Íslendingur - 23.06.1954, Síða 4
4
í SLENDINCUR
Miðvikudagur 23. júní 1954
m - - - --------------.......... i i
Kemur út
hvern miðvikudag.
Útgefandi: Útgájufélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1
Sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Cránufélagsgötu 4, sími 1354.
Skrifstofutími:
Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.
Hefndarpólitík kratanna
Það eru ekki margar vikur liðnar síðan ritstjóri Alþýðumanns-
ins var að reyna að koma sjálfum sér til að trúa því, og jafnframt
lesendum sínum, að Sjálfstæðisflokkurinn væri ærið hefnigjarn.
Mundi hann þegar hafa tekið upp „hefndarpólitík“, er beindist
gegn samstarfsflokki hans í ríkisstjórn, Framsóknarflokknum, og
þá einkum varnarmálaráðherra flokksins. Byggði hann þessa
„skarplegu“ ályktun sína á ummælum, er viðhöfð hefðu verið í
svonefndu „Flugvallarblaði“, en ri’stjóri þess hefði einhvern tíma
verið í félagsskap ungra Sjálfstæðismanna.
Eigi hirti ritstjórinn um að rifja upp dæmi úr sögunni, er etutt
gæti þessa ályktun hans um hefnigirni Sjálfstæðisflokksins, og var
þess lílil von. Hins vegar munu flokksbræður hans í bæjarstjóm
ísafjarðar hafa gengið með hefndarfyriræ'lanir í huga þá hina
sömu daga og ritstjórinn beindi orku sinni í að byggja upp grein-
ina um hefndarpólitik Sjálfstæðisflokksins. Og skal sú saga hér
sögð.
Starf yfirlæknis við sjúkrahús ísafjarðar er auglýst laust til um-
sóknar, en það starf veitir bæjarstjórn ísafjarðar. Tvær umsóknir
berast: Frá Úlfi Gunnarssyni, lækni í Danmörku, og Kjartani J.
Jóhannssyni aðstoðarlækni við Sjúkrahús ísafjarðar.
Báðir þessir umsækjendur eru að dómi heilbrigðisstjórnar hæfir
til að takast s'.arfið á hendur. Heilbrigðismálaráðuneytið mælir
með ráðningu Kjartans, sem verið hefir aðstoðarlæknir við sjúkra-
húsið um tvo áratugi og þar af í 4 ár yfirlæknir þess, auk þess sem
hann var það oft líma og tíma í fjarveru yfirlæknis. Landlæknir
taldi einnig langa reynslu Kjartans og þekkingu hans þunga á met-
unum. Því síðan hann varð læknir, hefir hann aflað sér framhalds-
menntunar til slíks starfs í Þýzkalandi, Danmöíku, Englandi og
Bandaríkjunum, og nýtur óskoraðs trausts í læknisumdæminu. Það
er því einróma álit þeirra, er líta hlutlaust á málið, að embætti þetta
hefði átt að veita Kjartani J. Jóhannssyni, en meirihluti bæjar-
stjórnar ísafjarðar (4 kratar og einn Framsóknarmaður) cam-
þykktu að veita það hinum umsækjandanum, Úlfi Gunnarssyni.
Þeir sem málum eru kunnugir á ísafirði, vi’a vel, að afstaða
Kratanna og Framsóknarmannsins miðast ekki við það, að þeir cf-
ist um hæfni Kjartans til starfsins. Öðru nær. Hitt vita þeir, að
Kjartan vann við síðustu kosningar kjördæmið af flokki Krata, og
þess varð að hefna, er færi gæfist. Úlilokun hans frá yfirlækniss’arf-
inu kynni 1 ka að geta leitt til þess, að læknirinn sækti um starf
annars staðar og ísfirzkir Kratar losnuðu við hann úr kjördæminu.
Og brottflutningur hans gæti vakið möguleika á því, að fylgi Krat-
anna rélti við aftur. Hér er þá þessi hefndarpólitík í allri sinni nekt,
sem ritstjóri Alþýðumannsins heldur að finnist helzt hjá Sjálfstæð-
flokknum.
Engin nýlunda er það, að Alþýðuflokkurinn telji sig lítt varða
um álit eða tillögur um val manna í stöður. Meðan hann átti
menntamálaráðherrann var ekki verið að taka tillit til álits Há-
skólaráðs um embæ'.taveitingar við Háskólann. Dósentsmálið er
enn í minni miðaldra manna og eldri, og fleiri hliðstæðar cmbætta-
veitingar. Það situr því sízt á Alþýðuflokknum eða málpípum hans
að tala um hefnigirni eða hefndarpólitík.
Milljónahallir »öreiganna((
Fyrir nokkrum vikum festi Sósíalistaflokkurinn lcaup í ctórri
húseign í Reykjavík fyrir 1 millj. krónur, er verða skyldi félags-
heimili eða m. ö. o. samkomustaður fyrir kommúnistasellurnar í
Reykjavík og bera nafn Sigfúsar heitins Sigurhjartarsonar. Skýrði
Þjóðviljinn kjósendum kommúnista frá því, að þeir ættu að hafa
lagt fram fé þetta fyrir 17. júní, og munu sumir hafa tekið þetta í
klárus'u alvöru. Einstaka heittrúaðar kommúnistasálir tóku þetta
svo bókstaflega, að þær afturkölluðu pöntun á gólfteppi eða öðrum
mannlegum þægindum til að leggja andvirðið í „Sigfúsargarð“,
eftir því sem Þjóðviljanum hefir sjálfum sagzt frá.
En aðrir vissu betur. Þótt kommúnis'inn hefði látið eftir sér að
kaupa gólfteppið, var engin hætta á að milljóninni yrði ekki náð
17. júní og það þótt þær hefðu þurft að vera tvær. Svo vanir eru
menn orðnir fjársöfnunum Þjóðviljans til sinnar eigin útgáfu og
75 ára:
Lárus J.
sundkennari
Lárus J. Rist.
Lágraynd
eftir Ríkarð Jónsson.
S. 1. laugardag varð einn góð-
kunningi margra hinna eldri Ak-
ureyringa og Eyfirðinga, Lárus
J. Rist, 75 ára, eins og sagt var
frá í síðasta blaði, og var hann
þá í heimsókn hingað á fornar
siöðvar.
Þótt Lárus Rist sé barnfæddur
í Kjósinni kom hann á bernsku-
árum norður til Eyjafjarðar og
ólst þar upp til fullorðinsára.
Faðir hans, Jóhann P. Rist, bjó
lengst að Botni í Hrafnagils-
hreppi, og voru þeir feðgar báðir
oft við þá jörð kenndir.
Lárus stundaði nám í Möðru-
vallaskóla árin 1897—99, en fór
fám árum síðar til náms við lýð-
háskólann að Askov. Þar varð
hann fyrir drjúgum áhnfum af
nýjum félagsmálahreyfingum,
einkum ungmennafélagshreyfing-
unni og varð hrifinn af þeim
anda, er þar ríkti um líkamsrækt.
Réðst hann því síðar á þekktan
fimleikakennaraskóla í Kaup-
mannahöfn og tók þar fimleika-
kennara- og sundkennarapróf.
Þegar heim kom, tók hann að
stunda sundkennslu og fimleika-
kennslu og varð brátt fimleika-
kennari við Gagnfræðaskólann á
Akureyri. Jafnframt stundaði
hann barnakennslu og tíma-
kennslu í dönsku, reikningi o. fl.
greinum. Þá tók hann all-mikinn
þátt í ungmennafélagshreyfing-
unni fyrstu árin, og var allsstaðar
liðtækur, þótt hann ætti ekki ætíð
samleið í skoðunum með þeim,
sem hann vann með. T. d. telur
hann sig hafa haft sérstöðu í
íþróltamálum. Þegar aðrir vildu
sérhæfa íþróltamennina í ákveðn-
um greinum frjálsra íþrótta til
mikilla afreka og meta, lagði
hann alla áherzlu á það, er hann
vill nefna UPPELDISLEIKFIMI,
en hana taldi hann eingöngu miða
að því að skapa heilbrigða sál í
heilbrigðum líkama, sem ætti að
vera æðsta takmark íþróttanna.
Þegar minnst er brautryðjenda
í íþróttum hér á landi, fer ekki
hjá því, að nafn Lárusar Rist
verði þar ofarlega á blaði. Hann
er fyrsti íslendingurinn, sem
komið hefir opinberlega fram á
svið með fimleikaflokk, og hann
er fyrsti íslendingurinn, sem
þreytt hefir sund þvert yfir Eyja-
fjörð. Þótt hann yrði fyrir því
óhappi í byrjun sundnáms að
missa skinnbelginn af baki sér og
sökkva í Laugalandspollinum, beit
hann á jaxlinn, er honum hafði
verið bjargað, og mælti stundar-
hátt: „Ég skal samt lœra að
synda!“ Og við það var meira en
staðið. Á fundi í U. M. F. A. í
ársbyrjun 1907 stigu nokkrii
fullhugar á stokk og strengdu
heit um að vinna ákveðin afrek
eða ná einhverju ákveðnu tak-
marki. Heitstrenging Lárusar
Rist var sú, „að synda yfir Eyja-
fjörð innan jafnlengdar, alklædd-
ur og í sjófötum, á bilinu frá
Glerárósum og inn að Leiru, en
áskil mér rétt íil að kasta klæðum
á sundinu, ella minni maður
heita.“
Og Lárus stóð við sitt heit 6.
ágúst það ár. Og síðan hefir hann
mörgum manninum kennt þá
íþrótt að fleyta sér í vatni, fyrst
árum saman hér á Akureyri og í
nágrannasveitunum, en síðast í
Hveragerði, þar sem hann á efri
árum byggði myndarlega sund-
laug og kenndi þar sund árum
saman. Og nú, á 75 ára afmælis-
daginn, synti hann 200 metrana
í samnorrænu sundkeppninni hér
uppi í Grófargilinu, þar sem hann
hafði svo löngum áður staðið á
bakkanum og kennt hinum ungu
tökin. Og þegar hinn hvítskeggj-
aði öldungur er spurður að, hvort
þessi sundraun hafi ekki reynzt
honum erfið svo göinlum, er hann
fljótur til svars: „Nei, það var
ekkert erfitt. En það er erfitt að
ganga upp kirkjutröppurnar.“
íþróttahreyfingin í landinu
stendur í mikilli þakkarskuld við
hinn aldna heiðursmann. Og þá
fyrst og fremst íþróttahreyfingin
á Akureyri. Og tryggð hans við
Eyjafjörð og Akureyri mætti
verða öðrum til fyrirmyndar. Á
gamalsaldri ræðst hann í að
kaupa jörðina Botn í Eyjafirði,
þar sem faðir hans hafði lengst
búið og hann sjálfur dvalið sín
þroskaár. Síðar afhendir hann
Akureyrarbæ jörðina að gjöf
með þeirri ósk, að þar mætti
klæða holtin og móana skógi og
kenna yngri borgurunuin að meta
kosti moldar og gróðurs við verk
legt nám. Slíkt er fögur kveðja til
gamalla heimahaga.
Þrátt fyrir háan aldur er Lárus
J. Rist þráðbeinn á velli og jafn-
ungur í anda og fyrr. Sjálfur er
hann talandi vitni þess, að stefna
hans í líkamsuppeldi hefir átt
fyllsta rétt á sér. Megi ævikvöld
hans verða hlýtt og bjart, svo sem
hann verðskuldar.
J. Ó. P.
súlureikningsins fræga á forsíðu blaðsins. Engum dettur í hug að
æ!la, að hin „þrautpínda" og „arðrænda“ íslenzka alþýða haldi ein
uppi dýras'.a blaði landsins, dýrustu bókaútgáfum á landinu til
kynningar á menningu og friðarbaráttu Ráðstjórnarríkjanna með
fleiru. Jafnvel þótt kunnugt væri um, að allflestir auðugustu menn
þjóðarinnar fylltu hinn síminnkandi kommúnistaflokk, yrðu fáir
fil að trúa því. Sjálfsagt muna margir eftir því, hve ótrúlegt Þjóð-
viljanum þótti á sinni tíð, að eilt af stærstu bókaforlögum landsins
hefði staðið undir úlgáfu einnar bókar (Ég kaus frelsið). Nei, bók-
in hlaut að vera gefin út fyrir styrk frá Bandaríkj unum sagði blað-
ið! Annað mál er hitt, að MÍR eða Mál og menning hefði ekki
þurft að kveinka sér við útgáfu nokkurra slíkra bóka með „öreig-
ana“ í landinu að bakhjarli.
Þótt kommúnistaflokkurinn á íslandi sé æ kyrkingslegri með ár-
unum, mun hann enn um sinn eiga nóga „öreiga“ til að „splæsa“ í
milljónahallir, þegar þess þykir við þurfa. Ekkert annað en setja
samskot í gang og smáhækka súluna á forsíðu Þjóðviljans, þangað
til upphæðinni er náð eða vel það. Skilagrein fyrir því fé, sem
þannig er „kreist undan blóðugum nöglum þrautpíndrar alþýðu“
(svo að orðalag kommúnista sé viðhaft), verður kannske ekki birt
strax að söfnun lokinni. En hvað varðar okkur um það?
Síðustu dagana hefir sézt
bregða fyrir á götum bæjarins
tæplega meðalháum manni, tein-
réttum, kvikum á fæti og með
myndarlegt alskegg að nítjándu
aldar tízku — enda verðlauna-
skegg úr Reykjavík. Enginn
skyldi halda, að maður þessi
hafi orðið hálfáttræður á laugar-
daginn var og haldið upp á af-
mæli sitt raeð því að synda 200
metra í sundlaug Akureyrár. En
okkur skilst það betur, þegar á
daginn kemur, að þar er á ferð
gamalkunnugur Akureyringur,
Lárus Rist, sem um áratuga skeið
var mestur frömuður leikfimi og
sundmenntar hér á Norðurlandi.
Lárus er fæddur að Seljadal í
Kjós 19. júní 1879. Þriggja ára