Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 15.04.1953, Blaðsíða 8

Íslendingur - 15.04.1953, Blaðsíða 8
l.O.O.F. — 1344178VÍ! — III. Leiðrétting. f auglýsingu frá Verzl. Eyjafjörður í síðasta blaði varð mein- leg villa, þar sem getið var um verð á hveiti. Verð það, sem gefið var upp, átti aðeins við Manitoba-hveili, en bin tegundin „Gold Medal“ lenti af mis- gáningi í sömu l.'nu. *, Sýslujundur Eyjajjarðarsýslu stend ur yfir hér í bænum þessa daga. 65 ára varð í gær frú Elísabet Frið- riksdóttir handavinnukennari við Barna skóla Akureyrar. Munu vera l.ðin nær 40 ár, síðan frúin hóf fyrst lianda- vinnukennslu við skólann, en vegna heimilisanna hefir starf hennar þar ekki ver.ð óslit.ð allan þann tíma. Hjálprœðisherinn heldur bazar föstu- daginn 17. apríl. Opnað kl. 4. Margir góðir munir seldir með lágu verði. Kaffisala. Frá kl. 9 selt kvöldkaffi. — Númeraborð. Söngur og hljóðfæraslátt- ur. Barnaverndarjélag Akureyrar hefir leitað eftir dvalar. töðum í sveit í sum- ar fyrir börn frá Aku.eyri. Enn er þó óvíst um árangur. Foreldrar, sem kynnu að vllja koma börnum til sum- ardvalar, cru beðnlr að hafa tal af Jóni J. Þorsteinssyni eða Eiríki Sigurðssyni, og munu þeir skrá þau í bili, unz ein- hverjir staðir bjóðast. Aðalfundur Barnaverndarfélags Akureyrar var haldinn sunnudaginn 12. apríl s. 1. í skýrslu stjórnarinnar kom íram að tekjur af barnaverndar- deginum í haust námu kr. 8482,20 A fundinum var samþykkt að fé- laglð beitti sér fyrir því, að koma börnuin úr bænum til sumardval- ar í sveit. Samkvæmt reikningum félagsins á félagið í sjóði kr. 48,779,62. En félagið er að safna fé til að kotna upp vistheimili fyr- ir börn. Stjórn félagsins skipa: Eiríkur Sigurðsson, Hannes J. Magnús- son, Elísabet Eiríksdótlir, séra Pétur Sigurgelrsson og Jón J. Þorsteinsson. , A eftir fundinum voru sýndar kvikmyndir um uppeldismál frá Sameinuðu þjóðunum. Sérstök athygli skal vckin á því, að öll Akureyrarblöðin veita móttöku fjórframlög- um til mæðginanna ó Auðnum í Svarfaðar- dal, sem urðu fyrir hin- um sorglega óstvina- missi í snjóflóðinu mikla, er þar féll, og al- geru eignatjóni. Annáll lslendíngs APRÍL Annar bærinn á Velli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu brennur til kaldra kola. Miðvikudagur 15. april 1953 ® } u - b g réttir úr Skifflfirii Sauðárkróki, 11. apríl 1953. 1. .,Pcishahretið“ varð að þessu sinni langt og strangt. Hófst með Einmánuði, þriðjud. 24. marz og il vikuloka. Svo var bjart veður sunnud. lil þriðjudags í dymbil- viku. Moldveðurs-norðanhríð báða bænadagana. Siðan sól- bjart veður á páskahátíðinni og páskavikuna alla, er nú cndar. — Snjóalög mikil hér nú, að heila má í fyrsla sinni á þessum vetri. Frost vægt eða ekki. 2. „Sœluvika“ Slcagfirðinga stóð yflr frá 22.—29. rnaiz að báðum dögum meðtöldum. Þótt vansæla mikil væri í veðurfari, var þó reynt að gjöra sér dagana glaða og jafnvel næturnar líka.— Leik- félag Sauðárkróks lék „Pilt og s'.úlku“ alla vikuna í „Bifröst“ (hinni nýju). Ennfr. dansað þar I síðuslu kvöldin og allmjög á nætur fram. — Kvenfélagið hér hafði 2 leiksýningar o. f 1., Kirkju ;ór Sauðárkróks hljómleika. Þá voru einnig leiksýningar og dans suma daga í Templó, (fundarsal Templara), og þar e!nnig háður sýslufundur Skagafjarðarsýslu, er slóð alla vikuna og f;am í dymbil- viku. — í bæjarstjórnarsalnum fóru fram hinir venjulegu mál- jundir með framsöguerindum um ýmis mál og fjörugum umræðum. Stóðu þeir yfir tvö síðustu kvöld vlkunnar. — Aðsókn að öllum þessum tegundum mannfagnaða var alveg fuiðulega mikil, eftlr því sem efni stóðu lil, þar sem þó málti heita að moldveðurs-stór- hríð með mikilli veðurhæð væri á flesta dagana nær óslitið. Enda lagði a. m. k. einn „Iínubíll“ (frá Rvík—Akureyrar) einnig með „í púkkið“, sem var snjallræði að gjöra, í stað þess að brjótast á- fram austur úr Skagafirði í snjó ng hríð, og stöðvast svo einhvers 3'aðar á leiðinni inni á miðjum Tröllaskaga og l!fa þar vægast alað gleðisnauðu lífi. 3. Fiskafli hefir verið hér ágætur að heita má alla páskavikuna, þegar gefið hefir. — Loðna veiddist hér á páskadagskvöld og nokkuð síðan. Og á hana hefir svo aflast ágætur fiskur, aðallega vænn þorskur, bæði utar og inn- ar á firðinum. 4. Vcrkamannafélagið „Fram“ hélt hát.ðlegt 50 ára afmæli sitt á annan í páskum með miklum mannfagnaði í Bifröst. Var þar alltnikið fjölmenni við sameigin- lega kaffidrykkju, -söng, hljóin- leika, upplestur (saga félagsins lesin í köflum með söng á milli), ræðuhöld og loks dans. Félagið er stofnað 1903 og er all-fjöl- mennt. Mun hafa nú fulla 200 fé- laga. Hefir það unnið margt til gagns fyrir verkamannastélt bæj- arins, og þar með fyrir bæinn í heild. — Félaginu bárust skeyti, og fánar voru víða á stöng í bæn- um vegna afmælisins. Fyrrum formenn félagsins, sem enn eru á Iífi,. kosnir heiðursfélagar þess. Hinn síðast fráfarandi formaður er Valdemar Pétursson. Núver- andi formaður er Ingimar Boga- son. J. Þ. Bj. Átta prestaköll laus til umsóknar Nýlega liefir biskupinn yfir ís- landi auglýst laus til umsóknar 8 prestaköll, og eru sum þeirra kennsluprestaköll samkvæmt hin- um breyttu Iögum um skipun prestakalla. En prestaköll’n eru þessi: Hofleigsprestakall í Norður- Múlasýslu, Kálfafellsstaða- prestakall í Austur-Skafta- fellssýslu, Br j ánslækj arprestakall í Barðastrandarsýslu, Hrafnseyr- arprestakall í Vestur-ísafjarðar- sýslu, Arnesprestakall í Stranda- sýslu, Æsustaðaprestakall í Húnavatnssýslu, Skútustaða- prestakall í Suður-ÞIngeyjarsýsIu og Raufarhafnarprestakall íNorð- ur-Þingeyj arsýslu. Unrsóknarfrestur er til 1. maí næstkomandi. FramboMn d Aftyreyri lohsiis kuiiii Alþýðumaðurinn í gær skýrir frá því, að Steindór Steindórsson menntaskólakennari verði í ,kj öri fyrir Alþýðuflokkinn hér í bæn- um í sumar, og eru þá loksins kunn öll framboð flokkanna hér. Enginn þeirra hefir skipt um frambjóðanda frá síðustu Alþing- iskosningum. Knattspyrnu- þjálfari kominn hingað Knattspyrnufélög bæjarins, KA og Þór, hafa fengið hingað knatt- spyrnuþjálfara úr Reykjavík, Sig- urð Bergsson, er mun æfa félags- menn um mánaðarskeið. Hefir knaltspyrnuvöllurinn á Gleráreyr- um verið ruddur snjó, og hófust æfingar þar í gærkvöldi. Næsta æí'.ng verður annað kvöld kl. 6.30 og er þess vænst, að félagar mæti þar sem flestir úr báðum félögun- um, sem njóta vilja tilsagnar þjálfarans. | Ifáumorðumsagt Tónlistarkennarar og tónlistar- gagnrýnendur koma saman til fundar í Brussel dagana 29. júní til 9. júlí n. k. til að ræða um hljómlistarmenntun í skólum. — Fundurinn er haldinn á vegum UNESCO, 1— menningar- og vís- indastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. □ Rúndega 30 sveita- og bæjafé- lög í Vestur-Noregi eru meðlimir í Félagi Sameinuðu þjóðanna og greiða árlega gjöld í.l félagsins. Bergen gekk á undan með góðu eftirdæmi árið 1950 þegar borg- arsjóður Bergen lagði fram 5000 krónur til stofnunar félagsins. — Síðan greiðir Bergen 3000 krón- ur árlega til félagsins. □ Finnskur drengur, 16 ára að aldri, hefir unnið fyrstu verðlaun á listsýningu í Kalkútta á Ind- landi. Sýnd voru 10.000 listaverk ef.ir börn frá 35 þjóðum. Verð- launin voru gullpeningur. Alls voru veitt 300 verðlaun. □ Alþ jóðavinnumálaskrifstofan hefir lagt til, að ungl'ngavinna í neðanjarðar kolanámum verði lögð niður með öllu. Er lagt til, að unglingar undir 18 ára aldri verði ekki látnir vinna í kolanám- um, nema sem lærlingar. (Frá S. Þ.) Scmkoma I Skálaborg kl. 4 á SAinnudaginn. Kl. 4 e. h. verður samkoma í Skálaborg í 'Slerárþorpi. Er hún haldin til s ivrktar fjölskyldu í þorpinu, sem. á ujn þessar rnundir við mikla erfiðleika að stríða. — Kirkjukór Jjögmannshlíðarsóknar syngur. Sér/a Pétur Sigurgeirsson ialar. Sýnd verður kvikmyndin: Starfsemi kirkna (á ensku: A Mighly Army). Hefir lúterska he.mssaijrbandið sent kvikmynd- ina hinjgað. Er hún tal og tón- mynd og stendur yfir í' tæpan kluklíutíma. Aðgangur að samkomunni er 10 krónur fyrir fullorðna. Er skorað á fólk að fjölmenna. Sýning í kvöld: „Humoresque" Slórfengleg músikmynd með dásamlega fallegri tónlist eftir Dvorak, Tsckaikovsky, Brahms Blzet, Grieg, Bach o. fl. AIU, sern inn, kemur í kvöld, rennur lil mœðginanna, sem ! af komust í snjóflóðinu. í Svarfaðardáí. # Björn Stgurbjarnarson bankaritari á Se’.fossi fótbrotnar illa, er hestur fell- ur með hann á hálku. Varð fóturinn, sem brotnaði, undir he tinum við bylt- una. # Bæjartogarar Siglufjarðar fara í fyrstu veið.för á þessu ári. Stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins annast rekstur þeirra. # Snjóflóð b.ýtur hesthús og hænsna- hús að Þrastarstöðum á Höfðaströnd. Heslar björguðust lifandi en hænsnin fóru t. Á * Tveggja ára drengur fellur út um glugga á 3. hæð í húsi vtð Laugaveg í Reykjavík, og slasast mikið, etnkum á höfði og herðum. # Aflabrögð léleg á vetrarvertið sunn- anlands. Veldur þar einkum gæflaleysi. # Fólksflutningabtfréið, sem tekur 58 fa.þega, yf rbyggð í Reykjavík. Er ætl- uð til fólksflutninga á leiðinni Reykja- vík—Keflavík. Haukur, heimillsblað, apríl- heÍLÍ þ. á., sem blaðinu hefir ver- ið sent, er fjölbreytt að vanda. Hefst það á sagnaþætti um Hall- grím Pétursson, hið mikla trúar- skáld, sem Þorst. Þ. Þorsteinsson hefir skráð. Listamannaþátturinn fjallar um hinn þjóðkunna leik- íra, Gunnar Eyjólfsson. Þá flytur teftið ntargar þýddar smásögur g greinar, ljóð eftir G sla Olafs- son, nýtt dægurlag við dægurljóð, framhaldssögu, skrítlusíðu, skák- þált, barnasögu, krossgátu o. m. fl. til gamans og fróðleiks. Skinfaxi, tímarit UMFÍ, 1. h. þ. á., flytur þessar greinar: Rækt- un, ef.ir Bjarna Andrésson, Iþróllir Snæfellinga e. Sigurð Helgason, Æskulýðshöll Reykja- víkur e. Bjarna Andrésson, þátt um Guðmund G. Hagalín rithöf- und, erindi e. Axel Benedlktsson um Garðar Svavarsson og hina nafnlausu móður, ævintýri e. Kr. Jónsson, Söng Sameinuðu þjóð- anna (nótur með texta) og sitt- hvað fleira. Búnaðarritið, 66. árg. hefir blaðinu borizt, 316 bls. Hefst það á grein eftir ritstjórann, Pál Zop- honiasson búnaðarmálastjóra um meiri og hagfelldari framleiðslu. Þá er þar þýdd grein um köfnunarefnisvinnslu í rótarhnýð- um belgjurtanna, greinargerðir um grijoasýningar eftir ráðunaut- ana Halldór Pálsson og Ólaf E. Stefánsson og loks skýrslur bún- aðarmálastjóra og ráðunauta Búnaðarfélagsins í hinum ýmsu sérgreinum landbúnaðarins.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.