Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1952, Qupperneq 4

Íslendingur - 22.10.1952, Qupperneq 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 22. október 1952 Útgefandi: Útgájujélag íslendings. Kemur út hvern miðvikudag. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ]akob Ó. Péturssont Fjólug. 1, sími 137o. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutími kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j. Brunamál Akureyrar Eins og kunnugt er hafa á þessu ári staðið yfir samningsuraleit- anir milli Akureyrarbæjar og Brunabótafélags íslands um lækkun iðgjalda af brunatryggingum. Hefir gengið í nokkru þófi um mál þetta, enda var lækkun iðgjalda þeim skilyrðum háð af hálfu Bruna- bótafélagsins, að brunavarnir yrðu efldar í bænum, brunavarzla upp tekin og öryggi aukið á ýmsan hátt, en allt það hlaut að baka bæjarsjóði talsverðan útgjaldabagga. Byrsta tilboð félagsins þótti ekki sem aðgengilegast, og gerði því bæjarstjórn tillögur um breyt- ingar á því, sem Brunabótafélagið féllst að nokkru leyti á, en lét þess jafnframt getið í bréfi til bæjarstjórnar dags. 19. ágúst s. 1., þar sem hið nýja tilboð er lagt fyrir bæjarstjórn, að syo langt hefði verið gengið til móts við tillögur bæjarstjórnar Akureyrar, að á þetta hið síðara tilboð bæri að líta sem lokatilboð frá hálfu félags- ins. Samkvæmt tilboði þessu er bænum skipt í tvö áhættusvæði, og er hvort svæði í IV flokkum, og eru iðgjöld í fyrra flokki frá 0.7— 4.4 pro mill. en í hinum síðara 0.6—4.0 pro mill. Þá endurgreiðir félagið bænum ágóðahlut af skyldubundnum fasteignatryggingum í bænum og lánar fé til kaupa á brunavarnatækjum og til vatns- veituframkvæmda eftir nánara samkomulagi. Verði þelta tilboð samþykkt hefir fengizt all veruleg lækkun á tryggingaiðgjöldum af húseignum í bænum, þótt ekki jafnist á við kjör Reykvíkinga, sem með löggjöf hafa fengið tryggingarnar frjál^ar. Að því ber okkur einnig að vinna. Það er ástæðulaust að hafa einokun á brunatryggingum, og þótt samningur sé nú eða verði gerður við Brunabótafélag íslands til 3ja eða 5 ára, eigum við á meðan að vinna að því, að þessar skyldutryggingar á fast- eignum verði gefnar frjálsar, svo að öll tryggingafélög hafi jafnan rétt ti! beirra. Að sjálfsögðu fer brunahættan í bænum æ minnkandi. Hús eru nú yfirleitt byggð úr eldtrauslu efni að mestu leyti, og brunatjón verður því hverfandi l.'tið, þótt eldur komi upp í þeim. Timbur- húsunum í miðbænum fækkar ár frá ári, og þegar þau eru úr sög- unni ,er ekki Iengur fyrir hendi hælta á eldsvoðum, sem nær lil fleiri húsa. Þegar svo er komið, eiga iðgjöld enn að geta lækkað að mun. En krafa okkar á að vera: Frjálsar brunalryggingar. Opinber rekstur eða einkarekstur Það er mörgum áhyggjuefni, hve langt við íslendingar erum komnir inn á slóðir sósíal.'smans í atvinnumálum okkar, og hversu hið frjálsa framtak heíir verið lamað með skefjalausri skattheimtu. Ahugi einstaklingsins fyrir stofnun framleiðslufyrirtækja lamast af þeim ástæðum ár frá ári, og hið opinbera verður að stofna til áhættusamra fyrirtækja til þess að atvinnulífið deyi ekki út. Þessi þróun málanna er vægast sagl viðsjárverð, þar sem rekstur þeirra fyrirtækja, er bæjarfélög eða ríkið reka, er jafnan kostnaðarsamari en rekstur einstaklingsins. Þótt mörg opinber þjónusta sé svo dýr (sbr. símaþjónustuna), að mannlegum skilningi er ofvaxið, fitnar ríkissjóður lítt af. Heita má, að hið eina, er ríkið hefir verulegan hagnað af, sé eiturlyfjasala (tóbak og áfengi), en flest önnur fyrir- tæki þess bindi því bagga, misjafnlega þunga. Alþýðuflokkurinn og kommúnistar telja útgerðina affarasælasta, ef ríki eða einstök bæjarfélög reki hana. Af því hefir nú fengizt nokkur reynsla, þar sem margir nýsköpunartogaranna hafa verið keyptir og reknir af bæjarfélögum. En sagan er alls staðar hin sama: Taprekstur. Svo geigvænlegt hefir til dæmis tapið á bæjar- útgerð Vestmannaeyja verið, að báðir togarar bæjarins, Elliðaey og Bjarnarey, hafa verið boðnir til sölu, enda mun tapið á þeim vera um 5.5 milljón krónur, og annar þeirra a. m. k. mun hafa legið við festar í heilan ársfjórðung af því að fé skorti til að halda hon- um úti. Ekki mun þó Vestmannaevjar skorta dugandi skipstjórnar- raenn né menn með þekkingu á rekstri útgerðar. Hitt er hins vegar víst, að opinber rekstur dæmir s.’g nálega ætíð úr leik. Og kann ein ástæðan til þess, e. t. v. sú veigamesta, að vera sú, að við opinberan rekstur er meira hugsað um, að hann geli orðið gæðingum þeirra, er með völdin fara á hverjum tíma, til lífsframfæris, heldur en bitt, Eiga trjágarðar að verða beiti• lönd sauðjjáreigenda? Kvartað undan skyri. MIKIL blaðaskrif hafa orðið um það syðra, hvort ekki væri rétt að friða Reykjanesskagann fyrir sauðfénaði og koma þar í þess stað upp skógarlend- um, og eru menn þar um ekki á eitt sáttir. í fyrra var alll sauðfé á því svæði skorið niður vegna mæðiveiki, og var því eðlilegt, að mál þetta væri tekið upp, áður en nvtt fé yrði flutt þangað. Flestum fjáreigendum er illa við að skipta um búskaparháttu, en þó hefir a. m. k. einn þeirra nýlega skrif- að um málið af skilningi og öfgalaust. Það er almennt vitað, að sauðfjá.bú- skapur í kaupstöðum gefur lítinn arð, en það tjón hins vegar ógurlegt, sem sauðfé getur unnið og vinnur oft og einatt í trjágörðum og kálgörðum. Þar eyðileggur ein „garðarolla" oft miklu meira á einni nóttu en verði hennar nemur, enda þótt hún skili góð- um kroppþunga og I. flokks kjöti (þeg- ar hún er keypt út úr kjötbúð). Það er mál til komið, að við hættum að reka kvikfjárrækt sem sport eða tóm- stundaföndur, heldur verðum við að koma meira skipulagi á búskapinn í landinu. Sumir mega ekki heyra tkipu- lag nefnt, en ég er þeirrar skoðunar, að stundum sé það gagnlegt og jafnvel nauðsynlegt. EF EG væri kvaddur til að skipuleggja landhúskapinn, mundi ég segja við Eyfirðinga, Árnesinga, Kjalnesinga, Kjósarbúa og Borgfirðinga: Færið út ræktarlöndin og aukið mjólkurfram- leiðsluna fyrir hinn nálæga markað. Þið getið haft 25—30 rollur með til að sjá heimilum ykkar fyrir kjöti. — En við Rangæinga, Skaftfellinga, Austfirð inga, Þingeyinga og Húnvetninga mundi ég regja: Þið eigið mikil og góð af.éttarlönd og víða góða vetrar- beit. Framleiðið kindakjöt svo mikið, að nægi íbúum kaupstaða og sjávar- þorpa um allt land. Hugsið ekki um að framleiða öllu meiri mjólk en þið notið handa heimilum ykkar. Aðrar sýslur landsins munu og verða að leggja megináherzlu á sauðfjárrækt vegna lílils mjólkurmarkaðar, en þar kemur líka alifuglarækt til greina, ef minkurinn er þá ekki orð.nn allsráð- andi. — En við bæjarhúa mundi ég segja: Engan búfénað, þar sem beiti- landið er ekki annað en garður ná- grannans. Ræktið kartöflur, kál og annað grænmeti. Verið sjálfum ykkur nógir með garðávexti, ef þið haf.ð að- stöðu til. Svo getlð þið ræktað blóm til sölu o. fl. FYRIR nokkrum dögum kom húseig- andi einn hér í hænum heim til sín til miðdegLverðar. Stóðu þá í garði hans rúml. 20 rollur. Höfðu þær m. a. klippt með tönnunum álitlega stúfa framan af greinum trjánna í garði hans, og má fullyrða, að trén ná sér ekki aftur cftir þær lemstranir. Nú munu e.gendur rollnanna segja sem svo, að þessir trjá- garðaeigendur ættu að hafa vit á að girða svo vel fyrir tré sín, að rollurnar kæmust ekki inn. En því vil ég svara fyrirfram: Ef reikna á með því, að bærinn sé hugsaður sem beitiland fyr- ir sauðfé, mundi þurfa að setja nýjar girðingar um aðra hverja liúslóð í bænum, cem kosta myndl nokkur þús- und krónur um hverja lóð. Það mundi verða ódýrara fyrir garðeigendur að kaupa upp allan sauðfjá.stofninn í bænum tvöjöldu verði en að kosta til þeirra girðinga, er öruggar væru fyrir áleitnum garðarollum. FJÁREIGENDUM fellur að vonum ekki vel að koma að einhverri uppá- haldskind sinni dauðri. Garðeigendum, sem lagt hafa mikla vinnu í að prýða umhverfi húsa sinna — og þá um leið bæjarins — með því að rækta þar tré og hlómabeð, getur heldur ekki verið sársaukalaust að sjá verk sitt eyðilagt af einni eða fleiri kindum á svipstundu. Ég tala nú ekki um, þegar garðaroll- urnar eyðileggja meira og minna af kálgörðunum, — vetrarforða heimil- anna í ýmsum tilfellum. Og það ekki sízt, ef rollur þe:sar eru aldar upp á sport og hafa enga afgerandi þýðingu fyrir afkomu eigandans, sem oft á sér stað. UTAN úr Ólafsfirði skrifar húsmóðir mér og kvartar undan því, að skyrið, sem héðan er flutt til Ólafsfjarðar með flóabátnum, sé venjulega „meira og minna súrt.“ er það komi þangað, en hún hafi frétt, að „ósúrt ágætis skyr sé ávalt fáanlegt á Akurcyri". Spyr hún síðan, hvort cérstök tegund af skyri sé búin lil fyrir Ólafsfjörð. Þar sem ég var alls óviðbúinn að svara þessu, spurði ég forstöðumann Mjólkursamlagsins um þetta, og svar- aði hann því til, að skyr það, sem sent væri með flóabátnum til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar væri tekið úr sama kar- inu og það skyr, sem færi í búðir á Akureyri, og væri þar um eina og sömu „tegund“ að ræða. Að vísu yrði Sam- lagið að afgreiða skyrið um borð í póstbátinn daginn áður en hann færi í ferðina, þar sem hann færi ætíð svo snemma morguns. En engar kvartanir kvað hann sig hafa fengið undan vör- unni fyrr. Vísnabálkur ÁSTAVÍSUR e f tir G r etti sterka Þú varst ljúf og létt í spori, lífs míns barstu vona kranz. Onnur ný á næsta vori nærri töfrar huga manns. Ástar hlýju armlög þín ylja hjartarætur. Vildi’ ég hjá þér vina mín vera daga og nætur. Augun skrökva ekki þín eftir kossinn langa. Ég held ég eigi, heillin mín, hjarta þitt og vanga. Dóttur þína í dag vil finna, dýrðar skulum halda jól. Hún erdrottningdraumaminna, dýrust perla undir sól. Undur fagra Inda mín unaðskennda vekur þrá. Brosið hlýja og brjóstin þín bjóða það, sem ekki má. þrír nýir prestir að velja e:ngöngu hœfustu mennina til að stjórna rekstrinum. Hér á Akureyri er annað uppi á teningnum. Margir hafa taliS Akureyri hafa verri skilyrSi til togaraútgerSar en flest önnur bæj- arfélög á landinu. Samt sem áSur mun rekstur nýsköpunartogar- anna hvergi hafa gefiS betri raun en hér. Á Akureyri hafa borgar- arnir stofnaS hlutafélag um reksturinn. Þar voru stjórnendur fyrir- tækisins og skipstjórar togaranna valdir meS tilliti til þekkingar, dugnaSar og hæfileika en ekki eftir afstöSu þeirra til þjóSfélags- mála. Þar situr því valinn maSur í hverju rúmi, og gerir þaS fyrst og fremst gæfunlunmn. Hælt er viS, aS rcksturinn hefSi otSíS á annan veg, ef framkvæmdastjórn og skipstjórar hefSu veriS kosnir hlutfallskosningu af bæjarstjórn. Dæmin um togaraútgerSina í Vestmannaeyjum og á Akureyri eru lærdómsrík fyrir þá, sem einhvers mela reynsluna. Þau spor, sem stigin hafa veriS áleiSis til op.nbers reksturs atvinnutækja hér á landi eru spor sern hrcoða. S. 1. fimmtudag fór fram at- kvæSatalning hjá biskupi þjóS- kirkjunnar, úr prestkosningunum í Reykjavík s. 1. sunnudag, og fóru kosningar þannig: / Bústaða- og Kópavogssókn hlaut kosningu sr. Gunnar Árna- 1 son á ÆsustöSum, meS 590 atkv., I sr. Magnús GuSmundsson hlaut j 434 atkv., sr. Helgi Sveinsson 314, Magnús GuSjónsson cand. theol 168 og sr. Lárus Halldórs- son 62. Kosning ólögmæt. / Hofteigsprestakalli hlaut kosningu sr. Jón Þorvarðarson í Vík meS 1445 atkv. Jónas Gísla- son cand. theol hlaut 1073 og sr. Björn O. Björnsson 101. Kosning lögmæt. / Langholtspreslakalli hlaut kosningu sr. Árelíus Níelsson Eyrarbakka meS 978 atkv., sr. Jóhann HlíSar hlaut 748 og sr. Páll Þorleifsson 171. Kosning lög mæt. Þar sem allir hinir kjörnu eru þjónandi prestar, losna þrjú prestaköll viS þessar kosningar. A T H U G I Ð ! Kaupendur íslendings, natr og fjær, eru beSnir aS til- kynna afgreiSslunni, ef þeir fá ekki blaSiS meS skilum.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.