Íslendingur - 25.11.1953, Blaðsíða 1
XXXIX. árgangur
Miðvikudagur 25. nóvember 1953
50. tbl.
er
segir »captain« Fieldwood.
Þar sem hatrið á íslcndingum og
vanþekkingin vega salt
Hér í blaðinu birtist þann 9. september síðastliðinn grein, er
nefndist „Styrjaldarfórnir í mannslífum", þar sem birt var lausleg
greinargerð um skipa- og manntjón íslendinga við fiskflutninga til
Bretlands á styrjaldarárunum og björgunarslörf íslenzkra sjómanna
og skipa á hafinu sömu ár. Var greinin skrifuð í tilefni af æsilegum
skrifum Fieldwood nokkurs „captains“ gegn íslenzkri sjómanna-
stétt, er birzt höfðu í málgögnum brezkra togaraeigenda.
Skömmu síðar birlist greinin í enskri þýðingu í fréttabréfi, sem
íslenzka sendiráðið í London sendir brezkum blöðum og nokkrum
öðrum aðilum, og hefir hún orðið nokkurt umtalsefni blaða þar.
Meðal annars gerir áðurnefndur Fieldwood hana að umtalsefni í
grein í „Fish Trades Gazette“, er hann nefnir „Captain Fieldwood
talar fyrir munn brezkra fiskimanna“.
Það leynir sér ekki í greininni,
að höfundur hennar er haldinn
óskiljanlegu halri á íslendingum
og þá fyrst og fremst íslenzkum
sjómönnum, en jafnframt lýsir
greinin mikilli vanþekkingu á
málefnum íslendinga og íslenzkr-
ar útgerðar.
Fieldwood segir, að íslenzkir
sjómenn hafi hótað verkfalli inn-
an viku, nema þeim verði greitt
kaup þeirra í dollurum eða brezk-
um pundum, og hafi rikisstjórnin
samþykkt þessa kröfu og selji nú
sterlingspundið á kr. 60.00 — í
stað kr. 46.00. Ef hann á þar við
bátagjaldeyrinn, virðist haún
ekki vita, að hvorki togaraeigend-
ur eða togarasjómenn njóta
þeirra fríðinda.
Síðan segir greinarhöfundur:
„Fréttabréf“ gefið út af ís-
lenzka sendiráðinu í London (nr.
19/1953) fjallar m. a. um það,
sem þar er kallað illgjörn árás á
íslenzka togarasjómenn. Oll gagn-
rýni, hversu sönn sem hún kann
að vera, er óþægileg í þeirra aug-
um. Þeir neita engum staðreynd-
um, sem fram liafa komið. Þar er
aðeins ráðist á mig persónulega
og dregin í efa þau réttindi, sem
ég hefi áunnið mér. Mér þykir
vænt um að geta upplýst þetta
Fré'.labréf um það, að brezka
skírteinið, sem ég hefi fengið,
gæti enginn íslendingur öðlast.
Skírteini þella heitir Masters O.
C., belur þekkt undir nafninu
„square rigged“-skírteini. Það er
ekki fjarri sanni að segja, að fyr-
ir Islendinga er sjómennskan ekki
aðeins lokuð bók, heldur hejir sú
bók aldrei verið opnuð (lbr. hér).
Frá reynslu minni á fyrri árum er
mér í fersku minni, hversu allt
var skannnt á veg komið á ís-
landi. Tvær lieimss'yrjaldir hafa
breytt þessu frumstæða landi
meira en nokkurn skyldi gruna,
og má þakka þær framfarir Bret-
Ekki verður nú sagt, að dórriur-
Skoðanakönnun
um framboSslista Sjólf-
stæðisflokksins
Á föstudagskvöldið hefst hjá
Sjálfstæðisfélögunum í bænum
skoðanakönnun (prófkosning)
um 6 efstu menn á framboðslista
flokksins við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar í janúar n. k. (sjá aug-
lýsingu í blaðinu). Lýkur skoð-
anakönnuninni á sunnudags-
kvöld. Eru Sjálfstæðismenn hvatt-
ir til að láta álit sitt í Ijós, þar
sem góð þátttaka í könnuninni
gefur skýrari mynd af vilja kjós-
endanna en léleg. Til flýtisauka
verður listinn með 25 mannanöfn-
um, en auk þess geta þátttakend-
ur skrifað önnur nöfn neðantil á
listann, ef þeir kjósa heldur.
4=__
FEGRUNARFÉLAGIÐ
MUN KOMA UPP
ÚTIJÓLATRJÁM
FYRIR JÓLIN
Stjórn Fegrunarfélags Akureyr-
ar bauð blaðamönnum til kaffi-
drykkju að Hó'el KEA s. I.
sunnudag, ásamt þeim bæjarbú-
um, er hlutu verðlaun eða viður-
Hörmulegt sjóslys
V.b. Edda írá Hafnariirði sekkur á
Grundarfirði. 9 menn farast. -
Amerísk flugvél ferst.
í aftakaveðrinu er gerði hér á var s'ödd um 77 sjómílur vestur
inn um hæfni islenzkra sjómanna kenningu fyrir vel hirta skrúS.
sé veglegur, og má vel lesa í gegn- garSa a S-J. sumri. Afhenti form.
um þessa órökstuddu fullyrðingu ^
afbrýðisemina vegna fengsældar
íslenzkra sjómanna fram yfir þá
brezku, þótt báðir veiði á sömu
miðum. En ekki bendir sá afla-
mismunur á, að bók sjómennsk-
unnar hafi „aldrei verið opnuð“
fyrir íslendingum!
Þá getur Fieldwood þess sam
anburðar, sem gerður var á blóð
töku íslenzkra sjómanna og ís
lenzka veiðiflolans á styrjaldarár
unum, en hefir ekkert við henni
að segja, annað en þe'ta:
„Sendiráð, sem getur látið frá
sér fara þvaður eins og þetta, er
sannarlega á lágu menningar-
stigi“ .... og nokkru síðar:
„Það virðist vissulega vera mjög
grunnl á menningunni í íslenzka
sendiráðinu í London.“
Sú upptalning, sem gerð var á
björgun íslenzkra skipshaína á er-
lendum skipbrotsmönnum í ís-
lendingsgreininni, fer mjög í
taugarnar á Fieldwood, og spyr
hann, hvort íslendingar viti ekki,
að það séu óskráð lög hafsins nð
bjarga mönnum í sjávarháska,
enda hafi allar þjóðir gert það á
slyrjaldarárunum. Þessi athuga-
semd er gersamlega út í hött.
Upptalningin gaf ekkert tilefni
læsum manni til að ætla, að þar
lægi annað að baki en að skýra
Sigurður L Pálsson, þeim lijón-
unum Laufeyju Jónsdóttur og
Helga Steinarr verðlaun fyrir feg-
ursta garðinn á sumrinu og firnm
aðilum öðrum viðurkenningu,
einum úr hverju bæjarhverfi.
Félagið hafði fjársöfnun á af
mælisdegi bæjarins, er gekk vel.
Hafði það þá látið reisa stóra
fánastöng á miðjum Eiðsvelli. Þá
hyggst það koma upp skrautlýst-
um jólatrjám á opnum svæðum
í bænum í næsta mánuði.
frá þeim staðreyndum, að hlutur
íslenzkra sjóifianna í björgun
mannslífa í síðustu styrjöld hafi
verið stórkos'legur. Það var ekki
einu sinni gerður hlutfallssaman
burður við aðrar þjóðir. Hins
vegar má benda á það hér, að
hjörgun þeirra 1093 sjómanna.
er íslenzk skip björguðu árið
1940, mundi samsvara björgun
nokkur hundruð þúsunda hjá hin
um meiri siglingaþjóðum.
Þótt skrif þessa andlega hálf-
bróður Godlfredsens hins danska
séu öfgafyllri og dólgslegri en
svo, að teljandi mark geti verið
tekið á þeim í heimalandi hans
hefir blaðinu þótt rétt að gefa ís
lenzkum lesendum kost á að kynn
ast nokkru sýnishorni af þeim.
landi um fyrri helgi, varð það
sorglega slys á Grundarfirði, að
stormsveipur hvolfdi vélskipinu
Eddu frá Hafnarfirði, er lá þar á
firðinum, þar sem það hafði að
undanförnu stundað síldveiðar.
Skeði slys þetta seint á mánudags-
nóttina, er flestir skipverja voru
undir þiljum. Leið ekki nema ör-
skammur tími frá því að storm-
hviðan skall á skipið og lagði
rað á hliðina, unz því hvolfdi og
oað sökk. 11 menn af 17 manna
áhöfn komust í annan nótabát
skipsins en 6 fórust með því.
Engar órar voru í nótabátnum
og vélin óvirk. Barsl báturinn
með mennina undan sjó og vindi,
en þeir jusu hann með stígvélum
sinum. Um 9 leytið um morgun-
mn bar bátinn upp á sker, en
losnaði þaðan aftur eftir tvo
tíma. Bar hann síðan að landi
austanvert við fjörðinn, og voru
->á tveir mannanna látnir af vos-
búð enda flestir fáklæddir. Lézt
rriðji skipverjinn á leið til bæj-
arins Suðurbár, en þar náðu þeir
fyrst í húsaskjól. Fengu þeir, er
eftir lifðu, ágæta aðhlynningu.
Þeir, sem fórust voru:
Sigurjón Guðmundsson, 1. vél-
stjóri,
Sigurður Guðmundsson, 2. vél-
st j óri,
Jósep Guðmundsson, háseti,
Guðbrandur Pálsson, háseti,
Guðbjartur Guðmundsson, há-
seti,
Sigurjón Benediktsson, háseti,
Albert Egilsson, háseti, allir úr
Hafnarfirði,
Einar Ólafsson, háseti frá Sand-
gerði og
Stefán Guðnason, háseti úr
Garðahreppi.
Við slys þetta misstu 5 heimili
fyrirvinnu sína og 18 börn urðu
föðurlaus. Fer nú fram fjársöfn-
un í Hafnarfirði til þeirra, er
um sárast eiga að binda vegna
slyssins, og hefir hún gengið vel.
Amerísk flugvél ferst.
I sama veðrahamnum fórst
amerísk flugvél frá Keflavíkur-
flugvelli, sem ætlaði til Græn-
lands á sunnudagsmorgun. Kom
neyðarkall frá henni, þar sem hún
af íslandi. Var annar hreyfill vél-
arinnar bilaður, og gat flugmað-
urinn ekki haldið hæðinni. Sneri
hann þá við til Keflavíkurvallar
en komst aldrei þangað. Á flug-
vélinni var 5 manna áhöfn.
Vegna fárviðris gat leit úr
lofti ekki hafizt fyrr en á þriðju-
dagi og bar hún ekki árangur. Sl.
laugardag fann Tröllafoss flakið
af flugvélinni um 85 sjómilur
vestur af Keflavíkurflugvelli, þar
sem það maraði í kafi í sjóskorp-
unni. Átti að hefja víðtæka leit úr
lofti og með veðura'hugunarskip-
um urn helgina, ef vera kynni, að
áhöfnin eða einhver hluti hennar
hefði bjargast í gúmmíbát, sem
slíkum vélum fylgir.
Víða minnihéttgr
skaðar.
Af ofviðrinu urðu víða nokkr-
ir skaðar á mannvirkjum,
þök íuku af húsum, torf af heyj-
um o. s. frv. En ekki hefir frétzt
um aðra mannskaða en hér að
framan hefir verið skýrt frá.
___* ___
Píanótónleika
hélt þýzkur píanósnillingur, Willy
Piel, í Nýja Bíó s. 1. sunnudag á
vegum Tónlistarfélags Akureyrar,
og voru það 3. tónleikar félagsins
á þessu ári.
Á efnisskránni var Sónata í C-
dúr op. nr. 3 eftir t,. van Beetho-
ven, Kinderszenen op. 15 (Úr
heimi barnanna) eftir Schumann
og Sónata í B-dúr eftir Schubert.
Willy Piel er mjög þekktur
I hljómlistarmaður, enda meðal
hinna snjöllustu, sem hér hafa lát-
ið til sín heyra. Vakti leikur hans
á sunnudaginn mikla hrifni áheyr-
enda, er þeir létu óspart í Ijós.
___*____
Frá Bókasafni Kristneshœlis.
Fyrir hönd Bókasafns Kristneshælis
flytjum við forráðamönnum verzlana
og ýmissa annarra fyrirtækja á Akur-
eyri þakklæti okkar fyrir ágætan stuð'n-
ing við fjáröflun safnsins 1. nóv. s. 1.
Sérstaklega vottum við þeim hjónum,
frú Gyðu Thoroddsen og Torfa Mar-
onssyni nuddlækni alúðarþakkir fyrir
veglega gjöf til bókasafnsins.
Bókasafnsnefndin.