Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 02.09.1953, Síða 8

Íslendingur - 02.09.1953, Síða 8
•n Kirkjan. MessaS á Akureyri n. k. sunnudag kl. 2 eh. (F. J. R.) Messað i Lögmannshlíðarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. (P. S.) I. 0. 0. F. = 134948% = Brúðkauþ: Um seinustu helgi voru gefin saraan í hjónaband: 29. ágúst í Akureyrarkirkju: Ungfrú Gígja Vil- hjálmsdóttir og Ingvar Hóseas Sig- marsson sjómaður. Heimili þeirra* er að Fjólugötu 16. — Ungfrú Bergþóra Kristinsdóttir og Benjamín Þórðarson sjómaður. lleimili þeirra verður í Stykkishólmi. — Þann 30. ágúst voru gefin saman ungfrú Sigurlína Jónsdótt- ir og Þórarinn Heiðar Þorvaldsson bif- reiðarstjóri. Ileimili þeirra verður að Grundargötu 7, Akureyri. Hjónaefni. Ungfrú Margrét Lúthers- dóttir Lundargötu 17 Akureyri og Hörður Magnússon sjómaður, Grettisg. 24 Reykjavík. Fegrunarjélag Akureyrar hefir beðið blaðið að flytja bæjarbúum þakkir sín- ar fyrir frábærar undirtektir og velvild í sambandi við merkjasölu þess og hlutavellu um síðustu helgi. Ohœj póslajgreiðsla. Fyrir nokkrum dögum fékk lslendingur greidda póst- kröfu fyrir áskriftargjaldi blaðsins frá árinu 1952 frá póstafgreiðslu úti á landi. Var krafan send héðan 14. ágúst í fyrra, en greidd á póstafgreiðslunni 24. ágúst sl., eða rétt um ári eftir að hún hefir komið þangað. Nú er ekki gert ráð fyrir að póstkröfur liggi leng- ur en 2—3 vikur á afgreiðslustað. Er hér um stór-vítaverða vanrækslu að ræða Iðja félag verksmiðjufólks á Akur- eyri hefir ákveðið að halda hlutaveltu til ágóða fyrir styrktarsjóð félagsins þ. 13. sept. í Alþýðuhúsinu. Er þess íast- lega vænzt að allir yngri sem eldri geri sitt ítrasta í því að safna góðum mun- um á hlutavcltuna og koma þeim í Verkalýðshúsið ekki síðar en 10. eept. — Hlutaveltunefndin. Uppskeruhátíð verður í kristniboðs- húsinu Zíon laugard. 5. þ. m. kl. 8.30 e.h. til ágóða fyrir kristniboðið. Þar verða seld blóm og margs konar garð- ávextir mjög vægu verði. Einnig verð- ur þar kaffisala. Komið og þakkið gjaf- aranum allra góðra gjafa fyrir góða uppskeru og gott árferði, með því að styðja málefni hans. — Stjórnin. Attrœður varð s. 1. laugardag Sig- tryggur Þorsteinsson, formaður sjúkra- samlagsstjórnar Akureyrar. Sextug varð í gær frú Anna Lýðsdótt- ir, Norðurgötu 28, Akureyri. Sextugur varð í gær Sigurbjörn Frið- riksson, bifreiðastjóri, Norðurgötu 35, Akureyri. Ferðajélag Akureyrar hefir ákveðið skemmtiferð uin næstu helgi þannig: Laugardaginn 5. sept. ekið vestur að Varmahlíð, Glaumbæ, Sauðárkrók og Hólum í Iljaltadal. Sunnudaginn 6. sept. til Sauðárkróks, Skagastrandar, Blönduóss og heimleiðis um Ása og efri Blöndubrú. Nánari upplýsingar veitir fornt. ferðanefndar, Þorsteinn Þorsteinsson. Hlutaveltu lieldur Skógræktarfélag Tjarnargerðis sunnudaginn 6. eepL n. k. kl. 4 síðdegis. Hjónaefni. Ungfrú Björg Bogadóttir afgre.ðslumær og Stefán Stefánsson rennismiður. m dmaur Miðvikudagur 2. september 1953 Flest sveitáeímili i idgrenm Uureyrar homost i símnsaM 500 niimera stækkun á sjálfvirku stöðinni undirbúin Blaðið áti í fyrradag stutt sam tai við Gunnar Schram síma- tjóra, og innti hann fregna af símamálutn Akureyringa og Ey- firðinga, og hvað unnið hefði verið að símaframkvæmdum á þessu ári í bæ og nágrenni. -— í sutnar heíir verið lagðui sími inn á 14 bæi á Þelamörk, segir símastjórinn — eða allt frá Grjótgarði að Bægisá, og eru þeir í sambandi við Bægisárstöðina. Pá er verið að leggja síma inn á neðri bæina í hreppnum, neðan pjóðvegarins, frá Skipalóni og Gæsum og inn með firðinum. V^erða þeir allir í sambandi við iandssíinastöðina hér eins og bæ- irnir í Kræklingahlíð, sem áður höfðu fengið síma. Munu því allir bæir í Glæsibæjarhreppi verða komnir í símasamband í haust. Ennfremur verður sími lagður í haust á nokkra bæi í Hrafnagils- og Ongulsstaðahreppum. — En framkvæmdir í bænum? — Aðalframkvæindirnar í sumar verða jarðsímalagnir um nýja hverfið í Mýrunum, og er nú þessa dagana verið að tengja síma í húsum þar við stöðina. — Er mikil eftirspurn eftix síma? — Um 150 manns bíða nú eftir síma, sem ekki geta fengið hann, þar sem öll númer sjálí virku stöðvarinnar, 1000 að iölu, eru í notkun. En Landsíminn hefir þegar gert ráðstafanir til að stækka stöðina uin 500 númer af þeitn 1000, sem unnt er að bæta við í núverandi húsakynnum síma stöðvarinnar. Afgreiðslufrestur á vélum til stækkunarinnar mun vera kringum eitt ár, en þær eru pantaðar frá Ericsen-verksmiðj unum í Stokkhólmi, þeim er vél- arnar i sjálfvirku stöðina voru fengnar frá. Og þegar þessi stækkun hefir komizt í fram- kvæind, mun Akureyri standa flestum eða öllum bæjum frainar um símakost. — Margir símanotendur eru í vanda staddir vegna þess, að símaskráin þeirra er ónýt orðin af óvenjulegri notkun fyrst eftir að sjálfvirka stöðin kom. Hvenær megum við vænta nýrrar síma- skrár? — Símaskráin, sem koma átti út á árinu, er nú í prentun, og má búast við að hún geli komið út fyrir n. k. áramót. — Hvaða verkefni bíða Land- símans í næstu framtíð. — Landsíminn mun, eftir því sem fjárveitingar fást til, vinna að því arð tengja sem flest byggð arlög við símakerfið, enda hefir mikil áherzla verið lögð á sima- agnir í sveitum. En takmark okk- ar hlýtur að vera það, að svo ijótt sem unnt er verði orðið við óskum heimilanna um síma og að llir geti að lokum fengið hann, sem óska þess, hvort sem þeir búa bæ eða sveit. ALLAN DULLES yfimiaður CIA, bamlarisku upplýsinga- þjónustunnar, sá er McCarthy hefir sakað um að halda verndarhendi yfir mönnurn, sem hafi haft samvinnu við landráðamenn, sbr. grein í íslcndingi 19. ágúst sl. Síldveiði með lierpinot lokið. Togarinn Jörundur lang- aflahæstur Síldveiðum með herpinót er nú með öllu lokið fyrir Norðurlandi, en nokkur skip veiða í reknet. Alls fóru 163 skip til síldveiða á vertíðinni, en 2 þeirra fengu eng- an afla. Togarinn Jörundur var með lang-hæstan afla, 6918 mál og lunnur, en önnur Akureyrar- skip veiddu: Snæfell 5870 mál og tn. Akraborg 5387 „—„ Súlan 4740 „—„ Ingvar Guðj. 3766 „—„ Njörður 2469 „—,. Sæfinnur 2064 „ Stjarnan 1882 ,,—„ Auður 1084 „—„ Bjarki 1082 „—„ Tvö hin síðasltöldu urðu að Falleg uppskera Kartöfluuppskcran ætlar að verða hin myndarlegasta í haust. Hafa blöðin verið að segja frá vænum kartöflum, allt frá 120 gr. (Dagur 26. ág.) og upp í 350 gr. (Morgunbl. 22. ág.). Nú fyrir mánaðamótin var Har aldur Sigurgeirsson verzlunar maður að taka upp kartöflur úr garði sínum, og voru kartöflurnar hver aiinarri stærri. Vó ein þeirra 380 gr., en margar voru eilítið minni, svo að vart mátti á milli sjá. Undan grasinu, sein stærsta kartaflan tilheyrði. kornu aðrar 7. Vógu 2 þeirra á 3. hundrað gr., en allar voru stærri en venjulegt útsæði. Tegundin var Gullauga. hælta á vertíðinni vegna bilunar. Alls varð síldaraílinn 155366 tn. í salt, 119278 mál í bræðslu og 7004 tn. frystar. Ágreiningur um kjör á reknefaveiðum. Oll Akureyrarskipin, er stund- uðu síldveiðar í sumar, munu hafa ætlað á reknetaveiðar austui < fyrir land, en aðeins tvö eru farin (Akraborg og Stjarnan). Stendur í þrefi út af kaupkjörunuin, sem sjómenn vilja fá bætl frá þvi, sem þau- voru í fyrra. Er því allt í ó- vissu eins og sakir standa um rek- netaútgerð Akureyrarflotans. ---------------------v~ Glaðir gestirj Síðastliðið fimmtudagskvöld gaísl bæjaibúum tækifæri lil að heyra og sjá hina vinsælu „skemnitikrafta“ Gest Þorgrímss. hermileikara og ungfrú Soffíu Karlsdóttur dægurlagasöngvara að Hótel Norðurlandi. Fluttu þau þar „samfellda dagskrá“, er þau höfðu sett saman með aðstoð Lofts Guðmundssonar ritliöfund- ar, sem mörguin útvarpshlustanda er kunnur af gamanþáttum hans. I þessari samfelldu dagskrá fengu menn að heyra raddir margra þjóðkunnra manna og söng okkar frægustu söngvara, — og þar að auki söngvara ýmissa erlendra þjóða, — í gegnuin hinn margraddaða Gest Þorgrínisson. Þá voru þættirnir „Rómeó og Júlía“ og íslenzka óperan einkar skemmtilegir, og átti ungfrúin þar Annall Islendings ÁGÚST : Kristján Jóliannsson setur nýtt met í 10 km. hlaupi á Meistaramóti Reykja- víkur í frjálsum íþróttum. Tími 31 mín. 45.8 sek. Eldra metið, er hann átti sjálfur, var 32 mín. réttar. Þyrilvængja af Keflavíkurflugvelli sækir sængurkonu vestur í Bitrufjörð og flytur á Landsspítalann. Ferðin gengur að óskum. Eldur kemur upp í Bílarmiðjunni í Reykjavík og veldur stórskemmdum á byggingunni, áður en tókst að ráða liðurlögum lians. Bílúm þeim, er þar voru í smíðum, tókst að hjarga ó- skemmdum að mestu. Piltur og stúlka falla af vörubíls- jalli undan Ingólfsfjalli og slasast. Stúlkan það mikið, að flytja varð hana í sjúkrahús. Fólkið var að koma if dansleik á Selfossi og :tóð margt aman í hnapp á pallinum. Ný kaffibrennsla í júlímánuði s.I. tók ný kaffi- brennsla til starfa hér í bænum. Er hún eign Efnagerðar Akureyr- ar h.f. Framleiðslan er nefnd SANA-KAFFI. Að því er framkvæmdastjóri Efnagerðarinnar, Einar Kristjáns son hefir tjáð blaðinu, var ætlun fyrirtækisins að hefja þessa starf- semi fyrr, en langur dráttur varð á, að leyfi fengist fyrir innflutn- ingi vélanna. Salan á kaffinu hefir gengið vel, það sem af er, enda er aðeins notuð bezta fáanleg kaffitegund. Vélar kaffibrennslunnar eru þýzk- ar, af nýjustu gerð. Kaffið er ein- göngu selt í % kílós pokum. EjtirteliM hvih- myndasýRing í vikunni sem leið kom hingað lil bæjarins bandarískur kvik- nyndatökumaður, Homer Flint Kellems ofursti, og sýndi í Nýja 3íó kvikmyndir í eðlilegum litum, er hann hafði tekið víða um 'ieim. Sýndi hann fyrst myndir frá Grænlandi og síðar suðrænar nyndir, frá ltalíu, Arabíu, Eg- yptalandi og Eritreu, en síðast nyndir, er hann hafði tekið hér á landi. Þær myndir hafði hami ekið ýmist í óbyggðum eða þétt- býlinu. Sýndi liann jöklamyndir Dg Heklumyndir, en auk þess myndir frá Reykjavík, Hafnar- firði og Vestmannaeyjum. Þá voru nokkrar myndir af íslenzk- um atvinnuveguni: Frá hval- veiðastöðinni í Hvalfirði og af karíaveiðum. Skýrði mr. Kellems myndirnar jafnóðum, en Sigurð- ur L. Pálsson menntaskólakenn- ari túlkaði inál lians. Var mynda- lökumaðurinn hylltur með lófa- taki að lokinni sýningu. bróðurpartinn, enda hefir hún tekið miklum framförum. síðan hún var hér síðast á ferð. En þátturinn frá Sameinuðu þjóðun- um verður þó minnisstæðastur af öllum atriðuin „dagskrárinnar“. Páll Kr. Pálsson annaðist und- irleikinn af meslu prýði. Z.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.