Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 15.04.1953, Qupperneq 4

Íslendingur - 15.04.1953, Qupperneq 4
1 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 15. apríl 1953 Útgefandi: Útgáfufclag fslendings. Ritstjóri og ábyrgðarraaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1 Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutimi: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prcntsmiðja Björns Jónssonar h.f. Óleyfileg framköllun »játninga« Um miðjan síðastliðinn janúar gerðust þau tíðindi austur í Moskvu, að 9 þekktir Iæknar voru þar höndum teknir og sakaðir um morð á nokkrum háttsettum kommúnistum í Rússlandi, þar á meðal Sdanoffs og SLérbakoffs, sem voru þekktar stjörnur á himni kommúnismans, en auk þess voru þeir sakfelld.r fyrir að hafa „sótzt eftir lífi margra háttsettra foringja í her og flota Sovétríkjanna“ eins og höfuðmálgagn íslenzku Moskvudindlanna komst að orði. Ekki urðu íslenzkir kommúnistar lengi að trúa glæpunum á læknana, þótt margir þeirra hefðu verið sæmdir Leninorðu eða öðrum heiðursmerkj um fyrir afrek í þágu læknavísindanna og sýnd margs konar önnur opinber virðing. Og ekki stóð á „játn- ingu“ allra þessara vísdómsmanna, þegar eftir henni var leitað. Fór þar sem í öllum öðrum þekktuin hreinsunartilraunum austan járn- tjalds, að sakborningarnir sögðu já og amen við öllu, sem á þá var borið. Það stóð heldur ekki á skýringu Þjóðviljans um ástæður læknanna fyrir þessum fáheyrðu glæpum. Þeir voru sem sé „hand- hendi bandarísku og brezku leyniþjónustunnar“. Svo líða fram riokkrar vikur. Og í byrjun aprílmánaðar er gefin út tilkynning í Moskvu þess efnis, að öllum sakargiftum hafi veri g logið á læknana, — þeir hafi verið hreinsaðir af öllum ásökunun * og sleppt lausum. Aðalmálgagn Sovétstjórnarinnar, „Pravda“, fei|J þungum og hörðum orðum um aðstoðaröryggismálaráðherrann,f sem ábyrgð er talinn hafa borið á læknamálinu, og segir þar, að hann og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hafi verið teknir höndum og öryggismálaráðherranum vikið frá starfi. Hins vegar er þess ekki getið, hvort endurskoðun innanríkisráðuneytis Sovétríkjanna á rannsókninni í máli læknanna sé til komin eftir fráfall Stalíns . marskálks eða hafi áður verið hafin. Forréttindi ölvaðra manna. — Er rétt að afsaka verknað manna vegna ölvunar þeirra? — Nokkur orð um heiðursmerki. — Ætlar útvarpið að fara að verða eitt- hvað skemmtilegra? — Hvenœr fáum við Akureyrarkvöld? „Púlli" skrifar mér nokkrar hugleið- ingar um ölvaða menn og viðhorfið til þeirra. Fer kafli úr hréfi hans hér á eflir: „FYRIR NOKKRUM mánuðum síð- an sat ég að hádegisverði, er drepið var á dyr. Lítill sonur minn fór fram, kemur síðan inn og segir mann vilja tala við mig. Ég bað hann að vísa hon- um inn í skrifstofu mína og hiðja hann að bíða andartak, því að ég var hálfnaður með súpuna mína. „Nei, pabbi, hann er fullur,“ svaraði dreng- urinn. Það var nú allt annað mál, mun ég hafa hugsað, ýtti frá mér súpudisk- inum og gekk á fund „fulla mannsins", er tafði mig þar lil súpan var orðin köld. Ég fór að hugleiða þetta nánar. Hefði maðurinn verið ófullur, mundi hann hafa orðið að bíða. En af því að íann var fullur, fékk hann strax við- tal. Var nokkurt réttlæti í þessu? — Eg átti auðvitað þá afsökun, að ófull- ur maður hefði 6trax tekið skýringar jarnsins gildar og sezt inn og beðið nín. En ég gat ekki látið barnlð af- jreiða fullan mann og fór því sjálfur á ,-ettvang, en það leiddi það af sér, að hinn fulli fékk tafarlausa fyrirgreiðslu. Sjálfsagt er þetta ekkert einsdæmi, en iýnir hins vegar, að 6tundum njóta iullir menn forréttinda fram yfir ófulla. Þegar til þess kemur að skýra játningarnar, sem virðast hafa fengist greiðlega eins og aðrar játningar í hreinsunarmálum Komin- formxíkjanna, segir svo: „Það hefir komið í ljós, að játningar sak- borninganna, sem áttu að sanna réttmæti ákærunnar, hafa verið fengnar af starfsmönnum í rannsóknardeild í hinu fyrrnefnda ör- yggismálaráðuneyti með beitingu óleyfilegra rannsóknaraðferða, sem eru stranglega bannaðar í löggjöf Sovétríkjanna“. Engar tölur munu vera tiltækar yfir þann fjölda manna í Sovét- lýðveldunum, sem festir hafa verið upp í tré eða réttaðir á annan hátt eftir „fengnar“ játningar þeirra á hinum fjölbreytilegustu glæpum og flokkssvikum. Enn eru í fersku minni örlög heils hóps háttsettra kommúnista í Prag, er allir voru leiddir í gálgann eftir furðulegustu játningar. Einn þeirra játaði m. a. að hafa stuðlað að verzlunarviðskiptum við ísland með ráðnum huga til að skaða þjóð sína eftir megni! Engar skýringar háfa verið gefnar á því, hvernig sl.'kar játningar eru fengnar, en margar þeirra þykja grunsamlegar. Og vissulega hlýtur sú spurning nú að vakna í hugum þeirra, sem nenna að hugsa, hvort ekki geti hugsazt, að „beitingu óleyfilegra rannsóknaraðferða“ hafi oftar verið til að dreifa en í máli hinna gyðingættuðu lækna í Moskvu. Og jafnframt hlýtur hver hlutlaus maður að finna til meðaumkunar, — ekki aðeins með fórnardýr- um hinna „stranglega bönnuðu“ rannsóknaraðferðar, er knýr sak- lausa menn til að játa á sig hvers konar glæpi, heldur og með þeim afvegaleiddu mönnum og konum mitt á meðal vor, er horfa með tilbeiðslu til réltarfars Ráðstjórnarríkjanna í hverri mynd, sem það birtist ÉG ER EKKI TEMPLARI, og von- ict til, að lesendur skilji það ekki sem emplaraáróður, þótt ég minnist hér á >á reginvillu, sem marga hendir, að 'a:ra náunganum ölvun til afsökunar yrir ótilhlýðilegri framkomu eða jafn- t /el afhrotum. Ef maður sýnir ókurteisi, ruddaskap eða yfirtroðslur, hættir sum- um til að segja: — 0, hann var fullur, manngreyiðí ÞAÐ ER MÍN SKOÐUN, að við úgum að uppræta sl.kan hugsunarhátt. :Iann er bæði óskynsamlegur og hættu- 'egur. Ef hann væri almennt ríkjandi, þarf maður ekki annað en drekka sig • nrlega fullan til að geta vaðið með skömmum og svívjrðingum upp á þann, sem manni er í nöp við, eða fremja hvers konar afbrot. Maður, sem missir alla dómgreind og tilfinningu fyrir al- mennu velsæmi strax og hann liefir fengið sér ofurlítið „neðan í því“, er í senn aumkunarverður og fyrirlitlegur. Ég þekki hins vegar menn, st m aldrei eru kurteisari og háttvísari í fram- komu, en þegar þeir eru mátulega hýr- ir. En þeir eru bara sorglega fá'r. fs- lendingar eru allt of margir með þeim ósköpum fæddir að kunna ekkert til sæmilegrar umgengni við Bakkus, og er þeim að því mikil vansæmd. Og vissulega er þeim ráðlegast að forðast allt samneyti við hann,. sem týna allri sjálfsvirðingu í umgengni við aðra, cr þeir dreypa á glasi“. ÍSLENZK LISTAKONA í Dan- mörku skýrði frá því í útvarpsviðtali nú fyrir skömmu, að heiðursmerki, er henni hafði verið veitt í Ítalíu, hafi hún ekki leyst út, af því að hún hefði þurft að kaupa það. Það hefði verið úr gulli, en af því væri litið í Ítalíu, og þyrfti því að greiða fullt verð fyrir gripi úr þeim dýra málmi, sem fluttir væru úr landi. Þetta þótti mörgum lilustanda furðulegt, og einhver laum- aði áð mér þeirri uppástungu, að ís- lenzka ríkið gæti komið sér upp tekju- stofni með því að celja Fálkaorðuna, sem marg'.r kjósa að eiga og fram’.eidd er í ærnum stíl og úthlutað á háða bóga, án þess að nokkurt verð komi fyrir (nema verðleikar?). ' Aríi jþýípýfifT ANNARS VIL ÉG stinga upp á því, að hætt sé fjöldaíramleiðslu á því heið- ursmerki, áður en annar hver uppkom- nn íslendingur hefir fengið það að gjöf. Ætti aðeins að veita það tiltek- inni lölu manna einu sinni á ári, t. d. 17. júní. Og væri ég í orðunefnd, mundi ég leggja til, að næstu menn, sem þetta heiðursmerki fengju, yrðu Guðmundur Jónasson frá Múla, í við- urkenningarskyni fyrir það hjörgunar- tarf, er hann vann í harðindasveitun- :tm austan lands í hitteðfyrra, og Björn Pálsson flugmaður í viðurkenn- ingarskyni fyrlr að hafa bjargað fjölda I Raddir KVIKMYNDIR UM UPPELDISMÁL. Að afloknum aðalfundi Barna- verndarfélags Akureyrar síðast- liðinn sunnudag voru sýndar þrjár kvikmyndir, sem lánaðar hafa verið hingað til lands á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Efni myndanna eru ýmsar nýjustu niðurstöður uppeldisfræði, m. a. í meðferð ungbarna, og fjallar fyrsta myndin og sú lengsta eink- im um þetta efni. Gerður er sam- anburður á börnum, sem alin eru upp í heimahúsum í umsjá móð- ur sinnar og öðrum, sem alast að öllu leyti upp á barnaheimili. Er íögð áherzla á það í skýringum, sein myndinni fylgja, að aðbúð og umhirða sé öll hin fullkomn- asta á barnaheimilum. Þrátt fyrir þetta stenzt barnið, sem þannig er fóstrað upp ekki santanburð við jafnaldra sinn, sem notið hefir umhyggju móðurinnar og hinna örfandi áhrifa þess umhverfis, sem heimilið skapar. Verður þessi tnunur meira áberandi. því lengra sem líður á fyrsta æviárið og úr því. Heima-öldu börnin virðast tápmeiri, fljótari að líkja eftir því, sem haft er fyrir þeim í leik, m.ö.o. sýna meiri þroska en jafn- aldrar og jafnvel eldri börn á barnahælunum. Mynd nr. 2 rekur sögu ungs manns, sem ekki fær notið sín á mannslífa með sjúkraflugi sínu, oft við hin erfiðustu flugskilyrði. RÍKISÚTVARPIÐ hefir auglýst eft- 'r léttum gamandagskrám, er það vill veita verðlaun fyrir, og virðist nú hafa tekið til greina þær eindregnu óskir hlus'.enda, að auka létt efni í dag- skránni. Enn er þreytan eftir hina þungu, árlegu páskadagskrá varla horf- in úr hugum hlustenda, - en hún hófst með tilkynningu um, að 200 króna af- notagjald væri fallið í gjalddaga, — og var því sannarlega hressandi að heyra um þessa umbótaviðleitni stofn- ’.inarinnar. OG AÐ SÍÐUSTU vil ég vekja máls á því, að v'.ð gætum nú farið að þiggja eitt Akureyrarkvöld, sem útvarpað verði um endurvarpsstöðina hér. Það mætti. verða eitthvert næs'.u laugar- dagskvölda og hefjast með barnatíma, •r skólabörnin hér önnuðust, en þau hafa nýlega haldið hina árlegu skóla- skemmtun með margbreytilegum við- fangsefnum við barna bæfi. Síðar um kvöldið gæ'.um við tvo feng'ð ávarp, upplestur, kórsöngva og tvísöngva, söng ungra stúlkna með gítarundirleik og kannske einn þátt úr leikritinu „Dómar“. Þetta er nú aðeins lausleg uppástunga hjá mér, en ég mundi eiga létlara með að sætta mig við að láta , tvöhundruðkal’.inn" af hendi, ef ég sæi vaxandi vott þess, að stjórn út- varpsins vildi nýta þá möguleika, sem þarna eru fundnir, svona til reynslu, þótt ekki sé nema einu sinni á ári. kvenna 1 fullorðins aldri vegna óheppilegra áhrifa í bernsku. Sýnir myndin einkum áhrif dekur-uppeldls, sem rænir drenginn öllum tækifærum til að reyna á eigin getu og hæfi- leika. Honum er bægt frá þeim leikjum, sem hugur hans hneigist helzt að, og hann skortir þrek til að blarida sér í hóp jafnaldra sinna. Með aldrinum lætur hann aðra ráða fyrir sig í smáu og stóru, einkum móður sína. Sjálfs- traust hans og þrautseigja hafa beðið alvarlegan hnekki.Segir síð an frá þeim ráðum, sem beitt er þessuin unga manni til hjálpar og verða lil þess að bæta úr því, sem aflaga hefir farið í uppvextinum. Þriðja mynd er frá starfsemi norskra barnaheimila. Ottó Jónsson kennari þýddi enskan texta og skýrði myndirn- ar. Sýningin var vel sótt, og mundu þó sjálfsagt fleiri vilja fá tæki- færi til að sjá þessar athyglis- verðu myndir. SOKKAR Á BÖRNIN. Ekki verður með sanni sagt að vöruskortur hafi gert húsmæðrum og öðrum kaupendum erfitt fyrir í seinni tíð. Tími biðraðanna er Iiðinn, sem betur fer, og búðirn- ar eru fullar af nytsömum varn- ingi. Fyrir kemur þó að skortur verður á nauðsynlegum hlutum,

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.