Íslendingur - 07.01.1953, Side 2
í SLENDINGUR
Miðvikudagur 7. janúar 1953
ins shýrð d fundi
Eins og skýrt hefir verið frá áður, fór Ólafur Thors atvinnu-
málaráðherra til Parísar og sat þar fund Efnahapsamvinnustofn-
unar Evrópu. A fundi þessum skýrði hann í ræðu frá þeim örðug-
leikum, scm löndunarbann brezkra togaraeigenda hefir bakað ís-
lendingum en áður hafði hann gefið forseta stofnunar-
innar skýrslu um málið. Fer hér á eftir meginhluti ræðunnar:
■
Meðal þeirra ríkja, sem þátt
taka í Efnahagssamvinnustofnun
Evrópu og jafnvel þótt víðar sé
leitað, er ísland það ríki sem
mest viðskipti hefir við önnur
lönd miðað við fólksfjölda.
Auðvitað er MAGN þessara
viðskipta svo takmarkað, að það
inyndi ekki hafa alvarlegar af-
leiðingar fyrir nokkurt annað
ríki, þótt þau hyrfu alveg úr sög-
unni. En það sem ég á við er það,
að viðskipti við önnur lönd hafa
tiltölulega meiri þýðingu fyrir
hvern einstakling þjóðar minnar
en slik viðskipti hafa fyrir ein-
staklinga nokkurrar annarrar
þjóðar. i ■ííiji'i
Það er alkunna, að útflutning-
ur okkar er nær eingöngu sjávar-
afurðir. Það er því sjávarútveg-
urinn, sem stendur undir við-
skiptum okkar við önnur lönd. í
skýrslu okkar var athygli vakin á
því, að framleiðsla okkar hefir
ekki aukizt að sama skapi og hin
bættu framleiðslutæki. Með öðr-
um orðum, minnkandi aflabrögð
bera vott um, að um ofveiði sé að
ræða.
Ríkisstjórn íslands og íslenzka
þjóðin hafa lengi gert sér grein
fyrir, að gera þyrfti ráðstafanir
til að vernda fiskistofnana og að
verndun uppeldis- og Iirygning-
arstöðva umhverfis ísland væri
íslendingum höfuðnauðsyn.
Skömmu eftir að togveiðar hóf-
ust voru fiskveiðitakmörk við ís-
land ákveðin með samningi við
Breta árið 1901 og voru þau í
þeim samningi miðuð við þrjár
inílur frá ströndinni. Aður höfðu
fiskveiðitakmörkin verið miklu
utar. Þegar þetta var gert, var
mönnum Ijóst hversu mikil hætta
ungviðinu myndi búin af botn-
vörpunni. Eli það hefir með
hverju ári orðið æ ljósara, að ís-
lenzk fiskimið myndu brátt sæta
sömu örlögum og Norðursjórinn
og ýms önnur fiskimið, ef ekki
væru gerðar virkar ráðstafanir
til að koma í veg fyrir það.
í oklóber 1949 sögðu íslend-
ingar því upp samningnum frá
1901, og féll hann úr gildi tveim
árum síðar, þ. e. í október 1951.
Um þessar mundir stóðu yfir
málaferli fyrir Haag dómstólnum
milli Breta og Norðmanna, varð-
andi fiskveiðitakmörk Noregs.
Brezka ríkisstjórnin fór þess á
leit við ríkissljórn íslands, að
hún gerði engar ráðstafanir fyrr
en niðurstaða dómsins væri feng-
in, þannig að íslenzka ríkisstjórn-
in gæti haft hliðsjón af honum.
Féllst íslenzka ríkisstjómin fús-
Iega á þessi tilmæli.
Dómur féll í málinu í dcsember
1951.
íslenzka ríkisstjórnin hafði að
sjálfsögðu fylgzt af miklum á-
huga með máli þessu og gerði nú
frumdrög að fiskveiðitakmörkum
í ljósi dómsins, en hafði áður
haft samráð við íslenzka sérfræð-
’.nga svo og heimsfræga erlenda
sérfræðinga á þessu sviði.
í janúarmánuði síðastliðnum
fór ég til London og skýrði brezk-
um stjórnarvöldum frá því, að
við mynduin miða við sams kon-
ar meginreglur og þær sem Nor-
egur hafði byggt á og að verið
væri að ganga frá ráðagerðum
)kkar á þeim grundvelli. Þegar
síðan hinir íslenzku sérfræðingar
'iöfðu athugað frumdrög ríkis-
3tjórnarinnar voru þau enn á ný
borin undir hina erlendu sér-
fræðinga og staðfest af þeim.
Hinar nýju reglur voru birtar
15. marz 1952 og gengu þær í
glldi hinn 15. maí s. 1. Samkvæmt
þeim eru botnvörpu- og drag-
nótaveiðar bannaðar bæði íslend-
ingum og útlendingum á því
svæði sem hér um ræðir.
Enda þótt það sé sannfæring
okkar, að ráðstafanir okkar hafi
örugga stoð í alþjóðalögum og að
jiær miði að því að tryggja efna-
liagslega afkomu íslenzku þjóðar-
innar, hefir brezka ríkisstjórnin
talið, að ráðstafanir þessar væru
ekki í samræmi við alþjóðalög.
Ilafa ríkisstjórnirnar skipzt á
inörgum orðsendingum um mál-
ið og átt um það viðræður hvað
eftir annað, án þess að aðilum
tækist að sannfæra hvor annan.
Meðan mál þetta var í athugun
lijá ríkisstjórnunum, vorum við
íslendingar aldrei í vafa um, að
hin endanlega niðurstaða myndi
byggð á lögum og rétti og engu
öðru.
En fyrir nokkrum vikum kom
nýr aðili fram á sjónarsviðið og
gerði kröfu til að taka þátt í þess-
um viðræðum ríkisstjórnanna.
Það voru togaraeigendur í Hull
og Grimsby, en það eru þær hafn-
ir, sem. íslendingar hafa lengi
notað í sambandi við landanir
sínar í Bretlandi.
Ég viðurkenni það fúslega, að
stundarhagsmunir þessara manna
hafa lotið í lægra haldi á sama
hátt og stundarhagsmunir ís-
lenzkra togaraeigenda hafa lotið
í lægra haldi, enda gilda nákvæm-
lega 6Ömu reglur um þá og tog-
araeigendur í öðrum löndum.
Togaraeigendur í Grimsby og
Hull svöruðu fljótt og greinilega.
Þeir settu á eigin spýtur löndun-
arbann á íslenzka togara í þess-
um höfnum.
Til þess að menn geti gert sér
grein fyrir þeirri þýðingu, sem
ráðstafanir þessar hafa á afkomu
íslendinga, ætla ég að leyfa mér
að nefna nokkrar tölm-.
Svo sem ég hefi áður sagt,
byggist útflutningsverzlun ís-
lendinga nær eingöngu á sjávar-
afurðum. Síðastliðið ár veiddu
til dæmis íslenzkir togarar 58%
af heildarafla íslendinga af botn-
fiski. 48% af þessum afla voru
seld í Bretlandi. Það er því ljóst
að því sem næst 25% af heildar-
afla botnfisks seldust á brezka
markaðnum árið 1951.
Það er þessi markaður, sem
brezkir togaraeigendur hafa nú
lokað fyrir okkur.
Þessi afstaða brezkra togara-
eigenda er að vísu engin nýjung
fyrir okkur íslendinga. Þeir hafa
áður reynt að losa sig við sam-
keppni frá íslendingum og öðruin
útlendingum, en ríkisstjórn þeirra
hefir hingað til haldið ráðagerð-
um þeirra innan hóflegra tak-
marka og er þess að vænta að svo
takist enn.
Það hefir reynzt okkur íslend
inguin örðugt að samræma þess
ar aðferðir löndunarsamning
okkar við Breta, sem einmitt fjall
ar um landanir íslendinga
Grimsby og Hull, bezta kjara
samningi okkar frá 1933 og meg
inreglum þeirra sjónarmiða, sem
efnahagssamvinnustofnun Evrópu
byggist á og þá á ég sérstaklega
við reglur þær um verzlunarfrelsi,
sem þessi stofnun hefir gengið
frá og lagt að mönnum að fylgja.
Þá minnumst við einnig samn-
ingsins milli Breta og Bandaríkja-
manna um efnahagssamvinnu, því
að í 2. gr 3. mgr. hans segir þetta:
„Ríkisstjórn Brellands inun
gera þœr ráðstajanir, sem hún
telur viðeigandi og mun haja
samvinnu við önnur þátttöku-
ríki um að koma í veg jyrir að
beitt verði af liálju verzlunar-
fyrirtækja, einstaklinga eða
opinberra aðila þeim verzlun-
araðjerðum eða ráðstöjunum
á sviði miUiríkjaverzlunar,
sem lorvelda samkeppni, tak-
marka aðgang að mörkuðum
eða stuðla að einokunarjyrir-
komulagi, þegar slíkar aðjerð-
ir eða ráðstafanir verða lil
þess að hefta framgang hinn-
ar sameiginlegu áœtlunar um
viðreisn Evrópu.“
Herra forseti. Hér er um mjög
mikilvægt stefnumál að ræða. Ef
fámennum sérhagsmunahóp helzt
það uppi í þessu rnáli að ómerkja
framkvæmd milliríkjasamninga,
þá getur svo farið, að með því
hafi skapazt þýðingarmikið for-
dæmi þannig að fyrr en varir för-
um v!ð að velta því fyrir okkur
hvort samkoinulag'.ð um við-
skiptafrelsi og aðrir samningar,
sem við höfum hátíðlega undir-
ritað, hafi í raun og veru nokk-
urt gildi.
Áður en ég lýk máli mínu vil
ég leggia áherzlu á það, að ríkis-
stjórn íslands hefir ákveðið að
ræða mál þetta hér, vegna þess að
við lít'um svo á, að það sé skylda
okkar að vekja athygli stofnun-
arinnar á þeirri hættu, sem steðj-
ar að afkomu íslendinga.
Engu að síður er það von okk-
ar og trú, að brezku ríkisstjórn-
inni muni bráðlega takast að
ryðja úr vegi þeim hindrunum,
sem hagsmunaklíkur hafa sett í
veg fyr’r góða sambúð þjóðanna.
Þessi von er byggð á þeirri löngu
reynslu, sem íslendingar hafa
haft af réttsýni brezku rikisstiórn-
arinnar í öllum sínum viðskipt-
um við hana.
TIL FRÉTTAMANNA
BLAÐSINS.
Munið að senda blaðinu
fregnir af því helzta, sem
gerist í umdæmi ykkar.
UNDARLEG SKÖMMTUN.
Herra ritstjóri!
Undanfarin 2 ár hefi ég fengið
rafmagn á tannlækningastofu
mína í Hafnarstræti 98 fyrir vel-
vild rafveitustjórans.þótt skammt-
að væri annars staðar í miðbæn-
um. Lagði ég þó sjálfur til leiðsl-
una.
Nú fyrir nokkrum dögum var
byrjað á að taka af mér rafmagn-
ið á stofunni eins og hjá öðrum,
og mér tilkynnt að ég fengi enga
undanþágu lengur — ekki vegna
rafmagnsleysis, heldur vegna öf-
undssýki nokkurra nágranna
m'nna, sem kvartað hafi undan
þessu. En á sama tíma loga á
spennistöðinni sterkar perur, sein
eyða það miklu, að nægja myndi
mér til nauðsynlegra aðgerða.
Virðingarfyllst,
Kurt Sonnenfeld,
tannlæknir.
Aðsókn skrílsins á samkomu-
staði sveitanna
Tvær samkomui í nágrenninu leystust upp
vegna uppivöðslu fyllirafta af Akureyri
Um margra ára skeið hefir ver-
ið mjög erfltt fyrir félagasamtök
í sveltum að halda uppi heil-
brigðu skemmtanalífi vegna að-
sókna og uppivöðslu ölvaðra ung-
menna úr nólægum bæjunr og
sjávarþorpum. Fer ástandið í
þessum efnum æ versnandi, eins
og sjá má af lýsingum Páls H.
Jónssonar kennara, er ritað hefir
opinberlega um þetta efni og lagl
fram tillögur til úrbóta. Jafnvel
innansveitar-mannfagnaðir fá
ekki að vera í friði fyrir þessum
skríl, eins og kom í Ijós eitt kvöld
ið milli jóla og nýárs að Þverá á
Staðarbyggð, þar'sein sveitungar
komu saman sér til skémmtunar,
og höfðu hvergi auglýst þann
mannfagnað opinberlega.
Um það leyti er dansinn hófst,
dreif þangað bíla af Akureyri
með meira og minna ölvaða pilta
og stúlkur, er leituðu þegar inn
göngu í danssalinn, en heima-
menn vörnuðu þeim aðgangs.
Slikt gátu aðskotagemlingarnir
ekki þolað, því að þeirn er alveg
sama, þótt þeir séu „boðflennuP'.
Ekki er sjálfsvirðingin meiri en
svo! Einn aðkomumanna framdi
innbrot í kjallara, til að freista
inngöngu á Jiann hátt, en varð
frá að hverfa sömu leið. I veitr
ingastofu óðu þeir uppi, brutu
Iampa o. fl„ og varð að hætta
veitingasölu, föt voru rifin á
dyraverði o. s. frv. Var sarnkom-
unni loks slitið löngu fyrr en til
var ætlast, en eigi vildu „Öhnpð-
arnir“ hverfa heim að heldur.
Var þá loks hringt eítir lögregl-
unni á Akureyri, og fóru þrír lög-
reglumenn fram eftir. Hunzkaðlst
þá hópurinn í farartæki 'sín og
hélt heimleiðis. Kæra út af at-
buiði þessum hefir verið send
lögreglustj óranum hér.
Á samkomu að Ilrafnagili milli
jóla og nýárs var og mikil ölvun
aðkomumanna, og voru rúður
brotnar í samkomusal með flösk-
uin og grjóti, að því er heyrst
’ief.r. Og síðastliðið laugardags-
kvöld varð að slíta samkomu í
þinghúsi Svalbarðsstrandar-
hrep|)s vegna óspekta manna inn-
an af Akureyri, sem m. a. voru
neð sprengingar inni í sjálfum
lanssalnum.
Þelta ástand er engan veginn
bolandi lengur, og hlýtur hið op-
'nbera að koma hér til skjalanna
>g veita íbúum byggðanna sains
konar réttarvernd gegn skríl-
mennum og það veitir íbúum
bæjmma, svo að uppivöðslusmnir
auðnuleysingjar eyðileggi ekki
skemmtanir fólksins í skjóli lög-
gæzluvöntunar. En meðan þeirri
skipan er ekki komið á, getur
komið til mála, að blöðin hafi
samtök um birtingu nafna þeirra,
er oftar en einu sinni leggja sig
fram við að eyðileggja samkom-
ur fyrir sveitafólkinu og valda
spjöllum á munum, húsum og
mönnum þar.
J. Ó. P.
XXX