjóerni og að því er virtist einn kanaríufugl sitjandi á grein. Til- efni þessarar fyrirspurnar var til- kynning stjórnarinnar um það, að hinar fyrrnefndu eyjar og næsta umhverfi þeirra hefðu ver- ið einangraðar í því augnamiði að gera þar tilraunir með atom- vopn. Nýskeð sprakk svo á eyj- um þessum fyrsta brezka atóm- sprengjan og Bretar þar með þriðja þjóðin, sem ræður yfir þessu þýðingarmikla vopni. Hvers vegna er Bretland svona langt á eftir hinum stórþjóðunum tveim? Til þess liggja góðar og gildar ástæður. Á stríðsárunum lögðu Bretland og Bandaríkin sameig- inlega fram krafla sína til þess að leysa kjarnorkuþrautina og fram- leiða fyrstu sprengjuna.. Banda- ríkin létu reisa vísinda- og rann- sóknarstöðvar fyrir mörg hundr- uð miljarða dollara og Bretland sendi alla færustu vísindamenn- ina sína og kjarnorkusérfræðinga vestur um haf, En þegar svo langt var komið, að hilla tók undir lokatakmarkið var öllum nema bandarískum vísindamönnum neitað um aðgang, þeir einir máltu þekkja leyndarmál atórn- sprengjunnar. Bretland bað um, að vísindamenn þess fengju að fylgjast með framleiðslu sprengj- unnar allt til enda, eða að þeim yrðu látnar í té upplýsingar, sem gerðu þelm kleift að smíða sams konar sprengjur í heimalandinu. Þessu var synjað. Brezkir vísinda- menn héldu heim. Tilraunastöðv- ar voru reistar og Bretland tók nú að vinna að framleiðslu kjarn- orkuvopna upp á eigin spýtur. — Er tilraunirnar með kjarnorku- vopn voru gerðar á Monte Belló- eyjunum á dögunum kom fram beiðni frá amerískum blaðamönn um um að þeir fengju að vera viðstaddir og fylgjast með á- rarigrinum. Churchill neitaði. Fregninni um sprenginguna var tekið með feikna ákafa í Bret- landi. Brezka stjórnin hefir orð- ið áþreifanlega vör við það, að fólkinu finnst Bretland vera orð- ið of háð Bandaríkjunum og vestan hafs hefir þess orðið vart að Ltið er á Bretland sem skjól- stæðing Bandaríkjanna. Ekki er minnsti vafi á því, að mark það, sem brezkir vísindamenn nú bafa BmraðiMii vid Iténðsskðlani Búfræðimenntaðir menn kenna við þrjá héraðsskóla í vetur Síðan núgildandi fræðslulög- gjöf var staðfest hafa ýmsir um það rætt, að með fyrirmælum! hennar sé æskunni slefnt íil náms, j sem miðað er við allt annað en undirbúning fyrir hlutverk á sviði atvinnul f^ins. Hið rétta í þessu máli er, að fræðslulöggjöfin sem slík gefur engin þau fyrirmæli, er beina hugum fólksins burt frá vettvangi starfsins við framleiðsluatvinnu- vegi þjóðarinnar. Þvert á móti gerir hún ráð fyrir verknámi, sem nú þegar er tekið upp við vissa skóla. Og þegar skólanefndir og skólastjórnir alþýðu- eða héraðsskóla sjá sér fært að taka upp kennslu í verklegum greinuin er yfirstjórn fræðslumálanna reiðubúin að styðja þá stefnu. Oft hafa orð fallið um það, að héraðsskólarnir hafi brugðizt hlutverki sínu að nokkru og ekki belnt hugum æskunnar til sveita- lífsins og verkefna landbúnaðar- ins eins og skyldi. Sé þetta rétt er ástæða til að prófa hvort nýjar slarfsaðferðir geta nokkru breytt á þessu sviði. Víst er, að sú skoð- un á sér mörg rök, að eittlivað beri að gera til þess að efla hlut starfslns í sveitinni. Til stuðnings þessari skoðun liefir Félag íslenzkra bújrœði- kandídata unnið að því, um und- anfarin tvö ár, í samráði við fræðslumálastjóra og fleiri aðila úr yfirstjórn fræðslumálanna að kennsla í búfræðum verði tekin á starfsskrá við elnhverja af héraðs skólum sveitanna. Sé það gert i þeim tilgangi íyrst og fremst að belna áhuga unglinganna inn á þær brautir, er liggja belnt til húsmæðraskólanna og bændaskól anna. Meðal grannþjóða vorra er kennsla í undiistöðuatriðum bú- fræða verulegur þáttur á starfs- skrá margra alþýðuskóla. Hér hefir þetta ekki verið til þessa, en við tvo héraðsskóla liafa verk- námsdelldir verið starfræktar á undanförnum árum með ágætum árangri, þ. e. smlðadeildir við héraðsskólana á Laugum og Laug arvatni. Árangurinn af nefndum við- ræðum kandidatafélagsins og f ræðslumálastj órnarinnar annars vegar og vlssra skólanefnda og skólastjórna hins vegar, heflr orðið þessi: I fyrra var ráðinn búfræði- menntaður kennari við héraðs- skólann á Skógum. Skyldi hann kenna ákveðnar greinar á stunda- skrá héraðsskólans, en jafnframt ræða við nemendur um búfræði- náð, muni hafa geysilega póli- tíska þýðingu og Bretar eru nú í betri aðslöðu en áður tll þess að bjóða Bandaríkjunum nánari samvinnu á sviði kjarnorkurann- sókna. leg efni -— en þó einkum undir- slöðuatriði þeirra — eftir því sem tími og ástæður leyfðu. Eftir áframhaldandi starf í þessa átt er nú ákveðið, að við þrjá héraðsskóla starfi búfræði- menntað.r menn, sem kennarar í vetur, eins og hér segir: Við héraðsskólann á Skógum er ráðinn stud. agr. Júlíus Daní- elsson. Við héraðsskólann á Núpi er ráðinn cand. agr. Ornóljur Orn- óljsson. Við héraðsskólann á Reykjum er ráðinn cand. agr. Agnar Guðna son. Á fyrsta stigi virðist ekki fært að móta fasta stundaskrá, heldur verður hverjum skóla í sjálfsvald sett, livernig liann hagar störfum, en gert er ráð fyrir, að umræddar stofnanir leitist við að tengja saman bóklegt og verklegt nám, ef ástæður leyfa. Með starfi því, sem nú skal haf- ið, er það ætlunin að stuðla mark visst að fræðslu í frumatriðum bænda- og húsmæðramenntun- ar, sem nemendurnir — að lok- inni dvöl í héraðsskólum — byggi ofan á með námi í bænda- skólum og húsmæðraskólum, og að þessar brautir gangi stærri hópar en að undanförnu. Hliðstæða þessarar tilraunar liefir verið gerð á Selfossi undan- farna tvo vetur, þar sem Búnaðar- samband Suðurlands hefir haldið námskelð fyrir bændasyni, til undirbúnlngs fyrir dvöl í bænda- skólum. Til skamms tíma hafa bænda- skólarnir veitt alþýðufræðslu og fagfræðslu í senn, og svo er raun- ar enn. Með hinu nýja skólakerfi virðist kennsla í vissum greinum alþýðufræðslustigsins lítt þörf vlð bændaskólana. Nemendur, er stundað hafa nám við gagnfræða- skóla og héraðsskóla, hafa lagt þar stund á þær greinar alþýðu- fræðslunnar, sem bændaskólarnir höfðu áður, og þessir unglingar koma því einatt til eins vetrar náms í bændaskólanum. Nú er auðveldara en áður að afla sér almennrar þekkingar, og má því gera ráð fyrir að þeim fjölgi, sem hyggja á elns vetrar faglegt nám í bændaskóla að fenginni undirbúningsmenntun annars staðar. Því telja þeir, sem að umræddri tilraun standa, að það muni ótvírætt vinningur að hafa hlotið nokkra innsýn í fagleg fræði við héraðsskólana áður en farið er til náms í fagskóla. Und- irbúningsnám í vissum greinum mundi þannig auðvelda námið við eins vetrar dvöl í bændadeild. Hið sama er að segja um þær stúlkur, sem leggja leið sína úr héraðsskólanum í húsmæðraskól- ann. Um leið og tilraunin með bú- fræðikennslu við héraðsskólana

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.