Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 02.09.1953, Side 1

Íslendingur - 02.09.1953, Side 1
! XXXIX. árgangur Miðvikudagur 2. september 1953 38. tbl. Flugörygaið stórhostlega auhið meö uppsetningu radiovitanna Flugferðir ættu ekki að falla niður nema í verstu veðrum .t&u*- - --;---u—U Eisenhower Bandaríkjaforseti er mikill dýravinur Ölóöir mtnn fremin helgispjöli Fóru að næturþeli í Seyðisfjarðarkirkju og skexnmdu kirkjugripi Eins og áður heíir verið sagt írá í blöðum, heíir undanfarna mánuði verið unnið að því að bæta öryggi í flugi hér á landi með uppsetningu radióvita. Hefir vitum þessurn verið komið upp utan Reykjavíkur i Vestmanna- evjum, Löngumýii í Skagafirði, Akureyri og að Egilsstöðum. Hafa vitar þessir verið teknir í notkun fyrir nokkru og reynast ágætlega. S. 1. sunnudag koin flugvallar- stjóri ríkisins Agnar Kofoed- Hansen hingað norður í flugvél frá ídugfélagi íslands, og voru í för með honum framkvæmda- stjóri F. í., Örn Johnson, verk- fræðingarnir frá Alþjóðaflugmála stofnuninni, sem séð hafa um uppsetningu öryggiskerfisins, starfsmenn ílugmálastjórnarinn- ar, sem unnu að því með þeim, fréttamenn útvarps og hlnða og fleiri gestir. Var fréttamönnum Akureyrarhlaðanna jafnframt hoðið að sjá öryggisútbúnaðinn og ldusta á skýringar sérfræðing- anna ú þýðingu hans og hvernig hann væri notaður. Að morgni sunnudagsins hafði verið flogið til Vestmannaeyja, og radiovitarn ir þar skoðaðir. Flugmálastj órnin hauð gestun- um til kaffidrykkju að Hótel KEA, en þar skýrði flugvallar- stjóri frá gangi þessa múls. Kvað hann verkið við að koma upp þessum öryggisútbúnaði hafa staðið yfir um tveggja ára skeið. Ekki mundi hafa verið unnt að koma kerfinu upp svo fljótt, ef ekki hefði notið við aðsloðar AI- þjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), sern óðar og eftir var leitað sendi hina færustu sér- fræðinga liingað til að annast verkið. Stæðu Islendingar í mik- illi þakkarskuld við þá stofnun fyrir aðstoðina og einnjg eérfræð- ingana sjúlfa, sem unnið hefðu af miklu kappi að verkinu, svo að stundum hefðu þeir lagt nótt með degi. Væru þeir nú að fara héðan og afhenda íslenzkum samverka- mönnuin sínum rekstur öryggis- þjónustunnar, en yfirmaður verks ins var Mr. Goudie, sem nú fer til Libanon að inna samskonar þjónustu af hendi. ? I ug u m f e rða m iðstöð Hér á Akureyri kvað flugvalla- stjóri vera konma upp flugum- ferðamiðstöð fyrir Norður- og Austurland, og væri héðan fylgst með öllu flugi í þessum lands- hlulum og fyrir Norðurlandi. Þegar hefði umferðastöðin á Ak- ureyri leiðheint tveim erlendum flugvélum með hilaða hreyfla til lcndiugar á flugvöllum norðan lands og austan, sem tekizt hefðu farsællega, en óvíst, hver afdrií flugvéla og áhafna hefðu ella orð- ið. Hér eftir myndi Guðjón Tóm- asson annast eftirlit með öryggis- tækjunum sunnanlands en Ingólf- ur Bj argmmidsson norðan lands og austan. En yfirmaður flugum- ferðastjórnar ríkisins er Sigfús H. Guðmundsson. Með hinum nýju öryggistækj- um hefðu verið lagðar „loftbraut- ir“ í heina línu milli þeirra staða, sem húnir eru öryggistækjunum. Áður hefði t. d. verið flogið í heinni loftlínu frá Reykjavík til Akureyrar, þegar veður var hjart, en annars með ströndum fram. Nú væri flogið í beina línu norður yfir Löngumýri, en þaðan beint lil Akureyrar, og væri þessi leið orðin svo örugg, að ílug mundi sjaldan falla niður vegna þoku eða snjókomu. Síðar myndi verða komið upp radiovituni við Hornafjörð og ennfremur á Vest- fjörðum, og væri þá fyrst náð því marki að gera flugið öruggt hvert á land sem væri. Flugvallargerðinni miðar nú vel ófram. Koinið var við á hinum vænt- anlega flugvelli innan við Akur- eyri, þar sem sanddælingin var í fullum gangi. Hefir verkinu mið- að vel áleiðis, síðan skipt var um vél i dæluprammanum, og er nú dælt samfleytt í 20 stundir á sól- arhring. Kvað flugvallarstjóri verða reynt að flýta því að laga svo til þar, að sj úkraflugvél Björns Pálssonar og SVFÍ gæti lent þar, en ekki mun unnt að segja að svo stöddu, hvenær það getur orðið. Þá mun háspennu- línan, sem nú liggur yfir þetta svæði, verða tekin niður innan skamms. Ennfremur tók Gunnl. Briem yfirverkfræðingur Land- s’mans það fram, en hann var með í förinni, — að símalínan þar yrði tekin niður strax og þess væri óskað. Flugvallargerð að hefjast i Grímsey Síðastliðið laugardagskvöld fór v/h Ester út til Grímseyjar með jarðýtu þá, sem undirbúa á flug- vallargerðina þar. Varð að taka ýtuna sundur, svo að henni yrði komið í Iand af skipinu. Hið eina skip, er flutt gat ýtuna í heilu lagi og hafði verið til þess fengið (Björninn) hrást á síðuslu stundu. Grímseyingar voru að vonum orðnir langeygir eftir hyrjunar- framkvæmdum við flugbrautar- gerðina, enda líður nú mjög að hausti og dýrinætur tími farinn forgörðum vegna þessa dráttar. MiherriieÉfftti í Hoshvo d nýjon leik Ríkisstjórn íslands hefir nú á- kveðið að setjá á ný á stofn sendi- herraembætti í Rússlandi, en það var lagt niður íyrir 3 árum, er öll viðskipti milli íslands og Sovét- ríkjanna féllu niður. Embættið var upphaflega stofnað árið 1944, og nú, eftir að gerðir hafa verið miklir viðskiptasamningar milli þessara þjóða, þykir hlýða að endurvekja þetta embætti, enda þótt það hafi reynzt mjög kostn- aðarsamt. Ekki mun vera búið að ráða mann í embættið. Kostnað- urinn við það var ca. 1 milljón króna á árum áður. ___*___ Sendiherra í Júgóslavm Dr. Helgi P. Briem hefir verið skipaður íslenzkur sendiherra í Jugo-SIavíu. Afhenti hann forseta ríkisins, Tító marskálki, trúnaðar- bréf sitt að sumarsetri hans í vik- unni sem leið. Sendiherrann hefir aðsetur í Stokkhólmi. Talsvert mikið hefir borið á ölvun og skríhnennsku í slldar- bæjum norðan- og auslan lands í sumar, cn löggæzla er þar ætíð of lítil. Á Raufarhöfn hafa unglings- piltar af síldarskipuni vaðið uni þorpið að næturþeli og haft margs konar hellihrögð í frammi, gert aðsúg að hröggum síldar- kvenna með ópum og sóðalegu orðbragði, velt rekatrjám og tunnum á umferðargötur, hrotið síldartunnur o.s.frv. Vegna erfið- leika á að manna síldarskipin hefir misjafn unglingalýður slæðzt á þau, og eftir framkomu og háttum sumra þessara ungl- inga mætti ætla, að fangahús landsins hefðu verið opnuð upp á gátt til þess að koma flotanum á sildveiðar. Um fyrri helgi lágu mörg skip, innlend og erlend, á Seyðisfirði, og gengu áliafnir þeirra i land hundruðum saman. Var þar þá mikil ölvmi og óspektir. Eina nóttina höfðu einhverjir hinna öl- óðu manna komizt inn í kirkjuna þar, sein verið mun hafa illa Iæsl. Frömdu þeir þar hin fáheyrðustu helgispjöll, hrutu Kristslíkneski á altari og hókarhrík af prédikunar- stóli, hentu dýrmætum kertastjök- um út um alla kirkju og brengl- uðu þá. Bækur og kerti lágu hér og þar um kirkjugólfið innan um tómar brennivínsílöskur, og altar- isklæði höfðu verið óhreinkuð. Rannsókn var strax hafin í mál- inu, er upp komst, en var ekki lokið, er síðast fréttist. Talið var þó nokkurn veginn víst, að ís- lenzkir menn hefðu að verki ver- ið. Varla verður lengra gengið í níðingshætti og siðleysi en að vanhelga kirkjur, og ætti að taka slíka framkomu og hér um ræðir ómildum tökum. ____*____ Bilreiðadrehsíar Harður óreksflur bifreiða ó Fljófsheiðarvegi Síðastliðinn sunnudag rákust tvær bifreiðar á austan við Foss- hól á þjóðveginum, er liggur upp á Fljótsheiði. Voru það fólksbif- reiðin A 566 og vörubifreiðin U 64. Var áreksturinn svo harður, að fólkshifreiðin hrökk 4 metra til haka við áreksturinn og stór- skeinnidist. Minni skemmdir urðu á vöruhifreiðinni. Bílstjórinn á fólkshifreiðinni skarst lítillega á enni, eu hann var einn í hifreið- inni. Er mjög hætl við, að stór- slys hefði orðið, ef farþegar hefðu verið í hifreiðinni. Þá í vöruhií- reiðinni sakaði ekki. Fyrir réttum tveim árum varð árekstur á þessuin sama stað, með þeim afleiðingum, að önnur hif- reiðin valt út af veginum. Hagar þannig til, að lægð er í veginn, en nokkrum metrum ofar hrekku- hrún, og sér ekki til umferðar fyrr en á hrúnina kemur. Ekkert hættumerki er á þessum slað, sem er hrýn nauðsyn, og ætti tafar- Iaust að setja það upp, áður en alvarlegt slys verður.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.