Íslendingur - 07.01.1953, Blaðsíða 8
MessaS í Akureyrarkirkju kl. 2 n. k.
sunnudag. — P. S.
I. O. O. F. = 134198% = I.
Annáll Islendings
DESEMBER 1952 :
Jónasi Guðmundssyni skrifstofu-
sijóra í Félag málaráðuneytinu veitt
lausn frá embætti ,en við því tekur
Hjálmar Vilhjálmsson sýslumaður N.-
Sunnudagaskóli
Akureyrarkirkju
er á sunnudaginn
kemur kl. 10.30.
5—6 ára börn í kapellunni; 7—13 ára
börn í kirkjunni. Bekkjastjórar mæti
kl. 10.10.
Þau börn, sem ætla að fermast hjá
séra Pétri Sigurgeirssyni eru beðin
um að mæta í kapellunni n. k. föstu-
dag kl. 6 e. h.
Fermingarbörn. Sr. Friðnk J. Rafn-
ar biður væntanleg fenningarbörn á
komandi vori, sem ætla að fermast hjá
honum, að koma til viðtals 1 kirkju-
kapellunni fiinmtudaginn 8. þ. m. kl.
4 e. h.
ÆskulýSsfélag Akureyr-
arkirkju. — Fundur í
Elztu-deild n. k. sunnu-
,ag kl. 5 e. h. í kapell-
.nni.
Gjajir til starjsins frá N. N. 100.00
kr. Frá N. N. 30.00 kr. Kærar þakkir.
Hjónabönd. Stefanía Ármanmdóttir,
Dalmannssonar, Akureyri, og Baldur
Sigurðsson, sjómaður, Dalvík. Gift 24.
desember. — Pórdís Gísladóttir, Há-
túni og Andrés Bergsson, sjótnaður,
Sæborg. Gift 27. desember. — Ásta
Kristinsdóttir frá Öngulsstöðum og
Sigurhjörtur Frímannsson frá Nesi,
sjómaður, Akureyri. Gift 27. desember.
Gift af séra Friðrik J. Rafnar.
Hjóiuiejni. Á nýársdag opinberuðu
trúlofun sína hér í bæ ungfrú Þórlaug
Júlíusdóttir (Péturssonar) hárgreiðslu-
mær, Akureyri, og Rósmundur Guð-
mundsson, Reykjavík.
Hjónaejni. Rétt fyrir jólin opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Ásta Péturs-
dóttir frá Gautíöndum, ráðskona við
Laugaskóla, og Hlöðver Hlöðvesson frá
Björgum í Köldukinn, bryti að Laug-
um.
BrúSkaup. Á jólum og gamlársdag
voru gefin saman í Akureyrarkirkj u:
Þann 24. des. ungfrú Kristín Tómas-
dóttir og Árni Árnason forstjóri. Ifeim-
ili þeirra er að Gilsbakkaveg/ 13. —
Þann 31. des. sl. ungfrú Áslaug Jóns-
dóttir og Búi Snæbjörnsson flugvéla-
virki. Heimili þeirra er fyrst um sinn
Þórunnarstræti 93 og sama dag ungfrú
Jósefína Halldórsdóttir og Guðjón
Björnsson vélvirkjanemi. Heimili
þeirra er að Fróðasundi 4.
Til Sólheimadrengsins. 25 kr. frá N.
N. og kr. 100 frá M. B.
Til Strandarkirkja. Áheit frá R. H.
kr. 25.
Til Sjúkrahúss Akureyrar. Áheit kr.
30 frá Á. Á.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim
bæjarbúum, sent sýndu Mæðrastyrks-
nefnd Akureyrar vinsemd og skilning
með peninga- og fatagjöfum nú fyrir
jólin og skátafélögunum, sem af mestu
alúð og dugnaði unnu að söfnun og
úthlutun og veitti nefndinni ómetan-
lega aðstoð. — Guð blessi ykkur .11 og
gefi ykkur gott og farsælt nýtt ár. —
MœSrastyrksnefnd Akureyrar.
Aheit á Strandarkirkju: Frá J. G. P.
kr. 5.00, frá H. A. G. kr. 5.00, frá E. Á.
kr. 10.00.
Slysavarnafélagskonur á Akureyri!
Vinsamlegast borgið árgjöldin í Verzl.
Bernharðs Laxdal strax.
SjáljstœSisjélagar. Munið fundinn
um fjárhagsáætlunina að llótel Norð-
urlandi kl. 20.30 annað kvöld.
Hjúskapur. Laugardaginn 20. des.
gaf Friðrik J. Rafnar vígslubiskup
saman í hjónaband ungfrú Margrétu
Indriðadóttur blaðamann og Thor Vil-
hjálm:son rithöfund.
Náttúrulœkningajél. Akureyrar sýnir
kvikmyndina: Leiðin til heilbrigðis
eftir Are Waerland í barnaskólanum
sunnudaginn 11. jan. n. k. kl. 4 e. h.
Þess er vænst að félagsmenn mæti sem
flestir. Aðrir, sem áhuga haía á þessu
málefni, einnig velkomnir.
Slúkan ísajold-Fjallkonan nr. 1
minnist afmælis síns með hátíðafundi
n.k. mánudag kl. 8.30 í Skjaldborg.
Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. •—
Inntaka nýrra félaga. — Minni Regl-
unnar. — Upple:tur. — Einsöngur. —
Dans. — Kalfi fæst á staðnum. Stúkan
Brynja heimsækir. Fjölmennið á þenn-
an afntælisfund. Nýir félagar alllaf
velkomnir.
Fíladelíja Lundargötu 12. Samkoma
á fimmtudag og sunnudag kl. 8.30 s.d.
Rune Ásblom frá Svíþjóð talar. Allir
velkomnir. — Telpnafundur miðviku-
dag kl. 5.30 e. h. — Sunnudagaskóli
sunnudag kl. 1.30 e. h.
Frá Bridgefélaginu. Keppni í meist-
araflokki hefst þriðjudaginn 13. jan. í
Verkalýðshúsinu við Strandgötu. Sex
sveitir taka þátt í keppninni, en þær
eru: Sveit Adams Ingólfssonar, Þórðar
Björnstonar, Friðriks Hjaltalín, Mika-
els Jónssonar, Halldórs Helgasonar og
Baldvins Ólafssonar. — í fyrstu um-
ferð, sem splluð verður á þriðjudaginn
keppa saman sveitir Adams og Bald-
vins, Þórðar og Halldórs, Friðriks og
Mikaels. — Önnyr umferð verður rpil-
uð á sunnudaginn 18. janúar kl. 1 e. h.
Nýr úfvarpsstjóri
i- væntanlegur.
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri
hefir sagt embættinu lausu, eins
l' og boðað var í fyrra. Hefir starf-
n ið nú verið auglýst laust til um-
n sóknar, með fresti til 15. þ. m,,
n en hinn væntanlegi útvarpsstj óri
tekur við embætti sínu 1. febrúar
næstkomandi.
'• ^
L Skautamót íslands
á Akureyri
n Væntanlega í byrjun febr.
i*
8 Samkvæmt tilkynningu frá ÍSÍ
1 er Skautamót íslands fyrir árið
u 1953 ákveðið hér á Akureyri,
S væntanlega í byxjun næsta mán-
l- aðar. Iiefir íþróttabandalag Ak-
8 ureyrar falið Skautafélagi Akur-
- eyrar að sjá um mótið.
Norskur skautahlaupari, Reid-
’• ar Liaklev, mun koma hingað til
• Akureyrar og þjálfa á vegutn
Skautafélagsins, en hann var Ev-
■ rópumeistari í skautahlaupi á 4
1- vegalengdum 1948 og vann það
sama ár gullverðlaun í 5 km.
1 Raddir kvenna |
Múlasýslu.
Guðmundur Ragnar Ögmundsson,
starfsmaður við Ljósafossstöðina,
kremst til bana í einni vatnstúrbínu
stöðvarinnar. Ilann var kvæntur og átti
2 börn.
EPLAKAKA MEÐ MARENGS.
Kakan: 2 egg, IV2 dl. sykur,
iy2 dl. hveiti, 1 tsk. lyftiduft. —
Fylling: 4—6 epli, 2 dl. vatn, syk-
ur eftir smekk. Marengs: 2 eggja-
hvítur, 8 msk. sykur (10 stykki
möndlur). Egg og sykur þeytt vel,
einni matskeið af vatni blandað
í. Hveitið og lyftiduftið sigtað
saman við, bakað við hægan hita
í einu eða tveimur lagkökumót-
unt. Eplin flysjuð, skorin í bita
og soðin í sykurvatninu þar til
þau eru tæplega ineyr. Kakan
lögð á fat sem þolir hita eða á
bökunarplötu, bleytt með dálitlu
af cplaleginum og eplin lögð ofan
á eða innan í séu kökurnar tvær.
Eggjahvíturnar þeyttar. Þeyttar
dálitla stund eftir að þær eru stíf-
ar. Sykrinum blandað í (og
möndlunum fínsöxuðum), smurt
eða sprautað yfir kökuna, bakað
þar til marengsinn er orðinn
þurr við mjög hægan hita. Borið
frain með þeyttum rjóma eða
vanillusósu sé kakan notuð sem
ábætir. Marengsinn má ekki setja
á fyrr en sama daginn og kakan
er notuð.
DJÖFLAKAKA.
1/2 bolli smjörlíki, 1 bolli syk-
ur, y2 bolli púðursykur, 2 egg, 1
tsk. vanilludropar, y2 bolli heitt
vatn, 2 bollar hveiti, V4 tsk. salt,
1 tsk. natron, % bolli mjólk
(súr), 80 gr. lítið sætt súkkulaði
eða 3—4 msk. kakó og dálítið af
sykri. — Smjör og sykur hrært
vel, ásamt eggjurn og vanillu,
súkkulaðið brætt í vatninu (ef
kakó er notað er það soðið í vatn-
inu), kælt dálítið, hrært saman
við deigið. Hveitið, saltið og nat-
ronið sigtað og hveitiblöndunni
og mjólkinni hrært í deigið til
skiptis. Bakað í tveim stórum
lagkökumótum. Utan á og innan
í kökuna er sett súkkulaðikrem.
í það haft: V4 bolli vatn, 2 msk.
smjörlíki, y2 tsk. vanilludropar,
50 gr. súkkulaði eða 1—2 msk.
kakó, 2 bollar ílórsykur. Vatnið
og smjörlíkið hitað, vanillu og
bræddu súkkulaði blandað í.
Flórsykurinn hrærður saman við
og kremið hrært þar til hægt er
að smyrja því á kökuna. Skreytt
með möndlum eða skrautsykri.
Bollarnir, sem rnælt er í þurfa
lielzt að taka sem næst 2þjj dl. (í
einum bolla eru 16 matskeiðar).
Formið, sem bakað er í, má helzt
ekki vera með lausum botni því
að deigið er þurint.
hlaupi á Olympíuleikunum í St.
Morilz. Ætti koma þessa skauta-
snillings og Islandsmótið að
verða skautamönnum hér til
gagns og uppörvunar.
FYLLT MÖNDLUFORM.
(ca. 40 stk.)
200 gr. smjörlíki, 85—100 gr.
strásykur eða flórsykur, V2 egg
eða 1 eggjarauða (4—5 möndl-
ur), 300 gr. hveiti. — Smjörlíkið
mulið saman við hveitið og syk-
urinn. Möndlurnar afhýddar og
saxaðar mjög fínt, blandað í.
Vætt í með egginu. Hnoðað fljótt
saman. Smákökumót smurð, dá-
lítill deigbiti látinn í hvert og
hann -flattur út í mótið jafnt og
frekar þunnt með fingrunum.
Bakað við góðan hita og látið
kólna í mótunum, áður en þeim
er hvolft. Þegar kökurnar eru
notaðar, eru þær fylltar með ein-
hverjum ávöxtum eða sultu. Nota
má hvaða ávexti sem er, nýja eða
niðursoðna, eina tegund eða fleiri
saman. Þeyttum rjóma sprautað
ofan á. Þessar kökur má nota
bæði með kaffi og sem ábætisrétt.
FÍN KÚRENUKAKA.
3 egg, 100 gr. srnjörlíki, 100
gr. sykur, 100 gr. kúrenur, 50 gr.
sultaður appdsínubörkur eða
súkkat, rifinn börkur af y2 sít-
rónu, 150 gr. hveiti, 1 tsk. lyfti-
duft. Smjör og sykur hrært ljóst
og létt, eggjarauðurnar hrærðar
í, ein í einu. Kúrenurnar þvegnar
og þurrkaðar, súkkatið skorið
smátt. Hveitinu, lyftiduftinu, kú-
renunum og súkkatinu blandað í
eggjahræruna. Síðast er stífþeytt-
um eggjahvítum bdandað saman
við. Bakað í vel smu.rðu og hveiti-
stráðu formi við hægan hita í ca.
50 mínútur.
NEGRAKÖKUR.
1 bolli smjörlíki (óbráðið), 1
bolli sykur, 1 egg, V4 msk. van-
illusykur, 2V£ bolli hveiti, 1 tsk.
lyftiduft, 2—3 msk. kakó, salt á
hnífsoddi, 4 msk. kókósmjöl. —
Smjörlíki og sykur hrært þar til
það er létt og ljóst, eggið hrært í.
Hveiti, lyftiduft, kakó, vanillu-
s)kur og salt sigUið sarnan við.
Búnar til litlar ktílur, sem dyfið
er í kókósmjöl. Þrýst dálítið ofan
á hverja köku, þqgar búið er að
setja þær á plötui\a. Bakað.
HAFRASPÆNIR.
(35—40 stk.)
75 gr. smjörlíki (eða smjör),
100 gr. (3 dl.) hafra grjón, 1 egg,
1 y> dl. sykur (ca. 130 gr.), 1 tsk.
lyftiduft, 1 msk. hvelti. — Smjör-
ið brætt og hellt yfir grjónin, lát-
ið bíða um stund. Egg og sykur
þeytt vel, grjónablöndunni og
hveilinu, sem lyftiiduftinu hefir
verið blandað í, hraart saman við.
Bökunarplötur smurðar vel og
stráðar hveiti, deigið sett í smá-
toppa á plötuna* Það þarf að vera
langt á miUi, því að kökurnar
Þýzkur togari fer:t með allri áhöfn
út af Látrabjargi í foraðsveðri. Skip
og flugvélar leita hans án árangurs.
Felix Ólafsson og kona hans Kristín
Guðleifsdóttir vígð til kristniboðsstarfs
í Etiopíu, en þar á að reisa fyrstu ís-
lenzku kristniboðsstöðina erlendls.
Samkvæmt yfirliti Sly avarnarfélags
íslands, fórust 61 íslendingur af slys-
förum á árinu, þar af drukknuðu 34.
Bjargað var 124 frá drukknun eða úr
annarri lífshætlu.
Enginn sótti um
Æsustaði
Við prestkosnlngarnar í Rvík
síðastliðið haust losnuðu þrjú
prestaköll utan Reykjavíkur, er
voru síðar auglýst laus til um-
sóknar með fresti til áramóta. Um
Eyrarbakkaprestakall sóttu þeir
sr. Jóhann Hlíðar og Magnús
Guðjónsson cand. theol. en um
Vík í Mýrdal Jónas Gíslason
cand. theol. Engin umsókn kom
um Æsustaðaprestakall í Langa-
dal, þar sem sr. Gunnar Árnason
var áður. Allir þrír umsækjend-
ur hinna prestakallanna voru
meðal untsækjenda um presta-
köllin í Reykjavik síðastliðið
haust.
Slökkviliðið gabbað
Um miðja aðfaranótt síðastlið-
ins mánudags var brotinn bruna-
boði á húsinu nr. 19 við Eyrar-
Iandsveg. Er slökkviliðið kom á
staðinn, reyndist hér vera um
gabb að ræða. Er málið nú í
rannsókn.
A T H U G I Ð !
Kaupendur íslendings, nær
og fjær, eru beðnir að til-
kynna afgreiðslunni, ef þeir
fá ekki blaðið með skilum.
Afgreiðslutími 10—12 og
4—6 daglega, nema laugar-
daga 10—12 . Sími 1354
eða 1748.
renna út. Bakað Ijósgult við góð-
an hita. Bezt er að prófa að baka
eina eða tvær kökur fyrst. Kök-
urnar látnar kólna augnablik á
plötunni, síðan losaðar með
þunnum, beittum hníf. Beygðar
strax yfir sívalning, sem þarf
helzt að vera grennri en venjulegt
kökukefli.