Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1952, Síða 2

Íslendingur - 22.10.1952, Síða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 22. októfier 1952 Drepið á dyr Helgi Voltýsson 75 ára Á föstudaginn kemur verður Helgi Valtýsson rithöfundur 75 ára”. Engum ókunnum mundi koma það til hugar, er sæi hann á götunni, svo sporagreiður og léttur í hreyfingum er hann enn, þrátt fyrir þenna aldur. Ilelgi er austfirzkur að uppruna, en fór ungur til náms í Noregi. Vann hann þar um skelð við kennslu og blaðamennsku. Eftir heimkomuna fékkst hann einnig við blaða- mennsku og var um hríð ritstjóri Skinfaxa og Unga Is- lands, auk þess sem hann stund- aði kennslustörf. Þá hefir hann og flutt marga fvrirlestra hér heima og í Noregi. Kunnastur er Helgi fyrir ritstörf sín. Hann er gæddur góðri hagmælsku og jafnframt Ijóðrænni skáldgáfu. Gaf hann ungur út Ijóðasafnið Blýantsmyndir. En mesta ritverk hans munu Söguþættir landpóst-1 anna vera, þar sem hann dró að i landi og bjargaði frá glötun stór- merkum þætti úr atvinnu- og menningarsögu þjóðarinnar. Þá hefir hann snúið á íslenzku öllum sögum Margit Ravn, er hér hafa komið út. Síðasta verk hans er bókin um vinabæinn Álasund, er Akureyrarbær gaf út í fyrra, en hún er að dómi þeirra, sem vit hafa á ein hin smekklegasta bók, sem gefin liefir verið út hér á landi. Helgi hefir unnið mikið um dagana fyrir ungmennafélags- hrevfinguna og er ungur enn, hvað svo sem áldri lians líður. J TRÉ - TEX fyrirliggjandi. Verzlun Axels Kristjánssonar h.f. Brekkugötu 1 Barnaverndarfélag Akureyrar er ekki gamalt félag, aðeins á þriðja ári, enda hefir það ekki afkastað miklu enn. En það á sér takmark, og iakmarkið er fyrst og fremst að koma upp heimili fyrir munaðarlaus og að öðru leyti félagslega illa stæð börn hér í bænum. Jafnframt er fyrirhug- að, að heimili þetta geti verið upptökuheimili fyrir börn, sem um lengri eða skemmri tíma missa heimilisforsjá, t. d. vegna veikinda rnóður. Þegar slíkt ber við, að móðir veikist frá mörg- um börnum, þótt ekki sé nema um stuttan tíma, er sjaldnast um annað að gera en tvístra börnun- um, því að oft er erfitt að fá heimilishjálp, þegar svo stendur á. Væri nú til upptökuhelmili í bænum, gæti það tekið við þess- um forsjárlausu börnum, og þau þyrftu ekki að tvístrast í allar átt- ir, en gætu haldið áfram skóla- göngu sinni. Þetla er mikilsvert, því að allar óvæntar breytingar og sterkar sveiflur í lífi barna geta verið þeim óheppilegar og jafn vel hættulegar. Þá er alllaf eitlhvað af börnum, sem eru á hrakningi, t. d. börn einstæðra mæðra, sem verða að vinna fyrir sér úti. Og þó að heimilið, þar sem móðirin getur sinnt börnum sínum, sé bezta uppeldisstofnun- in, sem enn hefir þekkst, er þó gott barnaheimili betra skjól fyr- ir föðurlaus, og að nokkru leyti móðurlaus börn, en það heimilis- leysi, sem slík börn eiga oft að búa við. Og er þó á engan hátt dregin í efa ást og umhyggja þessara mæðra í garð barna sinna. Barnaverndarfélag Akureyrar hefir val.ð sér fyrsta vetrardag til fjáröflunar í þessu skyni, eins og önnur Barnaverndarfélög landsins. í þau tvö skipti, sem fé- lagið hefir leitað til bæjarbúa um fjárstyrk, hefir því verið prýði- lega tekið, svo að félagið á nú þegar nokkurn sjóð. En það er dýrt að byggja eða kaupa hús nú á tímum. Velunnarar félagsins verða því að hafa nokkra bið- lund, þótt ekki sé hægt að ráðast í það eftir tvö til þrjú ár. En því meiri skilning og velvilja, sem bæjarbúar sýna þessu velferðar- máli, því fyrr verður hægt að reisa þessa stofnun. Og nú verður enn drepið á dyr ykkar, kæru Akureyringar. Á laugardaginn, fyrsta vetrardag, verða seld merki í bænum og enn- fremur prýðilega snotur barna- bók, sem Eiríkur Sigurðsson yfir- kennari hefir íekið saman, en hann er formaður Barnaverndar- félags Akureyrar. Á sunnudaginn verða svo sýningar í kvikmynda- húsunum, basar á Hótel Norður- landi og dansleikur á sama stað um kvöldið. En á basarnum mun vera margt eigulegra hluta. Ef e'nhverjir vildu stvrkja félagið með því að gerast félagar, þarf ekki annað en hringja í einhvern úr stjórninni, en i henni eru: Eiríkur Sigurðsson yfirkennari, s’mi 1262, séra Pétur Sigurgeirs- son, sími 1648, frk. Elísabet Eiríksdóttir bæjarfulltrúi, sími 1315, Jón J. Þorsteinsson kenn- ari, sími 1379 og Hannes J. Magnússon, sími 1174. Sömu að- ilar taka einnig við gjöfum, smá- urn sem stórum, í barnaheimilis- sjóð félagsins. Minnumst svo þess, kæru Ak- ureyringar, að með þessu starfi erum við að vinna fyrir hina minnstu bræður okkar og systur. Og þótt oft sé drepið á dyr ykkar í svipuðum tilgangi, verður því treyst, að enn sem fyrr verði vel brugðist við. Hannes J. Magnússon. Karlmanna sokkar úr nylon margar tegundir. Vcr?l. B. Lnxdal Mislitar skyrtur úr Rayon Gabardine væntanlegar. Vcr;l. 0. Loxdnl SKÓHLÍFAR JJppháar karlm.skóhlífar með 4 spennum. Kvenskóh’ífar með loðkanti fram á ristina. Karlmannsskóhlífar, lágar og leggháar með rennilás. — Sendum í póstkröfu. — Skóverzlun M. H. Lyngdal & Co. Sími 1580 Skipagötu 1 Eldfast gler (Jena-gJer) Búðingsform Föt Pottar m/ loki Pönnur Verzl. VÍSIR Strandgötu 17, sími 1451. Avextir: Nýir: Vínber Melónur Sítronur Þurrkaðir: Sveskjur Rúsínur Blandaðir Aprikósur Perur Ferskjur Epli Grófíkjur Döðlur Niðursoðnir: Perur Aprikósur Ferskjur Ananas Plómur Hafnarbúðin h.f. og útibú F orstof uherbergi til leigu í Norðurgötu 56. Sími 1991. Barnavagn notaður, til sölu mjög ódýrt. Afgr. v. á. Allt fæst í ESJU Spyrjið um það, sem yður vantar. •— Sendum heim. VerzL Esja sími 1238. 1200 kw. helluofn sem nýr, til sölu. — A. v. á. — Vestnn Áttræður: Gunnar B. Björnsson í nýliðnum mánuði var Gunn- ar B. Björnsson, í Minneapolis áttræður. Sáum vér þessa minnst í blaðinu Minneota Mascot, er hann hélt úti í 25 ár, en nú eru aðrir eigendur að. Gunnar er sem kunnugt er Austfirðingur, fæddur á Sleð- brjótsseli í Jökulsárhlíð 17. ág. 1872. Vestur kom hann með móð- ur sinni fjögra ára gamall, er settist að í Minneota. Ólst hann þar upp og fékk sína skólamennt- un þar. Aðalstarf hans mun hafa verið ritstjórn blaðsins Minneota Mascot, er hann keypti ásamt öðr- um manni ungur. En honum voru jafnframt sakir hæfileika sinna, falin mörg önnur störf i héraði og forráð, eins og þing- mennska, póstmeistarastaða, sveit arróðsstarf og síðast ríkisskatt- stjóri. Hann tók og mikinn þátt íj um b«f — 'slenzkum málum t. d. lúterskum kirkj umálum. Fyrir slíka starfsemi mun mega i fullyrða, að Gunnar sé einn af víðkunnustu, mikilmetnustu og vinsælustu frumherjum Minne- sotaríkis. í viðkynningu er Gunnar áreið- anlega með skemmtilegustu mönn um. Fjör hans og fyndni, sem hann er kunnur fyrir, var ekki hóti m.nna á s. 1. hausti, er sá er þetta ritar, heimsótti hann, en fyrst þegar vér hittum Gunnar á kirkjuþingi, og hann hélt áheyr- endum sprenghlæjandi tímum saman. (Hkr. 3 sept.J. Jónas Stefónsson fró Kaldbak látinn Síðastliðinn þriðjudag lézt að heimili sínu í New Westminster, B.C., Jónas Stefánsson skáld frá Kaldbak í Suður-ÞingeyjcLrsýslu, fæddur 31. september árið 1882. Hann var útskrlfaður af Búnaðar- skólanum á Hólum í Hjaltadal. Jónas fluttist vestur um haf 1913, settist að í Mikley og kvæntist þar eftirlifandi ekkju sinni Jakobínu Sigurgeirsdóttur prests að Grund í Eyjafirði. Jónas flutt- ist fyrir nokkrum árum ásamt fjölskyldu slnni vestur til West- minster; auk ekkjunnar lætur Jónas eftir sig þrjú börn, Sigur- björgu og Selmu, sem báðar eru Iærðar hjúkrunarkonur, og Har- ald í heimahúsum. Jónas var maður vel vitiborinn, er eigi batt að jafnaði bagga s'na sömu hnút- um og aðrir samferðamenn. — Ilann lætur eftir sig tvær Ijóða- bækur og allmargt kvæða, er síð- ar höfðu birt verið í Lögbergi og Heimskringlu. (Lögberg 11. sept.J Önnur mannalóf íslend- inga vestra í sumar eru þessi helzt: Jón Ingi E narsson, 88 ára, fæddur að Gili í Öxnadal 30. maí 1864. Kvæntur Ingigerði Hannes- dóttur. Frú Hansína Hannesdóttir, fædd í Eyjafirði 1873, dóttxr Hans Kristjáns Jónssonar í Lög- mannshlíð og Kristjönu Jóhann- esdóttur, bónda á Kjarna, Gríms- sonar. Frú Kristjana Steinunn Stef- ánsson, 79 ára, fædd í Húsavík, fluttist vestur 1889, gift Stoney Stefánsson. Bjuggu þau fyrst í Lundarbyggð en síðar að Gimli. Frú Sigríður Erlendsson, ekkja Fritz Erlendssonar, 82 ára, fædd að Krónustöðum í Eyjafirði, dóttir Gunnlaugs Þorleifssonar og konu hans Margrétar Guð- mundsdóttur. Frú Rannveig Smith í San Fransisco, fædd 1892, dóttir Þor- varðar Þorvarðssonar prentsm.- stj. og fyrri konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Kunnur rithöfundur. Ástvaldur Sigurðsson Hall, fæddur 1891 að Hringveri í Við- víkursveit, Skagafirði. Foreldrar Sigurður Hallsson og Guðrún Jónsdóttir. Fluttist vestur 1913. HERBERGI til leigu í Hafnarstræti 85. Sími 1129. Jet Triofold kúlupennar jafngilda 3 fyllingum. Iðnbanki Hinn 18. þ. m. var stofnfundur Iðnaðarbankans haldinn í Reykja vik. Fundinum stjórnaði Helgi H. Eiríksson skólastjóri, en um 400 hluthafar sóttu hann. Illutafjár- söfnun nemur 6 milljónum króna frá einstaklingum og fyrirtækj- um, en ríkissjóði ber að leggja fram aðrar 6 milljónir króna á móti. í bráðabirgðastjórn bank- ans voru kjörnir: Helgi H. Eiríks- son og Helgi Bergs, tilnefndir af ríkisstjórn, en af hálfu iðnaðar- mannasamtakanna Kristján Jóh. Kristjánsson, Páll S. Pálsson og Guðmundur H. Guðmundsson. — Framhaldsstofnfundur bankans verður haldixm nú í vikulokin.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.