Íslendingur

Issue

Íslendingur - 15.04.1953, Page 2

Íslendingur - 15.04.1953, Page 2
2 I ÍSLENDINGUR MiSvikudagur 15. apríl 1953 Ferming Efst á baugi... Þjóðnýtingartilraúnir „baendaflokksins". Eitt af því, sem Framsóknar- menn þreytast aldrei á að staglast á í blöðum og á mannamótum, er það, hve nýsköpunarstjórnin hafi gjörsamlega forðast að ve.ta dreifbýlinu,og sérstaklega bænda- stéttinni, lilutdeild í skiptingu gjaldeyrissjóða, sem söfnuðust á stríðsárunum. Á því er hamrað æ ofan í æ, að engar framfarir hafi orðið í byggðum landsins, því að aflaður gjaldeyrir og inn- eignir írá stríðsárunum hafi far- ið í sjávarútveginn annars vegar og hins vegar í beinan óþarfa-inn- flutning. Ekki skal því neitað, að eftir á er eflaust hægt að benda á eitt og annað, sem betur hefði mátt fara í nýsköpuninni, því að er frá líð- ur skapast ný viðhorf og nýjar þarfir, og ber það vott um raun- sási að viðurkenna það. En Fram- sóknarmenn eru með því marki brenndir að geta ekki með góðu móti viðurkennt eigin yfirsjónir og því síður geta þeir viðurkennt nokkrar umbætur eða niálefni, sem Sjálfstæðisinenn hafa barizt fyrir og konrið fram. Það værí t. d. ekki úr vegi að rifja upp af- stöðu Framsóknarmanna til jarð- ræktarlaganna. Hví skyldu Fram- sóknarmenn hafa staðið fyrir því um 1930 að setja inn í lögin ákvæði um hámarksslyrk á hvert býli? Þá var afslaða þeirra sú, að ekkert vit væri í að einstakar jarðir yrðu gerðar að stórbýlum og nytu til þess hliðstæðs ræktun- arframlags og önnur býli. Svo kemur hin margumtalaða 17. gr. jarðræktarlaganna, þegar fram- lag rikisins til nýyrkju og land- náms í sveitum átti að verða eign ríkisins sem fylgifé og komst meira að segja inn í fasteigna- matið. Þannig hafa Framsóknar- menn verið eins og óvitar í mörg- um málum bændastéttarinnar og sveitanna, þótt þeir þreytist aldrei á að syngja sjálfum sér lof og dýrð fvrir það, hve vel þeir haldi á málefnum dreifbýlisins. Það var fyrst eftir nokkurra ára bar- áttu Sjálfstæðismanna samfara vaxandi andúð þorra bænda, að 17. greinin fékkst úr gildi numin. Lítið samræmi. Ásakanir Framsóknar á ný- sköpunarstjórnina um að hún hafi haldið fram nýsköpun sjáv- arútvegsins á kostnað dreifbýlis- ins verða ærið broslegar, þegar rifjuð er upp afstaða Framsóknar til togarakaupanna á þeim árum, — andstaða þeirra gegn kaupum hinna 30 fyrri togara, sem þeir sögðu, að aldrei mundu fara í ganginn, en síðar, þegar þeir voru „komnir í ganginn“, lillaga þeirra um kaup 10 togara til viðbótar. Varla hefir landbúnaðurinn átt að fá þá togara! Einhvern veg- inn finnst manni, að nokkuð skorti á eðlilegt samræmi f. slík- um hringdansi.| Von á skemmfilegu uppboði. Ef rnarka má samþykktir síð- asta landsfundar Framsóknar- manna og túlkun flokksblaðs þeirra hér á Akureyri, þá mun nú með öllu horfið frá því að ielja Framsókn sérstakan flokk bænd- anna, eins og hingað iil hefir ver- ið reynt. Nú snýst allt um þriðja ajlið, sem á að geta dregið úr hinum „róttæku“ öflum til hægri og vinstri, með öðrum orðum hyggst Framsóknarflokkurinn láta fara fram uppboð á málefn- uin flokksins og einstökum þing- mönnum sínum eftir kosningarn- ar á sumri komanda. Hvernig færi nú, ef enginn skyldi fást til að gera boð í allt „góssið“ eða einstaka hluta þess? Með hvað verzlaði KEA órin 1942—48? Eins og getið er í upphafi þessa máls, halda Framsóknarinenn því fram, að ekkert hafi verið gert fyrir landbúnaðinn á nýsköpun- arárunum, heldur hafi sjávarút- vegurinn fengið sinn skammt en gj aldeyrisinnstæðnr þj óðarinnar að öðru leyti farið íil eyðslu í hvers kyns óþarfa. Væri nú ekki vel þess vert, að hinn ungi starfsmaður KEA, sem ráðamenn félagsins hafa komið á framfæri sem öðrum manni á lista Framsóknarflokksins i Eyjafjarðarsýslu, tæki sér fyrir hendur að rannsaka, hvað SlS og KEA fluttu inn af vörum á þessu árabili. Mörgum mundi þykja fróðlegt að vita, hvort eyfirzkir bændur og aðrir í byggðum Eyjafjarðar hafi eingöngu lifað á munaðarvöru þessi ár. Meðan á slíkri athugun stæði, gætu búend- ur í héraðinu athugað, hvað gert hefir verið á býlum þeirra þessi „eyðsluár“. Það mætti gjarna hugleiða, hvort ekki hafi verið diltað eitthvað að bæjar- eða úti- liúsum þessi ár, auk vélakaupa, slétlunar gömlu túnanna, nýrækt- ar, vegagerðar o.s.frv., og hversu mikið af afrakstri framleiðslunn- ar hefir farið til kaupa á glys- varningi og munaðarvöru. Varla getur sennilegt talizt, að Fram- sóknarmenn telji það hreinan óþarfa, þótt fjölskyldur í sjávar- þorpunum við Eyjafjörð hafi komið sér upp notalegri íbúð með nýjustu þægindum og keypt sér heimilisvélar til að létta störf húsmæðranna, eða hvað mundi fólkinu sjálfu finnast? Mestu umbótaárin. Flestir henda góðlátlegt gam- an að vandlætingu Framsóknar- inanna yfir vonzku nýsköpunar- stjórnarinnar í garð bænda. Allir vita, að árabilið frá 1942—48 er mesta framfara- og umbótatíma- bil, sem komið hefir í sögu lands- ins, því að á þessurn árum, — ár- unum, sem Framsóknarmenn átta EKKI aðild að ríkisstjórn jyrri en í lok tímabilsins, — taka ís- kl. 11 sunnud. 19. apríl: Drengir: Birgir Finnsson, Strandgötu 39 Birgir Stefánsson, Munk. 20 Björgvin Árnason, Eyrarlandsveg 4 Brynjar K. Stefánsson, Norðu.-g. 15 Friðfinnur Þ. Karlsson, Helgam.str. 46 Friðrik R. Þorvaldsson Vestmann, lfelgam.str. 20. Gísli B. Iljartarson, Þórunnarstr. 122 Guðjón I. Sigurgeirsson, Aðalstr. 13 Guðnnmdur Þors'.einsson, Brekkug. 41 llalldór Guðmundsson, Aðalstr. 13 Hallgrímur J. Pál son, Oddagötu 7 Haukur Guðmarsson, Oddeyrargötu 3 Ifjörtur Böðvarsson, Ægisgötu 4 ívar Baldvinsson, Ilólabraut 18 Jakob K. Erlingsson, Meium Sigfús K. Erlingsson, s. st. Jóhannes Ó. Garðarsson, Eyrarl.v. 27 Jón Antomson, Rauðutn. 14 Jón F. Steindórsson, Hafnarstr. 11 Kristinn Arnbórsson, Bjarin. 11 Krislján Árnason, Brunná Kristján Ólafsson, Glerárgötu 22 Magnús Skúlason, Þórunnarstr. 104 Pétur Bjarnason, Brekkug. 31 Otto Tulinius, Hafnarstr. 18 Reynir Ö. Leó sun, Aðalstr. 14 Sigurður S. Guðbjarlsson, Holtagötu 6 Snorri Sigfússon, Skálholti Sveinn R. Pálmason, Bjarm. 6 Sverrir F. Leósson, Oddeyrarg. 5 Sævarr Vigfússon, Hafnarstr. 97 Tómas Sigurjónsson, Spítalaveg 17 Þórarinn B. Stefánsson. Eyrarv. 7 Ævarr Þorsteins on, Lundarg. 15. Stúlkur: Alda Aradóttir, Lækjargötu 6 Alda Jónatansdóttir, Norðurgötu 26 Auður Ólafsdóttir, Brekkugötu 25 Ásrún Tryggvadóttir, Brekkugötu 25 Bryndís Grandt, Fjólugötu 9 Guðbjörg Guðmundsdóttir, Munk. 25 Hrönn Jóhannsdóttir, Eiðsvallag. 9 Hugrún Steinliórsdóttir, Brekkugötu 31 Indíana Jónsdóttir, Gránufélagsg. 48 lngibjörg H. Valgarðsdóttir, Brún Jenny M. D. Henriksen, Gránuf g. 33 Jóhanna I. Steinmarsdóttir, Brekkug. 45 Lena M. Rlst, Hlíðarg. 7 María Jóhannsdóltir, Hafnar.tr. 11 Sif Georgsdóttir, Illíðarg. 4 Sigyn Georgsdóttir, s. st. Sigríður G. Þorsteinsdóttir, Eiðsv.g. 27 Soffía G. Jakobsdóttir, Helgam.str. 15. lenzkir bændur vélamenninguna í þjónustu sína. Hér skal bent á nokkrar tölur í þessu sambandi: Arið 1944—48 voru flutlar inn 837 heimilisdráttarvélar, 102 belladráltarvélar, stórar og smá- ar, jleslar með ýtum, 24 skurð- gröjur og noítkur hundruð jepp- ar. Þá ætti ekki að þurfa að taka frarn, að auk þessara véla voru samtímis flutt inn margvísleg 'tœki og áliöld til jarðvinnslu, heyvinnu, flutninga o. fl. Það er því hámark forlieimskunarinnar að telja nýsköpunina hafa farið jyrir ofan garð eða neðan í sveit- um landsins. Mólflutningsskrifstofa Jónas G. Rafnar Hafnarstræti 101. Sími 1578. Viðtalstími 11—12 f.h.; 3—6 «.h. iÞað, sem híi? blöhw $egj« Og samt á að skilja Að afloknu landsþingi Fram- sóknar í síðastliðnum mánuði, gerir Tíminn grein fyrir því, sem áunnizt hefir á stjórnarárum nú- verandi ríkisstjórnar, og kemst þar svo að orði: „Þrátt fyrir þelta (þ. e. afla- brest, harðindi og óhagstætt verzl- unarárferði) verður ekki annað en viðurkennt, að miklu hefir verið áorkað. Komið liefir verið í veg fyrir allsherjarslöðvun sjáv- arútvegsins, sem yfirvofandi var, þegar stjórnin kom íil valda. Kornið hefir verið á hagstæðum r kisbúskap í stað liins mikla greiðsluhalla, er áður var. Land- búnaðinum hafa verið tryggð s'.órbætt starfsskilyrði, svo að fólksflóttinn úr sveitum hefir minnkað verulega. Hafizt hefir verið handa (um) og kornið áleiðis mestu slórframkvæmdum, sem hér hefir verið ráðizt í, orku- verunum nýju og áburðarverk- smiðjunni. Og þannig mætti áfram telja.“ Hvert var svo viðhorf Fram- sóknarþingsins til þeirrar stjórn- ■arsamvinnu, er leiddi af sér allar þessar umbætur og framfarir, þrátt fyrir óvenju erfitt árferði? Það, að sjálfsagt væri að slíla stjórnarsamvinnunni strax að kosningum loknum! Handritak j aftæði í snjallri grein, er listamaður- inn Eggert Stefánsson skrifar í Vísi um stúdentafundinn um handritamálið í vetur, segir m.a.: „Þegar ég var að fara inn í Tjarnarbíó, þar sem fundur stúdentanna var haldinn, komu einhver unglingspör að bíóinu, sem höfðu villzt. Þarna var verið að sýna afarspennandi sakamála- mynd. Þegar þau komu að dyrun- um, hrópuðu þau: „Hver and- sk........ hér er ekkert, bara lielv. handritakjaftæði!“ Var þetta æskan, sem átti að taka við? Var þelta liennar mál? Skildu þeir ungu ekki, að þarna inni var verið að flytja miklu stærra sakamál, sem við kom þeim meira en allt annað og myndi ráða því, hvort íslending- ar nú væri einungis innantóinur, tildursamur undanhaldslýður og skiíll, er ekkert inark væri tak- andi á, þegar þeir ættu að berj- ast fyrir rétllæti, föðurlandi sínu og heiðri?“ Vel mælt og drengilega, eins og höfundar er von og vísa. Eimsbip luuplr lóðir 09 imw lí Kveldóffi Si.f. Blaðinu hefir borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá stjórn h.f. Eimskipafélags íslands: í októbermánuði síðastliðnum bárust stjórn h.f. Eimskipafélags íslands fregnir um að til mála gæti komið, að fasteignir h.f. Kveldúlfs á athafnasvæði félags- ins við Skúlagötu og nágrenni í Reykjavík, fengjust leigðar eða keyplar. Vörzlu hins mikla og sívaxandi vörumagns, sem Eimskipafélag- inu er fengið lil geymslu um lengri eða skennnri tíma, fylgir inikill kostnaður, sérstaklega þar sem verulegan hluta varningsins hefir orðið að geyma víðs vegar mn bæinn, langt frá höfninni. Fé^ lagsstjórnin samþykkti því þegar í stað, að framkvæmd skyldi rækileg athugun á áminnstum fasleignuin h.f. Kveldúlfs og fékk í þessu skyni sér til aðstoðar hina hæfustu menn, innan og utan fé- lagsins. Að þessari athugun lok- inni var samþykkt að taka upp samninga við h.f. Kveldúlf um kaup eignanna og var formanni, varaformanni og skrifstofustjóra félagsins íalið að hafa þessa samninga með höndum. Samningar hafa nú tekizt við h.f. Kveldúlf og samkvæmt þeim kaupir Eimskipafélag íslands þessar eignir: Fasteignina nr. 12 við Skúla- götu, fasleignina nr. 14 við Skúla- götu, fasteignina nr. 16 við Skúla- götu, fastelgnina nr. 43 við Lind- argötu, fasteignina nr. 45 við Lindargötu, fasteignina nr. 16 við Vatnsstíg og fasteignina nr. 2 við Frakkaslíg. Kaupverðið er 12 milljónir kr., er greiðist með jöfnum afborgun- um á 20 árum, í fvrsta sinn árið 1954. Með kaupum á fasteignum h.f. Kveldúlfs og þeim byggingar- framkvæmdum, sem Eimskipafé- lag Islands hefir áformað við höfnina í Reykjavík, verður að telja, að félagið fái þá aðstöðu til vörugeymslu og afgreiðslu, að þau mál séu leyst urn langa fram- tíð. •4 | Unsur Siglfirðingur MHi við Sauðsnes Það sorglega slys varð við Sauðanes 7. apríl, að lítill bátur sökk þar skammt undan landi og drukknaði annar þeirra tveggja manna, er í bátnum voru, Pétur Þorláksson frá Siglufirði. Var vitavörðurinn á Saúðanesi á leið lieim frá Siglufirði, og hafði fengið trillubát lil að flytja sig og nokkuð af varningi. Hafði trillan léttbát meðferðis til að flytja vitavörðinn og farangur hans í land, og fóru í honurn til lands Pétur heitinn og Ólafur Guðbrandsson. Er þeir voru á Ieið út í trilluna aftur, reið sjór yfir bátinu og sökkti honum. Gat Olafur náð landi, en Pétur ekki. Rak lík hans upp í landsteina um stundarfjórðungi síðar.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.