Íslendingur

Issue

Íslendingur - 15.04.1953, Page 6

Íslendingur - 15.04.1953, Page 6
6 j. ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 15. apríl 1953 Flohhsþiag Framsóknar Framh. af 5 síðu Gamla Grýla má ekki deyja. Þegar Framsóknarflokkurinn var á sínum duggarabandsárum, fundu forustumenn flokksins upp slagorð nokkuð, sem mikið var notað í kosningabaráttum. Slag- orðið var „allt er betra en íhald- ið“. Það mun vera almennt álitið, að íhaldsgrýlan, sem Framsókn œvinlega veifaði framan í kjós- endur, hafi verið einna sterkasta vopn flokksins. Þess vegna getur það verið mjög hættulegt fyrir Framsóknarflokkinn að vinna lengi með Sj álfstæðlsflokknum í góðri samvinnu. Höfuðnauðsyn Framsóknar er því, að láta líta svo út við hverjar kosningar, að mikill ágreiningur sé á milli flokkanna, annars hætta allir að taka mark á íhaldsgrýlunni, eða kannske verður farið að nota hana á Framsókn sjálfa. Nú er það svo, að flokkurinn er mjög málefnasnauður. Svo gjör- samlega er hann snauður góðra mála, að útilokaður er málefna- ágreiningur við Sj álfstæðisflokk- inn, sem nokkurt vit væri að leggja undir dóm kjósenda, vegna þess, að hvert mál, sem horfir lil heilla almenningi, er Sjálfstæðis- flokkurinn alltaf reiðubúinn að taka upp sem baráttumál sitt. — Fyrir síðustu kosningar fann Framsókn upp stórt mál, sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ganga að. Málið var, að gera skömmtunarseðlana að gjaldeyr- isleyfum. Fyrir kosningar var þetta svo stórt mál, að slíta varð stjórnarsamvinnunni. Eftir kosn- ingar minntist enginn á málið, enda hefir sjálfsagt engum manni dottið í hug að framkvæma það. Nú fyrir þessar kosningar er höfð önnur aðferð, sem reyndar er miklu skynsamlegri. Nú er ágreiningurinn látinn í pokahorn- ið, svo er bara pokanum veifað. Sko, hér er ágreiningurinn við íhaldið, þið skuluð fá að sjá hann eftir kosningar! Allt er betra en íhaldið! Svar kjósenda. Við svona skr.'paleik eiga kjós- endur aðeins til eitt svar, eitthvað á þessa leið: Geymið þið bara stóru málin ykkar í poka. Þið skuluð fá góðan tíma eftir kosn- ingar til þess að tína þau fram, þá verðið þið „stikkfrí“. Framsóknarflokkurinn er sí- fellt að veina og kvarta yfir því að vinna í rfkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Þó er það cini flokkurinn, sem til er í landinu með svipaða lífsskoðun og þar að auki sá flokkurinn, sem sam- kvæmt ályktun flokksþings Fram- sóknar hefir unnið ötullega í sam- vinnu við Framsókn að framfara- málum alþjóðar, bæði til lands og sjávar. Er ekki rétt að gefa frí flokki, sem svona hagar sér? Jú, vissulega. Framsóknarflokkurinn þarf að fá frí, að minnsta kosti þangað til forustumenn hans hafa skilið, að stjórnmálástarfsemi er ekki eintómur skrípaleikur, held- ur starf, sem varðar Lfsafkomu BLAÐAMENNSKA, SEM SEGIR SEX. Á fcrsíðu Tímans á skírdag er feitletruð klausa með yfirskrift- inni: „Keypti Eimskip Kveldúlfs- portið fyrir 15 milljónir?“ og er þar sagt, að sú fregn hafi borizt um Reykjavík, að Eimskipafélag íslands h.f. hafi keypt af Kveld- úlfi h.f. port við Skúlagötu með „tilheyrandi skúrum og kumböld- um“ fyrir 15 milljónir króna. Virðist þessi dagur hafa verið valinn til að birta æsifregnina, vegna þess að blöðin fóru þá í „frí“ fram yfir páskahelgina, og varð því engum svörum eða skýr- ingum við komið í sex daga. Strax á miðvikudaginn eftir páska birtu svo höfuðstaðarblöð- in fréttatilkynningu frá Eimskipa- félagi íslands h.f. um þau kaup, sem félagið hafði gert á lóðum og húseignum Kveldúlfs h.f., og er sú fregn einnig birt á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Tímanum var send þessi fréttatilkynning, en í stað þess að birta hana, eins og öll hin blöðin gerðu, birtir hann aðra blekkingagrein um málið með þeim einum ívitnunum í fréttatilkynninguna, er þeim finnst hægt að leggja út af við af- flutning málsins. Telur blaðið það „stórfellt hneyksli“, að Eim- skip skyldi bæta hina þröngu að- stöðu sína við Reykjavíkurhöfn neð nefndum kaupum. ’ivers einasta borgara, hvernig er af hendi Jeyst. Sjáffstæðisflokkurinn ^inn hefir möguleika vil pess að ná hreinum meiri iluta á Alþingi. Það skal fúslega viðurkennt, að ýmsir örðugleikar eru því fylgj- andi að vinna í ríkisstjórn með öðrmn flokki. í flestum tilfellum eru málin betur leyst, ef einn flokkur hefir meiri hluta aðstöðu, til þess að leysa þau á eigin ábyrgð. Nú er það svo, að mikill meiri hluti þjóðarinnar er mót- fallinn þjóðnýtingu, þess vegna er það í fyllsta máta á móti þjóðar- viljanum, að flokkar sem hafa þjóðnýtingu á stefnuskrá sinni, hafi mikil áhrif á stjórn landsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefir þess v’egna aldrei skorazt undan sam- vinnu við Framsókn um löggjöf og stjórn. Snakk Framsóknar um vinstri stjórn er, auk þess að vera meiningarlaust, mjög á móti vilja mikils ineiri hluta þjóðarinnar. Einasta leiðín til þcss að fá ábyrga stjórn, sem reiðubúin er að taka upp stjórnarstefnu í sam- ræmi við meiri hluta þjóðarinn- ar, er að efla Sjálfstæðisflokkinn á þingi. Nú er hið rétta tækifæri. Við þessar kosningar hefir Sjálf- stæðisflokkurinn í framboði mjög glæsilegt úrval ungra manna. I fjöldamörgum kjördæmum víðs vegar um landið hafa ungir og efnilegir menn gefið kost á sér til framboðs fyrir flokkinn, væri það glæsileg sveit á þingi, ef allir næðu kosningu. X. 15 MILLJONA PORTIÐ. Þetta port, sem Framsóknar- blaðið telur Eimskip hafa keypt á 15 milljónir, eru lóðir að flatar- máli um 7500 fermetrar að stærð við Skúlagötu, Lindargötu, Vatns- stíg og Frakkastíg, allar í hjarta Reykjavíkurbæjar, nálægt höfn- inni, þar sem lóðir og lendur eru í margföldu verði við sams konar landspildur í úthverfum. „Skúr- arnir og kumbaldarnir“ saman- slanda af 7 fasteignum við nefnd- ar götur, og er þar í stórbygging úr steinsteypu, en rúmmál allra húseignanna er nálega 16 þúsund rúmmetrar. Allar þessar eignir eru seldar á 12 milljónir en ekki 15, eins og Tíminn segir, en óvil- hallir menn mátu þær á 11 millj. Upphæðin á að greiðast á 20 ár- um. Söluverðið er innan við 10 af hundraði yfir matsverði, og hefir slík sala ekki hingað til ver- ið heimfærð undir hneykslismál. HVAÐ LIGGUR Á BAK VIÐ UPPÞOT TÍMANS? Það er eftirtektarvert, að hvorki Þjóðviljinn né Alþýðublaðið fundu hvöt hjá sér til að ráðast að Eimskipafélaginu fyrir þessi kaup, og er þó ólíklegt, að þau hefðu látið slíkt undir höfuð leggjast, ef slíkt stórhneyksli væri hér á ferð, sem Tíminn vill vera láta. En það kann að rifjast upp fyrir mönnum við þessi viðbrögð Tímans, að til er milljónafyrir- tæki í Reykjavík, sem Ieggur stund á að komast yfir athafna- svæði sem víðast í höfuðstaðn- um og lítur því eðlilega hornauga slík kaup og sölur, sem hér um ræðir og það ekki sízt, er Eim- skipafélag íslands á í hlut. Þegar þelta er tekið með í reikninginn, fara framannefnd sorpskrif Tím- ans að skýrast, en ekki munu þau auka á hróður þeirra, er þar halda á pennanum, þótt þar hafi að sönnu ekki verið úr háum söðli að detta. HVAÐ DVELUR „ORMINN LANGA“? Vikulega berast fréttir af fram- boðum, sem flokkarnir hafa ákveðið í hinum ýmsu kjördæm- um. Flest framl^ð munu vera komin frá Sjálfstæðisflokknum. Það vekur sérstaka athygli, að engar fregnir heyrast langtímum saman um framboð frá Alþýðu- flokknum. Flokksstjórnin ákvað í vetur, að ekki skyldi vera raðað á 'andslista flokksins eins og við undanfarnar kosningar, en með bví er fyrrverandi formanni flokksins, Stefáni Jóhanni Stef- ánssyni, ekki tryggt sæti á AI- þingi. Logar allt í ófriði innan flokksins, og eru jafnvel horfur á, að hann gangi tv.'skiptur til kosninga, sem gæti þá haft þær afleiðingar, að Alþýðuflokkurinn þurrkaðist gjörsamlega út úr þinginu, þar eð þau fáu öruggu þingsæti, er flokkurinn átti eftir, gætu hæglega tapazt. Sú spurning verður nú æ áleitn- ari með hverjum degi sem líður: Hvað tefur ákvarðanir um fram- boð Alþýðuflokksins? AUGLÝSING um skoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Eyjafjarðar Samkvæmt birfeiðalögunum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða fer fram frá 5. maí til 3. júní n.k., að báðum dögum meðtöldum, sem hér segir: Þriðjudagur .......... 5. maí Miðvikudagur ........ 6. Fimmtudagur .......... 7. Föstudagur ........... 8. Mánudagur .......... 11 Þriðjudagur ........ 12 Miðvikudagur ........ 13. Föstudagur ........ . 15< Mánudagur ........... 18. Þriðjudagur ......... 19. Miðvikudagur ........ 20. Fimmtudagur ......... 21. Föstudagur .......... 22. Þriðjudagur ......... 26. — Miðvikudagur ........ 27. — Fimmtudagur ......... 28. Föstudagur .......... 29. Mánudagur ............ 1. júní Þriðjudagur .......... 2. Miðvikudagur ......... 3. — Ennfremur fer fram þann dag skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun í bænum, en skrásettar eru annars staðar. Ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðir sínar til bifreiðaeftirlitsins, Gránufélagsgötu 4, þar sem skoðunin er framkvæmd frá kl. 9—12 og 13—17 hvern dag. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja fram fullgild ökuskírteini. Ennfremur ber að sýna skil- ríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bif- reið sé í gildi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á tilteknum tíma, verður hann látinn sáeta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum og bifreiðin tekin úr umferð hvar, sem til hennar næst. Ef bifreiðaeigandi getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber honum að tilkynna það bifreiðaeftirlitinu. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg og vel fyrir komið. Er því hér með lagt fyrir þá bifreiðaeigendur, sem þurfa að endurnýja eða lagfæra númeraspjöld á bifreiðum sín- um, að gera það tafarlaust. Þetta tilkynnist hér með öllum, er hlut eiga að máli til eftirbreytni. Skrifstofa Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu, 14. apríl 1953. 5. maí A- 1—A- 50 6. — A- 51—A- 100 7.. — A-101—A- 150 8. — A-151—A- 200 11. — A-201—A- 250 12. — A-251—A- 300 13. — A-301—A- 350 15. — A-351—A- 400 18. — A-401—A- 450 19. — A-451—A- 500 20. — A-501—A- 550 21. — A-551—A- 600 22. — A-601—A- 650 26. — A-651—A- 700 27. — A-701—A- 750 28. — A-751—A- 800 29. — A-801—A- 850 1. júní A-851—A- 900 2. — A-901—A- 950 3. — A-951—A-1000

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.